Morgunblaðið - 05.02.2007, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2007 29
legum orðum að minnast móður
minnar sem lést á Landakotsspítala
27. janúar. Ég sit hér ein og minn-
ingar streyma fram allt frá því ég
var lítil stelpa að skottast í kringum
mömmu sem var sífellt að sauma og
staga langt fram á nætur.
Þar sem ég sit hér ein við kerta-
ljós og hugsa um og til mömmu
hlaðast minningar upp og ég var
einmitt að hugsa um það um daginn
þegar ég var þreytt og pirruð og
vildi helst fá að lúlla fram eftir
hvernig þetta var þegar ég var lítil,
ég man ekki eftir því að mamma
svæfi fram eftir eins og maður leyf-
ir sér stundum, hún var alltaf eitt-
hvað að sýsla, ef hún var ekki að
sauma föt á okkur systkinin var
hún að bródera eða prjóna eða eitt-
hvað að föndra, hún var mikil lista-
kona og var alltaf með eitthvað á
milli handanna. Ég hugsa líka
hvernig kona var mamma? Og orðin
sem koma fram í hugann eru þægi-
leg, góð, umhyggjusöm, geðgóð, fé-
lagslynd og ekki síst mamma var
mikil hannyrðakona, það eru ófá
verkin sem liggja eftir hana hvort
sem það eru útsaumaðar myndir
eða bróderaðir dúkar.
En mamma var líka mikill sjúk-
lingur og kannski meiri en maður
gerði sér grein fyrir, hún kvartaði
aldrei og sagði jafnan ef maður
spurði um líðan hennar „æ ég ligg
þetta bara úr mér“. En á síðustu 8
mánuðum hefur hún fengið 6
hjartaáföll og svo skrítið sem það
kann að vera þá var hún ótrúlega
fljót að ná sér upp úr þessum 5
fyrstu en þá var komið nóg, líffærin
gáfu sig og líkaminn gafst upp.
Mamma greindist líka með Alz-
heimerssjúkdóminn fyrir nokkrum
árum og var erfitt að horfa upp á
konuna sem allt lék í höndunum á
allt í einu sitja með hendur í skauti
sér og ekki ráða við auðveldustu
hluti nema með ákveðinni stýringu,
en hún tók þessu öllu með jafn-
aðargeði og þótt hún skildi ekki
alltaf hvað var að var hún sátt við
sitt hlutskipti. Við tókum eftir
breytingum í fari hennar nú um
miðjan desember en þá varð hún
var alltaf svo glöð, kát og hress
þannig að við vorum farin að horfa
björtum augum á framtíðina og
ekki skemmdi fyrir að viku fyrir
andlátið var hún búin að fá pláss á
Skógarbæ og við hlökkuðum svo
mikið til að búa henni gott heimili
þar, en því miður kom það of seint
fyrir hana. Nú fer hún á annan stað
þar sem hjartaáföll og minnisleysi
hrjá hana ekki og sé ég fyrir mér
þar sem pabbi tekur á móti henni
brosandi og nú stjanar hann við
hana eins og hann var vanur að
gera.
Eftir sit ég álút og augun fyllast
af tárum og sorgin umlykur mig, en
það er gott að gráta og engin veik-
leikamerki að gráta mömmu eins og
þig. Nú fær maður ekki knúsið og
faðmlagið frá þér en ég veit að þið
bæði, þú og pabbi, vakið yfir okkur
og lítið til með barnabörnunum
ykkar, sem fengu allt of lítinn tíma
með ykkur. En svona er þetta víst,
við fæðumst í þennan heim og eitt
er öruggt í lífinu að einhvern tíma
kemur að kveðjustund. Ég vil bara
þakka þér, elsku mamma, allt sem
þú hefur kennt mér og gert fyrir
mig, ég reyni að kenna mínum
börnum það, þannig að við varð-
veitum allt sem þú hefur kennt okk-
ur með komandi kynslóðum.
Elsku mamma, ég bið góðan Guð
að geyma þig.
Ljós þitt lifir í hjarta mínu.
Kveðja
Anna Kristín Guðbrandsdóttir.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Hinn 27. janúar síðastliðinn lést
tengdamóðir mín Guðbjörg Jó-
hannsdóttir á Landakotsspítala eft-
ir að hafa dvalið þar vegna veikinda
sinna. Þegar ég hitti tengdamóður
mína síðast var hún glöð og hress
og kvaddi ég hana þannig í hinsta
sinn og þannig lifir minningin í
huga mínum í dag. Í þetta sinn var
kveðjustundin, gamla góða faðmlag-
ið mun þéttara þar sem við vorum á
leið til Danmerkur til dóttur okkar
Guðbjargar í stutta heimsókn.
Hjá mér bærast margar og ljúfar
minningar er ég nú minnist tengda-
móður minnar sem ég kallaði alltaf
Gauju. Það var fyrir 35 árum að ég
kom inn á heimili hennar og Gunn-
ars fyrst og var Gauja þá klædd í
fallegan rósóttan kjól þar sem hún
stóð í eldhúsinu. Hún hafði ein-
staklega hlýtt viðmót, glaðlynd og
mjög einbeitt. Þetta glaðlega og
hlýja viðmót einkenndi hana Gauju
mína alla hennar tíð og hændust
ungir sem aldnir að henni.
Þær voru ómetanlegar samveru-
stundirnar sem við áttum með þeim
hjónum á meðan Gunnar var á með-
al okkar en hann lést 5. desember
árið 2000. Eitt af aðalsmerkjum
þeirra hjóna var að halda góðu sam-
bandi við börn sín og barnabörn
með öllum tiltækum ráðum og tókst
þeim vel til. Gauja var yndislega
þægileg kona á allan hátt, hún var
sérstaklega mikill snillingur í öllu
sem sneri að handverki af ýmsu
tagi. Hún var til dæmis iðin við það
öllum stundum sem gáfust og undr-
aðist ég oft á hve góð tök og þol-
inmæði hún hafði við að skapa hin
ýmsu listaverk úr perlum sem mað-
ur varla sá og skiptu þær þús-
undum sem hún þræddi á örfína nál
og batt svo saman með tvinna til að
fullmóta verk sitt. Hún sá til þess
að listaverk sín prýddu fyrst og
fremst heimili sitt, barna sinna og
barnabarna, ættingja og vina, svo
sést þeim einnig bregða fyrir víða
annars staðar.
Já, minning þín lifir og þú gleym-
ist aldrei. Ég veit að þín er sárt
saknað en nú var tímaglasið þitt út-
runnið hér á meðal vor, elsku Gauja
mín. En það eru ekki til orð, já eig-
inlega engin orð, sem geta fullþakk-
að þér allar ánægjustundirnar sem
við áttum með þér og hjálp þína á
heimili okkar er við bjuggum á Silf-
urgötu 19 í Stykkishólmi. Þar varst
þú tíður gestur, það var staður sem
þér var sérstaklega kær og þar
undir þú þér vel með okkur fjöl-
skyldunni og á meðal vina þinna.
Alltaf stóð til að þú kæmir í heim-
sókn í nýja húsið okkar á Hjalla-
tanga í Hólminum, en vegna veik-
inda þinna gekk það ekki upp, en
þar sem þið Gunnar hafið nú sam-
einast á ný í himnaríki veit ég og
trúi að ekki líður á löngu þar til þið
komið þar við.
Um leið og ég þakka þær stundir
sem ég og fjölskylda mín áttum
með þér, elsku Gauja, votta ég
systrum þínum, mági þínum Jónasi,
öllum börnum, tengdabörnum og
öðrum ættingjum og vinum mína
dýpstu samúð. Guð veri með ykkur
öllum.
Stefán Ólafsson.
Fleiri minningargreinar um Guð-
björgu Jóhannsdóttur bíða birting-
ar og munu birtast í blaðinu næstu
daga. Höfundar eru: Guðbjörg,
Sandra, Sóldís og Margrét Mjöll.
okkur Pétri og fylgdumst við að
upp í gegnum Menntaskólann í
Reykjavík, oftast sem sessunautar.
Pétur valdist þegar til trúnaðar-
starfa og forystu og var jafnan
umsjónarmaður bekkjarins, sem
færði „kladdann“.
Pétur varð þegar vinsæll meðal
bekkjarsystkinanna og hvers
manns hugljúfi, bjartur yfirlitum,
hár og grannur, vel á sig kominn,
greindur, útsjónarsamur, hjálp-
samur, ráðagóður og skjótráður.
Hann var því jafnan potturinn og
pannan í leik og starfi. Oft tóku
leikurinn og skemmtanir mikinn
tíma, einkum er við vorum komnir
vel á veg í menntaskólanum. Pétur
var hugmyndaríkur og fitjaði upp
á mörgu skemmtilegu sem gaman
er að minnast eftir langa samferð,
svo sem selsferðum, skíðaferðum
og dansæfingum. Hann var ham-
hleypa til verka og raunar hvers
sem hann tók sér fyrir hendur,
stundum eirðarlaus og óþolinmóð-
ur ef ekkert var um að vera.
Við töldum okkur vera í sér-
stökum bekk í menntaskóla vegna
þess að við útskrifuðumst stúd-
entar á 100 ára afmæli skólans í
Reykjavík. Ekki veit ég hvort
meira var um dýrðir hjá okkur en
almennt gerðist hjá stúdentum, en
þær stóðu með litlum hléum síð-
ustu tvö árin í skólanum og fram á
haust 1946, og enduðu með Norð-
urlandaferð sumarið áður en há-
skólanám hófst.
Eftir stúdentspróf fór Pétur til
náms í efnaverkfræði við McGill-
háskólann í Kanada sem hann lauk
1952. Eftir heimkomuna sneri
hann sér að viðskiptum og hönnun
sjálfstýrðra hita- og loftræstikerfa,
sem voru nýjung hér á landi. Auk
stórverkefna sem hann vann að
leysti hann minni vanda fyrir vini
og kunningja og hafði alltaf ráð
undir rifi hverju.
Meðan annir voru mestar fækk-
aði samfundum, en Pétur hafði
alltaf forgöngu þegar bekkjar-
systkinin höfðu sameiginlegar há-
tíðir. Þegar um hægðist sá hann
um að hópurinn endurnýjaði kynn-
in, hittist mánaðarlega og snæddi
saman hádegisverð, auk þess að
fara í sumarferð árlega og halda
góugleði, sem hann var að huga að
fyrir fáum dögum. Í samræmi við
eðli sitt kastaði Pétur sér út í nýtt
áhugamál eftir að hann hætti
störfum og kom sér upp miklu
tölvutæku ættfræðisafni, sem hann
var sífellt að auka og bæta. Þetta
safn notfærði hann sér til að taka
saman og gefa út ættar- og ævifer-
ilsskrár okkar stúdentanna frá
1946 þegar 50 ár voru liðin frá
stúdentsprófinu. Er þar rakinn
skyldleiki samstúdentanna í allt að
sjötta og sjöunda lið.
Í einkalífi var Pétur gæfumaður,
giftur ágætri konu, Birnu Björns-
dóttur, sem stóð við hlið hans eins
og klettur hverju sem á gekk.
Hann fór þó ekki varhluta af ýmsu
mótlæti, m.a. áttu þau hjón
þroskaheftan son, sem lést fyrir 20
árum. Dóttir þeirra og dóttursonur
hafa verið þeim til mikillar
ánægju.
Við fráfall Péturs sakna ég vinar
í stað og votta Birnu, Ingibjörgu,
Berki, dóttursyninum og systkin-
um Péturs, Ingibjörgu og Magn-
úsi, innilega samúð.
Tómas Helgason.
Fleiri minningargreinar um Pét-
ur Pálsson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga. Höf-
undar eru: Guðni Hannesson, Ragn-
ar, Páll Sig., og Skorri.
✝
Eiginmaður minn,
SÆMUNDUR K.B. GÍSLASON,
Sæbólsbraut 51,
Kópavogi,
varð bráðkvaddur laugardaginn 3. febrúar 2007.
Útför verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Erla Sigvaldadóttir.
✝
Okkar kæri bróðir,
SVERRIR JÓNSSON,
Borgarheiði 154,
Hveragerði,
lést á sjúkradeild Áss sunnudaginn 28. janúar
2007.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug.
Systkini og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginkona mín,
HULDA GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR NORÐDAHL,
lést fimmtudaginn 1. febrúar sl. á Landspítalanum
Fossvogi.
Útför hennar verður frá Bústaðakirkju fimmtu-
daginn 8. febrúar kl. 13.00.
Jón Bjarni Norðdahl,
Hildur Jónsdóttir, Jóhanna Agnarsdóttir,
Eyrún Sigrúnardóttir Norðdahl, Erla Agnarsdóttir,
Stefán Brandur Jónsson, Karl Svendsen Agnarsson,
Árni Sigurðsson.
✝
Hjartkær systir mín,
HJÖRDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR,
andaðist á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn
3. febrúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Droplaug Guðmundsdóttir.
✝
Útför
GUÐMUNDAR FRIÐRIKSSONAR
rafvirkjameistara
frá Seldal í Norðfirði,
fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, þriðjudaginn
6. febrúar, og hefst athöfnin kl. 15.00.
Jarðsungið verður frá Norðfjarðarkirkju laugar-
daginn 10. febrúar kl. 11.00.
Ríkey Guðmundsdóttir, Sigurliði Guðmundsson,
Elma Guðmundsdóttir.
Friðrik Guðmundsson, Þórheiður Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR,
Búðagerði 5,
Reykjavík,
sem lést á Landakotsspítala laugardaginn
27. janúar, verður jarðsungin frá Bústaðarkirkju í
dag, mánudaginn 5. febrúar, kl. 11.00.
Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á
Fríðuhús – dagvistun minnissjúkra, s. 533 1084.
Ásta G. Guðbrandsdóttir, Garðar Ágústsson,
Jóhanna J. Guðbrandsdóttir, S. Stefán Ólafsson,
Jón Marinó Guðbrandsson, Elín Elísabet Baldursdóttir,
Anna Kristín Guðbrandsdóttir, Benjamín M. Kjartansson,
Guðbjörg Jóna Jóhanns,
ömmubörn og langömmubörn.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bil-
um - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virðingu
sína án þess að það sé gert með
langri grein. Ekki er unnt að tengja
viðhengi við síðuna.
Minningargreinar