Morgunblaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 21
SUÐURNES
LANDIÐ
Eftir Björn Björnsson
Hólar | Við Hólaskóla, háskólann á
Hólum, er nú risið eitt glæsilegasta
hesthús landsins. Verður það
væntanlega tekið í notkun á veg-
legri opnunarhátíð hinn 23. mars
næstkomandi.
Það er félagið Hesthólar ehf.
sem á og reisir þessa glæsihöll,
sem síðan verður leigð skólanum til
afnota. Að sögn stjórnarformanns
félagsins var gert ráð fyrir að
byggingarkostnaður yrði 250 til
300 milljónir króna. Um þessar
mundir er fjöldi iðnaðarmanna
önnum kafinn við að gera húsið
sem best úr garði, og leggja síð-
ustu hönd á alla aðstöðu innanhúss,
sem verður samkvæmt ýtrustu
gæðakröfum.
800 fermetra reiðhöll
Að sögn Víkings Gunnarssonar,
deildarstjóra hrossaræktardeildar
Hólaskóla, hófust byggingarfram-
kvæmdir um mitt síðasta sumar. Í
húsinu, sem er um þrjú þúsund og
tvö hundruð fermetrar að stærð, er
aðstaða fyrir tvö hundruð hesta,
þar af fimmtíu stóðhesta, og er
hver stía um sjö fermetrar. Allar
innréttingar eru úr galvaniseruðu
stáli og tekki og mjög vandaðar.
Þá verður í húsinu afbragðs að-
staða fyrir nemendur, vandaðar
læstar hnakkageymslur fyrir
hvern einstakan, rými þar sem lagt
er á og hestarnir undirbúnir fyrir
hvern tíma, auk sérstakrar bað- og
snyrtiaðstöðu fyrir íbúa hússins.
Í öðrum enda hallarinnar er svo
átta hundruð fermetra reiðhöll
með kennsluaðstöðu, en að sögn
Víkings er mjög mikilvægt að að-
staða sé, þar sem hestarnir eru
meðhöndlaðir í tamningunni, fyrir
framan hóp nemenda, sem geta
þar fylgst vel með hinni verklegu
kennslu. Víkingur sagði ennfremur
að með því að taka þetta hús í notk-
um væri orðin góð sú framtíðarað-
staða sem gert er ráð fyrir að verði
að vera til staðar við skólann, varð-
andi þennan þátt, þar sem mjög
aukin ásókn er nú í nám í hesta-
fræðum. Sagði hann að skólinn
gerði ráð fyrir að geta tekið á móti
eitt hundrað nemendum á þessa
braut árið 2010.
Hins vegar sagði hann að þrátt
fyrir þessa miklu og góðu viðbót
við alla aðstöðu á Hólum væri mik-
ið verk enn óunnið, því að enn vant-
aði aðstöðu til að unnt væri að
sinna rannsóknarþættinum varð-
andi hesta og hestamennsku eins
og þyrfti. Á undanförnum árum
hafa farið fram viðamiklar rann-
sóknir á fótasjúkdómi hesta, spatti,
svo og fóðurrannsóknir, og væri
þeim rannsóknum raunar alls ekki
lokið. Þá þyrfti aðstöðu til rann-
sókna á hreyfingum, byggingu
hesta, reiðmennsku og þjálfunar-
lífeðlisfræði, svo eitthvað væri
nefnt.
Glæsilegt hesthús og reiðhöll gjörbreytir aðstöðu nemenda á Hólum
Stefnt að hundrað nemend-
um í hestafræðum árið 2010
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Hestahöll rís Víkingur Gunnarsson, deildarstjóri Hrossaræktardeildar
Hólaskóla, stendur við stóðhestastíurnar í nýju hestahöllinni á Hólum.
Í HNOTSKURN
»Hesthólar ehf. byggja stórthesthús og reiðhöll á Hól-
um og leigja Hólaskóla.
»Aðstaða er fyrir tvö hundr-uð hesta, þar af fimmtíu
stóðhesta, og er hver stía sjö
fermetrar að stærð.
» Í öðrum hluta hússins er800 fermetra reiðhöll með
kennsluaðstöðu.
»Höllin verður væntanlegatekin formlega í notkun í
seinni hluta marsmánaðar.
»Kostnaður er áætlaður 250til 300 milljónir kr.
Þorlákshöfn | Fyrstu tónleikar þessa árs í
tónleikaröðinni „Tónar við hafið“, sem
menningarfulltrúi Ölfuss stendur fyrir,
verða í Versölum í Ráðhúsinu í Þorláks-
höfn í kvöld, miðvikudagskvöld, klukkan
20. Þá mun Lovísa Elíasabet Sigrún-
ardóttir, Lay Low, flytja tónlist sína ásamt
þeim Magnúsi Árna Öder Kristinssyni á
kjöltugítar og hljómborð, Sigurbirni Má
Valdimarssyni á hljómborð og banjó og
Birni Sigmundi Ólafssyni á trommur.
Lay Low í Ölfusi
Mývatnssveit | Þau viðhalda gamalli hefð
og vaka undir ísinn nokkrum netum systk-
inin á Grímsstöðum, Elín og Jóhannes.
Fyrir fótum þeirra liggur kafarinn sem
léttir þeim að koma netum á milli vaka. Jó-
hannes hefur smíðað slíka kafara í tuga-
tali. Fleiri sveitungar eru á ísnum nú þessa
dagana að koma sér fyrir á hefðbundinni
lagnaslóð sinna heimila. Þeim er tilhlökk-
unarefni að eiga von á nýjum Mývatnssil-
ungi í pottinn.
Viðhalda gamalli
hefð Mývetninga
Morgunblaðið/BFH
Reykjanes | Aðgengi að Gunnuhver
á Reykjanesi verður bætt á næst-
unni. Ferðamálasamtök Suðurnesja
og Hitaveita Suðurnesja hf. munu
standa að því í sameiningu, að því
er fram kemur á vef Ferðamála-
samtakanna, reykjanes.is. Þá verð-
ur opnuð hreinlætisaðstaða fyrir
ferðafólk í Reykjanesvirkjun.
Mikið líf hljóp í hverasvæðið á
Reykjanesi á sama tíma og Reykja-
nesvirkjun hóf orkuframleiðslu
sína. Þannig er gufuvirkni í Gunnu-
hver meiri en hún hefur verið síð-
ustu fjóra áratugi, nýir hverir hafa
opnast og gamlir hresst sig við.
Hverinn er meðal vinsælustu ferða-
mannastaða á Reykjanesi.
Vegna þess þarf að laga til og
færa göngubrýr á svæðinu og end-
urbæta bílastæði og setja upp skýr-
ari upplýsingar um hættuna.
Í sumar má búast við aukinni um-
ferð um Reykjanes þar sem veg-
urinn frá Höfnum til Grindavíkur
verður allur lagður bundnu slitlagi.
Þá mun sýningin „Orkuverið Jörð“,
sem sett verður upp í Reykjanes-
virkjun, draga að sér ferðafólk.
Morgunblaðið/ÞÖK
Aðgengi
bætt að
Gunnuhver
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Reykjanesbraut | Vegagerðin hefur
ákveðið að bæta við fjórðu mislægu
gatnamótunum á þeim kafla Reykja-
nesbrautar sem nú er verið að tvö-
falda. Gatnamótin þjóna væntanlegu
Stapahverfi í Reykjanesbæ sem er
norðan Reykjanesbrautar og nýju
akstursíþróttasvæði sem verður
sunnan brautarinnar. Verktakinn
hefur þegar hafist handa við fram-
kvæmdina.
Við útboð þessa áfanga tvöföldun-
ar Reykjanesbrautar var gert ráð
fyrir mislægum gatnamótum við
Vogaveg, Grindavíkurveg og við
Tjarnahverfi í Reykjanesbæ þar sem
tvöföldunin endar. Íbúðabyggðin í
Reykjanesbæ hefur byggst hraðar
með ströndinni og í áttina að Voga-
stapa en gert var ráð fyrir við hönn-
un brautarinnar og stefnir hraðfara
upp á Stapann. Þá hefur bærinn út-
hlutað stóru svæði sunnan Reykja-
nesbrautarinnar til fyrirtækis sem
hyggst koma þar upp miklu aksturs-
íþróttasvæði, meðal annars kapp-
akstursbraut og körtubraut, Iceland
MotoPark, auk hótela og íbúðarhús-
næðis. Þess vegna hafa bæjaryfir-
völd í Reykjanesbæ lagt mikla
áherslu á að bæta þarna við fjórðu
mislægu gatnamótunum.
Opnað að hluta í haust
Jónas Snæbjörnsson, svæðisstjóri
Vegagerðarinnar, segir að hag-
kvæmara sé að framkvæma þetta
nú, á meðan á heildarframkvæmd-
inni stendur, en að þurfa að rífa allt
upp eftir nokkur ár til að byggja
þessi gatnamót. Gatnamótin verði
nákvæmlega eins og gatnamótin við
Tjarnahverfi og hafi náðst sam-
komulag við verktakann að bæta
þeim við. Verktaki Reykjanesbraut-
arinnar, Jarðvélar ehf., er þegar bú-
inn að grafa í sundur nýju akreinina
til að undirbúa brúargerð. Jónas
segir að gatnamótin kosti um það bil
200 milljónir kr.
Framkvæmdir við tvöföldun þessa
áfanga hófust í byrjun síðasta árs og
á að ljúka í júlí á næsta ári. Jarðvélar
miðuðu þó verkáætlun sína við það
að ljúka verkinu í haust til að njóta
flýtipeninga sem í samningnum fól-
ust. Jónas segir að viðbótar gatna-
mótin raski aðeins þessum áformum.
Þó vonast hann til að hægt verði að
opna meginhluta vegarins fyrir um-
ferð á tveimur akreinum í báðar áttir
frá enda núverandi tvöfalda kafla,
framhjá Voga- og Grindavíkurveg-
um og yfir nýju gatnamótin á Stap-
anum. Hins vegar verði vestasti kafl-
inn að bíða þar til í júlí á næsta ári.
Bæta við fjórðu mis-
lægu gatnamótunum
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Gatnamót Vinnuvélar á vegum Jarðvéla hafa rofið skarð í nýju akgreinina
til að bæta við mislægum gatnamótum við Stapahverfi í Reykjanesbæ.
Í HNOTSKURN
»Gerð verða mislæg gatna-mót við væntanlegt Stapa-
hverfi og akstursíþróttasvæð-
ið sunnan við brautina.
»Umferð verður hleypt átvöfaldaða Reykjanes-
braut í haust, nema vestasta
kaflann sem bíður fram á
næsta sumar.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að sameina
Félag iðn- og tæknigreina og Iðn-
sveinafélag Suðurnesja.
Í allsherjaratkvæðagreiðslu hjá
Iðnsveinafélagi Suðurnesja (ISFS)
var samþykkt með tæpum 80%
greiddra atkvæða að sameinast Fé-
lagi iðn- og tæknigreina (FIT). Hjá
Félagi iðn- og tæknigreina var sam-
einingin samþykkt einróma á
tveimur félagsfundum. Jafnframt
voru gerðar nauðsynlegar laga-
breytingar.
Með sameiningunni verður til
rúmlega 3.300 manna félag iðn- og
tæknigreina með sterka og góða
fjárhagsstöðu, segir í fréttatilkynn-
ingu. Aðalmarkmið sameining-
arinnar er að búa til heildstætt fé-
lag sem getur mætt væntingum
félagsmanna til framtíðar hvað
varðar kjör, aðbúnað og menntun.
Þjónustuþátturinn er meginávinn-
ingurinn en sameinað félag býður
upp á þjónustu á sviðum orlofs-,
sjúkra- og fræðslumála auk hefð-
bundinnar þjónustu við kjara- og
réttindamál. Áfram verður starf-
rækt skrifstofa á Suðurnesjum en
auk hennar er FIT með skrifstofur
á Akranesi, Selfossi og að-
alskrifstofu í Reykjavík.
Sameinast
Félagi iðn-
og tæknigreina
Keflavík | Febrúarfundur Krabba-
meinsfélags Suðurnesja og stuðn-
ingshópsins Sunnan 5 verður hald-
inn í kvöld í húsi Rauða krossins á
Smiðjuvöllum 8 í Keflavík.
Á fundinum mun Marta Guð-
mundsdóttir ræða við gesti um
reynslu sína og segja frá vænt-
anlegri göngu yfir Grænlandsjökul.
Segir frá
reynslu sinni