Morgunblaðið - 05.02.2007, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 05.02.2007, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2007 15 VESTURLAND Stykkishólmi – Tveir athafnamenn í Stykkishólmi, þeir Símon Sturlu- son, fyrrum trillukarl, og Stefán Björgvinsson vörubílstjóri, hafa aukið umsvif sín á undanförnu mánuðum, meira en þeir reiknuðu með þegar þeir hittust sl. vor og ræddu möguleika þess að skapa sér vinnu. Í haust reistu þeir 600 fermetra iðnaðarskemmu sem þeir skiptu niður í sjö hluta og eru þeir allir seldir. Þeir eru nú byrjaðir að reisa aðra skemmu á svipuðum nótum og hafa þegar ráðstafað flestum hlutunum í þeirri skemmu. Fljótir að hugsa „Þetta hefur gengið miklu betur hjá okkur Stefáni en við áttum von á,“ segir Símon Sturluson. „Fyrir tæpu ári seldi ég hluta minn í sam- eiginlegri sjávarauðlind lands- manna, en ég gerði út krókabát. Þá var ég allt í einu kominn með mikla peninga í hendur og ég hafði áhuga á að nota aurana til að láta þá koma mér að gagni og sam- félaginu. Um svipað leyti hitti ég Stefán og spurði hvort við gætum ekki gert eitthvað skemmtilegt saman. Út úr því spjalli kom að við fórum að líta í ýmsar áttir í leit að verkefnum til að skapa okkur vinnu,“ segir Símon. „Við Stefán erum fljótir að hugsa þegar við förum af stað. Nokkrum dögum síðar ákváðum við að fara að byggja skemmu. Við ætluðum við okkur að eiga hvor sinn hlutann sjálfir og selja hina. Við renndum blint í sjóinn í byrjun en í ljós kom að eftirspurnin eftir svona húsnæði var mjög mikil. Við höfum selt allt húsnæðið og þann 1. febrúar tókum við skóflustungu að nýrri skemmu. Strax í byrjun eru flest bilin í nýja húsnæðinu lofuð og það eykur bjartsýnina hjá okkur félögum,“ segir Símon. Iðn- aðarskemmurnar eru finnsk stál- grindarhús sem H. Hauksson flyt- ur inn. Hvor skemman er um 600 fermetrar að stærð. Þeir félagar segja verð á hús- næðinu sem þeir eru að selja vera mjög sanngjarnt. „Hér er ekkert lóðabrask og því allt önnur verðlagning en þekkist á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Símon og heldur áfram: „Hér í Hólminum þurfum við ekkert að greiða fyrir lóðirnar sem skiptir miklu máli. Á þann hátt stuðlar bæjarstjórn að uppbyggingu á staðnum.“ Þeir segja það einkum eigendur smábáta sem hafi keypt af þeim húsnæði. Það hefur verið mikil vöntun á húsnæði af þessari stærð í Stykkishólmi. „Ég var áður einn á sjó á mínum bát, en nú erum við fjórir sem höf- um vinnu við að byggja skemm- urnar. Ég er ánægður með það,“ segir Símon. Aðspurðir sögðu þeir að þeir hefðu áhuga á að halda áfram að byggja húsnæði. Þeir létu ekki staðar numið strax. „Það er verið að skipuleggja fallegar sjávarlóðir í Víkurlandi, með stórkostlegu út- sýni yfir Breiðafjarðareyjar. Ætli við lítum ekki þangað næst,“ segir Símon Sturluson með bros á vör. Eitt starf úti á sjó verður að fjórum byggingarstörfum í landi Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Framkvæmdamenn. Stefán Björgvinsson og Símon Sturluson fyrir framan bláa skemmuna sem þeir hafa reist. Mikil þörf er á iðnaðarhúsnæði í Stykkishólmi TEKIN hefur verið í notkun ný myndgreiningardeild á Sjúkrahúsi Akraness og heilsugæslustöðinni á staðnum. Fjölmenni var viðstatt há- tíðlega athöfn þar sem félagasamtök, stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar á Akranesi og í nágrenni afhentu stofnununni tölvusneiðmyndatæki að gjöf. Kemur það sér einkar vel fyrir sjúkrahúsið, er frábær viðbót við tækjabúnað þess og styrkir almennt stofnunina sem þó er annars mjög vel búin, bæði hvað varðar þekkingu, þjálfun starfsmanna og búnað. Á undanförnum mánuðum hafa vistarverur verið endurskipulagðar og rými deildarinnar aukið. Rönt- gentæki hafa verið endurnýjuð og ný ómskoðunarstofa að auki tekin í notkun. Allt starfsumhverfi mynd- greiningardeildar er með þessum breytingum orðið stafrænt og hefð- bundnar röntgenfilmur heyra nú sögunni til. Guðjón S. Brjánsson fram- kvæmdastjóri segir að í áranna rás hafi stuðningur ýmissa félagasam- taka og einstaklinga við sjúkrahúsið verið stórfelldur en hér sé um að ræða langstærstu einstöku gjöfina í sögu SHA. Beiðnum um kaup á slík- um búnað hafi ítrekað verið hafnað af heilbrigðisráðuneyti. Sá búnaður sem áhugamannahóp- ur um kaup á tölvusneiðmyndatæki fyrir SHA hefur nú safnað fyrir og fært SHA að gjöf kostar um 20 millj- ónir kr. Var öllum þeim fjölda sem að þessari gjöf kom innilega þakkaður höfðingsskapurinn. Hátt á annað hundrað inniliggj- andi sjúklingar eru árlega fluttir með sjúkrabílum til Reykjavíkur í rann- sóknir í tölvusneiðmyndatæki og til viðbótar fara nær 500 Vestlendingar í rannsóknir af þessu tagi á einka- reknum stofum í Reykjavík með greiðsluþátttöku Tryggingastofnun- ar ríkisins. Í mörgum tilvikum er um verulega veikt og lasburða fólk að ræða og ferðalög því íþyngjandi. Segir Guðjón að nú sé hægt að veita þessa þjónustu með um 15 mínútna fyrirvara hér heima en áður hafi það tekið a.m.k. þrjá klukkutíma með undirbúningi sjúklings, bið og myndatöku í Reykjavík. Til þæginda fyrir sjúklinga „Þetta sparar tíma og kostnað vegna sjúkraflutninga og er ekki síst til mikilla þæginda fyrir skjólstæð- inga okkar. Það er líka augljóst reikningsdæmi að hér er um hag- kvæma þjónustu að ræða þar sem nú er stofnun í eigu almennings að taka að sér aukin, kostnaðarsöm verkefni sem áður voru að verulegum hluta keypt af einkareknum stofum á þessu sviði. Í okkar tilviki hefur þessi viðbótarþjónusta sáralítinn stofn- kostnað í för með sér,“ segir Guðjón. „Reksturskostnaður hins nýja sneið- myndatækis er aftur á móti talsverð- ur og við gerum að sjálfsögðu ráð fyrir að heilbrigðisyfirvöld séu reiðubúin að greiða SHA fyrir sneið- myndatökur með sama hætti og Tryggingastofnun hefur umyrða- laust greitt einkaaðilum en það ligg- ur þó alls ekki ljóst fyrir á þessu stigi þótt ótrúlegt megi virðast.“ Guðjón Brjánsson segir að mynd- greiningardeildin sé nú að fullu kom- in í svokallað stafrænt umhverfi og gerður hafi verið samningur við Landspítala – háskólasjúkrahús um varðveislu gagna en það er mjög þýð- ingarmikill þáttur að vel sé búið um þá hnúta. Þá er einnig komið á sam- starf við sérfæðinga á Landspítala um úrlestur mynda og það geta þeir gert, hvort heldur sem er hér á Akra- nesi eða á Landspítalanum vegna þessarar tækni. Það skref sem stigið er hér með tryggu og öruggu fjar- sambandi til flutnings gagna er í samræmi við áætlanir heilbrigðisyf- irvalda um heilbrigðisnet fyrir alla landsmenn Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi eru skilgreind sem vakt- sjúkrahús með viðbúnað til móttöku bráðveikra og slasaðra allan sólar- hringinn. Þjónar um 20.000 manns Á því landsvæði sem Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi þjóna einkum búa um 20.000 manns. Mörg dæmi koma upp árlega þar sem sjúklingum eða slösuðum er strax vísað annað þar sem mynd- greiningarþjónusta er miklum tak- mörkum háð. Þá mun flutningur staf- rænna gagna leiða til þess, að læknir þarf ekki alltaf að vera á staðnum við úrlestur mynda sem aftur leiðir til aukinna notkunarmöguleika og stöð- ugri þjónustu. Að auki bætist við flutningur með sjúkrabíl til Reykja- víkur og til baka sem hefur í för með sér álag og óþægindi fyrir sjúklinga. Með tilkomu tölvusneiðmynda- tækis á SHA dregur mjög úr flutn- ingum í þessu skyni til Reykjavíkur og verða þeir úr sögunni að mestu leyti. Meðferð sjúklinga verður þægilegri og öruggari, nýting tíma markvissari af hálfu fagfólks og flutningskostnaður óverulegur. Talið er að 450 aðrir íbúar af Vesturlandi fari í tölvusneiðmyndarannsóknir til Reykjavíkur á ári hverju. Gera má því ráð fyrir að myndgreiningarþjón- usta með sneiðmyndatækni á Akra- nesi verði í miklum mæli nýtt af starfandi læknum á öllu Vesturlandi. Stóraukin þjónusta við sjúklinga Ljósmynd/Jón Á. Gunnlaugsson Sjúkrahús Akra- ness fær góða gjöf Í HNOTSKURN » Sneiðmyndatækið er veg-legasta gjöf, sem SHA hef- ur fengið um dagana. » Tækið mun verða til aðstórbæta þjónustu við sjúklinga. » Á þjónustusvæði SHA búaum 20.000 manns. Rausnarleg gjöf Fjölmenni var viðstatt hátíðlega athöfn þar sem félaga- samtök, stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar á Akranesi og í nágrenni af- hentu stofnunni tölvusneiðmyndatæki að gjöf. Afhending Jósef H. Þorgeirsson afhendir Guðjóni Brjánssyni gjafabréfið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.