Morgunblaðið - 05.02.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.02.2007, Blaðsíða 40
40 MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is NIGHT AT THE MUSEUM kl. 8 LEYFÐ BABEL kl. 8 B.i. 16 APOCALYPTO kl. 10 B.i. 16 / KEFLAVÍK BLOOD DIAMOND kl. 8 B.i. 16 ára VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ FORELDRAR kl. 8 LEYFÐ FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ / AKUREYRI DREAMGIRLS kl. 6 - 9 - 10:20 LEYFÐ BLOOD DIAMOND kl. 6 - 9 B.i. 16 ára FORELDRAR kl. 6 - 8 LEYFÐ BABEL kl. 6 - 9 B.i. 16 ára CHILDREN OF MEN kl. 8 B.i. 16 ára FLAGS OF OUR FATHERS kl. 5:30 B.i. 16 ára THE DEPARTED kl. 10:10 B.i. 16 ára ÓSKARSTILNEFNINGAR m.a. fyrir aðalhlutverk karla/ Leonardo dicaprio5 FRÁ LEIKSTJÓRA “THE LAST SAMURAI” eeee L.I.B. - TOPP5.IS eeee S.V. MBL. SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI EDDIE MURPHY BEYONCÉ KNOWLES JAMIE FOXX eee DÖJ, KVIKMYNDIR.COM FRÁ HANDRITSHÖFUNDI RAIN MAN OG GOOD MORNING VIETNAM GÆTI ÞESSI MAÐUR ORÐIÐ NÆSTI FORSETI? Sjáið grínistann Robin Williams fara á kostum sem næsti forseti Bandaríkjanna ÓSKARSTILNEFNINGAR8 eeee L.I.B. TOPP5.IS eeee S.V. MBL. ÓSKARSTILNEFNINGAR2SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLASÝND Í HÁSKÓLABÍÓI eeee H.J. MBL. eeee B.S. FRÉTTABLAÐIÐ ÓSKARSTILNEFNINGAR m.a. fyrir besta handrit ársins3 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Misskipting í samfélaginu Eins og allir vita er daginn tekið að lengja og er það vel. Snjóþungi undanfarnar vikur hefur farið ótrúlega í taugarnar á örkumla einstaklingi eins og mér. Það er ekkert grín að vera fatlaður og komast varla leiðar sinnar og þurfa að vaða snjó og hálku. En stundum verður maður að gera fleira en gott þykir. Það sem mig langar að ræða um er ekkert víst að hafi farið í taug- arnar á alþýðu manna en ég vil samt benda á að stór hluti af því fólki sem lifir í þessu samfélagi á rétt til hnífs og skeiðar og ef slíkir ætla að spara þá verða þeir að beita sig harðræði. Þegar við lítum yfir heiminn þá eru vandræðin víð- ast hvar miklu meiri en á Íslandi. Fólk á varla í sig og á en verður samt að lifa af, hvernig er manni algjörlega hulin ráðgáta. Ég vil ítreka við fólk að það er ekki bara á Íslandi sem þessi tiltekna ar- mæða er í gangi heldur eru heimili bókstaflega á heljarþröm og þó að fúsir vilji gefa fólki eitt og annað þá bara dugir það ekki til. Fólk grætur og þjáist og deyr og því miður fer það nú þannig að við verðum nokkuð ónæm fyrir slíku þó að íslenska þjóðin sé í sjálfu sér mjög góð þjóð og vilji flestum vel. Það sem ég vil ræða núna er hneykslan mín og furða á athæfi sem íslenskir samfélagsþegnar hafa framkvæmt að undanförnu. Mér finnst ófyrirgefanlegt, og í raun fyrir neðan allar hellur, að á meðan fólk í hinum stóra heimi jafnt sem hérlendis líður skuli menn voga sér að fá hingað til landsins fyrir 70 milljónir ein- stakling til þess að syngja í nokkr- ar mínútur. Þó að slíkir hafi gefið umtalsverða upphæð út í heim, þá segi ég bara, af hverju í ósköp- unum var þessum 70 milljónum ekki bætt ofan á það sem sent var og gefið? Ég vil ítreka að við hög- um okkur ekki svona. Það segir sig sjálft að í menn sem gera við- líka hlýtur að vanta heilu og hálfu kaflana í því er lýtur að almennri skynsemi. Ég lýsi yfir andúð minni á viðlíka athæfi. Svo var annað sem ég vil líka lýsa yfir andúð minni á og finnst í raun sárt og óhuggulegt með tilliti til þess hvað mikið af fólki á bágt. Maður nokkur hélt veislu sem kostaði 15 milljónir! Og ég segi aftur, 15 milljónir. Það kostaði 80 þúsund maturinn ofan í hvern veislugest og var þá ekki talið með áfengi. Ég er ekki fullkomin og á mína stóru og smáu galla og margt sem ég geri sem er fyrir neðan allar hellur, en mér myndi aldrei detta í hug að fara á jafn viðurstyggilegan hátt með pen- ingana mína eins og þessir ein- staklingar eru sekir um. Ef ég ætti umframfé, sem ég á ekki, en vildi gjarnan eiga, ekki síst eftir að hafa fatlast, þá myndi ég örugglega hlúa að þeim sem minna mega sín í þessum stórþjáða heimi. Við eigum að elska með- bræður okkar og gefa þeim og veita það sem við þurfum ekki á að halda sjálf. Það er ekkert í veröld- inni sem réttlætir það að nota fé á þann hátt sem ég er búin að lýsa, þ.e. að ausa því í óþarfa sem eng- inn þarfnast. Það er eitthvað mikið rangt við það að fyrirgera getu sinni og vilja til að annast og hlúa að þeim sem minna mega sín hvar sem er í veröldinni og ef þið eruð svo heppin að eiga aukatúkall, þá bið ég ykkur í nafni mannúðar að gefa það þeim sem ekkert eiga því þeir eru alltof margir og þurfa svo mikið á stuðningi okkar hinna á halda. Jóna Rúna Kvaran. Lófatölvu saknað Svört lítil hliðartaska sem inni- heldur gráa lófatölvu týndist, en ekki er vitað hvar. Skilvís finnandi hringi í síma 898 4590. velvakandi Svarað í síma 569 1100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 60ára af-mæli. Karl Sig- urbjörnsson, biskup Íslands, er sextíu ára í dag, mánudag- inn 5. febrúar. Hann verður að heiman á afmæl- isdaginn. Þáttur fjölmiðla í aðmiðla nið- urstöðum vísinda- manna til almennings verður seint ofmetinn. Þetta samband tryggir að sérfræðingar festist ekki í fílabeinsturni heldur séu í nánum tengslum við þá sem yfirleitt njóta góðs af rannsóknum þeirra og á Víkverji þá vitaskuld við allan almenning. Það er þó ekki sama hvernig að verki er staðið eins og Víkverji varð vitni að á kynn- ingarfundi vísinda- manna fyrir skömmu. Víkverji er andvígur þeirri rótgrónu umræðu- hefð á Íslandi að leggja meira upp úr þætti einstaklinga við það sem betur má fara heldur en sjálfri hefð- inni sem stýrir aðgerðum þeirra. Slíka tilhneigingu má sjá í drullu- kökunum sem fljúga milli manna í aðsendum greinum blaðanna og nú í sívaxandi mæli á þúsundum bloggs- íðna. Því ætlar Víkverji ekki að vera með nein leiðindi heldur sneiða hjá því að fjalla um þá aðila sem stóðu að ofangreindri samkomu. Tilefnið var allbrýnt og auglýst í blöðunum af þjóðþekktum ein- staklingi. Fundarstaður var auð- fundinn, sem er plús, en sjálft skipulagið ekki til fyrirmyndar. Fundarmenn höfðu ekki undirbúið neinar upplýsingar um meg- inefni erindanna né heldur var ráð gert fyrir viðveru fjölmiðla- fólks á staðnum. Þvert á móti var mikið kraðak og gleymst hafði að sjá ræðumönnum fyrir hljóðnemum í loftlaus- um salarkynnunum. x x x Af þessum sökumkomst efnið ekki eins vel til skila og það hefði getað ella, með því að láta fagaðila skipu- leggja samskipti fundarmanna við fjölmiðla, fyrir utan lágmarks- framsýni við val á fundarstað og sætisröðun með tilliti til ljósmynd- ara og myndatökufólks. Til að gera langa sögu stutta fór áhugavert efni þess vegna að mestu fram hjá fjölmiðlum, að Morg- unblaðinu undanskildu. Það þýðir ekki fyrir íslenskt vís- indasamfélag að barma sér í hneykslan yfir skorti á tengingu við alþýðuna og þá miðla sem hún notar þegar ekki er betur staðið að verki en raun ber alltof oft vitni. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is         dagbók MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í dag er mánudagur 5. febrúar, 36. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Og hann sagði við þá: Hvíldardag- urinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins . (Markús 2, 27.) Fyrirbærið Græna ljósið leitdagsins ljós í byrjun árs en markmið fyrirtækisins er að sýna óháðar kvikmyndir án þess að gera hlé í miðri sýningu. Á dögunum var svo opnuð heima- síða Græna ljóssins, graenaljosid.is. Síðunni er ætlað að verða lifandi samfélag kvikmyndaáhugamanna á Íslandi og þeir sem gerast meðlimir í Bíóklúbbi Græna ljóssins, sem er stofnaður með opnun síðunnar, fá að henni aukinn aðgang og þeim munu bjóðast ýmis spennandi tækifæri, segir meðal annars í fréttatilkynn- ingu frá aðstandendum Græna ljóss- ins. Á síðunni má finna upplýsingar um dagskrá Græna ljóssins og ít- arlegar upplýsingar um hverja mynd Græna ljóssins, hvort sem um ræðir eldri, nýjar myndir í sýningu eða væntanlegar.    Miðasala er nú hafin á tónleikaBlonde Redhead og Kristin Hersh sem fram fara á Nasa hinn 5. apríl næstkomandi. Miðar eru seldir á midi.is og í verslunum Skífunnar og völdum BT-verslunum. Það er hljómsveitin Reykjavík! sem kemur til með að hita upp á tónleikunum. Blonde Redhead er skipuð tví- burabræðrunum Simone og Ame- deo Pace og hinni japönsku Kazu Makino. Ný plata sem hlotið hefur nafnið 23 er væntanleg í Bandaríkj- unum hinn 10. apríl og 23. apríl í Evrópu. Í framhaldi af útkomu plöt- unnar verður blásið til tónleika- ferðar í Bandaríkjunum og Evrópu, með viðkomu á Íslandi. Blonde Redhead kemur einnig fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður sem haldin verður á Ísa- firði hinn 7. apríl. Kristin Hersh er ein aðalsprauta Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.