Morgunblaðið - 05.02.2007, Síða 30

Morgunblaðið - 05.02.2007, Síða 30
30 MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl SpádómarVeitingastaðir Til veitingareksturs. Til sölu ýmsir hlutir til reksturs veitingahúss t.d. leirtau, uppþvottav. fyrir mötuneyti, borð og stólar ca 150 stk., kæliskáp- ar, frystikista o.m.fl. Sími 897 6533. Húsgögn Glæsilegt skrifborð og skápasamstæða. Þrír veglegir sam- settir skápar og afar smekklegt skrif- borð. Aðeins 89.000 kr. fyrstur kemur fyrstur fær. Fyrsta flokks vinnu- aðstaða á gjafaverði. Sími 863 8777. Óska eftir að kaupa rókókó skenk. Sími 848 1718. Húsnæði í boði Alicante/Gran Alacant - 2 raðhús til leigu. Ný og frábær raðhús til leigu, fullbúin lúxushús, svefnpláss fyrir 8-10 manns Sundlaugargarður fylgir og stutt á ströndina. Uppl. í s. 695 1239 eða www.spanarhus.com Atvinnuhúsnæði Hagstæð leiga. Glæsilegt 200 fm skrifstofuhúsnæði til leigu á Tang- arhöfða. Uppl. í símum 562 6633 og 693 4161. Sumarhús Heilsárshús, Miðengi Grímsnesi, til sölu Glæsilegt 102 fm hús, hiti í gólfi + 140 fm verönd, á kjarrivaxinni 6.700 fm eignarlóð við Kerið í Grímsnesi. Uppl. www.leiga.is/dvergahraun18 eða Helgi 663 2411. Námskeið Swarovski kross - Námskeið Kr. 2.900. Armband 2.900 - Hálsmen 2.600 - Spírall 2.000 - Quilling 1.900 - efni innifalið - Föndurstofan.is - Síðumúli 15, s. 553 1800 - opið virka daga 12-18, laugard. 12-15. Upledger höfuðbeina og spjald- hryggjarm. Byrjendanámskeið í Upledger höfuðb. og spjaldhryggjar- meðferð verður haldið í Reykjavík 8.-11. febrúar næstkomandi. Kennsla fer fram á íslensku. Upplýsingar í s. 466 3090 eða á www.upledger.is www.listnám.is Hannið og gerið sjálf skartgripi á einfaldan hátt. Kennum í Reykjavík og á landsbyggðinni. Pantið nám fyrir ykkar heimabyggð. Ath. okkar nemendur fá allt efni í heildsölu. www.listnam.is. Upplýsingar í síma 699 1011 og 695 0495. Föndur Föndurverslun - Föndur Námskeið 553 1800. Mikið úrval af glerperlum, swarovski, stenboden-vörum í Skrapp, kort, skartgripagerð o.fl. Síðumúli 15, opið virka daga 12-18, laugar. 12-15 www.fondurstofan.is Til sölu Límtré Eik, beyki, mahóní og lerki. Spónasalan ehf., Smiðjuvegur 40, gul gata, sími 567 5550. Viðskipti Viltu ganga í lið með góðu fólki? Við í Do It-hópnum leitum að góðu fólki sem vill byggja með okkur öflugt fyrirtæki. Viltu losna við skuldir og fá hærri tekjur? Skoðaðu málið á www.GottFolk.com. Þjónusta Tangarhöfða 9 Sími 893 5400 • lms.is Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., s. 567 1130 og 893 6270. Þægileg tölvuþjónusta. Komum heim og gerum við tölvuna. Erum með 10 ára reynslu og viðurkenndir af Microsoft. Kvöld- og helgarvaktir. Garðar 693 5370. Ýmislegt Nýkominn, mjög flottur, mjalla- hvítur í BC skálum á kr. 2.350, buxur í stíl kr. 1.250. Nýkominn aftur þessi tæri blái litur í BCD skálum á 2.350 kr., buxur í stíl á 1.250 kr. Slétt skál mildur litur, passa undir allt! í BC skálum á 2.350 kr., buxur í stíl 1.250 kr. Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf www.misty.is Nýkomnir mjög fallegir og þægilegir dömuskór úr leðri og skinnfóðraðir. Mikið úrval. Verð 6.550, 6.885 og 6.985. Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Tilboð Fallegir dömuskór úr leðri. Verð aðeins 1.500 kr. Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Víngerðarefni - Útsala. 30-50% afsláttur. Verslunin flytur. 30-50% afsláttur af öllu víngerðarefni. Allt fyrsta flokks vínþrúgur. 7-16 lítra. Víngerðin Bíldshöfða 14, s. 564 2100 /895 6336. Bílar VW Polo. Til sölu VW Polo 1400 árg. ´96. Ný vetrardekk og sumardekk á álfelgum. Skoðaður ´08. Góður bíll. Verð 200 þús. Uppl. í síma 893 1205. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza 2006, 4 wd. Góður í vetrarakstur. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042. Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla - akstursmat. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '06, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Suzuki Grand Vitara, 892 0002/568 9898. Kristófer Kristófersson BMW 861 3790 Sigurður Jónasson Toyota Rav4 ‘06 822 4166. Snorri Bjarnason BMW 116i, 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '06 892 4449/557 2940. Mótorhjól KTM krosshjól! Motocross hjól til sölu, KTM 125 sx, 2 stroke, 2006 árg. og fer á aðeins 520 þús.!! Margt nýtt á þessu hjóli, nýlegur galli, hjálmur og hlífar fylgja ef hjólið fer innan nokkra daga! Sími 868 0343. Þjónustuauglýsingar 5691100 ✝ Hildur Halldórs-dóttir fæddist í Garðakoti í Hjalta- dal í Skagafirði 16. nóvember 1927. Hún andaðist á Kvennadeild Land- spítalans við Hring- braut 27. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Hall- dór Gunnlaugsson bóndi, f. 12.10. 1889, d. 18.5. 1962 og kona hans Ingibjörg Jósefsdóttir, f. 17.5. 1889, d. 9.11. 1979. Systkini Hildar eru 1) Kristín, f. 1916, d. 2004, 2) Jósef, f. 1917, Gunnlaugur, f. 1919, d. 1929, Hólmlaug, f. 1922, d. 1982, og Gunnlaugur Þorkell, f. 1932. sonur hennar er Runólfur Bjarki. 4) Þórður, f. 22. maí 1959, kvænt- ur Önnu Sigrúnardóttur. Þau eiga tvær dætur, Ásdísi Gígju og Þór- hildi Sigrúnu. Hildur varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1948 og vet- urinn 1949–1950 var hún við nám í Bandaríkjunum í bókmenntum og listasögu. Hún bjó með manni sín- um í Bandaríkjunum 1950 til 1952 er hann var þar við nám. Vorið 1953 settu þau upp heimili í Reykjavík en 1962 fluttust þau í eigið hús að Hlíðarvegi 65 í Kópa- vogi og bjuggu þar upp frá því. Hildur sinnti búi og börnum allt til ársins 1972 er hún hóf störf á skrifstofu Tónlistarskóla Kópa- vogs. Starfaði hún sem skrif- stofustjóri skólans allt til ársloka 2001 er hún lét af störfum. Útför Hildar verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Hildur giftist 15. júlí 1950 Runólfi Þórðarsyni verk- fræðingi, f. 30. sept- ember 1927. Börn þeirra eru: 1) Sigrún Halla, f. 8. desember 1952, var gift Rósant Egilssyni, dóttir þeirra er Hildur Elsa, hún á þrjú börn, Andra Þór, Elvu Rún og Söru Dís. 2) Þórunn Inga, f. 31. mars 1954, gift Alfreð Ómari Ísaks- syni lyfjafræðingi. Þau eiga fjögur börn: Lilju Björk, dóttir hennar Sara Líf, Ingu Huld, Nönnu Karen, hún á Ísar Tobías og Árna Fannar. 3) Ásdís Hildur, f. 4. febrúar 1958, Íbyggið bros, birta í augum, göngulag með reisn. Röddin björt og hlý. Þessar minningar koma upp í hug- ann þegar við kveðjum Hildi, bekkj- arsystur okkar úr Menntaskólanum í Reykjavík, þaðan sem við útskrif- uðumst 24 stúdínur árið 1948. Við dreifðumst fljótlega hver í sína áttina til náms eða starfa. Hild- ur var búin að finna sinn lífsförunaut í næsta bekk á undan – hann Runólf. Honum fylgdi hún til náms og æ síð- an hafa þau staðið þétt hvort við annars hlið. Sameiginlegt áhugamál þeirra var tónlistin og helgaði Hildur henni krafta sína í uppbyggingu Tónlistar- skóla Kópavogs í áraraðir, eftir að börnin fjögur komust á legg. Á þessum nær 60 árum höfum við skólasystur skilað starfsdegi okkar hver með sínum hætti. Oft var vík milli vina, en á seinni árum höfum við hist reglulega og orðið þá sem skólastelpur á ný, rétt eins og við hefðum verið saman í gær. Síðast hittumst við 15. desem- ber sl. og áttum saman yndislega stund í heimahúsi. Við sáum að Hildi okkar var brugðið, baráttan við sjúkdóminn styttist. En aldrei sagði hún æðruorð. Hún var búin að skila dagsverkinu, sátt við allt og einnig það sem framundan beið. Prúð, hæversk, engin læti en föst fyrir. Þannig minnumst við hennar og teljum okkur ríkari að hafa átt hana fyrir vin. Stúdínuhópurinn okkar þynnist, aðeins 17 eru eftir. En árin eru mörg og þetta er lífsins gangur. Við kveðjum Hildi með söknuði, þökkum fyrir kynnin löng og góð. Guðs blessun fylgi henni og fjöl- skyldu hennar á kveðjustund. Fyrir hönd bekkjarsystra í MR, Anna Sigurkarlsdóttir. Nú hefur hún Hildur fengið hvíld- ina eftir harða baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Leiðir okkar Hildar lágu saman gegnum starf mitt sem skólastjóri Tónlistarskóla Kópavogs. Í ört vax- andi bæ var ekkert lát á fjölgun nemenda við skólann og um leið jókst umfang vinnunnar á skrifstof- unni. Árið 1974 var ákveðið að ráða starfsmann á skrifstofu skólans. Hildur byrjaði smátt en jók smám saman vinnuna á skrifstofunni þar til hún var kominn í fullt starf. Hún varð minn nánasti samstarfs- maður í 26 ár og get ég seint þakkað forsjóninni fyrir að hafa leitt hana til starfa mér við hlið, allt þar til ég lauk störfum fyrir aldurs sakir árið 2000. Við Hildur áttum einstaklega árangursríkt og ánægjulegt sam- starf sem aldrei bar skugga á og var hún mér ómetanleg stoð og stytta í daglegum rekstri skólans. Hildur ávann sér traust og vináttu kenn- aranna og féll vel inn í það góða and- rúmsloft sem var ríkjandi í skólan- um. Hildur vann öll verk, stór og smá, af stakri prýði og er mér sérstaklega minnisstætt hve hún gekk óhikað í að taka að sér launaútreikning alls starfsfólks skólans, þegar Kópa- vogsbær ákvað að flytja launamál kennara alfarið yfir til skólans, en áður hafði bærinn haft þau mál á sinni hendi. Eins og nærri má geta var álag oft mikið þegar leitað var til skrifstof- unnar vegna ýmissa mála sem upp komu í dagsins önn. Í þessu amstri má segja að einstök hjálpsemi og ljúft viðmót Hildar hafi verið aðdá- unarvert. Hún lagði sig fram um að leysa hvers manns vanda. Hún hafði einstakt næmi gagnvart hinum ungu nemendum og var fljót að bregðast við ef eitthvað bjátaði á, s.s. ef húfa eða stígvél fundust ekki strax og ef barn þurfti að bíða eftir að verða sótt. Þá var Hildur komin að hjálpa og hugga ef á þurfti að halda. Það má segja að Hildur hafi verið einskonar andlit skólans út á við því oft voru fyrstu kynni nemenda og foreldra af skólanum kynnin af Hildi. Það var mikil gæfa fyrir Tónlist- arskóla Kópavogs að fá notið starfs- krafta Hildar og verður það seint fullþakkað. Hildur var sérstaklega litrík og heilsteypt persóna með mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og lá þá ekkert á skoð- unum sínum ef því var að skipta. Þó eru það glaðværðin, ljúfmennskan Hildur Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.