Morgunblaðið - 05.02.2007, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2007 27
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning
Í dag er 5. febrúar
og þú hefðir orðið 25
ára ef þú hefðir lifað,
elsku strákurinn minn.
Við fjölskyldan þín er-
um búin að vera að rifja upp síðustu
afmælisdagana þína. Þegar þú varðst
18 ára og nýkominn frá Hvítárbakka
var síðasti afmælisdagurinn þinn sem
við héldum upp á heima. Þú fékst
langþráða Liverpoo-köku og það var
mjög gaman hjá okkur. Ekki grunaði
mig að næstu 5 afmælisdagar þínir
yrðu inni á sjúkrahúsi. Á síðasta af-
mælisdegi þínum vorum við sammála
um að þetta yrði síðasti afmælisdagur
þinn inni á sjúkrahúsi en ekki óraði
mig fyrir því að ástæðan væri sú að þú
mundir vera dáinn heldur værir þú
loksins búinn að fá þá hjálp sem þú
þurftir að fá. En það varð ekki svo og
9. júní síðastliðinn lauk þínu erfiða og
kvalafulla lífi. Ekkert foreldri ætti
nokkurn tíma að þurfa að standa við
gröf barns síns, það er svo rangt. Það
líður ekki sá dagur að þú sért ekki í
huga mínum meira og minna. Flest
minnir á þig. Ákveðnar auglýsingar,
íþróttaviðburðir, orðatiltæki og ekki
síst Band of brothers sem er svo oft
sýnt á National Geograpic það voru
þínir uppáhaldsþættir. Söknuðurinn
eftir þér er svo mikill og sár að það
svíður í hjartað alla daga. En Drott-
inn er miskunnsamur og hann leysti
þig undan þessu kvalafulla lífi sem þú
lifðir og það er örlítil huggun að þurfa
ekki að horfa upp á það lengur. En
auðvitað hefði ég kosið að þú hefðir
fengið þá hjálp sen þú þurftir svo mik-
Haukur Freyr
Ágústsson
✝ Haukur FreyrÁgústsson
fæddist á Sjúkra-
húsinu á Hvamms-
tanga 5. febrúar
1982. Hann lést 9.
júní síðastliðinn og
var jarðsunginn frá
Grafarvogskirkju
15. júní.
ið á að halda og ættir
heilbrigt líf í dag. En
þú ert heilbrigður
heima hjá Drottni og
þið vinirnir og nafnar
Haukur Kristófers er-
uð samann í dýrð
Drottins og bíðið eftir
okkur hinum. Ég sagði
við prestinn okkar um
daginn að hann Hauk-
ur minn er, hann var
ekki, hann er, og verð-
ur ávallt.
Elsku strákurinn
minn til hamingju með
afmælið þitt.
Að lokum: Styrkist nú í Drottni og í krafti
máttar hans. Klæðist alvæpni Guðs, til þess
að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins. Því
að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við
menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar
og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs,
við andaverur vonskunnar í himingeimnum.
Takið því alvæpni Guðs, til þess að þér getið
veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið
velli, þegar þér hafið sigrað allt.
Standið því gyrtir sannleika um lendar yðar
og klæddir brynju réttlætisins og skóaðir á
fótunum með fúsleik til að flytja fagn-
aðarboðskap friðarins. Takið umfram allt
skjöld trúarinnar, sem þér getið slökkt með
öll hin eldlegu skeyti hins vonda. Takið við
hjálmi hjálpræðisins og sverði andans, sem
er Guðs orð. Gjörið það með bæn og beiðni
og biðjið á hverri tíð í anda. Verið því ár-
vakrir og staðfastir í bæn fyrir öllum heil-
ögum. Biðjið fyrir mér, að mér verði gefin
orð að mæla, þá er ég lýk upp munni mín-
um, til þess að ég kunngjöri með djörfung
leyndardóm fagnaðarerindisins. Þess boð-
beri er ég í fjötrum mínum. Biðjið, að ég
geti flutt það með djörfung, eins og mér ber
að tala.
(Efesus 6. kafli, vers 10–20.)
Þetta ásamt sálmi 143 voru uppá-
halds lesningar þínar í Biblíunni.
Kveðja
mamma.
✝ Alfa ÞorbjörgÞóra Hjálm-
arsdóttir fæddist á
Akureyri 24. júní
1919. Hún lést á
dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu
Grund 26. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Magnúsína Vilborg
Árnadóttir iðn-
verkakona, f. í Hrís-
ey 28. janúar 1893,
d. 17. mars 1982, og
Hjálmar Sigmunds-
son skipstjóri, f. á Hofsá í Svarf-
aðardal 17. maí 1892, d. 7. júní
1957. Alsystkini Ölfu voru: Oddur
Vagn, f. 1913, d. 1980, Baldur
Sturla, f. 1916, d. 1946, Eva Sig-
urrós, f. 1917, d. 1980, og Vilmar
Lárus, f. 1921, d. 1963. Hálfsystk-
ini Ölfu samfeðra eru: Erla Hlín, f.
1933, Jóna Margrét,
f. 1935, d. 1944, Sig-
mundur, f. 1937, d.
1996, og Hjálmar
Víkingur, f. 1940.
Alfa giftist 9. maí
1958 Gísla Ás-
mundssyni frá
Akranesi, f. 21. apríl
1926, d. 9. febrúar
2004. Foreldrar
hans voru Sigurlaug
Einarsdóttir og Ás-
mundur Jónsson.
Alfa lauk stúd-
entsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri
1948. Hún lauk prófi í lyfjafræði
1953. Hún var aðstoðarlyfjafræð-
ingur í Laugavegsapóteki í
Reykjavík frá 1953 til 1989.
Útför Ölfu verður gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.
Ég hef líklega verið fjögurra eða
fimm ára gömul þegar ég fór einu
sinni að tala um Ölfu við bestu vin-
konu mína. Ég var svo lítil að ég
hélt að allir þekktu þá sem ég
þekkti og varð því forviða þegar
vinkona mín spurði hver Alfa væri.
„Hvað, veistu ekki hver Alfa er?“
sagði ég hneyksluð. „Hún er góð
kona sem býr til meðul handa börn-
um og gefur alltaf súkkulaði!“ Ég
vissi nefnilega að Alfa var lyfja-
fræðingur og mamma hafði sagt
mér að það þýddi að hún byggi til
meðul handa börnum. Ég sá Ölfu
fyrir mér sitja í stórum hæginda-
stól og rétta meðalaglös til barna
sem biðu í langri halarófu. Ég þótt-
ist vita hvar hægindastóllinn væri,
auðvitað á bak við í Laugavegsapó-
teki. Þangað hafði ég oft komið með
mömmu og þegar hún spurði eftir
Ölfu Hjálmarsdóttur var farið á bak
við og hún sótt. Og það brást varla
að hún rétti mér Síríusstöng yfir
borðið og þess vegna sagði ég vin-
konu minni að hún gæfi alltaf
súkkulaði.
Alfa var annars kona föðurbróður
míns, sem ég kallaði alltaf Gísla
frænda. Þau Gísli áttu engin börn,
en héldu mikið upp á börn systkina
Gísla, ekki síst mig sem var yngst.
Mér þótti þess vegna ákaflega mik-
ið varið í þau bæði. Það spillti ekki
fyrir að Alfa hafði prjónað handa
mér skrítinn bangsa, sem ég kallaði
Prjónamusta. Mér þótti vænt um
Prjónamusta, hann var mikill per-
sónuleiki og það var Alfa líka. Þess
vegna móðgaðist ég þegar einhver
hafði orð á því að Alfa væri lítil
vexti. Í mínum augum var Alfa stór.
Alfa var rauðhærð og alltaf glað-
leg í framkomu, hló hvellum klingj-
andi hlátri sem ég heyri enn fyrir
mér. Hún var ör í skapi og átti til
að rjúka upp, þess vegna var stund-
um fjör í fjölskylduveislunum þegar
rætt var um pólitík eða þjóðfélags-
mál því Alfa tók yfirleitt þátt í þeim
umræðum af miklum hita. En þó að
hún ætti til að æsa sig var góða
skapið alltaf fljótlega komið aftur
og þetta gerði veislurnar bara lit-
ríkari. Margar veislurnar voru
haldnar hjá þeim Gísla og oft buðu
þau okkur líka í mat. Þá var gjarn-
an á borðum lax sem Gísli hafði
veitt – eða jafnvel Alfa sjálf því hún
tók þátt í laxveiðunum. Þau Gísli
höfðu yndi af náttúrunni og fóru
saman í mikil ferðalög og fjallgöng-
ur.
Alfa vann sem lyfjafræðingur í
Laugavegsapóteki í mörg ár. Hún
var ósérhlífin í vinnu og hafði líka
mikinn áhuga á öllu sem viðkom
heilsufari, m.a. fór hún á námskeið í
svæðanuddi og varð svo fær í þeirri
grein að það var sóst eftir henni
sem kennara. Sjötug varð hún að
hætta að vinna og skömmu síðar
byrjaði erfiður heilabilunarsjúk-
dómur að hrjá hana. Eftir því sem
árin liðu varð hún gleymnari og
meira utan við sig. Samt átti hún til
að vera skarpari en fólkið í kring-
um hana. Haustið 1996 var byrjað
samband á milli mín og Eiðs Hólm-
steinssonar sem síðar varð mað-
urinn minn, en opinberlega létum
við heita að við værum bara vinir.
Við vorum eitt sinn stödd heima hjá
pabba og mömmu þegar Gísli og
Alfa komu til þess að sækja þau í
veislu. Alfa tók eftir því að við Eið-
ur stóðum hlið við hlið og um leið
og hún fór út úr dyrunum blikkaði
hún mig. Mamma sagði seinna að
þegar þau voru komin inn í bílinn
hefði Alfa spurt: „Er þetta kærast-
inn hennar Unu Möggu?“ „Þau eru
bara vinir,“ sagði mamma. En Alfa
vissi betur.
Það var dapurlegt að horfa upp á
sjúkdóminn lama andlegt atgervi
Ölfu, einkum fyrir Gísla sem hugs-
aði um hana eins vel og hægt var.
Einu sinni þegar Gísli svaf fór hún
út og týndist, lá úti í þrjá sólar-
hringa og hefði það riðið mörgum
konum á hennar aldri að fullu, en
hreysti Ölfu bjargaði henni. Mikil
var gleði Gísla og léttir þegar hún
var fundin á ný.
Svo fór að lokum að Gísli dó á
undan Ölfu, en þá var Alfa horfin
svo mikið inn í sjálfa sig að hún
virtist ekki finna mikið fyrir miss-
inum. Smám saman hætti hún að
mestu að tala, en virtist þó alltaf
þekkja okkur þegar við heimsóttum
hana á hjúkrunarheimilið Grund.
Og nú er hún farin frá okkur, en
fyrir mér er hún ævinlega góða
konan sem býr til meðul handa
börnum og gefur alltaf súkkulaði.
Una Margrét Jónsdóttir.
Geislandi gleði og léttur hlátur
mættu mér í hvert sinn sem ég hitti
þig. Ég er nokkuð viss um að þann-
ig hefur það alltaf verið í þínu lífi,
hverjar sem aðstæðurnar hafa ver-
ið. Erfiður skilnaður foreldra þinna
þegar þú varst á barnsaldri lagðist
þungt á þig, sundrun fjölskyldunn-
ar og langvarandi alvarleg veikindi
sem töfðu þig í að láta draum þinn
um að menntast verða að raunveru-
leika. En hvorki það eða annað
þrengdi eðlislægri glaðværð þinni
til hliðar. Jafnvel síðustu árin þegar
Alzheimerinn hafði veikt öll skiln-
ingarvit var breitt bros, birta og
fögnuður einkenni allra þinna sam-
skipta við aðra.
Ég kynntist þér sem smástrákur
þegar Gísli, móðurbróðir minn, fór
að heimsækja konu sem bjó í
Lönguhlíðinni. Síðan fluttir þú inn á
heimili hans, ömmu og Jonna bróð-
ur hans. Í því sama húsi bjuggum
við bróðir minn með foreldrum okk-
ar. Þá hafðir þú rétt lokið námi í
lyfjafræði, nokkru eldri en skóla-
félagarnir. Þú settist í tvígang í
menntaskólann á Akureyri. Fyrst í
máladeild um tvítugt en varðst frá
að hverfa vegna veikinda. Síðar inn-
ritaðistu í stærðfræðideild eftir hlé
og störf í apótekinu þar sem þú
ákvaðst að verða lyfjafræðingur og
tókst stúdentspróf nærri þrítug. Þú
naust hvatningar og aðstoðar apó-
tekarans sem var sannfærður um
að þú ættir erindi í nám. Ég man
að þú sagðir mér að það hefðu ekki
allir talið það jafn sjálfsagt. Það
höfðu fáar konur farið í gegnum
stærðfræðideildina, og sumum
kennurunum fannst það hið mesta
óráð. Einn leyfði sér að sýna það
með þeim hætti að látast ekki sjá
þig og taka þig aldrei upp í tíma.
Þú lést ekki þar með staðar num-
ið, þú fórst til Reykjavíkur með Ak-
ureyrarveikina í farangrinum, hélst
áfram námi og útskrifaðist sem
lyfjafræðingur. Það hefði aldrei
tekist nema fyrir harðfylgi, þrjósku
og dugnaði.
Það var til siðs að fólk tæki sjálft
til hendi þegar þið Gísli byggðuð
húsið í Kópavoginum. Gísli var
handlaginn og öflugur smiður. Ég,
krakkinn, fékk stöku sinnum að
hjálpa þér að skafa mótatimbur.
Amma flutti með ykkur í Kópa-
voginn og síðan áfram þegar þið
fluttuð í Álfheimana. Ólíkt skapferli
og ólík lífsviðhorf gerðu óhjá-
kvæmilegt að stundum reyndi á í
sambúð ykkar ömmu, en aldrei man
ég þig láta út úr þér styggðaryrði,
hvorki við hana eða um hana. Þótt
þolinmæði væri ekki beint áberandi
í daglegu fasi þínu, stóðstu öll þol-
inmæðispróf í því samhengi. Ef-
laust var amma stolt af því að eiga
háskólamenntaða tengdadóttur, en
hún sætti sig aldrei alveg við að
tengdadóttirin væri ekki meira
heima, heldur ynni meira en fullan
vinnudag utan heimilis.
Þegar ég var lítill fór ég stundum
með ykkur Gísla í ferðalög, útilegur
og silungsveiði. Það var áður en þið
hófuð reglubundnar árásir á laxinn.
Þá er mér minnistætt að þegar ég
vann í næsta húsi við Laugaveg-
sapótek þar sem þú vannst hafði ég
það reglubundna verkefni þegar ég
átti erindi til Kaupmannahafnar að
kaupa bolla og diska í stellið þitt.
Einhverju sinni þegar ég kom að
skila af mér heyri ég afgreiðslu-
stúlkuna kalla á bak við: „Postulíns-
hundurinn hennar Ölfu er að leita
að henni.“ Með árunum urðu sam-
skiptin minni af ýmsum ástæðum
en ég kveð þig með virðingu og
söknuði. Með glaðværð og vináttu
skilaðir þú geislum til allra í kring-
um þig.
Ásmundur Stefánsson.
Alfa Þorbjörg
Hjálmarsdóttir
✝
Ástkær eiginkona mín,
SIGRÚN BJÖRK STEINSDÓTTIR,
Fjarðarási 28,
Reykjavík,
andaðist á líknardeild Landspítalans í Fossvogi
föstudaginn 2. febrúar 2007.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Haukur Harðarson.
arhringinn í spil, kók og spjall. Sama
hversu ómerkilegt samtalið var,
amma hlustaði alltaf. Við vorum aldr-
ei einar, amma var alltaf til taks hin-
um megin við vegginn.
Þín verður sárt saknað af öllum
sem þekktu þig, elsku amma. Takk
fyrir öll góðu árin sem við áttum sam-
an.
Gyða Fanney, Sara Ragn-
heiður og Hrafnhildur
Júlía Guðjónsdætur.
Í dag kveðjum við í hinsta sinn
ömmu Dóru, eða eins og við kölluðum
hana oftast, ömmu í Brún. Segja má
að Norðurbrúnin hafi verið annað
æskuheimili okkar systkina og
frændsystkina. Minningarnar þaðan
eru mjög margar og góðar. Þær inni-
halda flestar ærsl og læti í barna-
hópnum og ástúð og hlýju frá ömmu.
Við munum aldrei eftir að amma hafi
skipt skapi þó að oft hafi lætin verið
mikil. Hún tók öllu með sínu blíða og
góða fasi. Við munum líka öll eftir
stórum garðinum í Norðurbrúninni
með graslauk, rifsberjum og kart-
öflum ásamt brattri brekku sem
hægt var að rúlla sér niður. Garður-
inn var alltaf, eins og stórt húsið,
snyrtilegur og fínn, og bar snyrti-
mennsku ömmu gott vitni.
Lífið hennar ömmu breyttist mikið
fyrir 18 árum en þá missti hún afa.
Hún saknaði hans mjög mikið og
fannst erfitt að fá ekki að eldast með
honum. Nafnið hans bar oft á góma í
samtölum við ömmu og talaði hún þá
oftar en ekki um það hvað hún sakn-
aði brúnu augnanna og svarta hárs-
ins.
Þegar heilsu ömmu fór skyndilega
að hraka síðastliðið sumar fór hún að
tala enn meira um afa og um það að
hún tryði því að þau myndu samein-
ast á ný. Hún var að fara að hitta afa
aftur og það er huggun í harmi okkar
sem eftir stöndum að hún trúði því og
var því sátt við að kveðja okkur hin í
bili.
Það er mikil eftirsjá í dásamlegri
ömmu og það er með söknuði og hlý-
hug í hjarta sem við kveðjum hana.
Við erum þakklát fyrir að hafa haft
hana í lífi okkar og barna okkar – við
erum ríkari fyrir vikið. Minningar
okkar um ömmu munu hlýja okkur
um hjartaræturnar um ókomna tíð.
Sigríður, Kolbrún og Ólafur Már.
Nú er elsku amma Dóra farin frá
okkur. Það er skrýtin tilhugsun að
geta ekki farið aftur í heimsókn til
hennar, næst þegar farið verður til
Reykjavíkur. Amma tók alltaf svo vel
á móti okkur. Maður gat alltaf séð
hvað hún var glöð, andlitið ljómaði
þegar hún sagði hvað við værum allt-
af að stækka, bráðum að verða full-
orðnar. Amma sem var alltaf svo ró-
leg og góð og hvessti sig aldrei við
okkur. Við munum hana alltaf þar
sem hún gekk hægt um íbúðina í
Grófarselinu, með friðsæla svipinn
sinn, svolítið hokin með krosslagða
handleggi, í fallegu fötunum sínum,
og vildi allt fyrir okkur gera. Hún
státaði af rauðu hári sem hún var
mjög stolt af, og sagði okkur oft að
hefði aldrei gránað og það væri nú
meira en lítið þægilegt fyrir gamla
konu eins og sig.
Hún sendi okkur alltaf út í ísbúð á
sumrin, og svo héldum við ísveislu við
eldhúsborðið. Hún sagði að það væri
nú það minnsta sem hún gæti gert
fyrir okkur. En það var alls ekki satt.
Amma gerði allt fyrir okkur, bara
með því að vera elsku amma Dóra.
Það eru alls ekki allir sem eiga svona
yndislega ömmu, og við erum heppn-
ar fyrir hvert ár sem við áttum með
henni.
Nú er hún komin til afa Valdimars,
sem hún er búin að sakna svo lengi,
og við vitum að nú líður þeim báðum
vel. Við söknum hennar, en vitum að
við hittum hana einhvern tíma aftur,
og þá verður gaman.
Elsku amma, Guð geymi þig.
Brynhildur Þórarinsdóttir.