Morgunblaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HVAÐ VARÐ UM FAGLEGU SJÓNARMIÐIN? Frá aldamótum hefur ítrekaðverið vikið að þróun mið-borgar Reykjavíkur í rit- stjórnargreinum Morgunblaðsins. 10. ágúst 2002 var t.d. greint frá þeim forsendum sem lagðar voru til grundvallar „Endurmati á deili- skipulagi við Bankastræti og Laugaveg“ og jafnframt vísað í skjal er fylgdi niðurstöðum starfs- hópsins „Stefnumörkun um hús- vernd – þemahefti“. Tekið var und- ir sjónarmið Péturs H. Ármannssonar arkitekts í starfs- hópnum, um að „sérstaða Lauga- vegarins liggi „öðru fremur í þróun hans sem mikilvægrar verslunar- götu á 20. öld“, því margar aðrar götur í gamla bænum státi af heil- steyptari götumyndum“. Jafnframt var fallist á þau rök hans að stærri timbur- og steinhús frá fyrri hluta 20. aldar, sem hönnuð voru sem hluti af samfelldri byggð, „eigi að gefa „fordæmi að mælikvarða, stærðarhlutföllum og mögulega út- litseinkennum nýrrar byggðar við götuna, einkum sunnan hennar“, enda megi þannig koma í veg fyrir að „andi“ hennar glatist“. Í þessi skrif var aftur vísað þremur árum seinna eftir að umræður um nið- urrif húsa við Laugaveg höfðu vak- ið talsverða athygli. Nú, árið 2007, er ljóst að lítið sem ekkert hefur þokast í rétta átt með uppbyggingu þessarar helstu verslunargötu miðborgarinnar, þrátt fyrir að starfshópurinn um endurmatið hafi lagt mikla vinnu í nokkuð vandrataðan meðalveg. Því eins og bent var á í ágúst 2002 má vissulega „út frá ströngustu sjón- armiðum um varðveislu [...] gagn- rýna ákvarðanir varðandi einstök hús sem nefndin telur í lagi að víki“, en á móti kemur að áherslur nefndarinnar eru „skynsamlegar og nútímalegar að því marki sem þær miðast við að halda í heiðri sérkenni reykvískrar byggðar og þróa hana áfram“. Í ljósi þess að mörgum þótti þarna nokkuð vegið að sjónarmið- um varðveislu, eins og áður sagði, en voru tilbúnir til að nýta plaggið sem grundvöll nútímalegrar upp- byggingar, er í raun ótrúlegt að skipulagsráð skuli nú heimila flutning hússins á Laugavegi 74. En eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær kallar það á breyt- ingu á deiliskipulagi, þar sem hús- in númer 70, 72 og 74 eru samstæð útlitsheild og vernduð götumynd samkvæmt fyrrnefndu þemahefti um húsvernd. Er ekki kominn tími til að borgaryfirvöld setji loks – og standi við – faglega og fagurfræði- lega staðla við þróun þessarar sögufrægu götu og komi í veg fyrir að eigendur húsanna geti ráðskast með þennan menningararf í trássi við samþykktir er miða að varð- veislu og uppbyggingu á menning- ar- og byggingarsögulegum for- sendum? Aðlögun húsanna að hlutverki sínu í samtímanum er sjálfsögð en brottflutninginn ætti ekki að leyfa. ÖRYGGI SJÚKLINGA Á næstu tveimur til þremur árumer stefnt að því að ljúka við að innleiða rafrænt sjúkraskrárkerfi Landspítala-háskólasjúkrahúss. Þetta er mikið hagsmunamál, ekki síst fyrir sjúklinga, en eins og mál- um er nú komið er hluti sjúkra- skráa á rafrænu formi og hluti á pappír. Í Morgunblaðinu í gær kemur fram að lækningaforstjóri LSH telur að það sé afar brýnt að innleiðingu rafræna sjúkraskrár- kerfisins verði lokið á næstu árum. Í umfjöllun í Morgunblaðinu í gær er einkum fjallað um kostn- aðinn af því að vinna gagnagrunn- inn. Þar er einnig vitnað í ályktun, sem stjórn læknaráðs LSH sendi frá sér fyrir skömmu þar sem segir að millibilsástandið, sem nú ríki í þessum málum geti „ógnað öryggi sjúklinga“. Öryggi sjúklinga er vissulega fólgið í því að sjúkraskár séu upp- færðar og þeir, sem hafa umsjón sjúklingsins með höndum, geti nýtt sér sjúkraskrár hans til þess að tryggja að engin mistök verði gerð. Því má hins vegar ekki gleyma að sjúkraskrár hafa að geyma við- kvæmar upplýsingar og aðgangur að þeim þarf að vera í samræmi við það. Í umræðum um gerð gagna- grunns á heilbrigðissviði, sem átti að geyma upplýsingar, sem ekki yrði hægt að greina eftir einstak- lingum, var mikil áhersla lögð á rétt sjúklingsins. Sú áhersla á ekki síður við um gagnagrunn þar sem allar upplýsingar eru eins persónu- greinanlegar og hægt er að hugsa sér. Frá því að umræðan um gagna- grunninn fór fram hafa borist frétt- ir um svipaða grunna frá ýmsum nágrannalöndum. Hvergi hafa kviknað jafn miklar deilur og hér. Rafrænar sjúkraskrár Landspítala- háskólasjúkrahúss hafa heldur ekki orðið tilefni umræðna á þeim nótum og er það vel. Hins vegar er rétt að minna þá, sem nú vinna að gerð hinna rafrænu sjúkraskráa, á það að nokkur dæmi eru um að meðferð upplýsinga um sjúklinga í íslenska heilbrigðiskerfinu hafi verið ábóta- vant. Núverandi starf veitir því tækifæri til þess að hnykkja á því að vanda beri meðferð viðkvæmra persónuupplýsinga. Öryggi sjúk- linga er ekki aðeins fólgið í því að réttar og nákvæmar upplýsingar liggi fyrir um heilsu þeirra, ástand, lyfjagjöf og annað, sem máli skipt- ir, heldur einnig að vel sé með þær upplýsingar farið. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Fulbright, menntastofnun Ís-lands og Bandaríkjanna,fagnar 50 ára starfsafmælisínu nk. föstudag. Stofnun- in er kennd við bandaríska öldunga- deildarþingmanninn J. William Ful- bright, sem árið 1946 lagði grunninn að þeirri löggjöf, sem þetta samstarf ríkjanna byggist á. Af því tilefni sæk- ir Harriet Mayor Fulbright, ekkja J. William Fulbright, Ísland heim og heldur þessa vikuna þrjá opna fyr- irlestra í þremur af háskólum Ís- lands. Hún hefur til margra ára verið nokkurs konar óopinber sendiherra Fullbrightáætlunarinnar og ferðast víða um heim í því skyni að kynna og tala fyrir áætluninni. Fyrsti fyrirlest- ur hennar var í Háskóla Íslands í gær, í kvöld kl. 21 flytur hún fyrir- lestur í Háskólanum á Bifröst og á morgun í Háskólanum í Reykjavík kl. 16. Spurð hvað hún geri að umtals- efni í fyrirlestrum sínum svarar Ful- bright því til, að hún fjalli um lýðræð- islega kjörinn leiðtoga og þær áskoranir sem hann stendur frammi fyrir. „Að mínu mati er hlutverk leiðtog- ans sérlega vandasamt nú um stund- ir. Þegar ég segi vandasamt, þá vísa ég til þess, að flest lönd búa við lýð- ræði og þess vegna geta leiðtogar ekki fylgt eigin stefnu eða markmið- um, t.d. eins og Genghis Khan sem ákvað að sigra heiminn. Leiðtogar nútímans verða að hlusta á skoðanir og gagnrýni almennings ásamt því að veita mikilvægum málefnum um- heimsins eftirtekt. Hlutum sem erfitt getur verið að takast á við.“ Ertu þeirrar skoðunar að bestu leiðtogarnir séu fæddir leiðtogar eða er að þínu mati hægt að læra að verða góður leiðtogi? „Ég er sannfærð um að hægt sé að læra það að verða góður leiðtogi. Ég trúi því ekki að leiðtogar séu fæddir eða stígi fram fullmótaðir. Vissulega búa sumir einstaklingar yfir eigin- leikum sem nýtast vel í leiðtogahlut- verkinu, sem gerir það að verkum að auðveldara er fyrir þá að þjálfa þá hæfileika sína. Þannig fellur fólki það afar misvel að gerast leiðtogar. En leiðtogar koma ekki aðeins í öllum stærðum og gerðum, heldur einnig með allan skalann af persónugerðum. Ef þú lítur til þeirra stjórnmálaleið- toga sem nú eru uppi, þá er Tony Blair allt annars konar leiðtogi en t.d. Vladimír Pútín.“ Hvaða hæfileikar finnast þér skipta sköpum hjá leiðtogum nú- tímans? „Að mínu mati er mikilvægast af öllu, að leiðtogi sé góður hlustandi. Hann eða hún verður að geta hlustað og þýtt það sem sagt er yfir í fram- kvæmdir sem fullnægja þörfum al- mennings. Þeir sem ekki geta eða vilja ekki hlusta eru líklegri til þess að gera herfileg mistök. Leiðtoginn sem ekki hlustar getur fengið bestu hugmyndir í heimi, en verið fullkom- lega ófær um að útfæra þær sökum skorts á samskiptum við almenning.“ Nú hefur þú til margra ára fengist við kennslu víðs vegar um heiminn, bæði í Kóreu, Rússlandi og heima- landi þínu, Bandaríkjunum. Hverjir eru að þínu mati mikilvægustu hæfi- leikarnir sem góður kennari þarf að búa yfir? „Þetta er afar góð spurning. Í fyrsta lagi þarf kennari að leggja sig fram um að ná góðum tengslum við nemendur sína og sýna þeim skiln- ing. Hér áður fyrr komust margir kennarar upp með að flytja nemend- um sínum fyrirlestur frá kennara- púltinu án þess að vera í neinum tengslum við þá. Slík kennsluaðferð er að mínu mati úrelt. Við þurfum að leggja áherslu á gagnkvæm áhrif eða samskipti kennara og nemenda. Sem kennari verður þú í raun að fá jafn- mikið frá nemendum, í formi spurn- inga og athugasemda, og þú ert að gefa þeim í kennslunni. Við þurfum að nota ólíkar aðferðir til þess að miðla upplýsingunum, ekki bara með orðum, heldur einnig myn burðum. Þannig er í m mikilvægt að fara með vettvangsferðir og leyfa þ lifa hluti og kynnast af Kennsla nú til dags þarf bæði heildstæð og víðfeðm Talandi um að ferða staða og kynnast þar fram ingu. Má ekki segja að markmiðið með Fulbrig sé að gera nemendum ferðast til annars lands bæði að fara í formlegt n framt hafa tækifæri til annarri menningu? „Jú, ekki spurning. A er gífurlega mikilvægt a kost á því að ferðast til an og kynnast framandi men dögum margmiðlunar tel með því einu að kveikja á eða fara í kvikmyndahús fá allar þær upplýsing þurfum. En við megum a því að öllum þeim upplý Hlutverk leiðtog vandasamt nú á Menntun „Í mínum huga eru afar sterk tengsl á milli upplýsinga Hvers vegna er á tímum margmiðlunar mikilvægt að fólk ferðist til annarra landa og kynnist af eigin raun ólíkum menningar- heimum? Í samtali við Silju Björk Huldudóttur lýsir Harriet Mayor Ful- bright muninum sem svo, að annars vegar sé verið að horfa á heiminn gegn- um skráargat og hins vegar séu dyrnar opn- aðar til fulls. MILLI 1.200 og 1.300 manns hafa verið styrktir til náms hér á landi og í Bandaríkjunum á þeim fimmtíu árum sem liðin eru frá því Ful- bright-stofnunin var sett á lagg- irnar hér á landi og mennta- skiptaáætlun á vegum hennar hóf göngu sína. Um tveir þriðju hlutar hópsins eða um 800 manns eru Ís- lendingar sem farið hafa til fram- haldsnáms eða rannsóknarvinnu í háskólum víðs vegar í Bandaríkj- unum en um 400 Bandaríkjamenn hafa komið hingað til lands á þess- um tíma, einkum til kennslu við ís- lenska háskóla. Lára Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri Fulbright-stofnunarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að 23. febrúar næstkomandi væru fimmtíu ár síðan tvíhliða samn- ingur Íslands og Bandaríkjanna um stofnunina var undirritaður. Ful- bright-menntaskiptaáætlunin sjálf hefði verið sett á laggirnar í Banda- ríkjunum tíu árum áður og nú væru stofnanirnar rúmlega fimmtíu tals- ins víða um heim og 40 þjóðir til við- bótar hefðu undirritað samninginn. Lára sagði að 10–15 Íslendingar færu árlega á vegum Fulbright- stofnunarinnar til framhaldsnáms og rannsóknarstarfa við bandarísk- ar háskólastofnanir, en það væri um fjórðungur þeirra sem sæktu um styrki til stofnunarinnar. Svip- aður fjöldi Bandaríkjamanna kæmi hinga árlega til fra náms ríkjun 12 þús Banda um eð 800 þú og sty fræði- sóknarstarfa nema átta þ um eða um 560 þúsund k Á vegum Fulbright-st innar er einnig rekin nám vegna þeirra sem hyggja Bandaríkjunum. Um 52% arkostnaði stofnunarinn af íslenskum stjórnvöldu koma frá bandarískum s um. Lára sagði að nú væri ingi að setja á fót hollvin Fulbright-stofnunarinna gætu stutt við bakið á sta kringum styrkþegana, b lensku og bandarísku. Þ synd að það skyldi ekki h gert fyrr, þar sem það væ til þess að varðveita og n reynslu sem orðið hefði t vettvangi í gegnum tíðin fyrir því væri meðal ann gagnabanki um alla styr stofnunarinnar hefði ekk fyrr en nú. Fulbright hefur styrkt 1.200 mann Lára Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.