Morgunblaðið - 05.02.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.02.2007, Blaðsíða 21
ljós, þú þarft að vita hvort skjaldbök- urnar þínar eru vatna- eða lands- kjaldbökur og svo mætti lengi telja. Það vill brenna við að fólk hafi ekki hugmynd um þetta.“ Að mati Önnu er gott að fá um- ræðu um þessi mál. „Það er stað- reynd að fólk smyglar þessum dýrum inn í landið og það er töluvert um þau. Þetta eru ekki bara einhverjir tíu einstaklingar heldur miklu fleiri. Við þurfum að velta því fyrir okkur hvort við viljum banna þessi dýr eða leyfa því þannig væri kannski frekar hægt að koma böndum á þetta dýra- hald. Um leið blandast dýravernd- unarsjónarmið inn í þessa umræðu því þegar fólk heldur dýr af vanþekk- ingu bitnar það á aðbúnaði dýranna.“ Umræðan á Netinu er ekki ein- göngu opinská hvað varðar dýrahald- ið sjálft heldur er einnig óskað eftir ráðleggingum um það hvernig best sé að smygla dýrunum til landsins. Og svörin láta ekki á sér standa: „Mjög auðvelt, tekur þér bara ann- að hvort ullarsokk eða færð svona „pung“ sem þú færð í bönkum sem maður setur utan um mittið til að geyma peninga í, setur dýrið í það og ert svo bara sallarólegur og labbar í gegnum tollinn. Svo þegar þú ert í flugvélinni ferðu á klósettið og tekur dýrið upp varlega og leyfir því aðeins að skoða sig um. Bara passa að það hlaupi ekki úr höndunum á þér …,“ eru ráðleggingar eins spjallara. „Nælonsokk og innan á lærið eða annars er öruggara að setja undir ****** en þeir leita oft þar líka,“ seg- ir annar og sá þriðji: „Ég hafði iguana-eðluna mína bara á öxlinni og var bara í víðum jakka utan yfir, var með vatnsbrúsa svo ég gæti aðeins bleytt á henni húðina annað slagið. Það má bara ekki sýna nein svip- brigði eða stress þegar maður kemur í tollinn …“ Ekki reynt að finna ólögleg dýr Þegar upp kemst um dýrahald af þessum toga kemur til kasta lögregl- unnar að sækja þau. „Við ræsum allt- af út héraðsdýralækni sem sér um að aflífa þau,“ segir Karl Steinar Vals- son aðstoðaryfirlögregluþjónn. Hann segir mál sem þessi fremur sjaldgæf. „Við höfum aldrei tekið saman fjöldann svo ég viti en fljótt á litið sýnist mér hafa verið fjögur tilvik um handlagningu á ólöglegum dýrum á síðasta ári.“ Að sögn Karls Steinars er ekki unnið markvisst að því innan lögregl- unnar að hafa upp á þessum dýrum. „Fyrst og fremst bregðumst við við ábendingum en eins koma snákar, eðlur eða önnur ólögleg dýr í ljós þegar við erum í óskyldum aðgerðum á borð við fíkniefnamál eða annað slíkt.“ Sigurður Örn Hansson, for- stöðumaður hjá Landbúnaðarstofnun og staðgengill yfirdýralæknis, segir ástæðu þess að dýrin séu bönnuð vera hættu á að þau beri sjúkdóma með sér. „Það hefur endurtekið gerst að fólk og sérstaklega börn hafi sýkst af salmonellu sem hefur verið rakin til skriðdýra á borð við skjaldbökur og eðlur, á heimilum.“ Að hans sögn var árið 1997 ákveðið að leyfa innflutning á 420 eðlum í til- raunaskyni. „Skilyrðið var að skaffað yrði vottorð um að þær væru lausar við salmonellusmit. Þær voru hafðar í sóttkví í nokkrar vikur og þá voru tekin sýni úr þeim sem reyndust já- kvæð, þ.e. dýrin voru smituð af salm- onellu. Í framhaldinu voru dýrin af- lífuð. Menn hafa gefist upp á að leyfa þetta vegna þess að þessi skriðdýr eru einfaldlega náttúrulegir hýslar fyrir salmonelluna.“ Hann segir reynslu annarra landa af því að leyfa slík dýr slæma. „Þar hafa afleiðingarnar orðið þær að til- fellum salmonellusýkinga í fólki, sem hefur mátt rekja til þessara dýra, hefur fjölgað til muna eftir að dýrin hafa verið leyfð.“ Að mati Sigurðar eru þau rök að með því að leyfa dýrin sé hægt að koma betri böndum á dýrahaldið ekki gild. Betra sé að banna þau og hafa þau þá í takmarkaðri mæli en ella á landinu. „Við höfum alla vega ekki treyst okkur til þess að leyfa þessi dýr því reynslan er sú að það tekst ekki að skaffa dýr sem eru laus við salmonellu.“ Inntur eftir aðgerðum Landbún- aðarstofnunar til að koma í veg fyrir ólöglegt dýrahald af þessum toga segir hann þær felast í því að til- kynna um tilvist slíkra dýra til lög- reglu, verði stofnunin þeirra vör. Fóður auglýst Á meðan eru spjallrásirnar vett- vangur þeirra sem eiga ólögleg gælu- dýr. Þar auglýsa gæludýraverslanir líka fóður fyrir þessar skepnur og krakkar sem hafa orðið sér úti um þær reyna að leiðbeina hver öðrum um dýrahaldið, líkt og á síðunni www.bannidburt.com, sem helguð er baráttunni gegn banni við slíkum dýrum. Og á spjallsíðunum blómstra líka viðskipti með eðlur, snáka, köng- ullær og skjaldbökur enda virðast eigendur ólöglegra gæludýra oft á tíðum skipta milli tegunda. Eða eins og segir í einni auglýsingunni: „Ein- hver sem hefur áhuga á 9 mánaða gamalli tarantúlu? Hafa samband við mig á msn … ég hef mikinn áhuga á iguana-eðlum … einhver sem veit um svoleiðis yndi til sölu?“ www.bannidburt.com www.tjorvar.is/spjall www.dyrarikid.is/spjall Algengt „Fyrst og fremst bregðumst við við ábendingum en eins koma snákar, eðlur eða önnur ólögleg dýr í ljós þegar við erum í óskyldum að- gerðum,“ segir Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2007 21 FRÁBÆRTVERÐ ÁÞREKTÆKJUM Verso 200 Frábærar æfingar fyrir þrek, fætur og handleggi. 50 kg lóðasett kr. 14.500 75 sm Markið • Ármúla 40 • 108 Reykjavík • Sími 553-5320 • Opnunartími verslunar: Mán. - fös. 10.00-18.00 Laugardaga 11.00-15.00        Hraði 0,8 - 16 km/klst. Halli 1 - 12%mótor. 6 forrit með púlsmæli. Band 48 x 130 sm. Hámarksþyngd 120 kg. VERÐ KR. 2.400 VERÐ KR. 2.600 VERÐ FRÁ KR. 39.015 VERÐ KR. 63.900 VERÐ KR. 27.900 VERÐ KR. 52.000 Golf S TILBOÐ KR. 124.100 VERÐ KR. 86.000 Tilboðm/50 kg lóðasetti kr. 38.160 TILBOÐ KR. 26.910 5%staðgreiðsluafsláttur Vito XL Pasio 200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.