Morgunblaðið - 05.02.2007, Side 28

Morgunblaðið - 05.02.2007, Side 28
28 MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðbjörg Jó-hannsdóttir fæddist í Gíslakoti undir Eyjafjöllum þann 31. maí 1924. Hún lést á Landa- kotsspítala að kvöldi laugardagsins 27. janúar síðastliðins. Foreldrar hennar voru Jónína Jóns- dóttir húsmóðir frá Rauðsbakka, f. 9.12. 1900, d. 12.3. 1992 og Jóhann Guð- mundsson kaup- maður frá Gíslakoti, f. 14.10. 1893, d. 27.2. 1974. Systkini Guðbjargar eru Björg, f. 25.3. 1926, Jón Mar- ínó, f. 25.9. 1928, d. 14.5. 1938, Anna, f. 7.11. 1929, Guðmunda, f. 18.5. 1933 og Jóna Margrét Ragna, f. 18.2. 1942. Eiginmaður Guðbjargar var Þau eiga fjögur börn, Ólaf Hjört sem lést úr krabbameini 1992, Eyj- ólf Rúnar, Guðbjörgu og Söndru Sif. Þau eiga einnig fjögur barna- börn, Marín Rós, Rakel Rún, Ólaf Karel og Tristan Birki. 3) Jón Mar- ínó, f. 22.8. 1954, kvæntur Elínu El- ísabet Baldursdóttur. Þau eiga þrjú börn, Elínu, Guðbjörn Gunnar og Guðmund. Þau eiga einnig eitt barnabarn, Elínu Eir. 4) Anna Kristín, f. 8.2. 1960, gift Benjamín M. Kjartanssyni. Þau eiga þrjú börn, Sóldísi Lilju, Kjartan og Mar- gréti Mjöll. Börn Benjamíns af fyrra hjónabandi eru, Eva Katrín, Benjamín Már og Erla Dagrún. Hann á einnig þrjú barnabörn, Heiðrúnu Líf, Diljá Líf og Lindu Maríu. Guðbjörg og Guðbrandur ólu upp fram að níu ára aldri syst- urdóttur Guðbjargar, Guðbjörgu Jónu Jóhanns. Hún á fjögur börn; Vilhjálm Ragnar, Björgvin Frey, Ingibjörgu Jóhönnu og Berglind Ósk. Hún á einnig tvö barnabörn; Sigríði Jónu og Örnu Liv. Útför Guðbjargar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Guðbrandur Gunnar Guðbrandsson bif- reiðarstjóri, f. 5.7. 1929, d. 5.12. 2000. Foreldrar hans voru Guðrún Helga Jóns- dóttir, húsmóðir frá Hömrum í Laxárdal, Dalasýslu, f. 19.6. 1891, d. 12.4. 1976 og Guðbrandur Jóhann- es Jónason, verka- maður frá Sólheimum í Dalasýslu, f. 29.5. 1890, d. 24.9. 1981. Börn Guðbjargar og Guðbrands eru: 1) Ásta Guðrún, f. 6.12. 1947, gift Garðari Ágústs- yni. Þau eiga tvö börn, Guðbrand Gunnar og Rögnu Lilju. Þau eiga einnig fjögur barnabörn, Garðar Aron, Jóhönnu Karen, Carlos Garð- ar og Snorra Dag. 2) Jóhanna Jóna, f. 19.5. 1953, gift Stefáni Ólafssyni. Vak um nótt og undrast alla yndisfegurð, tign og ró. Okkar gömlu Eyjafjalla ofan af jökli niður að sjó. (S.I.) Það er laugardagur 27.1. 2007 og farið að halla af degi. Ég er stödd á heimili dóttur minnar í Danmörku. Í vasa á stofu- borðinu eru níu rauðar rósir sem allar drúpa höfði. Ég hef orð á því við Guðbjörgu hvað rósirnar hafi daprast seinasta sólarhringinn og í sameiningu ákveðum við að hlúa að- eins að þeim og sjá hvort þær lifni ekki aftur við. Skipt er um vatn, klippt á samanklemmda stilka og dauð blöð hreinsuð burt. Eftir nokkur augnablik rétta rósirnar úr sér og standa þarna teinréttar og tígulegar. Við mæðgurnar horfum hissa á þetta gerast og nánast á sama augnabliki hringir síminn … Mamma mín er dáin. Nokkurn veginn á sama augna- bliki og rósirnar teygðu sig til ljóss- ins sveif sál móður minnar á vit æðri heima. Ég er ákaflega þakklát systkinum mínum fyrir að hafa gef- ið mér kost á að taka þátt í andláts- stundinni á þann eina hátt sem mögulegur var undir þessum kring- umstæðum. Rósirnar færðu mér skilaboð, ekki um dauðann heldur um að nýtt upphaf væri að hefjast og mamma mín væri nú aftur komin í hlýja faðminn hans pabba. Ég sé líka Óla minn fyrir mér spilandi á gítarinn sinn og fagna ákaft með afa sínum. Ég veit að þeir komu saman til að sækja hana á flottasta bíl himna- ríkis og umvöfðu hana ást og kær- leika. Nú eru sko aldeilis fagnaðar- fundir handan lífs og dauða, með vinum og vandamönnum sem áður hafa kvatt þessa jarðvist. Takk, mamma mín, fyrir lífið sem þú gafst mér. Takka fyrir að vera til staðar þegar ég þurfti á þér að halda. Takk fyrir öll fötin sem þú saum- aðir handa mér. Takk fyrir allar gleðistundirnar sem þú gafst mér. Takk fyrir öll ferðalögin sem við fórum saman, bæði hér á landi og til útlanda. Takk fyrir allar fórnirnar á erf- iðum tímum. Takk fyrir að vera þú. Þetta var ekki alltaf auðvelt líf! Takk, elsku mamma mín, takk, takk, takk … Minningarnar hellast yfir mig hérna þar sem ég sit við eldhús- borðið ykkar pabba í Búðargerðinu. Ég sé þig, mamma mín, fyrir mér sem unga stúlku í sveitinni þinni sem þú elskaðir svo heitt. Það að liggja undir snúrustaur- unum á flötinni fyrir framan húsið og heyra hvernig niðurinn frá sjón- um endurkastaðist frá fjöllunum voru sko aldeilis forréttindi sem bara hinir útvöldu fengu. En snemma þurftir þú að glíma við erfiðleika sem hefðu bugað margan manninn. Erfitt tímabil í „sóttkví“ vegna veikinda. Bróður- missir. Löng sjúkrahúslega vegna berkla þar sem lungun þín fengu sko aldeilis að kenna á því. En þú, mamma mín, hetjan okkar allra, stóðst þetta allt af þér þótt ung værir. Þér var ætlað annað og meira hlutverk, að njóta lífsins með pabba. Síendurtekin hjartaáföll, bláæða- bólga og nýrnabilanir … En þrjósk varst þú og stóðst meira af þér en nokkurn hefði nokkurn tímann grunað. Eftir að pabbi dó í desember 2000 fór smátt og smátt að halla undan fæti hjá þér en alltaf varst þú glöð, sama hvað á dundi. Þú lagðist bara upp í sófa og sagðir gjarnan: „Ég ligg þessa lumpu bara úr mér.“ Múlabær, heimahjúkrun, Fríðuhús, hjartadeild LSP og Landakotsspítali settu mikinn svip á seinustu misseri þín en þrátt fyrir sjúkdóminn vonda áttirðu lífsgleði og hjartagæsku sem bræddi alla sem voru samvistum við þig, enda alls staðar elskuð að minnsta kosti til tunglsins og aftur til baka. Ég vil nota tækifærið og færa starfsfólki þessara stofnana þakkir fyrir frábæra umönnun og kærleika í okkar garð. Guð blessi ykkur öll. Fyrir u.þ.b. tveimur vikum var ég svo heppin að fá það hlutverk að flytja þér gleðitíðindi: Þú hafðir fengið pláss í Skógarbæ. Þú varðst ánægð og spennt fyrir þessu ferða- lagi. Herbergi sem lengi hafði verið beðið eftir var í sjónmáli, þar sem þú gast haft dótið þitt í kringum þig. Því miður varð ferðalagið öðru- vísi en við reiknuðum með. Þú ákvaðst að sleppa þessari „stoppi- stöð“ og drífa þig í staðinn á stefnu- mót við pabba. Elsku mamma mín, ég verð alltaf stolt þegar ég hugsa til þín og þú verður fyrirmyndin mín svo lengi sem ég lifi. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Ég þakka af alhug allar stund- irnar sem við áttum saman. Þín dóttir Jóhanna. Um stræti rölti ég og hugsa um horfinn veg, á kinnar mínar heit falla tár. Allt sem áður var eru nú minningar því aldrei aftur koma þau ár. Elsku mamma mín er ég minnist þín mér finnst ég verða lítill um sinn. Af þrá í örmum þér um stund ég undi mér þá ást og hlýju enn ég finn. Hjarta sárt ég kenni saknaðar er hugsa ég til þín af því ég man er ég lítill var hver kyssti tárin mín. (Gylfi Ægisson.) Elsku mamma mín, nú er kveðju- stundin runnin upp, það hefur slokknað á lífsklukkunni þinni. Við andlát þitt grípur söknuðurinn um sig og maður situr álútur með sorg í hjarta en eftir lifir þakklæti og minningar hlaðast upp, bæði ljúfar og sárar. Mig langar með nokkrum fátæk- Guðbjörg Jóhannsdóttir ✝ Pétur Pálssonfæddist á Eski- firði 5. apríl 1926. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut föstu- daginn 26. janúar síðastliðinn, þar sem hann hafði dvalist frá 27. des- ember á síðasta ári. Foreldrar hans voru Þórunn Sigríður Pétursdóttir hús- freyja, f. 28.2. 1902, d. 29.10. 1987, dóttir Péturs Þorsteinssonar, prests í Eydölum í Breiðdal, og Páll Magn- ússon, lögfræðingur í Reykjavík, f. 27.9. 1891, d. 19.2. 1985, sonur Magnúsar Bl. Jóhannssonar, prests í Vallanesi á Fljótsdalshér- aði. Þau bjuggu lengst af á Lauf- ásvegi 44 í Reykjavík. Systkini Péturs eru Ingibjörg, innan- húshönnuður, f. 9.12. 1927 og 2) Pétur, f. 25.8. 1960, d. 12.8. 1987. Pétur bjó fyrstu 8 árin á Eski- firði en fluttist þá með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur. Hann lauk stúdentsprófi úr stærðfræðideild MR árið 1946, B.Eng. í efnaverk- fræði frá McGill University í Mont- real 1950 og M.Eng frá sama skóla árið 1952. Hann stofnaði verkfræði- og innflutningsfyrirtækið Einarsson & Pálsson hf. í Reykjavík árið 1954 og rak það þar til hann stofn- aði Hátækni hf. árið 1985. Hann starfaði á sviði hita-, loftræsti-, kæli- og fjarskiptatækni alla sína starfsævi. Á árunum 1955–1975 hannaði hann loftræsti-, hita-, kæli- og sprinklerkerfi í flest stærstu samkomuhús landsins, svo sem Íþróttahöllina, Hótel Sögu, Hótel Loftleiðir, Oddfellow-húsið, Klúbbinn, Háskólabíó, o.m.fl. Enn- fremur í sjúkrahús, skóla, mjólk- urbú, verksmiðjuhús, og í einbýlis- og fjölbýlishús. Útför Péturs verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Magnús mynd- listamaður, f. 25.12. 1929. Pétur kvæntist 7.8. 1948 Birnu Ásgerði Björnsdóttur, f. 14.8. 1926. Foreldrar hennar voru Þór- katla Þorkelsdóttir, f. 1.3. 1886, d. 23.8. 1975, dóttir Þorkels Árnasonar frá Dýra- firði og Björn Frið- finnsson, sjómaður á Ísafirði, f. 26.2. 1888, d. 28.8. 1926, sonur Friðfinns Jónssonar, bónda í Svarfaðardal. Börn Péturs og Birnu eru. 1) Ingibjörg, f. í Reykjavík 1.1. 1953. Sonur hennar og barnsföður henn- ar, Eriks Splittorff, er Björn Börk- ur, f. í Árósum í Danmörku 16.6. 1979. Hann er í sambúð með Hrund Guðmundsdóttur og eiga þau dótturina Furu, f. 4.12. 2005. Í minni fyrstu minningu um hann afa sit ég á öxlum hans fyrir framan auglýsingarnar í sjónvarp- inu, horfi niður á brúna kollinn, gleraugun í kjöltunni, apparatið á stólarminum og hann er að taka utanaf appelsínu. Mér finnst ég hafa verið utaná eða utaní eða uppá honum alla mína barnæsku. Ég kann ennþá öll örnefnin og bæjarnöfnin á leiðinni frá Reykja- vík til Álftavatns, ég veit og skil að hrísgrjón eru bara fyrir kjúklinga og Kínverja, bíómyndir eru ekki alvöru myndir nema það séu byssur og bófar í þeim og að það er alltaf hægt að þekkja Guðna Hannesar á því að hann borðar sinnep með öllum mat. Þetta allt veit ég af því að hann afi sagði það. Gott ef okkur tókst ekki að fara uppí bústað um hverja einustu helgi í mörg ár saman – á veturna vorum við langoftast bara tveir einir. Ef það varð ófært niður veg þá fórum við á gönguskíðum, stundum yfir ísinn á vatninu, og drógum dótið okkar á sleða. Hann var þá búinn að finna upp hugtakið „fartölva“ því stóra tölvan og skjárinn voru alltaf með í för. Við vorum snjallir og snöggir í að pakka, ekkert vesen, enginn óþarfi – keyptum okkur hangikjöt eða lambalæri í Hveragerði, nammi og pepsí auðvitað (vegna Tómasar Agnars). Þarna vorum við í öllum veðrum og vindum, kóngar í okkar ríki. Við vorum að smíða, sigla og veiða, leggja netið, í göngutúrum, bora eftir vatni, leggja þökur, fara í heimsóknir og taka á móti öðrum höfðingjum úr sveitinni. Einu sinni man ég eftir að við lágum í vari úti í bíl í hálfan dag af því að Álfta- vatnið gekk yfir bústaðinn í rosa- legu fárviðri. Við áttum skap saman, skildum vel húmor hvor annars og gagn- kvæm virðing ríkti á milli okkar. Hann er fyrirmynd mín á hundrað þúsund vegu. Hve ljúfmannlegur og kurteis hann var í framkomu og alltaf í léttu skapi. Fór aldrei í manngreinarálit og ég heyrði hann aldrei hallmæla neinum. Lengi vel ætlaði ég aldrei að taka glas því aðaltöffarinn gerði það ekki, ég skildi fyrst mörgum árum seinna af hverju hann var með ofnæmi fyrir malti. Ég kveð hann afa með sárum söknuði og er þakklátur fyrir ná- inn vinskap okkar. Börkur. Vináttan við Pétur Pálsson var eins og að eiga ævimiða á spennu- þriller í bíó; alltaf allt á fullri inn- gjöf – og aldrei leiðinlegt. Uppá- tæki hans og áhugasvið voru á stundum með þeim ólíkindum að jafnvel nánustu vini sundlaði ef þeir reyndu að kynna sér „fenó- men“ dagsins hjá honum – og yf- irferðin oftast á þvílíkum hraða, að fæstir komust með tærnar þar sem hann hafði hælana í það og það skiptið. Í veiðiferðum lá það orð á að hann næði tveggja tíma svefni á tíu mínútum – og oftast var hann búinn að aka meðfram allri ánni og líta á aðstæður löngu áður en hinir fóru að rumska. Hann var efna- verkfræðingur frá bestu háskólum vestanhafs, en skipti yfir eins og að drekka vatn og varð í langan tíma einn helsti sérfræðingur landsins í loftræstingum; teiknaði slík kerfi í ýmsar af okkar þekkt- ustu byggingum. Við vinirnir nut- um oftar en ekki ávaxtanna af grúski hans; góð ráð um tæknimál lágu okkur ávallt á lausu ef eftir var leitað – og ófáir eiga doðranta með ættartölum sínum frá hendi Péturs, eftir að hann fékk þá dellu við upphaf tölvualdar. Leiðir okkar Péturs lágu saman fyrir rúmum þrjátíu árum, er báðir höfðu gefist upp á fylgispekt við Bakkus konung – og sáust þess nokkur merki, sem blessunarlega rjátluðust af okkur í áranna rás. Ekki bar hann með sér að vera sá orkubolti er síðan kom í ljós; frek- ar prófessorslegur að sjá – og jafn- vel feiminn; virkaði dálítið utan við sig í fyrstu. Fljótfærnisleg úttektin gufaði hinsvegar upp eins og dögg fyrir sólu þegar ég kynntist mann- inum – og við tók gagnkvæm vin- átta sem aldrei féll skuggi á. Þetta var við upphaf Freeport-átaksins um miðjan áttunda áratuginn – og auðvitað vorum við Pétur á kafi í framtakinu þessi fyrstu ár þess; fyrst og fremst til bjargar eigin lífi, en einnig í þeirri fullvissu að öðrum kæmi málefnið til góða. Innan Freeport-hópsins mynd- aðist strax á þessum fyrstu árum sterkur vinakjarni, sem haldið hef- ur saman síðan. Við höfum snætt sameiginlegan hádegisverð á hverjum föstudegi síðan 1975; far- ið saman í ferðalög til útlanda, siglt á skemmtiferðaskipum í Kar- íbahafinu – og við veiddum lax í Víðidalsá um árabil. Alltaf var hægt að leita til Péturs Pálssonar ef aðstoðar var þörf við skipulagn- ingu mála. Sem verkfræðingur varð hann einna fyrstur vinanna til að koma sér upp almennilegu tölvukerfi – og var ósjaldan níðst á honum til útprentunar ýmissa gagna þá mikið lá við. Reyndar var greiðvikni hans þvílík í öllum við- vikum, að jaðraði við hreina fórn- fýsi – og alltaf með brosi á vör. Slíkir menn eru fágætir. Borðhaldið á föstudögum er an- kerið í þessum vinahópi; griðastað- ur og afslöppun í vikulok. Þarna höfum við komið saman öll þessi ár; leitað frétta hver hjá öðrum, borið saman bækur okkar, krufið málin og leyst vanda heimsins – ef einhver hefði nennt að hlusta á okkur. Menn hafa róast í áranna rás; mæta betur og sitja lengur, enda flestir orðnir pensjónistar – og að mestu til friðs. Pétur var gjarnan fyrstur á staðinn, meðan hann hafði heilsu til – og því varð skarð fyrir skildi er veikindi hans tóku yfirhöndina og hann hætti að treysta sér á okkar fund fyrir rúmu ári síðan. Góð návist hans var stór hluti af þessu ferli öllu – og nú söknum við vinar í stað. Pétur tók veikindum sínum af yfirveguðu æðruleysi, þótt hann vissi strax hvert stefndi. Kæmu þau til umræðu var hann afslapp- aður líkt og hann væri að tala um veðrið – og nú var víðtæk lífs- reynslan honum augljós styrkur. Galgopinn var þó alltaf skammt undan – og enginn sá honum bregða. Við Þórunn þökkum hlýjuna í okkar garð undanfarna þrjá ára- tugi; dýrmæta minningu um góðan vin. En hugurinn í dag verður hjá Birnu, Ingibjörgu og Berki; þeirra er missirinn mestur. Tómas Agnar Tómasson. Fundum okkar Péturs Pálssonar bar fyrst saman fyrir 70 árum, er hann kom í Laugarnesskólann og settist í sama bekk og undirritaður hjá miklum afbragðskennara og skólamanni, Jónasi B. Jónssyni, síðar fræðslustjóra og skátahöfð- ingja. Tókst þegar vinátta með Pétur Pálsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.