Morgunblaðið - 21.02.2007, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 21.02.2007, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is MIKIL uppbygging hefur verið á síð- ustu misserum í vinnslu uppsjávar- fisks hjá HB Granda á Vopnafirði. Um milljarði króna hefur verið varið til hennar og er óhætt að segja að þar sé einhver afkastamesta og fullkomn- asta vinnsla af því tagi sem um getur. Verið brá sér austur á Vopnafjörð í gær og ræddi við vinnslustjórann, Einar Víglundsson. „Haustið 2005 ákvað HB Grandi að kaupa síldarflökunarvélar frá Vísi á Djúpavogi,“ sagði Einar. „Hafizt var handa við að byggja 600 fermetra hús yfir vinnsluna 25. september og við vorum byrjaðir að flaka 7. nóvember sama ár. Næsta skref var að ráðast í framkvæmd á stækkun á frystigetu úr 180 tonnum á sólarhring í 450 til 500 tonn miðað við loðnu og síld. Í framhaldi af því var byggt nýtt lönd- unarhús við frystinguna og fiski- mjölsverksmiðjuna og þar á eftir var tekin ákvörðun um að klára lyftara- geymslu og loks í lokin er verið að ljúka 5.000 tonna frystigeymslu. Það var byrjað að vinna við frystigeymsl- una 18. desember og nú er 20. febrúar og hún er að klárast. Það má því segja að það sé góður gangur á öllu hér. Stundum þarf mikla þolinmæði til að komast í gegnum svona viðamiklar framkvæmdir. Það eru mörg ljón á veginum og mikil tækni komin í vinnsluna. Þegar allt er í gangi eru þúsundir frystipanna á ferðinni í svona kerfi eins og við höfum verið að byggja upp. Nánast öllu er stýrt með iðntölvum. Í dag er þetta orðið allt önnur vinna en menn þekktu í gömlu kerfunum.“ Segjum nú að það komi skip hingað með loðnu. Hver verður framvindan eftir það? Mikil afköst og sjálfvirkni „Þá fer allt í gang og ef loðnan er frystingarhæf byrjum við að dæla henni inn í húsið, með vakúmdælum, en það sem er ekki hæft til frystingar fer í fiskimjölsverksmiðjuna. Loðnan fer beint upp úr kælitanki skipsins og inn á kerfið, ekki í hráefnistanka, en í flokkara, vigtun og pökkun, sem allt er sjálfvirkt og eftir sjö mínútur er hún kominn inn í frysti og þar er allt sjálfvirkt líka. Þar þarf hún að vera í tvo tíma og tuttugu mínútur. Að því loknu er henni raðað á bretti og þau plöstuð og enn er allt sjálfvirkt. Það eru því tveir og hálfur tími frá því hún leggur af stað frá skipinu þar til hún er komin inn í frystiklefa, tilbúin til af- hendingar, hvort sem hún á að fara til Rússlands eða Japans. Það eru því heil ósköp af loðnu í kerfinu þegar allt er í gangi en við erum með um 60 tonn af loðnu í frystiskápunum á hverjum tíma. Fullfryst loðna fer út og jafn- óðum kemur ný loðna inn til fryst- ingar. Afköstin í loðnu eru komin upp í 330 tonn á sólarhring sem er um 70% af því sem við ætlum okkur að ná. Og við þetta vinna 12 til 14 manns á hverri vakt, svo afköstin eru í fínu lagi. Það eru ýmis smávægileg tækni- vandamál sem við eigum eftir að leysa en við vitum hver þau eru og að við getum leyst þau. Með dollaramerki í augunum Svona vinnsla kallar á nýja hugsun hjá stjórnendum og starfsfólki. Það er gríðarlega mikið álag á fólkið þegar vertíð stendur sem hæst. Það er eins og þegar síld og loðna eru annars veg- ar breytist allt í gull og dollaramerkin koma í augun á sjómönnum og stjórn- endum fyrirtækja, en millistjórnend- ur og starfsfólk, sem ber hitann og þungann af því að vinnslan gangi upp, er undir gríðarlegu álagi. Oft á tíðum ætlast maður kannski til of mikils. Þrátt fyrir alla tæknina og sjálf- virknina er þetta vertíðarstemning og það breytist vonandi aldrei. Ég vitna oft í það sem góður vinur okkar frá Japan sagði, en hann hefur keypt loðnu af okkur lengi, þegar ég spurði hann hvað hann sæi eiginlega við þessa blessaða loðnu. Þá sagði hann. Loðnan er eins og kona, hún er óút- reiknanleg. Þess vegna er hún svona skemmtileg. Þetta hefur verið mikil og hröð uppbygging og hún hefði aldrei geng- ið nema með samstilltu átaki heima- manna og ákveðni og djörfung eig- enda og stjórnenda HB Granda, sem hafa lagt miklar fjárhæðir í þetta. En til viðbótar hafa verið gerðar hér gríð- arlegar endurbætur á höfninni í óbeinum tengslum við uppbyggingu HB Granda og nú er það nýjasta að Hampiðjan hefur sótt um að stöðu hér fyrir starfsemi sína. Það er ætlunin að keyra hér á fullu Við uppbyggingu af þessu tagi koma auðvitað dökkir dagar. Við höf- um upplifað slíka daga, eins og þegar flaggskipi okkar Vopnfirðinga var lagt. En við megum heldur ekki gleyma því sem vel hefur verið gert í leiðinni. Það eru ekki margir smá- staðir á landsbyggðinni sem hafa fengið slíka innspýtingu sem Vopna- fjörður. Menn óttuðust hér að álverið á Reyðarfirði myndi draga til sín starfsfólk, en mér sýnist að við séum hæfilega langt í burtu frá því til að sleppa við það. Við státum allavega af því enn í dag að hér eru allir starfs- menn heimafólk,“ segir Einar Víg- lundsson. Tveir og hálfur tími frá skipi í frystigeymslu Morgunblaðið/Hjörtur Gíslason Hrognin Einar Víglundsson, vinnslustjóri HB Granda á Vopnafirði er ánægður með loðnuhrognin, það fæst gott verð fyrir þau. Í HNOTSKURN »Þegar allt er í gangi eruþúsundir frystipanna á ferðinni í svona kerfi eins og við höfum verið að byggja upp. »Afköstin í loðnu eru kominupp í 330 tonn á sólarhring sem er um 70% af því sem við ætlum okkur að ná. »Við státum allavega af þvíenn þann dag í dag að hér eru allir starfsmenn heimafólk Vinnslan Loðnan streymir nú um æðar fiskiðjuvers HB Ganda á Vopna- firði og fyllir heimamenn lífi og fjöri. Afköstin eru ótrúleg. „Loðnan er óútreiknanleg eins og kona. Þess vegna er hún svo skemmtileg.“ Þetta er haft eftir japönskum kaupanda Stórar dælur - Litlar dælur Góðar dælur - Öruggar dælur Úrval af dælum Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.