Morgunblaðið - 21.02.2007, Side 27

Morgunblaðið - 21.02.2007, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 27 ndum og við- mínum huga nemendur í þeim að upp- f eigin raun. f því að vera m.“ ast til ólíkra mandi menn- ð eitt helsta ght-styrkjum m kleift að s í því skyni nám og jafn- að kynnast Að mínu mati að gefa fólki nnarra landa nningu. Nú á lja margir að á sjónvarpinu s sé hægt að gar sem við aldrei gleyma ýsingum sem við fáum með þessum hætti er rit- stýrt með einum eða öðrum hætti, m.a. í þeim skilningi að upplýsingum er miðlað frá sjónarhorni frétta- manns. Það má aldrei gleymast að fjölmiðlar, hversu góðir sem þeir eru, geta aldrei veitt þér alla myndina eða komið í staðinn fyrir eigin upplifun. Það má líkja þessu við annars vegar að kíkja í gegnum pínulítið skráargat og hins vegar að opna dyrnar til fulls og stíga yfir þröskuldinn og horfa á heildarmyndina, sem er forsenda þess að geta stofnað til tjáskipta og samskipta,“ segir Harriet Mayor Fulbright og leggur áherslu á að það snúist ekki bara um að ferðast til annars lands, heldur að gefa sér tíma til þess að ræða við heimamenn og vilja læra eitthvað nýtt. Í góðri menntun felast verkfæri Fulbright-áætluninni var komið á eftir seinni heimsstyrjöld með það m.a. að markmiði að nota menntun og upplýsingu til þess að stuðla að frið- samlegri veröld. Þá heyrðust raddir um að aldrei yrði blásið til þriðju heimsstyrjaldarinnar. Ertu vongóð um að svo verði ekki? Og hvernig sérðu þessi tvö lykilhugtök, þ.e. upp- lýsingu og frið, tengjast? „Í mínum huga eru afar sterk tengsl á milli upplýsingar og friðar, sérstaklega ef um heildstæða og víð- tæka menntun er að ræða. Ég hef þannig ekki mikla trú á utanbókar- lærdómi, heldur þurfa í menntuninni að felast aðferðir og nokkurs konar verkfæri til þess að hugsa sjálfstætt. Góð menntun er að sumu leyti lykill að auknum skilningi og þar með hæfi- leikanum til að setja sig í spor ann- arra og sýna hluttekningu. Maðurinn minn stuðlaði að stofnun Fulbright-áætlunarinnar í framhaldi af yfirheyrslum á vegum öldunga- deildarinnar þar sem markmiðið var að fá fram upplýsingar um hinar geigvænlegu langtímaafleiðingar kjarnorkusprenginga Bandaríkja- manna í Japan. Það sem hann heyrði var svo hryllilegt að hann sá fyrir sér að kæmi einhvern tímann til þriðju heimsstyrjaldarinnar, þá myndi hún færa heiminn aftur á steinaldarstig. Hann var að reyna að koma í veg fyr- ir það og fannst þess vegna að ef leið- togar framtíðarinnar gætu farið í gegnum Fulbright-áætlunina, þá yrðu þeir mun líklegri til þess að skiptast á hugmyndum í stað byssu- kúlna. Það var því aðalmarkmið áætl- unarinnar. Að ákveðnu leyti má segja að áætlunin hafi skilað góðum ár- angri, því við höfum sem betur fer ekki enn orðið vitni að þriðju heims- styrjöldinni,“ segir Harriet Mayor Fulbright en tekur jafnharðan fram, að enn sé mikið verk óunnið, því þeg- ar litið sé yfir heimssviðið, þá sé allt of mikið um stríðsátök. gans tímum Morgunblaðið/Kristinn ar og friðar,“ segir Harriet Mayor Fulbright að til lands a. Styrkir amhalds- í Banda- num næmu sund aríkjadöl- ða rúmum úsund kr. yrkir til - og rann- þúsund döl- kr. ofnunar- msráðgjöf a á nám í % af rekstr- nar er greitt um og 48% stjórnvöld- í undirbún- nasamtök ar, sem arfinu í bæði þá ís- að væri hafa verið æri aðferð nýta þá til á þessum na. Ástæðan nars sú að rkþega ki verið til s Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÉG er mjög stolt af því að vera hér með ykkur í dag og taka fyrstu skóflustunguna að þessu mikilvæga húsi sem hér mun rísa,“ sagði Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sem í gær tók fyrstu skóflustungu að bygg- ingu nýs húsnæðis fyrir göngudeild Barna- og unglingageðdeildar (BUGL) Landspítala – háskóla- sjúkrahúss (LSH) við Dalbraut. Við sama tækifæri voru undirritaðir samningar um framkvæmd verks- ins við verktakafyrirtækið Fram- kvæmd ehf. „Það eru merk tímamót nú þegar í fyrsta sinn hér á landi er tekin skóflustunga að húsi sem sér- staklega er hannað undir geðheil- brigðisþjónustu fyrir börn og ung- linga. Um leið og ég þakka ráðherra fyrir að hafa, á stuttum tíma í emb- ætti, beitt sér fyrir þessum umbót- um er mér efst í huga þakklæti til allra þeirra sem lagt hafa hönd á plóg, jafnt innan sem utan LSH, til þess að stækkun húsnæðis BUGL gæti orðið að veruleika,“ sagði Ólaf- ur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir á BUGL, og nefndi í því samhengi bæði einstaklinga, fyrirtæki og fé- lög á borð við Kvenfélagið Hring- inn, Barnaheill, Thorvaldsenfélagið, Kiwanis, Lionshreyfinguna og kvenfélagasamtök sem gefið hefðu tugi milljóna. „Er nú svo komið að gjafafé er nálægt 90 milljónum króna. Þar af leggur Kvenfélagið Hringurinn fram tæplega 50 milljónir sem er sérstaklega skemmtilegt í ljósi þess að félagið kom að stofnun deild- arinnar á sínum tíma,“ sagði Ólafur. Samtals 1.244 m² viðbygging Að sögn Sivjar liggja nú fyrir áform um stækkun BUGL í fjórum áföngum. Vinnan við fyrsta áfanga, þ.e. byggingu göngudeildar, hefst í dag. Næstu áfangar fela í sér ný- byggingu iðjuþjálfunar og skóla, viðbyggingu og endurinnréttingar innlagnadeilda og loks endur- innréttingu sameiginlegs hluta göngu- og innlagnadeilda. Þess má geta að í mars 2006 lá fyrir frumkostnaðaráætlun vegna allra áfanganna fjögurra sem unn- in var af Arkís ehf., alls um 650 milljónir króna. Fyrsti áfanginn, sem skóflustungan var tekin að í gær, var boðinn út í desember 2006 og bárust 14 tilboð. Lægsta tilboð átti Framkvæmd ehf. sem bauð 275 milljónir króna eða 95,6% af kostnaðaráætlun. „Húsakostur starfsemi BUGL hefur verið þröngur og það er mjög brýnt að laga aðstæður. Nú sjáum við fram á betri tíma þegar nýtt og glæsilegt 1.244 m² húsnæði verður tekið í notkun í maí á næsta ári,“ sagði Siv, en viðbyggingin verður á tveimur hæðum og kjallara. Á efri hæðunum tveimur verður móttaka og skrifstofur en í kjallara verður matsalur, geymslur og vinnuað- staða. Grafið verður frá kjall- aranum og hægt að ganga þaðan út í garð. Byggingin verður tengd nú- verandi húsi með glerjuðum tengi- gangi og ný aðkoma verður gerð að húsinu frá Dalbraut þar sem verða bílastæði. Árið 2006 voru tæplega 5.000 komur á göngudeild BUGL Fram kom í máli Sivjar að við uppbyggingu BUGL sé byggt á þeirri stefnu LSH að efla dag- og göngudeildarþjónustu og leggja meiri áherslu á meðferðarrými fyr- ir einstaklinga og hópa en hefð- bundin legurými. „Með byggingu þessa fyrsta áfanga verður umtals- vert rýmra um göngudeildarþjón- ustuna og vegur þar þyngst fjölgun viðtalsherbergja og meðferð- arherbergja. Þegar þess er kostur er æskilegast að veita þjónustu án mikið fram í starfi,“ sagði Siv. „Dagurinn í dag er langþráður dagur fyrir okkur starfsmenn BUGL og fyrir þær fjölskyldur sem hingað leita. Við höfum lengi búið við þröngan húsakost og beðið í ofvæni eftir úrbótum á því sviði,“ sagði Linda Kristmundsdóttir, deildarstjóri hjúkrunar á göngu- deild BUGL. Tók hún fram að þröngur húsakostur hefði í áranna rás verið starfseminni til trafala á margan hátt. Hagsbót fyrir fjölskyldur þeirra sem til BUGL leita „En á góðum stundum höfum við líka gert góðlátlegt grín að vist- arverum okkar. Einn starfsmaður, þá nýbyrjaður, lagði til að ein- hverjir starfsmenn fórnuðu sér í þágu málstaðarins og myndu sníða af sér útlimi til að passa betur í vinnurýmið. Okkur hinum, sem höfðum unnið lengur við þessar að- stæður, fannst það hinn mesti óþarfi og bentum viðkomandi starfsmanni á að fara bara í jóga og taka nokkrar góðar teygjur til þess að verða sveigjanlegri og nýta þar með betur vinnurýmið. En að öllu gamni slepptu þá höfum við ekki bara tvímennt heldur þrí-, fjór- og fimmmennt í skrifstofur hér. Þá eru þau meðferðarrými sem við höfum á að skipa teljandi á fingrum annarrar handar. Það gefur auga leið að til að geta starfað við þær aðstæður þarf mikla þolinmæði og sveigjanleika. Það hefur tekist og er rós í hnappagat starfsmanna BUGL,“ sagði Linda og tók fram að það sem væri, að hennar mati, mest um vert við viðbyggingu BUGL væri að í framtíðinni yrði hægt að búa betur að þörfum þeirra fjölskyldna sem til BUGL leita. „Á BUGL hefur alltaf verið lögð áhersla á fjölskyldumiðaða nálgun í meðferð og nýtt og gott húsnæði á eftir að bæta aðstöðu foreldra, barna og unglinga sem hingað leita,“ sagði Linda. „Þessi áfangi, sem við erum að festa hér niður í dag, er einn af þeim mikilvægari sem við vinnum að um þessar mundir og fagna ég því að hann skuli nú vera í höfn,“ sagði Magnús Pétursson, forstjóri LSH. Tók Magnús undir með ráð- herra að ekki væri nóg að huga að byggingum heldur þyrfti einnig að efla innra starfið. „Við höfum á síð- ustu árum átt gott samstarf við lykilstarfsmenn BUGL. Áttum síð- ast almennan góðan starfsmanna- fund í desember sl. og ég tel að við þurfum að halda annan slíkan fund fljótlega og sjá hvernig önnur verk- efni þokast áfram sem unnið er að á þessum stað.“ innlagnar og raska þannig sem minnst daglegu lífi þeirra sem þjónustunnar njóta,“ sagði Siv og benti á að göngudeildarþjónusta hefði verið ört vaxandi í starfsemi BUGL, en á síðasta ári voru komur á göngudeildina tæplega 5.000. „Ég legg mikla áherslu á að hús- ið verði glæsilegt, en það er ekki nóg. Hér þarf auðvitað að vera góð starfsemi innandyra. En það er erfitt að vera með öfluga starfsemi ef húsakosturinn er óhentugur. Í fjárlagaumræðunni á síðasta ári lagði ég mikla áherslu á að það yrði farið í þetta verk. Og það var ákveðið að veita til þess fjármagni sem dugði til. Þannig að ég er mjög ánægð með að við séum komin þetta langt og ég veit að margir hafa beðið þessa með mikilli óþreyju. Ég vil sérstaklega þakka starfsfólki BUGL. Starfsemin er hér, eins og önnur starfsemi, sem tengist sjúkrahúsinu, viðkvæm og erfið, en hún er að sama skapi afar mikilvæg fyrir fjölskyldur þessa lands. Ég veit að álagið á starfs- fólkið er oft mikið þannig að ég vil þakka þetta mikla starf sem fram hefur farið hér innan þessara veggja og veit að menn leggja sig Fyrsti áfangi viðbyggingar tekinn í notkun í maí 2008 Morgunblaðið/G.Rúnar Stór áfangi Mikil gleði ríkti meðal viðstaddra þegar Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra tók fyrstu skóflustunguna að nýrri viðbyggingu við BUGL sem tekin verður í notkun að ári liðnu. Í HNOTSKURN »Fyrst var byrjað aðleggja drög að stækkun á húsnæði BUGL 1998. »Mikið var rætt um hús-næðismál BUGL 2003. »Á ársfundi LSH árið2004 lýsti Árni Magn- ússon, þá starfandi heil- brigðisráðherra, yfir vilja heilbrigðisyfirvalda til að bæta aðstöðu barna og ung- linga sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Ráð- gert var að viðbót- arhúsnæði við starfsemi BUGL gæti verið tilbúið um mitt ár 2006. »Í febrúar 2007 er fyrstiáfangi viðbyggingar við BUGL hafinn og ráðgert að húsið verði fullbúið 2008. »Aðeins er búið að fjár-magna fyrsta áfangann að fullu. Hins vegar er enn eftir að fjármagna viðbygg- ingaráfanga númer tvö til fjögur. ! "  #$ % & $  $ '($ )* #   + , #   - . '($ / # $ 0 * $ !$ #$$ $ 2#$3 $ )

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.