Morgunblaðið - 21.02.2007, Qupperneq 22
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
Þ
að var líf og fjör í Voga-
skóla í gær þegar efnt
var til Vinadags í skól-
anum. Vinadagar eru
orðnir hluti af skóla-
starfi Vogaskóla því haldnir eru
tveir slíkir dagar á ári nú orðið.
Skólastarfið er þá brotið upp með
því að tveimur árgöngum er bland-
að saman í leik og starfi. Úr þess-
um jarðvegi hafa sprottið upp vina-
bekkir auk þess sem einstaklingar
innan bekkjanna eru tengdir vina-
böndum.
„Reynslan af þessu starfi er al-
veg frábær í alla staði og fá ung-
lingarnir ekkert síður mikið út úr
þessu en litlu krakkarnir,“ segir
Guðbjörg Halldórsdóttir, skólastjóri
Vogaskóla. Fyrsti bekkur er til
dæmis vinabekkur tíunda bekkjar
og fjórði bekkur er vinabekkur 8.
bekkjar. Svo eru einstaklingar inn-
an þessara bekkja vinir og passa
auðvitað hver upp á annan.
Í lagi að sýna tilfinningar
„Tilurð þessa fyrirkomulags má
rekja til þess að einu sinni fyrir jól-
in kom kennari tíunda bekkjar inn
á kennarastofuna og dæsti yfir því
að ekkert væri hægt að gera
skemmtilegt með unglingunum því
þeir væru svo töff og þætti allt svo
hallærislegt. Kennari fyrsta bekkj-
ar, sem var mikil músíkkona, greip
þetta á lofti og bauð barasta kenn-
aranum í heimsókn með unglingana
sína til sín. Kennari sex ára
barnanna bað litlu krakkana um að
setjast upp á borðin sín og bauð
unglingunum svo sæti á litlu stól-
unum. Þannig var hver unglingur
með eitt sex ára barn fyrir framan
sig og þegar litlir og stórir fóru að
syngja saman, fannst unglingunum
allt í lagi að vera dálítið tilfinn-
ingasöm úr því að hægt var að
syngja í gegnum lítið barn. Við
sáum fljótt að þarna áttum við
ónýtt tækifæri sem við höfum
byggt á síðan. Þó segja megi að
vinadagar hafi orðið til fyrir til-
viljun, eftir að kennararnir sáu
hvað þessi samskipti og samvera
virkaði vel á stóra sem smáa, var
ákveðið að halda þessu áfram,“ seg-
ir Guðbjörg.
Á vinadegi í gær var m.a. farið í
styttri ferðir saman eða skemmtileg
verkefnavinna unnin saman í skól-
anum. Vinabekkir fara svo saman
til kirkju fyrir jólin og vorferðir eru
sömuleiðis orðnar að venju. Þá leiða
unglingarnir gjarnan litlu vinina
sína og taka hlutverk sitt um að
bera ábyrgð á barni mjög alvarlega.
Stóru krakkarnir hafa líka komið
inn í yngri bekkina og aðstoðað við
lærdóminn og þessi nærvera við
unglinga dregur úr því að litlu
börnin séu smeyk við þá.
Hver passar hvern?
„Það eru allir mjög jákvæðir
gagnvart þessu starfi og allir taka
hlutverk sitt alvarlega. Ungling-
arnir hafa hinsvegar látið okkur
vita að þeir sjái svo sem alveg í
gegnum okkur, sem komum þessum
vinadögum á. Þau hafa nefnilega
verið að velta því fyrir sér hver sé
að passa hvern. Við lögðum þetta
náttúrulega þannig upp að ungling-
arnir yrðu að passa litlu börnin en
auðvitað vorum við að hemja ung-
lingana með því að tengja þau litlu
barni. Og það hefur virkað mjög
vel,“ segir skólastjórinn að lokum.
Innileikir Það er allt í lagi að sýna tilfinningasemi með litlum krökkum í leik.
Morgunblaðið/Ásdís
Útileikir Á skólalóðinni leika litlir og stórir sér saman á vinadögum.
Vinadagar tengja litla og stóra...
Drekkutími Að aflokinni samveru er gott að fá heitar vöfflur.
daglegtlíf
Útivera Eldri börnin taka ábyrgð sína alvarlega gagnvart þeim sem yngri eru.
Gaman saman Allir
eru jákvæðir gagn-
vart verkefninu.
Stóru krakkarnir
hafa líka komið inn í
yngri bekkina og að-
stoðað við lærdóm-
inn og þessi nærvera
við unglinga dregur
úr því að litlu börnin
séu smeyk við þá.
Járn er það næringarefni sem
helst er af skornum skammti í
fæði kvenna og barna víða um
heim. » 24
járnskortur
Hætta á húðkrabbameini vegna
ljósabekkjanotkunar hefur auk-
ist í Bretlandi þar sem sífellt
sterkari perur eru notaðar. » 24
ljósabekkir
Er miki› álag
í vinnunni?
LGG+ er
fyrirbyggjandi vörn!
Oft koma fyrstu einkenni
streitu fram sem stöðug
þreyta og óþægindi í
maganum og ónæmis-
kerfið starfar af minni
krafti en áður. Rannsóknir
sýna að LGG+ vinnur gegn
þessum neikvæðu
áhrifum og dagleg neysla
þess tryggir fulla virkni.
|miðvikudagur|21. 2. 2007| mbl.is