Morgunblaðið - 21.02.2007, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 15
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
EINARI Sveinssyni, formanni
bankaráðs Glitnis, varð tíðrætt í
ræðu sinni á aðalfundi í gær um
þær miklu breytingar sem bankinn
hefði gengið í gegnum undanfarið
ár. Breytingarnar hefðu í för með
sér nýjar áherslur og ný tækifæri.
Einn af þeim kostum sem hefðu
verið til skoðunar innan bankans
væri að skrá Glitni í erlenda kaup-
höll.
„Slík skráning hefur marga kosti
í för með sér fyrir félagið og munu
stjórnendur bankans vega þá og
meta vandlega á komandi mánuð-
um,“ sagði Einar.
Þreföldun þóknanatekna
Í upphafi ræðunnar sagði hann
að fyrir ári, er hann hefði flutt
skýrslu stjórnar á aðalfundi, hefði
bankinn verið með starfsstöðvar í
fimm löndum, þá undir nafni Ís-
landsbanka, og tilkynnt hefði verið
um 19 milljarða króna metafkomu.
Nú á fyrsta aðalfundinum undir
merkjum Glitnis væri bankinn kom-
inn með starfsstöðvar í tíu löndum,
starfsemi um allan heim og metaf-
koman eftir síðasta ár væri 38 millj-
arðar króna. Einar sagði afkomu
síðasta árs einkennast af „afburða-
góðum“ vexti þóknanatekna. Þær
hefðu þrefaldast milli ára; farið úr
8,8 milljörðum í 26,5 milljarða
króna. Á fjórða ársfjórðungi hefðu
þóknanatekjur í fyrsta sinn verið
hærri en hreinar vaxtatekjur. Eign-
ir í stýringu námu um 490 millj-
örðum króna og jukust um 42% frá
árinu 2005. Einar sagði að með
kaupunum á FIM Group í Finn-
landi hefðu eignir samstæðunnar í
stýringu aukist um 55% og yrðu
eftir kaupin um 757 milljarðar.
Þrátt fyrir sviptingar á mörk-
uðum sagði Einar að alþjóðleg
skuldabréfaútgáfa bankans hefði
gengið vel og numið 4,8 milljörðum
evra á síðasta ári, samanborið við
sex milljarða evra árið áður.
„Þá hóf Glitnir að taka við inn-
lánum í Bretlandi á fjórða ársfjórð-
ungi 2006 og er óhætt að segja að
sú starfsemi fari vel af stað þar
sem slík innlán þar í landi námu 45
milljörðum króna í árslok,“ sagði
Einar.
Bankaráðsformaðurinn rakti
helstu breytingar á vexti bankans
erlendis. Starfsemin hefði verið efld
í London, Lúxemborg og Dan-
mörku og Glitnir náð traustri fót-
festu í Noregi. Einnig hefði verið
fjárfest í fjármálafyrirtækjum í Sví-
þjóð og Finnlandi, skrifstofur opn-
aðar í Kanada og Kína og til stæði
að gera slíkt hið sama í New York.
Sókn bankans erlendis fylgdi skýrri
stefnu sem hvíldi á þremur meg-
instoðum; sérþekkingu á tilteknum
vöruflokkum, þekkingu á staðhátt-
um í viðkomandi löndum og þekk-
ingu á tilteknum atvinnugreinum.
Skráning Glitnis í erlenda
kauphöll er til skoðunar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Aðalfundur Vel fór á með Bjarna Ármannssyni, Hannesi Smárasyni og
Einari Sveinssyni á aðalfundi Glitnis en Hannes er nýr í stjórn bankans.
Í HNOTSKURN
»Samþykkt var á aðalfundiGlitnis í gær að verja 25% af
hagnaði bankans í arðgreiðslur
til hluthafa, eða alls um 9,4 millj-
örðum króna, sem gera 0,66
krónur á hlut.
»Sjálfkjörið var í stjórn Glitn-is. Í stað Jóns Snorrasonar og
Edwards Allens Holmes komu
Hannes Smárason og Þórarinn
V. Þórarinsson.
»Formaður bankaráðs sagðiGlitni hafa aukið samfélags-
lega ábyrgð sína, m.a. með aukn-
um styrkjum. Menningarsjóður
Glitnis styrkti alls 200 aðila á síð-
asta ári um 150 milljónir króna.
Framlagið verður hækkað í 200
milljónir króna á þessu ári.
Innlán bankans í
Bretlandi komin í
45 milljarða króna
1. Skýrsla stjórnar um hag félagsins og starfsemi á hinu liðna starfsári.
2. Ársreikningur félagsins lagður fram til staðfestingar.
3. Tekin ákvörðun um greiðslu arðs.
4. Ákveðin þóknun til stjórnar félagsins.
5. Stjórnarkjör.
6. Kjör endurskoðenda.
7 . Tillaga um starfskjarastefnu.
8. Tillaga um breytingar á samþykktum.
Að taka út 2. málslið 4. mgr. 8. gr., sem kveður á um að aðalfund skuli boða
með minnst tveggja vikna fyrirvara.
Viðbætur við 8. gr. vegna rafrænnar þátttöku í hluthafafundum og rafrænna hluthafafunda.
Breyting á 9. gr. um að á dagskrá aðalfundar verði tillögur um starfskjarastefnu.
Viðbót við 12. gr. um upplýsingar í framboðstilkynningu þeirra sem gefa kost á sér
til stjórnarsetu.
9. Tillaga um kaup á eigin hlutum.
10. Önnur mál.
Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og ársreikningur
félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins
hluthöfum til sýnis. Ennfremur er hægt að nálgast
þær á vefsíðu félagsins www.flgroup.is.
Sérstaklega skal bent á að fundurinn verður haldinn
á ensku. Hægt verður að fylgjast með aðalfundinum
á www.flgroup.is.
Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða
afhent á aðalfundardaginn frá kl. 15.30 á fundar-
stað á Kjarvalsstöðum.
Reykjavík, 20. febrúar 2006.
Stjórn FL Group hf.
Aðalfundur FL Group hf. verður haldinn fimmtudaginn 22. febrúar 2007
á Kjarvalsstöðum við Flókagötu, Reykjavík og hefst fundurinn kl. 16.30.
AÐALFUNDUR
FL GROUP HF.
DAGSKRÁ FUNDARINS:
a.
b.
c.
d.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
VIÐSKIPTA- og hagfræðideild Há-
skóla Íslands hefur ákveðið að dr.
Friðrik Már Baldursson gegni stöðu
prófessors með fulltingi Kaupþings.
Þetta er gert í kjölfar samnings sem
Háskóli Íslands og Kaupþing gerðu
með sér nýverið um ótímabundna
kostun á stöðu prófessors í við-
skipta- og hagfræðideild skólans. Í
samningnum felst m.a. að heiti
Kaupþings verður tengt við ákveðna
stöðu prófessors eða dósents í fjár-
málum, fjármálahagfræði eða hag-
fræði. Segir í tilkynningu að slíkt
fyrirkomulag sé mjög algengt hjá
háskólum í Bandaríkjunum og víðar,
en sé nýmæli hér á landi.
Samningurinn er einnig sagður
marka nokkur tímamót í stuðningi
atvinnulífs við Háskóla Íslands. Þótt
fyrirtæki hafi áður kostað stöður við
háskólann hafi slíkur stuðningur
ávallt verið tímabundinn. Stuðning-
ur af þessu tagi sé mjög mikilvægur
fyrir Háskóla Íslands og gefi svig-
rúm til að efla
kennslu og rann-
sóknir í fjármál-
um og tengdum
greinum.
Friðrik Már
hefur starfað sem
prófessor við við-
skipta- og hag-
fræðideild frá
árinu 2003. Hann
starfaði áður hjá
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands
og Þjóðhagsstofnun og kenndi við
Columbia-háskólann í New York.
Rannsóknir Friðriks Más beinast
m.a. að fjármálahagfræði, atvinnu-
vegahagfræði og hagfræði orku-
markaða. Hann hefur birt fjölda
rannsóknarritgerða í innlendum og
erlendum ritrýndum fagtímaritum.
Friðrik Már hefur m.a. kennt nám-
skeið í fjármálastærðfræði í meist-
aranámi í fjármálahagfræði sem fór
af stað sl. haust.
Kaupþing styrkir
prófessor við HÍ
Friðrik Már
Baldursson
● AGNAR Már Jónsson, fv. forstjóri
Opinna kerfa, hefur verið ráðinn
framkvæmda-
stjóri Titan Invest,
sem er nýstofnað
fyrirtæki í eigu
Símans og félags
á vegum Frosta
Bergssonar.
Markmið þessa
nýja félags er að
leita uppi fjárfest-
ingartækifæri er-
lendis á sviði upp-
lýsingatækninnar, þar sem veitt er
sambærileg þjónusta og Titan ehf.
gerir á Íslandi, félag sem Frosti kom
á laggirnar á síðasta ári ásamt fleiri
fv. yfirmönnum hjá Opnum kerfum.
Samhliða þessari ráðningu mun
Agnar Már taka sæti í stjórn Titan,
en það fyrirtæki einbeitir sér að
lausnum fyrir stærri fyriræki hvort
sem um er að ræða net- og síma-
lausnir frá Cisco, miðlægar lausnir
frá HP, Open Source- eða Microsoft-
kerfislausnir.
Agnar Már til Titan
Agnar Már Jónsson
"&#
-
.( /0 12 "&#
3&)-
"&#
3
'(- )0 3)14 5
0!
/0 12 "&#
6
!!
.%0 /0 12 "&#
7 /0 12 "&#
/3('(0 8
'!( "&#
9&# (4!(2
&:3
; <3
'
$
12=('; 8
'!( "&#
7
'8
'!( <3
' "&#
0)3 "&#
(-
"( ' "&#
0
1410>610?
0@ A@0# "&#
B10 "&#
C(
"&#
3
;
/0 12 "&#
*-)3
'
(0 /0 12 9 3('; "&#
*-)3
'(- /0 12 "&#
D")0A( "&#
6
)E4( "&#
0E;;(';
4(?%?(' "&#
F(''31%?(' "&#
3@10&:3
; 1?103
' .&#
96 /0
'( "&#
9
42(?A
' "&#
!
9)(3
0>
.(?!(2(
;('
(38 ? G 3 !
;H
$
12
3
#
##
#
##
##
## ##
# # #
# #
##
##
##
## ###
##
# ## >
## >
>
>
#
# # # >
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
F(?!(2( G !0I'14
9# J "1;1'
03(( A%3(
.(?!(2
>
>
>
>
>
>
>
>
G?
.(?!#.)0?
● GENGI hlutabréfa 15 af 23 fé-
lögum á Aðallista Kauphallarinnar
hefur hækkað nú þegar fyrsti fjórð-
ungur ársins er rúmlega hálfnaður.
Bréf FL Group og Exista hafa hækk-
að mest auk hlutabréfa bankanna en
bréf 365 hafa lækkað mest frá ára-
mótum. Fram kemur í hálffimm-
fréttum Kaupþings banka að bréf FL
Group hafa hækkað um 27,8% frá
áramótum og bréf Exista um 25,3%.
Bankarnir fjórir koma á eftir og hafa
bréf þeirra hækkað á bilinu 16,7% til
19,6%. Bréf 365 hafa lækkað mest
frá áramótum eða um 19,2%, þá
bréf Flögu eða um 10,7% og bréf TM
sem hafa lækkað um 10,1%.
FL Group og Exista
hækka mest