Morgunblaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 31
HINN 17. febrúar sl. svaraði Árni
Finnsson, formaður Náttúruvernd-
arsamtaka Íslands, grein minni frá
15. febrúar þar sem ég leyfði mér að
líta á umhverfismál frá
óhefðbundnu sjón-
arhorni. Líta á hitnun
jarðar sem vanda alls
mannkyns en ekki sem
þröngt vandamál okkar
Íslendinga.
Ýmislegt misskildi
Árni í grein minni. Las
í hana hugsun sem þar
er ekki að finna og mis-
skildi annað sem þar er
þó greinilega sagt.
Hvort um óvandvirkni
er að ræða eða ásetning
skal ég ekki segja en
málefnalegt er það ekki.
Skulu hér nefnd
nokkur dæmi.
Árni segir. „Nú hefur
Pétur þó áttað sig á því
að vísindamenn telja
ótvírætt að loftslag
jarðar breytist ört
vegna gróðurhúsaáhrifa
af manna völdum.“
Þetta sagði ég að sjálf-
sögðu ekki enda er
þessi kenning alls ekki
ótvíræð heldur segir
skýrslan að miklar líkur
(90%) séu á að kenningin gildi. Eina
sem ég sagði um þetta í grein minni
var: „Dökk nýleg skýrsla um að hitn-
un jarðar sé enn líklegri en áður var
talið…“
Áfram heldur formaður Nátt-
úruverndarsamtaka Íslands: „Virðist
jafnvel halda að ekkert þurfi að gera
vegna útstreymis gróðurhúsaloftteg-
unda frá þessum uppsprettum.“
Hvar í ósköpunum sagði ég þetta í
greininni? Ég tel einmitt að við þurf-
um að gera allt sem við getum til að
minnka losun gróðurhúsaloftegunda
hjá okkur og koma í veg fyrir aðra
mengun. Hverju þjónar svona mál-
flutningur, Árni?
Svo talar hann um að mér hefi yf-
irsést annar útblástur í tengslum við
álframleiðslu og nefnir perflúorkol-
efni (PFC). Það eru mörg mengandi
efni sem fylgja álframleiðslu hvar í
heiminum sem hún er stunduð.
Greininni minni var ætlað að benda á
að rafmagnið, sem álframleiðsla
krefst, veldur lítilli losun gróð-
urhúsalofttegunda hér
á landi en gífurlega
mikilli losun þar sem
það er framleitt með ol-
íu, gasi eða kolum ann-
ars staðar í heiminum.
Enn fremur: „Sam-
kvæmt röksemda-
færslu Péturs munu
virkjanir hér á landi
best duga til að fram-
leiða ál á Íslandi.“ Þetta
er ekki satt, Árni! Ég
skrifaði einmitt: „Hér
hefur útflutningur orku
verið metinn með tilliti
til framleiðslu á áli. Það
er samt alls ekki eini
möguleiki okkar til út-
flutnings á orku og má
jafnvel segja að nægi-
lega mörg egg séu
komin í þá körfu.“
Enn segir Árni: „Það
fer alveg fram hjá
Pétri að endurnýting
áls er besta nýtingin og
fyrir því hafa erlend
umhverfisvernd-
arsamtök barist.“
Hvernig skyldi Árni
hafa lesið eftirfarandi í grein minni:
„Hins vegar getur fólk með réttu
spurt hvort yfirleitt eigi að framleiða
ál sem veldur svona mikilli CO2-
losun. Því hefur verið svarað þannig
að ál sé mjög auðvelt og ódýrt að
endurvinna öndvert við önnur efni.“?
Árni segist eftirláta mér að sann-
færa Indverja og Kínverja um að
þeir hafi minni rétt til að menga and-
rúmsloftið en Íslendingar. Ég ætla
ekki að sannfæra einn eða neinn.
Bendi bara á að þegar mokað er heilu
fjöllunum af kolum á ofnana til að
framleiða rafmagn til álframleiðslu í
t.d. Kína (með dapurlegri slysatíðni)
veldur framleiðsla rafmagnsins ein
og sér losun upp á nærri 15 tonn af
CO2 á hvert tonn áls en engri hér.
Skyldi Árni trúa á þessa kenningu
um hitnun jarðar eða er Kína á öðr-
um hnetti?
Þetta var um missagnir og mi-
stúlkanir Árna Finnssonar formanns
Náttúrverndarsamtaka Íslands í
svari sínu við grein minni. Ónot eins
og „Fylgist Pétur ekki með?“ eða
„STEFNA eða stefnuleysi Sjálf-
stæðisflokksins í umhverfismálum
sést best á því að Pétur Blöndal
þingmaður hefur verið einn helsti
talsmaður flokksins í umhverf-
ismálum“ ætla ég ekki að ræða.
Árni lýkur grein sinni með því að
segja: „Hæpið er að viðkomandi um-
hverfisverndarsamtök geri kröfur
um meiri eyðileggingu á nátt-
úrugæðum til að fá nokkra dropa til
viðbótar í orkuhít heimsins?“ Und-
arlegt. Þegar það hentar í um-
ræðunni er Ísland mælt í dropatali
en þegar talað er um mengun okkar
og losun þá skiptir Ísland (með
réttu) heilmiklu máli. Gæti formaður
Náttúruverndarsamtaka Íslands
haft sömu skoðun báðum megin?
Þá kem ég að kjarna þessa máls.
Við höfum kynnst óbilgirni al-
þjóðlegra umhverfissamtaka bæði
hér á landi gagnvart hvalveiðum og á
Grænlandi gagnvart selveiðum og
jafnvel eru ræddar aðgerðir gegn
fiskveiðum. Ef þessi kenning um
uggvænlega hlýnun jarðar vegna
losunar gróðurhúsalofttegunda er
rétt, eru milljónir manna í hættu í
Bangladesh og Rússlandi vegna
hækkun sjávar og vegna þess að
eyðimerkur Afríku, Asíu og víðar
þenjast út. Óveður munu magnast og
jafnvel hætta á að Golfstraumurinn
leggist af. Þá verður leitað í örvænt-
ingu að tækni til að minnka losun og
að orku sem veldur minni losun.
Heldur einhver í alvöru að þessi
voldugu alþjóðasamtök, sem margt
gott hafa látið af sér leiða, muni ekki
krefjast þess að mengunarlaus orka
verði beisluð hvar sem hún finnst?
Að við virkjum hvern foss? Munu
þeir hlusta á tilfinningar okkar gagn-
vart Gullfossi eða Dettifossi frekar
en á mjóróma raddir Grænlendinga
sem vildu fá að veiða lífsbjörgina,
selinn?
Fallegur hvað, munu þeir spyrja.
Er ekki nóg að skrúfað verði frá
Gullfossi um helgar? Milli 9 og 5?
Nei. Árni þarf að standa með okk-
ur í þeirri baráttu.
Eru umhverfismál
bara fyrir suma?
Pétur H. Blöndal fjallar um um-
hverfismál og svarar grein
Árna Finnssonar
»Heldur ein-hver í alvöru
að þessi voldugu
alþjóðasamtök
… muni ekki
krefjast þess að
mengunarlaus
orka verði beisl-
uð hvar sem hún
finnst?
Pétur H. Blöndal
Höfundur er þingmaður.
Í MORGUNBLAÐINU 10. febr-
úar sl. er vitnað í ávarp formanns
bankaráðs Landsbankans á aðal-
fundi bankans, þar sem hann sagði
það mikið „heillaspor fyrir íslenzkt
atvinnulíf og samfélagið allt að losa
um tök stjórnmálamanna á fjár-
málafyrirtækjum landsins og fela
þau í hendur einstaklingum.“
Þarna er réttilega að orði komizt:
Valdamennirnir fólu fyrirtækin í
hendur einkavinunum, því sala gat
það varla talizt.
Og einkavinurinn í bankanum fór
í ræðu sinni orðum um andstöðu við
einkavæðingu bankanna og hugs-
anlega sölu þeirra til erlendra aðila.
Sannleikurinn er sá, að það var
engin teljandi andstaða við einka-
væðingu bankanna. Og engum datt
í hug að selja þá erlendis nema
bankamálaráðherra Framsókn-
arflokksins frá Lómatjörn.
Andstaðan við hina svokölluðu
„sölu“ bankanna var nær eingöngu
sprottin af því hvernig sú „sala“ fór
fram. Það á raunar við um alla
einkavæðingu íslenzku ríkisstjórn-
arinnar.
Það var frá upphafi ljóst, og hefir
komið æ því betur á daginn, að eign-
ir ríkisins (les: almennings) voru
seldar langt undir sannvirði. Upp-
hafið að allri þeirri þrælmennsku
má auðvitað rekja til stórþjófnaðar
sjávarauðlindarinnar. Þar komust
ráðamenn á bragðið, til handa sjálf-
um sér og valdablokkum sínum. Sá
dagur mun upp renna, að opinber
rannsókn verður gerð á allri starf-
semi Einkavæðingarnefndar. Þá
munu staðreyndirnar birtast mönn-
um í hrikaleik sínum. Auðvitað
reynir formaðurinn að leiða al-
menning á villigötur, þegar hann
talar um óstöðugleika og verð-
þenslu sem óvini bankanna. Í þeim
hildarleik, sem Íslendingar hafa lif-
að í efnahagsmálum síðustu miss-
erin, hafa bankarnir makað krókinn
ótæpilega og vextir og verðtrygg-
ingar með þeim ókjörum, að sliga
mun skuldara, sér í lagi ungt fólk,
sem er að koma sér upp þaki yfir
höfuðið. Og undir verðþensluna
hafa bankar kynt af miklum móð.
Mætti kannski allra mildilegast
biðja um álit bankaráðsformanns-
ins á sölu Landsbankaráðsmann-
anna Helga S. Guðmundssonar og
Kjartans Gunnarssonar á hluta-
bréfum bankans í Vátrygginga-
félagi Íslands? Honum er fullkunn-
ugt um þau viðskipti, enda missti
hann áreiðanlega stóran spón úr
aski sínum við þá „sölu“. Helgi og
Kjartan seldu S-hópnum, þar sem
Finnur Ingólfsson og Helgi sjálfur
voru höfuðpaurar, og Halldóri Ás-
grímssyni bréfin fyrir kr. 6,8 millj-
arða. Seldu þau síðan tæpum þrem-
ur árum síðar fyrir kr. 32 milljarða
– þrjátíuogtvöþúsundmillj-
ónirkróna. Mismunur 25 milljarðar
rúmir.
Ölgerðarmenn fíkjast kannski
ekki í slíkar fjárhæðir, en við hin
verðum að gjalti. Og aðferðirnar
lærdómsríkar. Kannski eft-
irbreytniverðar einnig? Eða hræða
heillasporin?
Sverrir Hermannsson
Heillasporin
Höfundur er fyrrverandi
alþingismaður.
ÞAÐ er misskilningur að hægt
sé að setja lög sem hamla komu
útlendinga til landsins án þess að
það bitni á íslenskum
ríkisborgurum. Ég
vona að mín saga
sýni að ströng inn-
flytjendalöggjöf bitni
á Íslendingum, ekki
síður en á þeim sem
hingað vilja flytja.
Ég bý nú í Banda-
ríkjunum ásamt
Sonju, konu minni,
sem er Ameríkani.
Sumarið 2004 fluttum
við til Íslands og ætl-
uðum að búa hér á
landi. Við vissum
ekki um vorið að lög
höfðu verið sett sem
bönnuðu að veitt
væru dvalarleyfi á
grundvelli hjúskapar
fyrir hjón yngri en
25 ára að aldri (svo-
kölluð 24 ára regla).
Ég var 23ja og hún
22ja þetta sumar. Við
fengum engar upp-
lýsingar um þessar
reglur frá Útlend-
ingastofnun. Ég hafði
misst af setningu þessara laga því
á þessum tíma stóð umræðan um
fjölmiðlafrumvarpið sem hæst og
voru það einu fréttirnar sem mér
bárust að heiman.
Konan mín frétti af þessu á
undan mér frá Alþjóðahúsinu. Ég
hringdi í Útlendingastofnun þar
sem fullyrt var við mig að þetta
yrði ekki vandamál. Í trausti
þeirra orða þá giftum við okkur
seinna um sumarið og sóttum upp
úr því um dvalarleyfi fyrir konu
mína. Svar átti að berast innan
sex til átta vikna. Þegar átta vik-
ur voru liðnar og ekkert hafði
borist frá Útlendingastofnun
hringdi ég þangað til að forvitnast
um stöðu umsóknarinnar og var
sagt að allt væri í réttum farvegi
og við myndum fá svar fljótlega.
Þremur mánuðum eftir að við
höfðum lagt inn um-
sóknina fékk hún bréf
þar sem henni var
tjáð að umsókn henn-
ar væri hafnað á for-
sendum 24ra ára regl-
unnar og hún hefði
þrjár vikur til að
koma sér úr landi.
Þetta var áfall. Með
því að fara bakleiðir í
kerfinu, hringja í fólk
sem þekkti fólk, tókst
okkur að redda þessu
fyrir horn. Hún fékk
tímabundið dval-
arleyfi. En þar sem
við treystum ekki
lengur Útlend-
ingastofnun ákváðum
við að flytja til
Bandaríkjanna, og
gerðum það strax
næsta sumar, nokkr-
um mánuðum áður en
tímabundna dval-
arleyfið rann út. Það
var einfalt og greið-
legt að sækja um og
fá dvalarleyfi fyrir
mig í Bandaríkjunum. Sex vikum
eftir að hafa sótt um, var ég kom-
inn með „grænt kort“ og gat því
búið og starfað þar eins og ég
vildi.
Ég vona að þessi saga svari
spurningunni um á hverjum
ströng innflytjendalöggjöf bitnar.
Það eru íslenskir ríkisborgarar.
Síðan er annað mál hverjir græða.
Hvern skaðar ströng
innflytjendalöggjöf?
Kári Tulinius skrifar um afleið-
ingar svokallaðrar 24 ára reglu
fyrir sig og bandaríska eig-
inkonu sína
Kári Tulinius
»Ég vona aðsaga mín-
sýni að ströng
innflytjendalög-
gjöf bitni á Ís-
lendingum, ekki
síður en á þeim
sem hingað vilja
flytja.
Höfundur er starfsmaður fé-
lagsþjónustu Providence,
Rhode Island.
EFTIRSPURN eftir orku fer
hratt vaxandi og ef fram heldur
sem horfir mun orkuþörf mannkyns
aukast um 50% næsta
aldarfjórðunginn.
Jafnframt stefnir í að
brennsla á jarð-
efnaeldsneyti – kolum,
olíu og gasi – verði æ
stærri hluti af þessari
vaxandi orkuköku,
með þeirri auknu los-
un gróðurhúsaloftteg-
unda sem slíkri
brennslu fylgir. Þetta
er meðal þess sem
fram kom í erindi Þor-
kels Helgasonar orku-
málastjóra á dög-
unum, á hádegisverðarfundi
Samorku, samtaka orku- og veitu-
fyrirtækja.
Hrein orka á Íslandi
Sama dag var haldinn aðalfundur
Samorku þar sem samþykkt var
ályktun um loftslagsmálin, Ísland
og endurnýjanlega orkugjafa. Þar
er baráttunni gegn vaxandi losun
gróðurhúsalofttegunda lýst sem
einni mikilvægustu áskorun ver-
aldar nú um stundir. Jafnframt er í
ályktun fundarins lýst sérstökum
fögnuði yfir því að íslenskir fjár-
festar séu nú að hefja aukna útrás í
krafti íslenskrar þekkingar á nýt-
ingu endurnýjanlegra orkulinda.
Þar eiga Íslendingar langa sögu og
hafa til dæmis lengi verið í far-
arbroddi þekkingar á nýtingu jarð-
hita, auk þess sem hér er nú unnið
mikið starf við rannsóknir og þróun
á nýjum vistvænum orkugjöfum.
Loftslagsvandinn sem við er að
etja er fyrst og fremst
til kominn vegna
brennslu á jarð-
efnaeldsneyti. Um all-
an heim er því lögð
áhersla á mikilvægi
þess að auka hlut end-
urnýjanlegra orku-
gjafa og stuðla að
orkusparnaði. Evrópu-
sambandið hefur til
dæmis sett sér það
metnaðarfulla mark-
mið að árið 2020 verði
20% heildarorkunotk-
unar innan þess fengin
frá endurnýjanlegum orkugjöfum,
en þar er þetta hlutfall nú um 7%. Á
Íslandi er þetta hlutfall hins vegar
um 72%, og nær 100% ef horft er til
raforkuframleiðslu og húshitunar.
Ísland er þess vegna í einstakri
stöðu í þessu samhengi og út-
streymi gróðurhúsalofttegunda
vegna nýtingar okkar endurnýj-
anlegu orkulinda er hverfandi sam-
anborið við brennslu jarðefnaelds-
neytis. Þetta hefur
alþjóðasamfélagið viðurkennt og
með sérstakri samþykkt við svo-
nefnda Kyoto-bókun við loftslags-
samning Sameinuðu þjóðanna var
Íslandi heimilað að auka útstreymi
vegna einstakra iðjuvera, enda yrðu
loftslagsáhrif af starfsemi þessara
iðjuvera annars staðar mun meiri
en hér á landi. Loftslagsmálin eru
jú í eðli sínu hnattrænt viðfangs-
efni. Nýlega var nefnt dæmi um
sjöfalda losun gróðurhúsaloftteg-
unda vegna álvers sem byggist á
orku frá kolum, miðað við álver sem
nú er verið að reisa hér á landi.
Okkar framlag
Einstakar virkjunarfram-
kvæmdir verða ávallt tilefni skoð-
anaskipta út frá sjónarmiðum nátt-
úruverndar. Hlýnun lofthjúps
jarðar kallar hins vegar á aukinn
hlut endurnýjanlegra orkugjafa,
sem er allt önnur umræða. Því er
ljóst að auk nýtingar á endurnýj-
anlegum orkulindum hérlendis, og
með frumkvöðlastarfsemi við þróun
nýrra vistvænna orkugjafa, munu
Íslendingar með útrás þekkingar
hins íslenska orkugeira leggja sitt
af mörkum í einu mikilvægasta
verkefni samtímans – baráttunni
gegn hlýnun lofthjúps jarðar.
Hrein orka og hlýnun loftslags
Gústaf Adolf Skúlason fjallar
um orkumál »Um allan heim erlögð áhersla á mik-
ilvægi þess að auka hlut
endurnýjanlegra orku-
gjafa en þar er Ísland í
einstakri stöðu
Gústaf Adolf Skúlason
Höfundur er aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Samorku, samtaka
orku- og veitufyrirtækja.