Morgunblaðið - 05.02.2007, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2007 25
MINNINGAR
✝ Dýrfinna Tóm-asdóttir fæddist
á Borðeyri við
Hrútafjörð 29. júní
1912. Hún lést á
hjúkrunardeild
Hrafnistu í Reykja-
vík 24. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Sigríð-
ur Bjarnadóttir, f.
14. nóvember 1887,
d. 27. janúar 1958
og Tómas Jörg-
ensson, veit-
ingamaður á Borðeyri síðar síma-
maður í Reykjavík, f. 11. júlí 1877,
d. 6. nóvember 1953. Dýrfinna átti
tvo bræður, þá Sigurbjarna, f. 17.
september 1910, d. 9. janúar 1985
Dýrfinna bjó á Borðeyri ásamt
foreldrum sínum og bræðrum þar
til árið 1929 að hún flutti til
Reykjavíkur. Hún veitti sauma-
stofu Haraldar Árnasonar for-
stöðu.
Hinn 9. desember 1949 giftist
Dýrfinna Jóni Sigurðssyni skip-
stjóra á Gullfossi, f. 8. júlí 1892, d.
19. nóvember 1973. Þeim varð
ekki barna auðið en Jón átti fyrir
sjö börn og af þeim lifa tvær dæt-
ur, þær Helga og Sigurveig, en
látin eru Anna Hulda, Marta, Rich-
ard, Sigurður Þór og Guðmundur.
Dýrfinna og Jón bjuggu lengst
af á Skeggjagötu 2 í Reykjavík.
Eftir að Jón féll frá flutti Dýrfinna
í Gautland 1 í Reykjavík og bjó þar
uns hún flutti á Hrafnistu í
Reykjavík í lok árs 2003.
Útför Dýrfinnu verður gerð frá
Neskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
og Hans Jörgen Klin-
genberg, f. 24. júlí
1915, d. 2. apríl 1993
og eina systur sam-
feðra, Elínborgu, f.
16. september 1906,
d. 9. maí 1995.
Bræðrabörn Dýr-
finnu eru: Ólafía Sig-
ríður, Lára Guðleif
og Dýrfinna Petra
Hansdætur, Hreiðar,
Guðmundur Vignir,
Sigurður Tómas,
Hafsteinn og Guðrún
Erla Sigurbjarnabörn. Systrabörn
Dýrfinnu eftirlifandi eru Sigríður,
Dýrfinna, Jörgen og Jón Oddur
Sigurjónsbörn, látin eru Magnús
og Ingibjörg.
Finna föðursystir mín er látin í
hárri elli. Hún var barnlaus og giftist
seint og því fékk hún mig oft lánaða
sem barn. Hana langaði mikið til að
ég gisti hjá sér en þó að ég vildi það
gjarnan þá bara gat ég það ekki en
hafði hins vegar gaman af að skoða
dótið hennar. Fyrst þegar hún sýndi
mér skartgripina sína spurði ég hana
hvað maður þyrfti að verða gamall til
að verða svona ríkur. Ég var hrifin af
því hvernig hún gekk og æfði mig
löngum við að líkja eftir göngulagi
hennar en hún gekk hratt og ákveðið
með vinstri fótinn beinan en þann
hægri dálítið útskeifan. Einu sinni
þegar ég var fimm ára sótti hún mig
þar sem ég var í tímakennslu. Ég var
með litla rauða skólatösku með lestr-
arbók, skriftarbók og nokkrum
marglitum blýöntum. Hún kom inn í
stofuna og brosti til mín svo að skein í
gulltönnina og rétti mér aðra hönd-
ina. Við leiddumst niður stigann og
gengum saman niður Laugaveginn.
Það var sól og margir á ferli. Finna
heilsaði mörgum og stoppaði annað
slagið til að tala við kunningja sína og
sýna þeim mig. Ferðinni var heitið
niður á hafnarbakkann þar sem Gull-
foss lá. Þar ætluðum við að hitta Jón
Sigurðsson skipstjóra sem var mað-
urinn hennar. Þegar við gengum upp
landganginn missti ég töskuna mína.
Hún opnaðist og bækurnar og blýant-
arnir dreifðust um landganginn.
Finna ætlaði að beygja sig eftir bók-
unum en nokkrir hafnarverkamenn
komu hlaupandi: „Nei, nei, við skul-
um hjálpa frúnni“. Svo söfnuðu þeir
saman dótinu, lokuðu töskunni og
réttu mér hana. Ég leit upp og horfði
á Finnu frænku og reyndi að átta mig
á þessu orði „frúnni“. Þarna stóð hún
brosandi með nýmálaðar varir og
þakkaði köllunum fyrir hjálpina. Hún
var í minkapelsinum sínum á háhæl-
uðum skóm með tvo gullhringa og
hárið bylgjaðist dökkt undir brúnum
hattinum. Við gengum um borð.
Finna frænka fæddist á Borðeyri
1912. Foreldrar hennar ráku gistihús
og stunduðu sjálfsþurftarbúskap.
Hún átti eina hálfsystur, Elínborgu,
og tvo bræður, Bjarna, sem var
tveimur árum eldri, og Hans sem var
þremur árum yngri. Hún fékk stund-
um að vera í marki þegar þeir bræð-
urnir voru í fótbolta og notaði svunt-
una sína til að verja markið. En
stundum vildu þeir ekki hafa hana
með sér og þá náðu þeir í dauða fugla
sem þeir hentu að henni svo að hún
hljóp skrækjandi inn í bæinn. Þetta
var lítið hús með torfþaki. Einu sinni
gaut köttur í rúmið hennar og eftir
það hafði hún ímigust á köttum. Uppi
á loftinu bjó amma hennar. Þangað
fór hún ef hún var leið og oft gaf
amman henni eitthvað gott að borða
og leyfði henni að kúra hjá sér.
Þegar Finna frænka var 17 ára var
hún ákveðin í að fara suður og læra að
verða saumakona. Bjarni bróðir
hennar hafði flust til Reykjavíkur
árinu áður og var kominn með kær-
ustu. Það yrði gaman að hitta þau.
Hún fékk far með póstinum sem var á
leið í Borgarnes. Ferðin sóttist seint
og því missti hún af skipinu sem var á
leið til Reykjavíkur en fékk að gista
hjá Gerðu frænku og Bergi í Borg-
arnesi. Viku seinna komst hún með
næsta skipi til Reykjavíkur. Það var
nú meira hvað borgin var stór og
glæsileg, teygði sig alla leið frá Að-
alstræti upp undir Snorrabraut!
Gilla, kærastan hans Bjarna, var svo
falleg og hugsaði svo vel um litlu
íbúðina þeirra þar sem hún fékk að
gista. Þær voru jafngamlar upp á
dag! Eftir nokkra daga komst hún að
hjá konu sem ætlaði að kenna henni
að sauma og síðan gat hún fengið að
uppvarta á kvöldin. Þar kynntist hún
Jónu vinkonu sinni sem var henni ná-
in alla tíð. Ári seinna komu foreldrar
Finnu, þau Tómas og Sigríður, og
Hansi bróðir hennar í bæinn og
bjuggu saman í leiguíbúð á Sjafnar-
götu.
Nokkrum árum síðar fór hún að
vinna hjá Haraldi Árnasyni og var
fljótlega fengin til að stjórna sauma-
stofunni. Hún sneið allt efni sem
þurfti fyrir 20 saumakonur, 10 sem
unnu á saumastofunni og 10 sem
saumuðu heima hjá sér. Hópurinn
var samstilltur og skilaði góðu verki.
Þó að Finna væri ein af þeim yngstu á
stofunni báru þær virðingu fyrir
henni og vildu allt fyrir hana gera.
Haraldur var þakklátur sínu fólki og
bauð því árlega upp í Skíðaskálann í
Hveradölum til að skemmta sér. Eitt
sumarið fór hún í Hrútafjörðinn með
Jónu vinkonu sinni. Þær fengu hvar-
vetna höfðinglegar móttökur hjá
skyldfólki Finnu og fengu lánaða
hesta til að fara niður í Laxárdal.
Þó að atvinnuleysi væri mikið á
kreppuárunum hafði Finna alltaf nóg
að gera enda afburða dugleg og flink
saumakona. Hansi bróðir hennar
vann í varahlutaversluninni hjá Ræsi
og fór síðan að keyra leigubíl. Hún
var vön að hugsa um Hanna bróður
sinn og því voru viðbrigðin mikil þeg-
ar hann var kominn með kærustu,
hana Kittý. Fallega og yndislega
konu úr Vesturbænum. Þau systkinin
keyptu saman hús á Vífilsgötu þar
sem þau bjuggu saman í mörg ár
ásamt foreldrum sínum. Þar fæddust
dætur Hansa þær Sigga Lóa, Lára og
Finna Peta. Tómas afi var sjóndapur
og féll frá áður en Lára næði að kynn-
ast honum en amma Sigríður var blíð
og góð og kallaði Láru sonardóttur
sína alltaf lambið sitt. Tíminn leið og
það leit út fyrir að Finna frænka
mundi ekki festa ráð sitt. Þá var það
einn góðan veðurdag þegar hún var
37 ára gömul að hún leit út um
gluggann og sá þar myndarlegan
mann. Nokkrum dögum seinna hitt-
ust þau úti á götu og tóku tal saman.
Hann hafði ákaflega fágaða fram-
komu og það var gaman að tala við
hann. Hún gat vel hugsað sér að eiga
þennan mann þó að hann væri tals-
vert eldri en hún. Eftir stutta við-
kynningu ákváðu þau að gifta sig. Jón
Sigurðsson var þá ekkill með sjö upp-
komin börn. Þetta voru mikil við-
brigði fyrir Finnu og vandasamt að
ná trúnaði barnanna en henni tókst
það og átti eftir að tengjast mörgum
þeirra sterkum böndum. Hún fór í
eftirminnilega skemmtiferð með Jóni
á Gullfossi sem sigldi um Miðjarðar-
hafið með Karlakór Reykjavíkur. Til
er mynd af henni og Jóni úr þessari
ferð sem henni þótti afar vænt um.
Fyrir nokkrum árum lét hún prenta
nokkur eintök af henni og gaf skyld-
mennum sínum. Þetta var líklega
hamingjuríkasta árið hennar.
Eftir að Jón lauk ferli sínum sem
skipstjóri á Gullfossi kom hann í land
til Finnu sinnar. Hann var skynsam-
ur maður og lét hana ráða öllu sem
hún vildi ráða á heimilinu. Þau eign-
uðust bíl en Jón var óvanur að keyra
og því sat Finna jafnan við hlið hans
og sagði honum jafnóðum hvert hann
ætti að fara og hvar hann ætti að
beygja. Þessi samvinna gekk vel en
smátt og smátt varð henni ljóst að
hún yrði sjálf að taka bílpróf. Þegar
hún bar það undir bræður sína þótti
þeim það hin mesta firra að hún sem
komin væri á sextugsaldur gæti lært
á bíl. Finna lét það ekki á sig fá og
valdi sér góðan ökukennara og náði
prófi skömmu síðar. Það var ekki
laust við að ökuhæfni hennar væri
tekin með fyrirvara af bræðrum
hennar og börnum þeirra. Þó var
ökuferill hennar áfallalaus og einu
sinni þegar ekið var á bílinn hennar í
Ártúnsbrekkunni fullyrtu fulltrúar
frá tryggingafélaginu að það hefði
forðað henni frá stórslysi hve fast hún
hélt um stýrið við þennan árekstur.
Snorri Hallgrímsson læknir og
Kristinn Guðbrandsson í Björgun
höfðu hafið klak og seiðaeldi í lítilli
laxeldisstöð á Keldum. Þeir fengu
Finnu til að taka að sér fóðrun og um-
hirðu á seiðunum. Daglega fóru þau
Finna og Jón upp í klakhús að sinna
þessum fjörugu vinum sínum. Finna
hafði næmt auga fyrir þörfum seið-
anna og náði fljótt tökum á eldinu.
Hún var eldfljót að vigta og telja seið-
in þegar pantanir voru afgreiddar á
vorin og gat með miklu öryggi giskað
á fjölda sem kom úr hverjum háf. Eft-
ir að Jón féll frá fór Finna að koma
oftar til ættingja sinna og hjálpa þeim
með ýmislegt, m.a. að gera við föt og
passa lítil börn.
Meðan Lára og Björn bjuggu í
Halifax kom hún tvisvar til þeirra og
var hjá þeim í nokkra mánuði í senn
til að létta undir með þeim. Í fyrra
skiptið fór hún daglega með Hans
Tómas sem þá var fjögurra ára í leik-
skólann og sótti hann aftur seinna um
daginn. Leikskólinn var niðri í bæ og
það tók þau um 15 mínútur að rölta
þetta en það var yfir nokkrar erfiðar
umferðargötur að fara. Einn daginn
sem oftar fór Finna að sækja strák-
inn. Þá er hringt í Láru. Það var Suz-
an á leikskólanum sem spyr hana
hvort hún vilji ekki setjast niður, hún
þurfi að tilkynna henni nokkuð mjög
alvarlegt: „Hans Tómas er týndur og
það er verið að leita að honum um allt
hverfið.“ Svartnætti hellist yfir vit-
und ungu konunnar. Eftir nokkra
þögn spyr Suzan: „Lára, ertu þarna,
er allt í lagi með þig?“ Þá er bankað á
dyrnar og mjóróma rödd segir:
„Mamma, litli drengurinn þinn er
kominn heim.“ Eftir að hafa tilkynnt
gleðifréttirnar í símann og faðmað að
sér drenginn fer Lára út í glugga og
sér þar Finnu frænku. Hún gengur
eftir bílaplaninu eins og hún sé með
þunga byrði á bakinu. Þau flýta sér út
á svalir og veifa og kalla á Finnu sem
stoppar og lítur upp eftir háu blokk-
inni. Það færist gleðibros yfir andlitið
og lítið tár glitrar á hvarmi.
Eftir að Lára og Björn voru komin
til Íslands fór Finna frænka að vera
hjá þeim um hverja helgi og hjálpa
þeim við heimilisverkin. Þegar kom
að því að sauma gluggatjöld var hún í
essinu sínu og hún sneri við skyrtuf-
libbum og stagbætti vinnubuxur af
húsbóndanum. Hún var ómissandi á
öllum hátíðisdögum, jólum, áramót-
um og afmælum, alltaf svo fín í tauinu
og með vel greitt hár. Hún sat ekki
auðum höndum hjá þeim hjónum,
saumaði vambir í sláturtíðinni, paraði
saman sokka og tók frá föt til að fara
með heim til að gera við. Þegar heim
var komið sat hún við þar til verki var
lokið því að það var aldrei að vita hve-
nær hún mundi sofna svefninum
langa og ekki vildi hún deyja frá hálf-
kláruðu verki. Hún var betri en eng-
inn þegar kom að því að kría út afslátt
á hellum og málningu. Hún þekkti
menn víða í atvinnulífinu og hafði
ánægju af því að hringja í þá eða að
fara með Birni til þeirra til að óska
eftir afslætti. „Þetta er sama sem
tengdasonur minn,“ sagði hún þá og
vafði þessum köllum um fingur sér.
Finna eignaðist fjölda vina og
kunningja og ræktaði vel sambandið
við skyldmenni sín. Hún bauð oft til
veislu til að ná mönnum saman og
grillaði þá gjarnan lambalæri sem
smakkaðist vel. Eftir að hún missti
manninn sinn seldi hún íbúðina á
Skeggjagötu og flutti í litla og nota-
lega íbúð í Gautlandi 1. Þar var allt í
röð og reglu og fallegu húsgögnunum
hennar komið fyrir á smekklegan
hátt. Þar bjó hún og hugsaði um sig
sjálf fram yfir nírætt en fór síðan á
elliheimilið á Hrafnistu og á síðasta
ári á nýbyggða og fallega hjúkrunar-
deild þar sem hún naut góðrar að-
hlynningar síðustu mánuðina. Hún
var hvíldinni fegin. Við og börnin okk-
ar minnumst hennar með mikilli eft-
irsjá en jafnframt þakklæti fyrir allar
góðu samverustundirnar sem við átt-
um með henni.
Lára og Björn.
Elsku Finna frænka, það var erfitt
að setjast hér niður og skrifa mín
seinustu orð til þín.
Þegar ég rifja upp allar minning-
arnar mínar um þig þá er sterk í
minni mér sú minning þegar ég var
lítil stelpa sem oftar en ekki sóttist
eftir því að koma í heimsókn til þín.
Þú varst alltaf svo hlý og góð og alltaf
gott og gaman að koma til þín.
Ég man sérstaklega eftir því að ég
fékk alltaf að leika mér með gömlu
dúkkurnar sem þú áttir í kistunni
þinni, það var aðalmálið á þeim tíma
ásamt gotteríinu. Ég gæti endalaust
talið upp þær minningar sem ég á um
þig.
Kæra frænka nú hefur þú fengið
þína langþráðu hvíld. Þín mun ég
minnast að eilífu.
Ljúfar voru stundir
er áttum við saman.
Þakka ber Drottni
allt það gaman.
Skiljast nú leiðir
og farin ert þú.
Við hittast munum aftur,
það er mín trú.
Hvíl þú í friði
í ljósinu bjarta.
Ég kveð þig að sinni
af öllu mínu hjarta.
(Maren Jakobsdóttir.)
Guð geymi þig, elsku frænka.
Þín frænka
Sigríður Dagný.
Elsku Finna frænka, afasystir okk-
ar.
Okkur langar í fáum orðum að
þakka allt sem þú kenndir okkur, það
var margt, þar á meðal voru bænirn-
ar, að taka lýsi þú sagðir að það væri
nauðsynlegt fyrir augun okkar, við
ættum bara að fá okkur eina teskeið á
fastandi maga og svo vatn á eftir þá
fyndum við ekki bragðið af því.
Hreinskilni, þú lést okkur hiklaust
vita ef við vorum fín til fara eða að það
hafði nú bæst á okkur aukakíló.
Reglusemi, að hafa allt í röð og
reglu og að stilla öllu í hóf hvort sem
það var klósettpappírsnotkun eða að
setja hóflegan mat á diskana okkar
svo að við gætum klárað svo að ekki
þyrfti að henda neinu.
Hjálpsemi, þú komst oft til okkar á
Hellu og þá var allur þvotturinn
þveginn, straujaður og stoppað var í
öll göt.
Það er endalaust hægt að telja upp
samverustundirnar okkar gegnum
árin og ekki vantaði hjálpsemina þeg-
ar við stofnuðum heimili okkar og
natnina við börnin okkar. Þú vildir
allt fyrir okkur gera, við höfum
örugglega verið í uppáhaldi hjá þér,
svo góð varst þú við okkur.
Að síðustu viljum við biðja góðan
Guð að vernda þig eins og þú baðst
hann svo oft að vernda okkur.
Ástarkveðjur
Katrín, Helgi, Bryndís,
Davíð og fjölskyldur.
Dýrfinna Tómasdóttir er látin 94
ára gömul. Finna frænka (eins og hún
var kölluð meðal ættingja og vina)
var einstakur persónuleiki. Dýrfinna
var dóttir Sigríðar Bjarnadóttur og
Tómasar Jörgenssonar, sem um ára-
bil ráku gistihús og greiðasölu á
Borðeyri við Hrútafjörð.
Þegar Dýrfinna var á fermingar-
aldri fluttist fjölskyldan til Reykja-
víkur þar sem Tómas gerðist starfs-
maður Símans.
Dýrfinna vann um árabil á sauma-
verkstæði Haraldar Árnasonar þar
sem hún sem verkstjóri stjórnaði 30
til 40 stúlkum. Það var til þess tekið
hversu vel henni fórst þetta erfiða
starf úr hendi, en svo var um öll störf
sem Dýrfinna tók að sér.
Árið 1949 giftist Dýrfinna sóma-
manninum Jóni Sigurðssyni skip-
stjóra. Hann var um áratugaskeið öt-
ull sjómaður og endaði sem skipstjóri
á flaggskipi íslenska flotans ms. Gull-
fossi. Jón var mjög vinsæll af skips-
félögum sínum og var harmur að
þeim kveðinn þegar hann hætti skip-
stjórn og fór í land.
Í nokkur ár bjuggum við hjónin
ásamt börnum okkar á Flateyri við
Önundarfjörð. Þá sýndu Finna
frænka og Jón okkur þann heiður að
heimsækja okkur. Það var mjög gam-
an og raunar ógleymanlegt. Þau
hjónin dvöldust þá hjá okkur í nokkr-
ar vikur og var margt sér til gamans
gert, s.s. rifjaðar upp gamlar sögur
og margt fl.
Eftir að við og fjölskylda okkar
fluttumst til Reykjavíkur varð sam-
band okkar við Finnu frænku enn
nánara. Finna var daglegur gestur á
heimili okkar og flutti ætíð með sér
gleði og líf.
Finna frænka, nú ert þú horfin úr
þessum heimi. Við þökkum allar
ánægjustundirnar og gleðina sem þér
fylgdi ætíð. Við söknum þín mjög.
Guð blessi þig ætíð.
Sigríður og Björn Önundarson.
Þegar ég var fjögurra ára stelpa
austur á Þingvöllum, hjá Finnu
frænku og Jóni, man ég eftir hvað
mér var lítið vorkennt þó að ég þyrfti
að berjast við þúfurnar sem mér
fannst jafnháar mér. Jón og Finna
áttu sumarbústað fyrir austan þar
sem við Lára frænka og Hafsteinn
bróðir voru oft; þá var margt
skemmtilegt sýslað, veitt í vatninu og
siglt á báti sem þau áttu. Oft fórum
við líka með Finnu í klakhúsið á Keld-
um til að fóðra fiskana. Við fengum
stundum að gefa og fylgdu nákvæm
fyrirmæli um hvernig það skyldi gert.
Ef brugðið var út af reglunum var
Finna ekki ánægð. Svo fékk ég að
gista á Skeggjagötunni og mikið var
Jón alltaf hlýr og elskulegur við okk-
ur krakkana. Þar svaf ég stundum í
altanherberginu, eins og sagt var, en
ef fleiri gistu þurfti ég iðulega að sofa
undir fatahenginu.
Þar sem Finna frænka átti ekki
börn var hún oft að vanda um við okk-
ur krakkana, ala okkur upp. Ég man
til að mynda eftir hvað mér þótti flók-
ið að skilja þegar hún sagði: „þú er
bróðurdóttir mín, ég er föðursystir
þín og þið eruð bræðrabörnin mín“.
Þetta vildi Finna að ég lærði og lét
mig oft hafa þessi sannindi yfir.
Á unglingsárunum fannst mér ekki
eins mikið til um uppeldið hjá
frænku. Ég fór t.d. ein til útlanda, 17
ára; það fannst henni ekki við hæfi.
Seinna, þó manni fyndist stundum
nóg um hvað frænka blessuð vildi
gefa ráð og leggja lið, vissi maður að
það var ávallt gert af umhyggju og
elsku.
Og Dauðinn þig leiddi í höll sína heim
þar sem hvelfingin víð og blá
reis úr húmi hnígandi nætur
með hækkandi dag fyrir brá.
Þar stigu draumar þíns liðna lífs
í loftinu mjúkan dans.
Og drottinn brosti, hver bæn þín var orðin
að blómum við fótskör hans.
(Tómas Guðmundsson)
Guðrún Erla.
Dýrfinna Tómasdóttir