Morgunblaðið - 05.02.2007, Side 12
12 MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Reykjavíkurhöfn hefur verið töluvert í um-
ræðunni að undanförnu. Mest hefur umræðan
verið um byggingu tónlistarhússins, en einnig
byggingu íbúðarhúsnæðis á gamla slippsvæð-
inu. Nú síðast hafa uppkaup á lóðum við
Fiskislóð verið í fréttum og hugmyndir um
töluverða íbúðabyggð á uppfyllingu á norð-
anverðri Örfirisey. Minna hefur farið fyrir
umræðu um fiskihöfnina sjálfa. Fyrir vikið
hafa heyrzt þær raddir að mannfólkið sé að
bola fiskinum burt úr höfninni. Þær raddir
heyrast að fiskihöfn með tilheyrandi fisk-
vinnslu eigi ekki heima í nágrenni íbúða. Það
er satt að segja orðið einkennilegt ef fiskur og
fólk getur ekki átt samleið á Íslandi. Íslend-
ingar hafa átt samleið með þorskinum allt frá
landnámi og fleiri tegundir hafa síðan bætzt í
hópinn. Fiskurinn stóð undir mestu efnahags-
legu framförum, sem átt hafa sér stað á Ís-
landi á síðustu öld. Fiskurinn færði Íslend-
inga úr moldarkofunum á mölina, reyndar
með tilheyrandi mótbárum afturhaldsaflanna,
sem ekki gátu séð fyrir sér að breyttir at-
vinnuhættir væru þjóðinni til góða. En það
var öðru nær. Fiskurinn gerði þjóðina ríka.
Fiskurinn var upphaf útrásar íslenzkra fyr-
irtækja. Hann ruddi brautina fyrir Baug og
bankana.
Fólk og fiskur eiga samleið. Það er ekkert
því til fyrirstöðu að íbúðabyggð umhverfis
Reykjavíkurhöfn geti ekki átt samleið með
fiskihöfninni. Hún hefur verið mikið bætt og
aukin á undanförnum misserum, búin undir
það að taka á móti ennþá meiri fiski. Það hef-
ur kannski farið framhjá einhverjum að
Reykjavík er mesta fiskihöfn landsins og ræð-
ur fyrir mestum aflaheimildum. Sjávarútveg-
urinn við höfnina er einn af stærstu vinnuveit-
endum borgarinnar.
Sambýli fólks og fisk er af hinu góða. Það
tengir fólk við grunnatvinnuveg þjóðarinnar.
Fiskurinn hefur líka aðdráttarafl fyrir ferða-
menn. Það er frábær tenging fólks og fisk,
sem framundan er. Fréttin um að Brim sé að
kaupa fiskvinnslu Fiskkaupa við Geirsgötu er
gott dæmi um slíkt sambýli. Þar ætlar Guð-
mundur Kristjánsson að gefa fólki kost á því
að kynna sér fiskvinnslu og njóta matar á sér-
stöku fiskveitingahúsi. Fiskvinnsla HB
Granda á Norðurgarði getur einnig orðið
ferðamönnum og forvitnum Íslendingum fróð-
legur staður. Kannski væri hægt að byggja
þar aðstöðu til að skoða einhverja fullkomn-
ustu og tæknivæddustu fiskvinnslu í heimi.
Verið er að byggja upp glæsilegt sjáv-
arútvegssafn í gömlu BÚR- húsunum. Sæ-
greifinn býður upp á fisk í Verinu og Tveir
fiskar gera slíkt hið sama. Það er vel hægt að
sjá fyrir sér líflegt sambýli fisks og fólks þar
sem fróðleiksfýsn er svarað og fólk borðar
einhvern hollasta og bezta mat, sem fáanlegur
er í heimi. Hvalaskoðun og sjóstangaveiði get-
ur blómstrað við þetta sambýli. Lystiskipin
koma með þúsundir ferðamanna í Reykjavík-
urhöfn. Af hverju sýnum við þeim ekki á
hverju velmegun á Íslandi hefur byggzt? Af
hverju kynnum við ekki fyrir þeim hinn frá-
bæra íslenzka fisk? Bryggjuspjallari sér fyrir
sér iðandi mannlíf við Reykjavíkurhöfn. Lista-
söfn, tónleikahús, veitingahús, fiskvinnsluhús,
íbúðarhús. Frábært sambýli.
Af fiski og fólki
» Listasöfn, tónleikahús, veit-ingahús, fiskvinnsluhús,
íbúðarhús. Frábært sambýli
BRYGGJUSPSJALL
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
ÚR VERINU
NÚ ER að ljúka tveggja ára rann-
sóknaverkefni Hafrannsóknastofn-
unarinnar í Arnarfirði á hjarðeldi.
Upphaflegur tilgangur með verk-
efninu var þríþættur; að kanna
hvort unnt væri með reglubund-
inni fóðrun að draga úr afráni
þorsks á rækju til að forða rækju-
stofninum frá hruni; að kanna
möguleika reglubundinnar fóðrun-
ar við að draga úr veiðikostnaði; að
kanna möguleika reglubundinnar
fóðrunar við að auka vaxtarhraða
þorsks.
Hægt að mynda þorskhjarðir
Björn Björnsson verkefnisstjóri
segir að úrvinnslu ganga sé ekki
lokið, en „niðurstöðurnar sýna að
hægt er að mynda þorskhjarðir
með reglubundinni fóðrun á
ákveðnum stöðum. Merkingar hafa
sýnt að þorskurinn í hjörðunum er
mjög staðbundinn og étur ekkert
annað en fóðrið sem honum er gef-
ið. Þannig er ljóst að hjarðfisk-
urinn étur ekki rækju meðan hann
er fóðraður en hins vegar fer því
fjarri að tekist hafi að safna öllum
þorski í Arnarfirði saman í hjarð-
irnar. Lausleg áætlun bendir til að
um það bil 10% af þorski í Arn-
arfirði hafi safnast að hinum fjór-
um fóðrunarstöðvum í firðinum.
Frekari þróunar er þörf til að auka
göngur fisks að fóðrunarstöðvun-
um, m.a. með tilraunum með hljóð-
merki, lykt og lýsingu auk um-
fangsmeiri fóðrunar,“ segir Björn.
Rannsóknir á fiski sem merktur
var í sumar í hjörðunum sýna að
hann þyngdist að jafnaði um 1,7 kg
á þremur mánuðum sem er marg-
faldur vöxtur miðað við villtan
þorsk.
Reyta loðnuna út um netið
„Þetta sýnir þá möguleika sem
kynnu að vera fólgnir í hjarðeldi.
Fóðrunaraðferðin felst í því að
koma frosinni loðnu eða síld í net-
poka í landi og sigla með þá út á
fóðrunarstöðvarnar þar sem þeim
er slakað niður á um 20 metra
dýpi, um 10 m frá botni. Þorsk-
arnir raða sér í kringum fóðurpok-
ana og reyta loðnuna út um netið
eftir því sem hún þiðnar. Teknar
hafa verið vídeómyndir af þessu
atferli. Þá hafa verið gerðar til-
raunir með nýtt veiðarfæri, svo-
kallaðan lyftiháf, sem er allstór
háfur með beitupoka yfir og lítilli
vídeóvél. Þegar fiskur hefur safn-
ast í háfinn er hann hífður upp.
Þessi veiðiaðferð hefur að mörgu
leyti reynst vel þó að afköstin séu
ekki jafnmikil og hjá stórvirkum
veiðarfærum eins og til dæmis
dragnót. Mesti afli á dag í háfinn
hefur verið um 3 tonn.
Lífvænlegur fiskur
Eflaust mætti útfæra lyftiháfinn
þannig að afköst gætu orðið meiri.
Kosturinn við háfinn er að allur
fiskur sem fæst í hann er lífvæn-
legur og því unnt að sleppa smá-
fiski eða safna honum til áfram-
eldis í sjókvíum. Einnig virðist
frekasti og stærsti þorskurinn
koma helst í háfinn og því hentar
þessi aðferð til að tína úr hjörðinni
þá þorska sem eru tilbúnir til
slátrunar. Ef farið yrði út í hjarð-
eldi í stórum stíl er hins vegar
nauðsynlegt að velja afkastameira
veiðarfæri, t.d. dragnót eða hring-
nót.
Í verkefninu var komið upp fjór-
um sjókvíum skammt frá Bíldudal
sem áframeldisfiskurinn var
stærðarflokkaður í og alinn áfram
til slátrunar. Reynslan hefur sýnt
að of mikill tími hefur farið í þenn-
an þátt verkefnisins og ekki nægi-
lega mikill tími til veiða úr hjörð-
unum. Það þurfti að fóðra fiskinn í
kvíunum, tína úr dauða fiska, sinna
viðhaldi á kvíunum og síðan slátra
upp úr kvíunum. Þá skemmdist ein
kvíin í óveðri og sökk þannig að
allur fiskur í þeirri kví slapp. Því
kann að vera skynsamlegra að
stunda hjarðeldið að mestu án þess
að nota kvíar, fóðra fiskinn í hjörð-
unum og taka stærsta fiskinn beint
til slátrunar en sleppa smæsta
fiskinum aftur í hjarðirnar.
Eftir því sem liðið hefur á verk-
efnið hafa möguleikar hjarðeldis
komið betur í ljós, annars vegar
hjarðeldi sem veiðiaðferð og hins
vegar hjarðeldi sem eldisaðferð,“
segir Björn.
Hugsanlegir kostir hjarðeldis
miðað við hefðbundnar veiðar
Lítill veiðikostnaður með því að
safna fiski saman með fóðri,
lykt, hljóði og ljósi.
Lítill orkukostnaður
Lítil áhrif á botn og umhverfi
Hægt að koma í veg fyrir smá-
fiskadráp og veiðar á friðuðum
tegundum
Unnt að draga úr afráni á verð-
mætum nytjastofnum svo sem
rækju
Hægt að auka meðalþyngd,
gæði og verð á fiski með fóðrun
Aukin nýting á kvóta (kvóti mið-
ast við meðalþyngd fisks fyrir
fóðrun)
Bætt meðferð á fiski (fish wel-
fare)
Kostir hjarðeldis miðað við
hefðbundið aleldi á þorski í
sjókvíum
Enginn kostnaður við kvíar
Enginn kostnaður við seiðakaup
Engin erfðablöndun (unnið með
villtan fisk)
Unnt að stunda hjarðeldið á
mun opnari og skjólminni stöð-
um
Minni sjónmengun í fjörðum
landsins
Fiskur í hjörðum getur forðað
sér og verður því ekki fyrir
skaða í hvassviðri eða miklum
frostum eða vegna ísreks, mar-
glyttu, eitraðra þörunga eða
súrefnisskorts
„Það er því ljóst af rannsóknum
í Arnarfirði að áhugaverðir mögu-
leikar gætu falist í hjarðeldi sem
nýrri aðferð við að auka og bæta
nýtingu nytjastofna í fjörðum
landsins. Hægt er að umbreyta til-
tölulega smáum og horuðum inn-
fjarðafiski í stóran og verðmætan
fisk. Þessi aðferð er enn á þróun-
arstigi og eru Íslendingar fyrstir
til að gera tilraunir með hana.
Ljóst er að margir þættir eru enn
óljósir varðandi tæknilega út-
færslu og mögulega arðsemi þess-
arar aðferðar sem vonandi skýrast
á komandi árum. Tækniþróunar-
sjóður og sjávarútvegsráðuneytið
hafa styrkt verkefnið fjárhagslega.
Á næstu misserum tekur við úr-
vinnsla gagna sem safnað hefur
verið í verkefninu, meðal annars til
að leggja mat á arðsemismöguleika
þessarar aðferðar. Mikilvægt er að
sjómenn sem stunda veiðar í Arn-
arfirði hafi vakandi auga með
merktum fiski og skili upplýsing-
um um hann til Hafrannsókna-
stofnunarinnar,“ segir Björn
Björnsson verkefnisstjóri.
Ljósmynd/Unnar Reynisson
Rannsóknir Þorskurinn veiddur úr hjörðunum með lyftiháf, beitupoka og myndavél sem er ofan við háfinn.
Ljósmynd/Björn Björnsson
Eldið Fóðrað með frosinni loðnu en þorsknum er einnig gefin síld.
Áhugaverðir
möguleikar
í hjarðeldi
á þorski