Morgunblaðið - 21.02.2007, Síða 38

Morgunblaðið - 21.02.2007, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Atvinnuauglýsingar Mjólkurfræðingur MS Blönduósi óskar eftir að ráða mjólkur- fræðing til starfa sem fyrst. Í starfsstöðinni á Blönduósi er framleitt mjólkurduft, rjómaostar, kryddsmjör og viðbit. Nánari upplýsingar gefur Jón K. Baldursson í síma 569 2220. Umsóknarfrestur er til 2. mars nk. og skulu umsóknir berast til starfsmanna- stjóra, Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík eða á net- fangið starfsmannasvid@ms.is Mjólkursamsalan ehf. er framleiðslu-, þjónustu- og markaðsfyrirtæki í mjólkuriðnaði. Hjá Mjólkursamsölunni og dótturfyrirtækjum starfa um 550 manns. ,,Au pair’’ óskast Við erum 5 manna íslensk fjölskylda á Tenerife og okkur vantar ,,au pair’’ frá og með 15. mars í a.m.k. 4 mánuði til að aðstoða okkur með 3 litla gutta og létt heimilisstörf. Vinsamlegast sendið umsókn á jonadis@hotmail.com. Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur SFR Aðalfundur SFR verður haldinn laugardaginn 31. mars kl. 13. Á dagskrá eru venjubundin aðalfundarstörf. Lagabreytingar: Tillaga um breytingu á 11. gr. laga SFR. Tillagan verður birt á www.sfr.is innan skamms. SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu. Tilkynningar Skipulagsauglýsing Gamli miðbærinn Borgarnesi Deiliskipulagsbreytingar Í samræmi við 26. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við breytingu á ofangreindu skipulagi. Breytingar felast í því að íbúðarfjölda í ein- stökum húsum er breytt ásamt því sem bíla- stæðum við Skúlagötu er breytt. Deiliskipulag verður til sýnis í ráðhúsi Borgar- byggðar frá 21. febrúar 2007 til 21. mars 2007. Frestur til athugasemda vegna deiliskipulags rennur út 4. apríl 2007. Athugasemdir við breytingar á skipulaginu skulu vera skriflegar og berast til skrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgar- nesi. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillög- una fyrir tiltekinn frest til athugasemda, telst samþykkur tillögunni. Borgarnesi 12. febrúar 2007. Forstöðumaður framkvæmdasviðs Borgarbyggðar. Fréttir á SMS VIÐSKIPTAVINIR Happdrættis SÍBS geta átt von á glaðningi á árinu því þá verða dregnir út alls 60 Honda Jazz-bílar, þar af 50 á næstu mán- uðum. Honda Jazz hefur stundum verið kallaður „stærsti smábíllinn“, því innanrými er bæði mikið og vel skipulagt. Þannig er hægt að leggja niður aftursætin og mynda slétt gólf allt að sætisbökum og þá minnir geymslurýmið aftur í mest á góðan skutbíl, segir í fréttatilkynningu. Nýverið var Málhildi Angantýs- dóttur afhent Honda Jazz bifreið sem hún vann í Happdrætti SÍBS. Vinningur Fulltrúi Happdrættis SÍBS, Kristín Þóra Sverrisdóttir, afhendir Málhildi Angantýsdóttur vinninginn ásamt blómvendi. 60 Honda Jazz-bílar í vinninga 2007 FRÐASJÓÐUR fatlaðra í Skagafirði var stofnaður fyrir nokkru með einnar milljónar króna framlagi úr Menningarsjóði Kaupfélags Skag- firðinga. Það var Þórólfur Gíslason kaup- félagsstjóri sem fyrir hönd Menning- arsjóðsins afhenti stofnframlagið og sagði hann þessa ákvörðun sjóð- stjórnar miðast að því að gefa þeim fötluðu einstaklingum sem meðal annars þyrftu á sértækum úrræðum að halda til ferðalaga aukin tækifæri til að ferðast, innanlands sem utan, og njóta þeirra lífsgæða og lífsfyll- ingar sem ferðalög veittu. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Byggðasamlags um málefni fatlaðra, veitti gjöfinni viðtöku og þakkaði, en afhenti hana síðan einum af starfsmönnum Iðju hæfingar, Steinari Þór Björnssyni, sem tók við henni fyrir hönd þeirra sem njóta munu. Iðja hæfing er rekin af sveitarfé- laginu Skagafirði fyrir fatlaða ein- staklinga og eru þar innt af hendi ýmis störf og þjónusta fyrir stofn- anir og fyrirtæki á svæðinu. Í Iðju hæfingu eru núna ellefu fatlaðir starfsmenn, en aðrir starfs- menn eru sjö og forstöðumaður er Þuríður G. Ingvarsdóttir. Ferðasjóður fatlaðra í Skagafirði stofnaður AÐ GEFNU tilefni vill áhugafélag um vegtengingu milli lands og Eyja, Ægisdyr, ítreka að hug- myndin um jarðgöng milli lands og Eyja lifir enn góðu lífi. „Ægisdyrum fylgir stór hluti íbúa Vestmannaeyja og nágranna okkar á Suðurlandi sem sjá jarð- göng sem einu varanlegu lausnina fyrir þetta svæði. Nú nýverið var haldinn ágætur fundur með for- svarsmönnum Vegagerðarinnar og samgönguráðuneytisins, þar sem staða gangamálsins var rædd með þeim sérfræðingum sem komið hafa að málinu. Ægisdyr binda góð- ar vonir við að með þeim fundi komist hreyfing á málin og rann- sóknum vegna jarðganga verði gert jafn hátt undir höfði og öðrum kost- um sem eru til skoðunar,“ segir m.a. í frétt frá Ægisdyrum. „Ægisdyr eru að vinna í því af fullum krafti að koma af stað nauð- synlegum jarðfræðirannsóknum við Eyjar, en allir sérfræðingar eru sammála um að það sé svæðið sem þurfi að skoða hvað best. Stefnt er á að þær rannsóknir hefjist á vordög- um og niðurstöður liggi fyrir í byrj- un sumars.“ Hugmynd um jarðgöng til skoðunar STJÓRN Samfylkingarfélags Borg- arbyggðar samþykkti á fundi sínum hinn 12. febrúar sl. að beina þeim eindregnu tilmælum til stjórnvalda að sjá til þess að vegatollar í Hval- fjarðargöngin verði aflagðir með öllu. Það skuli gert hið allra fyrsta, en ekki árið 2018 eins og áætlanir gera ráð fyrir. „Það að ein akstursleið út úr höf- uðborginni sé skattlögð sérstaklega umfram aðrar er hrópandi órétt- læti sem ekki á að líða lengur, enda brýtur það gegn jafnræðissjón- armiðum,“ segir í ályktuninni. Mótmæla vega- tollum í Hval- fjarðargöngin MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Hug- smiðjunni vegna fréttar Stöðvar 2 laugardaginn 17. febrúar sl.: Í kvöldfréttum Stöðvar 2 laug- ardaginn 17. febrúar var flutt frétt sem á vefsvæði stöðvarinnar nefnd- ist „Vandséð hvernig Byrgið teng- ist framboði til öryggisráðs SÞ“. Í fréttinni var fjallað um myndasíðu á vef utanríkisráðuneytisins undir tenglinum „News and Media“ en þar var aðeins ein mynd, tekin af húsnæði Byrgisins með bíl merkt- um Byrginu í forgrunni. Birtingu umræddrar myndar má rekja til mannlegra mistaka af hálfu starfsmanns Hugsmiðjunnar sem fékk það verkefni að ganga frá myndasíðu fyrir vef utanríkisráðu- neytisins vegna framboðs Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ekki var ætlunin að opna þessa síðu fyrr en starfsmenn utanrík- isráðuneytisins væru búnir að setja inn á hana viðeigandi myndefni. Til að prófa virkni síðunnar afritaði starfsmaðurinn mynd sem tengdist aðalfrétt á mbl.is á þeirri stundu og hlóð inn á síðuna. Hins vegar gleymdi hann að taka myndina út og því var hún aðgengileg öllum sem heimsóttu þennan hluta vefsíð- unnar. Í fréttinni henda fréttamenn Stöðvar 2 á lofti augljós mistök og gera að fréttamat án þess að gera nokkra tilraun til að kanna hvað að baki liggur. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur ekki séð ástæðu til að leið- rétta eða skýra fréttina frekar þrátt fyrir að eftir því væri óskað af hálfu Hugsmiðjunnar. Stjórnendum Hugsmiðjunnar er ljós alvara málsins og harma mjög þau óþægindi sem utanríkisráðu- neytið, utanríkisráðherra og starfs- menn ráðuneytisins hafa orðið fyrir vegna þessa. Jafnframt skal það upplýst að stjórnendur hafa gert ráðstafanir innan Hugsmiðjunnar til að tryggja að slíkt atvik komi ekki fyrir aftur. Yfirlýsing frá Hugsmiðjunni HRAFNAÞING Náttúrufræðistofn- unar verður haldið í dag, miðviku- dag 21. febrúar, og hefst að venju kl. 12.15 í Möguleikhúsinu við Hlemm. „Hugtakið líffræðileg fjölbreytni er orðið þekkt í umræðu um nátt- úruvernd en færri þekkja hugtakið jarðfræðileg fjölbreytni (e: geodi- versity). Sigmundur Einarsson, jarð- fræðingur, kynnir það í fyrirlestri sínum á Hrafnaþingi,“ segir í frétta- tilkynningu. Nánari umfjöllun um erindi Sig- mundar er á heimasíðu Nátt- úrfræðistofnunar á slóðinni http:// ni.is/midlun-og-thjonusta/ hrafnathing/greinar//nr/538 en dagskrá Hrafnaþings í vetur má finna á slóðinni http://ni.is/midlun- og-thjonusta/hrafnathing/ vetur2006_07/ Jarðfræðileg fjölbreytni ingu einstaklingsmiðaðs náms í grunnskólum í Helsingjaborg. Hon- um til fulltingis er Mona Anderson grunnskólakennari, sem stýrir mál- stofu um hagnýt atriði fyrir kenn- ara til að koma á einstaklingsmið- uðu námi. Í fjórum öðrum málstofum verð- ur fjallað um lýðræði í skólastarfi, rafrænt námsumhverfi, teym- isvinnu kennara og bætta hegðun og samskipti í skólum. Meðal fyr- irlesara í málstofum eru tvær stúlk- ur í 9. bekk Laugalækjarskóla sem stunda fjarnám í ensku og kalla þær erindi sitt Með forskot í fjarnámi. Lokaerindi ráðstefnunnar flytur Júlíus K. Björnsson, forstöðumaður Námsmatsstofnunar, og mun hann fjalla um hugmyndir að breyttu sniði á samræmdum prófum. Ráðstefna reykvískra grunn- skólakennara er árlegur viðburður og ávallt haldin á öskudegi, á starfsdegi kennara. Á SJÖTTA hundrað manns hafa skráð sig á ráðstefnuna Ólíkir nem- endur – ólíkar leiðir, sem haldin er í dag, miðvikudaginn 21. febrúar, í samstarfi menntasviðs Reykjavík- urborgar, Kennarafélags Reykja- víkur og Skólastjórafélags Reykja- víkur. Ráðstefnan er haldin á Hótel Nordica og er hluti af símenntun kennara og skólastjórnenda í Reykjavík. Aðalfyrirlesari er sænski skólaþróunarfræðingurinn Ulf Hedén, sem stýrt hefur innleið- Ræða framþró- un og breyt- ingar á prófum KYNBUNDIÐ ofbeldi og aðgerðir gegn því verða til umræðu á morg- unverðarfundi á Grand Hóteli í dag miðvikudaginn 21. febrúar, og hefst fundurinn kl. 8. Erindi flytja Guðrún Jónsdóttir, Stígamótum, Ása Ólafs- dóttir lögfræðingur og Kristín Ást- geirsdóttir, forstöðumaður RIKK. Á eftir verða pallborðsumræður. Að fundinum standa: Femínistafélag Ís- lands, Kvenfélagasamband Íslands Kvennaathvarfið, Kvenréttinda- félag Íslands, Mannréttinda- skrifstofa Íslands, Neyðarmóttaka vegna nauðgana, Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við HÍ, Samtök kvenna af erlendum upp- runa, Stígamót og UNIFEM á Ís- landi. Ræða kynbund- ið ofbeldi STELPUKVÖLD til styrktar Ljós- inu, sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabba- meinsgreinda og aðstandendur þeirra, verður haldið laugardaginn 24. febrúar. Húsið opnað kl. 20 og dagskráin hefst kl. 21 á veitingastaðnum Pravda, Austurstræti 22. Stelpukvöld til styrktar Ljósinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.