Morgunblaðið - 05.02.2007, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 05.02.2007, Qupperneq 44
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 36. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Fremur hæg norðlæg átt aust- an til og stöku él, en austan 5–8 m/s um landið vestanvert og bjartviðri. » 8 Heitast Kaldast 0°C -7°C NÝR Kjalvegur gæti verið kominn í gagnið 2010 ef áætlanir Norðurvegar ehf. ná fram að ganga. Félagið vill hefja undirbúning að lagn- ingu vegarins í einkaframkvæmd hið fyrsta og hefur samgönguráðherra falið Vegagerðinni að hefja samstarf við það, m.a. um mat á stærð- argráðu verksins, áætlaðan rekstrarkostnað miðað við heilsársveg og um mat á helstu um- hverfisvandamálum. Að sögn forsvarsmanna Norðurvegar er talið að stofnkostnaður nemi 4,2 milljörðum króna en fjármögnun er ekki hafin. „Það er mjög mikilvægt að nýta áhuga á kostum í einkaframkvæmd þannig að ég fagna því að fjárfestar sýni einkaframkvæmd í vega- gerð áhuga,“ segir Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra sem vill að öðru leyti lítið tjá sig um verkefni Norðurvegar og vísar í frum- varp um breytingar á vegalögum sem liggur fyrir Alþingi. Gert er ráð fyrir einni akrein í hvora átt og að upphaf nýja Kjalvegar yrði nálægt Gullfossi og lægi hann að Silfrastöðum í Skagafirði. Þá er gert ráð fyrir gjaldtöku vegna umferðar. | 6 Nýr Kjal- vegur 2010? Einkaframkvæmd veg- arins undirbúin hið fyrsta RANNSÓKNARLÖGREGLAN á Akureyri óskaði í gærkvöldi eftir því að tveir menn yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald en þeir eru grunaðir um nokkra þjófnaði um helgina. Meðal annars var bifreið stolið og fannst hún utan vegar í Eyjafjarðarsveit, lík- lega ónýt. Í gær var einnig stolið fartölvu úr fyr- irtækinu Dregg á Oddeyrartanga og úr Arn- arauga á Óseyri var stolið tækjabúnaði sem metinn er á tvær til þrjár milljónir króna. Fleiri innbrot á Akureyri síðustu daga eru til rannsóknar. Fjórir voru handteknir í gær og gæsluvarðhalds krafist yfir tveimur sem fyrr segir. Rannsókn er á frumstigi en grun- ur leikur á að viðkomandi, sem eru góðkunn- ingjar lögreglunnar, tengist mörgum mál- anna. Stolið fyrir milljónir króna Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÞEIR sérfræð- ingar sem Morgunblaðið ræðir við í dag eru á einu máli um að nagla- dekk eigi þátt í myndun svif- ryks. Þeir hafa hins vegar ólík- ar skoðanir á því hvernig bregðast eigi við þessum vanda, sem talinn er kosta skattgreiðend- ur hundruð milljóna króna á ári. Byggist þetta mat á beinum kostnaði vegna aukinna útgjalda til malbikunar og við hreinsun á regnvatnskerfi Reykjavíkur. Ekki eru til tölur fyrir allt höfuðborg- arsvæðið vegna útgjalda við hreinsun þessa kerfis en sé bætt við hóflegu mati á viðbótarkostn- aði við bílþrif má áætla að nagla- dekk kosti samfélagið upp undir hálfan milljarð á ársgrundvelli. Er þá gengið út frá þeirri skoð- un margra viðmælenda að lítill munur sé á gagnsemi negldra og ónegldra, grófra vetrardekkja. Eins og rakið hefur verið hér í blaðinu benda rannsóknir til að loftmengun við stofnæðar hér sé til jafns við það sem gerist í evr- ópskum borgum. Að mati sér- fræðinga er ekki hægt að meta kostnað vegna heilsufarslegra áhrifa svifryksins, þótt einn við- mælandi blaðsins áætli að hann nemi árlega hundruðum milljóna. Blaðið leitaði jafnframt álits Þorsteins Jóhannssonar jarðfræð- ings sem hefur sett fram kenningu um myndun svifryks á vegum en samkvæmt henni þarf að fækka nagladekkjum verulega til að ná árangri í baráttunni við rykið. Krefst samræmdra aðgerða Fyrir helgi tilkynnti Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra mat starfshóps sem falið var að meta leiðir til að draga úr svif- ryksmengun. Var lagt til að unnið yrði gegn menguninni með fræðslu og efnahagslegum og skipulagslegum leiðum. Vegslit vegna naglanna kostar hundruð milljóna Nemur ígildi varðskips á fimm árum að viðbættum heilsufarsþættinum Í HNOTSKURN »Fjöldi skráðra ökutækjaá Íslandi hefur farið stigvaxandi á áratugnum. »Nagladekkjanotkun erenn allútbreidd og talið að um sex af hverjum tíu bifreiðum séu á nöglum. »Naglarnir spæna uppmalbik og eiga þátt í mengun.  Dýr mengunarvaldur | 10 Þorsteinn Jóhannsson ♦♦♦ MIKIL mildi má teljast að ekki urðu alvarleg slys í hörðum árekstri á Miklubrautinni í gær- kvöldi þegar stjórnlaus fólksbíll skall harkalega á bíl í ferðaþjón- ustu fyrir fatlaða. Í fólksbílnum voru tveir menn og missti öku- maðurinn stjórn á bílnum sem flaug yfir umferðareyju áður en hann lenti á litlu rútunni. Var afl- ið svo mikið að hún hentist aftur á bak en fólksbíllinn valt og lenti á hvolfi. Fjórir voru fluttir á sjúkrahús. Hvorki urðu þó alvarleg meiðsli á þeim sem voru innanborðs í fólksbílnum né á þeim tveim sem voru í rútunni, ökumanni hennar og fötluðum farþega. Eftir áreksturinn skapaðist eldhætta þegar bensín lak úr flaki fólks- bílsins en slökkvilið tryggði vett- vanginn. Tildrög slyssins eru í nánari rannsókn. Morgunblaðið/Ómar Valt eftir árekstur HAFÍSINN sem herjaði á vestfirska firði í lok janúar náði á síður sunnudagsútgáfu breska dagblaðsins Sunday Telegraph sem greindi frá því í gær að þrátt fyrir að ísinn hefði valdið sjómönnum nokkru hugarangri, þar sem þeir komust ekki á sjó, hefðu helstu áhyggjur manna beinst að hugsanlegum far- þegum, þ.e. ísbjörnum. Blaðið segir frá því að alloft hafi ísbirnir komið að landi með ísjökum en ávallt átt undir undir högg að sækja þar sem Íslend- ingar láti sér fátt um finnast þegar kemur að dýraverndun. Rifjar blaðið upp nokkur kynni Íslendinga af björnunum, m.a. „Gríms- eyjarbirninum“, sem unninn var í Grímsey veturinn 1969 og er til sýnis í Safnahúsinu á Húsavík og minnir á að um 25 þúsund ís- birnir séu til í dag og varað hafi verið við því að þeir gætu dáið út minnkuðu heim- kynni þeirra, s.s. vegna hækkandi hitastigs. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands ættu Vestfirðingar að geta andað léttar þar sem norðaustanátt hefur verið á Grænlandssundi og ísinn því á vesturleið og ekki á leið til landsins – allavega á næst- unni. Litlir dýravinir? ÁRIÐ 2007 verður ef fer sem horfir metár í ferðalögum Sin- fóníuhljómsveitar Íslands. Hljómsveitin undirbýr nú tón- leikaferð til Þýskalands, Króatíu og Austurríkis síðar í mán- uðinum en auk þess hefur þess- ari fjölmennustu hljómsveit landsins verið boðið að leika í Japan og Færeyjum síðar á árinu. Þá hefur komið til tals að hljómsveitin leiki aftur í Þýska- landi í nóvember. Segja má að tónleikaferðin nú hefjist innanlands því fyrirhug- aðir eru tvennir tónleikar hér á landi í vikunni þar sem sama efnisskrá og erlendum gestum verður boðið upp á í ferðinni verður kynnt íslenskum áheyr- endum. | 14Morgunblaðið/Einar Falur Stefnir í metár KVENMANNSNAFNIÐ Siv hefur ekki öðlast hefð í íslensku máli enda stafsetning þess með v-i ekki í samræmi við íslenska réttritun. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýjum úrskurði mannanafnanefndar. Nefndin hefur samþykkt að færa nöfnin Eufemía, Róbjörg, Líba og Marit á mannanafnaskrá. | 4 Ekki hefð fyrir Siv

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.