Morgunblaðið - 05.02.2007, Side 20

Morgunblaðið - 05.02.2007, Side 20
Ólögleg „Í raun eru öll dýr bönnuð sem ekki eru leyfð skv. reglugerðum,“ segir Björn Steinbjörnsson, sérfræð- ingur hjá Landbúnaðarstofnun. Er með asian rat snake tilsölu. Mjög gæfur og éturrosalega vel … Veit ein-hver um rottu til sölu með búri og fylgihlutum? … Rocco er til sölu núna, ein af fallegustu iguana- eðlum á landinu … Óska eftir snák/ slöngu og einnig sporð- dreka … Hvernig smyglar maður iguana?“ Þetta er meðal auglýsinga sem leynast á spjallsíðum tengdum gælu- dýraverslununum Dýraríkinu og Furðufuglum og fylgifiskum. Allt eru þetta ólögleg dýr hér á landi en hing- að til hafa dýr á borð við slöngur, eðl- ur og skjaldbökur ekki verið leyfð. „Í raun eru öll dýr bönnuð sem ekki eru leyfð skv. reglugerðum,“ segir Björn Steinbjörnsson, sérfræðingur hjá Landbúnaðarstofnun, en hann gefur umsögn um allar umsóknir um inn- flutning á lifandi dýrum til landsins. Á lista yfir leyfð dýr er m.a. að finna nagdýr, fugla, skrautfiska og ýmis vatnadýr. „Menn verða hins vegar alltaf að sækja um til landbún- aðarráðuneytis að fá að flytja þau inn til landsins og er þá hvert mál fyrir sig metið,“ segir Björn. Ef marka má virknina í umræðum á spjallsíðum er útbreiðsla hinna ólöglegu dýra þónokkur. Fyrir utan beinar auglýsingar þar sem óskað er eftir eðlum, slöngum og skjaldbökum eða þær boðnar til kaups leitar fólk eftir upplýsingum um það hvernig á að annast dýrin, hvernig fóður þau þurfa, hvernig bregðast á við biti eða hvert leita skal ef dýrin veikjast eða verða fyrir hnjaski: „Skjaldbakan mín er slösuð, hún sem sagt datt út úr búrinu sínu og skelin hennar fékk sprungu á sig, ég er búin að hringja í 2 dýralækna- stofur og enginn vill kíkja á hana og enginn getur sagt mér neitt í gegnum símann heldur. Getur einhver gefið mér góð ráð um hvað ég get gert til að koma henni að hjá dýralækni án þess að það verði hringt á lögguna og hún verði aflífuð!“ Í nælonsokk og innan á lærið Anna Jóhannesdóttir dýralæknir hjá Dagfinni dýralækni segir nokkuð um að fólk leiti til stofunnar með ólögleg dýr þegar þau eru veik eða slösuð. „Fólk hringir aðallega og spyrst fyrir. Þessi dýr eru bönnuð. Hins vegar er ekki hægt annað en að svara þessum fyrirspurnum því það er ekki hægt að horfa fram hjá því að það er fullt af þessum dýrum hér. Og er þá ekki betra að kenna fólki að halda þau og upplýsa það um hætt- urnar?“ Hún segir töluverða hættu á t.d. salmonellusmiti af völdum dýranna en salmonella sé náttúrulegur partur af sýklaflóru margra þessara dýra. Ástæða þess að dýrin veikist sé hins vegar oft á tíðum vankunnátta þeirra sem haldi þau. „Vissulega eru ein- staklingar sem vita alveg hvað þeir eru að gera en ég hef á tilfinningunni að stór hluti þeirra sem eru með þessi dýr sé ekkert allt of vel upplýstur um hvernig eigi að annast þau. Það er ýmislegt sem þarf að huga að, t.d. hvernig búr dýrin þurfa, hvaða fæði og eðlurnar þurfa t.a.m. útfjólublátt Sýkingarhætta „Menn hafa gefist upp á að leyfa þetta vegna þess að þessi skriðdýr eru einfaldlega náttúrulegir hýslar fyrir salmonelluna,“ segir Sigurður Örn Hansson hjá Landbúnaðarstofnun. Vankunnátta „Ég hef á tilfinningunni að stór hluti þeirra sem eru með þessi dýr sé ekkert allt of vel upplýstur um hvernig á að annast þau,“ segir Anna Jóhannesdóttir dýralæknir. Einhver með áhuga á 9 mánaða gamalli tarantúlu? Töluvert er um ólögleg gæludýr hér á landi. Bergþóra Njála Guð- mundsdóttir kynnti sér heim þeirra sem hafa yndi af eðlum, snákum, skjaldbökum, rottum og framandi köngullóm. gæludýr 20 MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ bera þau öll vott um mikla lífsgleði, sem býr innra með listakonunni ungu. „Myndefnið er sótt í tilfinningarnar mínar. Þetta eru fant- asíurnar mínar sem eru uppfullar af litum, smáatriðum og áhrifum, sem minna kannski svolítið á austurlenskan heim,“ segir Auður. Vottur um bjartsýni á lífið Móðir Auðar, Ingibjörg Finnsdóttir, hefur verið heimavinnandi allt frá fæðingu Auðar enda hefur hún þurft mikla umönnun. Ingi- björg hefur lagt allt kapp á að Auður fái nám við sitt hæfi þar sem hún fylgir ekki jafn- öldrum sínum í bóklega náminu, en er snill- ingur í höndunum, eins og mamman orðar það. „Ég legg mikið upp úr því að Auður fái styrkingu í því sem hún er góð í, burtséð frá því einsleita skólakerfi, sem við búum við. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is „Ég hef verið að teikna, mála og leira frá því ég var pínulítil og mig langar voðalega mikið að fara á listabraut Iðnskólans í Hafnarfirði því mér finnst svo gaman að vinna með hönd- unum,“ segir Auður Andrea Skúladóttir, sem opnaði síðastliðinn laugardag sína fyrstu einkamyndlistarsýningu í veitingastaðnum Geysi. Auður er í Félagi einstakra barna og hefur þurft að gangast undir fjölmargar að- gerðir allt frá fæðingu, en hún er nú nýorðin sextán ára og er í 10. bekk Borgaskóla auk þess sem hún hefur verið í málmsmíði í Borg- arholtsskóla og leirhönnun í Engjaskóla. Á sýningunni eru 27 litaglöð verk, unnin á undanförnum þremur til fjórum árum og Mér finnst við þurfa örlítið meiri mýkt í kerf- ið. Það eru nefnilega ekki ný sannindi að þeir sem burðast með námserfiðleika, lesblindu og athyglisbrest eru oft alveg rosalega flink- ir í höndunum og það þarf að styrkja. Ég vil að dóttir mín upplifi það að hún hafi hæfi- leika og láti ekki bugast þrátt fyrir að vera öðruvísi og félagslega svolítið einangruð. Listsköpun er hennar sterka hlið og það er svo skemmtilegt að sjá hvað bjartsýnin á lífið kemur sterkt fram í myndunum hennar Auð- ar. Hún er að skapa sér sinn glaða heim með litskrúðugu myndefni, sem eru gjarnan manneskjur með skondna hatta, í skrýtnum skóm.“ Mæðgurnar héldu samsýningu fyrir fjór- um árum þegar dóttirin var tólf ára, en þá sýndi Auður teikningar og Ingibjörg skúlp- túr. „Það var æðislega gaman því að allar myndirnar mínar seldust upp,“ segir Auður. Draumaferð í Disney-garðinn „Ég er mikið að teikna á kvöldin þegar mér leiðist og líka þegar ég er nýkomin úr aðgerðum. Allar myndirnar mínar eru til sölu því ég er að safna pening til að taka með mér í ferðalag. Ég var svo heppin að vera dregin út hjá Vildarbörnum og fæ að fara í draumaferð til Flórída. Mig hefur nefnilega alltaf langað til að fara í Disney-garðinn og sú ósk mín fer að rætast. Er það ekki frá- bært?“ Listakona Auður Andrea Skúladóttir er að halda sína fyrstu einkasýningu. Sýning Auðar Andreu er á veitingastaðnum Geysi, Aðalstræti 2, og stendur til 1. mars. Akrýlverk Mikil glaðværð er í myndum ungu listakonununnar. Morgunblaðið/Golli Býr til lífsglöð og litrík listaverk daglegt líf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.