Morgunblaðið - 21.02.2007, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÉG NOTA þetta ávarp þar sem
ég er nýlega kominn af velheppn-
uðu kjördæmisþingi okkar Fram-
sóknarmanna í Norðausturkjör-
dæmi, en þar voru
einmitt fluttar góðar
vakningar- og hvatn-
ingarræður. Ein ræð-
an vakti sérstaka at-
hygli mína en hana
hélt eldri maður sem
kom inn á það einelti
sem Framsókn hefur
orðið fyrir að und-
anförnu. Hægt er að
taka mörg dæmi nú að
undanförnu. Þegar
Óskar Bergsson var
sakaður um hags-
munaárekstra í starfi,
þó að hann hefði verið úrskurðaður
hæfur, þá verður allt vitlaust, og
þegar Björn Ingi Hrafnsson benti á
svipað mál með Dag Eggertsson þá
grípa færustu skriffinnar landsins á
borð við „Illhuga“ Jökulsson og
fleiri til eineltisins, sennilega vegna
þess að í Birni Inga sjá þeir mann
sem verður áberandi í pólitíkinni á
næstu árum og kann vel að svara
fyrir sig og um að gera að níða
hann strax niður. Það eru svosem
fleiri sem tíðka þennan leik eins og
eilífðarskriffinnar á borð við Björg-
vin Guðmundsson og ekki síst
Sverrir Hermannsson, sá orðfagri
maður, sem virðist vera með Fram-
sókn og Halldór Ásgrímsson á heil-
anum, það er von að honum finnist
hann þess umkominn að lasta ann-
að fólk eftir að hafa hrökklast úr
embætti fyrir óráðsíu
og bruðl.
Svo ég víki að kosn-
ingabaráttunni fram-
undan þá kvíði ég
henni ekkert. Við þurf-
um bara að vera dug-
legri að láta í okkur
heyra. Ég sé ekki bet-
ur en að Samfylkingin
sé á hraðri niðurleið í
skoðanakönnunum og
er nú komin niður að
léttvínsmörkum í pró-
sentum talið. Ingibjörg
Sólrún kallar eftir
samræðupólitík og betra orðavali í
umræðum og er vel hægt að taka
undir það. En hversvegna er þá
Samfylkingarfólk alltaf hælbítar
okkar Framsóknarmanna? Það get-
ur ekki verið gott, ef menn ein-
hvern tímann þurfa að vinna sam-
an, að áður séu sögð orð sem ekki
verða aftur tekin, menn verða
nefnilega að vera samstarfshæfir.
Ekki ætla ég samt að líkja þeim við
Vinstri græna. Eftir orðaleppum
þeirra að dæma ætla þeir aldrei að
vinna með neinum, því þeirra póli-
tík gengur eingöngu út á það að
vera á móti og hrópa úlfur, úlfur.
Ég nenni ekki að ræða um Frjáls-
lynda, þeir hafa afhjúpað sig sjálfir.
Nú virðist vera hafin barátta um
miðjuna í pólitíkinni og er Mogginn
óþreytandi í því að brýna Sjálf-
stæðismenn til að ná þar fylgi, en
það væri auðvitað léleg eftirlíking á
stefnu okkar Framsóknarmanna
eins og formaður okkar hefur bent
á. Þó að margt ágætis fólk sé innan
Sjálfstæðisflokksins, með góða sýn
á félagsleg málefni, meira að segja
nýstárlega sýn, svo sem Illugi
Gunnarsson, Árni Sigfússon og
vafalaust fleiri. Þó mundi ég aldrei
treysta áðurnefndum flokkum ein-
um til þess að fara með völdin, því
ætli það sé ekki hætt við því að
úlfsandlit óheftrar sérhyggju eða
forræðishyggju fari þá að gægjast
undan sauðargærunni. Í heildina
tekið hefur alltaf þurft að draga
Sjálfstæðisflokkinn í átt til fé-
lagshyggju, allt frá því að þeir voru
á móti vökulögunum á sínum tíma
og það hefur verið hlutskipti okkar
Framsóknarmanna að gera það í
núverandi samstarfi. Að þessu
sögðu get ég samt ekki annað en
mælt með áframhaldandi samstarfi
þessara flokka eftir kosningar, því
ég sé enga ástæðu til þess að nú-
verandi stjórnarandstaða fái að
eyða þeim fjármunum sem einmitt
þessi ríkisstjórn hefur aflað með
góðri fjármálastjórn og sölu eigna.
Eftir góðan kosningasigur okkar
Framsóknarmanna í vor eiga
Framsóknar- og Sjálfstæðismenn
að taka aftur höndum saman og
mættu byrja á myndarlegum fjár-
framlögum til sveitarfélaganna og
að fá þeim í hendur yfirumsjón með
málefnum aldraðra og öryrkja. Þau
mundu sinna þeim málaflokkum
mikið betur en ríkisvaldið vegna
meiri nándar við fólkið og setja síð-
an aukinn kraft í jarðgangagerð.
Umhverfismálin eru nú mikið í um-
ræðunni og er okkur auðvitað
kennt um allt sem afvega fer í þeim
efnum en auðvitað er miðjupólitíkin
góð í þessu sem öðru, en þar er að
finna samspil verndar og nýtingar,
eigum við ekki bara að kalla okkur
miðju græn úr því svona nöfn eru
farin að festast við flokkana.
Furðulegt er að fylgjast með mál-
flutningi Samfylkingarinnar í þess-
um efnum því að þrátt fyrir útgefna
stefnu í málaflokknum þá fer það
algerlega eftir kjördæmum hver
stefnan er.
Ég get svo undir lokin ekki ann-
að en minnst á Ómar okkar Ragn-
arsson sem fjallaði svo ágætlega frá
báðum hliðum um umhverfismálin
en hljóp svo yfir á annan kantinn í
þeim efnum. Ég hef stundum hug-
leitt það hvernig þeir menn eru
innréttaðir sem geta hlaupið öfg-
anna á milli í hugarfari, hvernig er
t.d. hægt að stynja af unun og að-
dáun við það að lýsa slagsmálum,
þar sem blóðið rennur, en gráta
síðan yfir hverri arfakló á öræfum,
en þetta virðist vera hægt, þó að ég
ekki skilji það, þannig að kannski
er ég bara of dómharður í þessum
efnum. Út á þetta var svo Ómar
kosinn maður ársins, en ólíkt held-
ur hefði ég viljað sjá kjörna stúlk-
una ungu og fötluðu sem flytur er-
indi um fötlun sína o.fl. og segir
það vera forréttindi að vera fötluð,
það er sannkölluð hetja að mínum
dómi. Ég hvet síðan frambjóðendur
okkar í öllum kjördæmum til að
duga vel í komandi kosningabar-
áttu.
Vaknið Framsóknarfólk
Friðrik Aðalbergsson
fjallar um þjóðmál »Eftir góðan kosn-ingasigur okkar
Framsóknarmanna í vor
eiga Framsóknar- og
Sjálfstæðismenn að
taka aftur höndum sam-
an og mættu byrja á
myndarlegum fjár-
framlögum til sveitarfé-
laganna ...
Friðrik Aðalbergsson
Höfundur er fyrrverandi
bæjarfulltrúi á Seyðisfirði.
HEILASKAÐI hefur verið
nefndur „hinn þögli faraldur“.
Ástæðan er að heilaskaði sést yf-
irleitt ekki utan á fólki og tölu-
verður fjöldi fólks er í þjóðfélag-
inu án greiningar. Samkvæmt
óbirtri íslenskri rannsókn, fá um
80 manns, börn og fullorðnir,
heilaskaða á ári hverju sem er það
alvarlegur að viðkomandi þyrfti
sérhæfða endurhæfingu. Þessar
fjöldatölur eru í samræmi við það
sem þekkist á hinum Vesturlönd-
unum. Á Grensásdeild LSH og
Reykjalundi eru starfrækt sér-
hæfð heilaskaðagreiningar- og
endurhæfingarteymi. Þessi teymi
sinna einungis takmörkuðum
fjölda og því virðist töluvert vanta
upp á að allir fái viðeigandi grein-
ingu og endurhæfingu.
Heilaskaði er fötlun sem fengið
hefur litla umfjöllun í samfélaginu
og þar af leiðandi vantar einnig
mikið upp á skilning almennings
og stjórnvalda á málefninu. Fag-
fólk og stuðningsaðilar þekkja oft
ekki einkenni vitrænnar skerð-
ingar og þá tekst ekki að greina
orsök vandans. Einstaklingur með
heilaskaða leitar sjaldnast sjálfur
eftir aðstoð, trúlega vegna þess að
einkenni eru skert innsæi í eigin
vandamál, framtaksleysi og minn-
isskerðing. Daglegt líf verður við-
komandi oft erfitt og skerðir getu
hans til að sinna sjálfum sér, fjöl-
skyldu og vinnu. Að ráða skyndi-
lega ekki við þau verkefni sem áð-
ur reyndust einföld veldur
andlegri vanlíðan og það kemur
fram í kvíða, þunglyndi og skap-
sveiflum, auk þess sem heilaskað-
inn sjálfur getur orsakað þessi
einkenni. Algengt er að bæði fólk
með heilaskaða og aðstandendur
þess séu uppgefin vegna álags.
Margir leita sér hjálpar vegna
álagseinkenna eins og kvíða,
svefnleysis og verkja. Í þeim til-
fellum er lausn vandans ekki alltaf
lyfjameðferð eða líkamleg þjálfun,
heldur þarf mun frekar að breyta
dagskipulagi, veita hjálp inn á
heimilið, minnka vinnu og svo síð-
ast en ekki síst – að fræða ein-
staklinginn og hans nánasta um-
hverfi.
Endurhæfing einstaklinga með
heilaskaða reynir verulega á við-
komandi og aðstandendur. Hún er
fjölþætt og flókin og krefst sam-
starfs margra ólíkra aðila í um-
hverfinu, hvort sem þeir eru á
heilbrigðissviði, í félagsmála-
kerfinu, menntakerfinu eða úti í
atvinnulífinu. Það vill oft gleymast
að heilaskaði er varanleg fötlun og
krefst því oft mikilla breytinga hjá
einstaklingnum sjálfum svo og
umhverfi hans. Í mörgum tilfellum
þarf að gera ráð fyrir að viðkom-
andi þurfi á stöðugum stuðningi
að halda frá umhverfi og hugs-
anlega lífslangri eftirfylgd fag-
fólks til að málin haldist í réttum
farvegi. Endurhæfingarmarkmið
heilaskaðateymis er að viðkomandi
hafi möguleika á almennri þjóð-
félagsþátttöku eftir eigin vali,
hvort sem hann þarf stuðning til
þess eða ekki. Atvinnuþátttaka
með tilheyrandi launagreiðslum er
stór þáttur í sjálfsímynd allra auk
þess sem þjóðfélagið nýtur góðs
af. Atvinnuþátttaka á ekki að
flokkast sem forréttindi heldur
sem sjálfsögð mannréttindi, þó svo
viðkomandi þurfi á einhverjum
stuðningi eða tilslökunum að
halda.
Stefnumörkun og bætt þjón-
usta fyrir fólk með heilaskaða
Víða erlendis eins og í Dan-
mörku, Bretlandi og Bandaríkj-
unum hafa verið gerðar stefnu-
mótandi leiðbeiningar til að
styrkja stöðu fólks með heila-
skaða, hvetja til frek-
ara skipulags stofn-
ana og ekki síst að
upplýsa yfirvöld um
hvaða meðferð gagn-
ist best. Víða er bent
á að ekki sé hægt að
aðskilja heilbrigðis-
og félagsmál og
stundum er samvinna
við stjórnendur
menntamála einnig
nauðsynleg þegar
unnið er að svo flók-
inni meðferð. Ólíkt
því sem gerist í nágrannalöndum
okkar er engin heildstæð stefna til
um málefni fólks með heilaskaða á
Íslandi í dag. Til að hægt sé að
bæta og samnýta þjónustu þessa
hóps er mikilvægt að félagsmála-
og heilbrigðisráðuneytin setji fram
heildstæða stefnu um þetta mál-
efni. Meðferðarúrræði fyrir ein-
staklinga með heilaskaða þarf að
vera sérsniðið að þeirra þörfum.
Hér á landi eru ýmis þjón-
ustuúrræði fyrir hendi sem mætti
nýta betur, en þá þyrfti ábyrgð á
þjónustunni að vera sýnileg og í
tengslum við sérhæft fagfólk með
þekkingu á heilaskaða. Mikilvægt
er að sú þjónusta sé byggð á fag-
legri þekkingu og heildaryfirbragð
og skipulag sé í samræmi við
reynslu frá útlöndum. Eitt af
markmiðum nýstofnaðs Fagráðs
um heilaskaða er að veita ráðgjöf
um skipulag slíkrar þjónustu sé
þess óskað. Þar er samankomið
fagfólk víða að úr þjónustukerfinu
sem starfar að málefnum fólks
með heilaskaða. Síðastliðið haust
hélt Fagráð um heilaskaða mál-
þing í samvinnu við LSH og
Reykjalund og var þá lagður horn-
steinn að stofnun hagsmunafélags
fólks um heilaskaða, en formlegur
stofnfundur félagsins verður í dag.
Í því eru aðstandendur fólks með
heilaskaða, einstaklingar með
heilaskaða, fagfólk og þeir sem
áhuga hafa á málefninu og vilja
leggja því lið. Félaginu hefur verið
gefið nafnið „Hugarfar“ og eru all-
ir sem áhuga hafa á málefninu
boðnir velkomnir að Hátúni 10, 9.
hæð kl. 20 í kvöld.
Heilaskaði – dulin fötlun
Ólöf H. Bjarnadóttir og Smári
Pálsson fjalla um heilaskaða
»Meðferðarúrræðifyrir einstaklinga
með heilaskaða þarf að
vera sérsniðið að þeirra
þörfum.
Smári Pálsson
Ólöf er læknir á Reykjalundi og for-
maður Fagráðs um heilaskaða, Smári
er sálfræðingur á Reykjalundi.
Ólöf H. Bjarnadóttir
ÞAÐ er viðurkennd staðreynd að
endurhæfing – bæði eftir slys og
sjúkdóma – er einn mikilvægasti
þáttur í meðferð sjúklinga. Það er
líka staðreynd, að
þjóðhagslega er hér
um að ræða mjög
ábótasamt verkefni.
Það að koma fólki
til sjálfsbjargar og
jafnvel oft aftur út á
vinnumarkað er slíkur
ábati að varla verður
véfengt. EN hefur
verið nægilega vel bú-
ið að endurhæfingu á
Íslandi?
NEI! Því miður
ekki. Reykjalundur
með sína frábæru
þjónustu við sjúklinga
var stofnaður af
frjálsum samtökum þó
svo að starfsemin sé
nú studd af opinberu
fé. Grensásdeild
Landspítalans er eina
deildin sem byggð
hefur verið sem end-
urhæfingardeild. En
hún er barn síns tíma
og löngu orðin allt of lítil og vanbú-
in tækjum og álag þar því gífurlegt.
Hinar Norðurlandaþjóðirnar
vinna mjög kröftuglega að end-
urhæfingu, einkum Finnar, sem
hafa byggt mjög öflugt net op-
inberrar endurhæfingar um landið.
Ég hef oft heimsótt endurhæfing-
arstöðvar hins opinbera á hinum
Norðurlöndunum og því séð með
eigin augum hversu frábær aðstaða
er þar til endurhæfingar og hve
mikið er lagt í aðstöðu og tækja-
búnað. Það getum við Íslendingar
tekið okkur til fyrirmyndar auk
margs annars.
Hér á landi eru margir aðilar að
vinna að endurhæfingu og flestir
litlir í sniðum með góðan vilja að
vopni – en smæðin, aðstöðuleysið
og skortur á mannafla og tækja-
búnaði að ekki sé talað um rekstr-
arfé hamlar allri þeirra starfsemi.
Hér þarf átak. Byggja upp og
styrkja fáar en öflugar endurhæf-
ingardeildir eins og á Grensási,
Reykjalundi.
Með vaxandi stóriðju, auknum
umferðarþunga og vaxandi lífaldri
þjóðarinnar er fyr-
irsjáanlegt að vinnu-
og umferðarslys ásamt
íþróttaslysum og sjúk-
dómum tengdum aldri
geta af sér sífellt fleiri
hreyfihamlaða og
óvinnufæra ein-
staklinga. Þessir ein-
staklingar vilja ekki
vera öðrum byrði og
líða fyrir örorku sína
ekki síður en ættingjar
þeirra og vinir. Þjóðin
öll líður fyrir þann
kostnað sem hlýst af
því að halda þeim
óvinnufærum og koma
þeim ekki til hjálpar,
sjálfbjargar.
Hér gæti öflug sam-
hæfð endurhæfing vel
búinna og tækja-
væddra deilda lyft
grettistaki og skilað
stórum hluta þessara
einstaklinga aftur sjálf-
bjarga út í lífið og mörgum aftur
vinnufærum. Sá kostnaður sem í
þetta fer skilar sér örugglega aftur
til hins opinbera í formi lægri út-
gjalda í trygginga- og sjúkrakostn-
aði auk beinna skatttekna þeirra
sem ganga aftur til starfa.
Stóraukin endurhæfing hjá fáum
vel útbúnum endurhæfingardeildum
er því vel sjálfbær, ekki síður en
stóriðja, að ekki sé minnst á aukin
lífsgæði ofannefnds sjúklingahóps,
sem erfitt er að meta til fjár.
Stöndum því upp og gerum átak í
þessum málaflokki. Búum vel að og
eflum starfsemi Grensásdeildar og
Reykjalundar. Góð heilsa er gulli
betri.
Er Grensásdeild
Landspítalans
gleymd?
Björn Önundarson fjallar um
endurhæfingu í meðferð sjúk-
linga
Björn Önundarson
» Búum vel aðog eflum
starfsemi
Grensásdeildar
og Reykjalund-
ar. Góð heilsa er
gulli betri.
Höfundur er fyrrverandi
tryggingayfirlæknir.