Morgunblaðið - 21.02.2007, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 21.02.2007, Qupperneq 44
44 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn HVAR ER KAKAN SEM VAR Í OFNINUM? NAMM! NAMM! HÚN VAR EKKI BÚIN AÐ LYFTA SÉR ÞÚ SEGIR MÉR ÞAÐ NÚNA ÉG HELD AÐ FALLEGT BROS GERI ALLA BETRI ÞAÐ ER SATT... ÞAÐ ER EKKERT EINS AÐLAÐANDI OG FALLEGT BROS SVO LENGI SEM ÞAÐ LÍTUR EÐLILEGA ÚT ALVEG RÉTT ÞÚ FANNST HANN! HVAR VAR HANN EIGINLEGA? HANN VAR AÐ SKOÐA TÍGRISDÝR ÉG ELTI KONU SEM ÉG HÉLT AÐ VÆRI MAMMA OG ÞEGAR ÉG ÁTTAÐI MIG Á ÞVÍ AÐ ÞETTA VAR EKKI HÚN ÞÁ FÓR ÉG TIL TÍGRISDÝRANNA TIL AÐ SPYRJA HVORT ÞAU HEFÐU SÉÐ HOBBES NÆST SKALT ÞÚ BIÐJA FÓLK UM HJÁLP AF HVERJU DATT MÉR ÞAÐ EKKI Í HUG? EN ÞAÐ VERÐUR EKKERT „NÆST.“ HÉÐAN Í FRÁ VERÐUR ÞÚ BUNDINN VIÐ STAUR ÚTI Í GARÐI HVERJA HELGI HA? ÞIÐ TÍGRISDÝRIN ERUÐ EKKI MJÖG HJÁLPLEG STOPP! HVER FER ÞAR ?!? ERTU VINUR EÐA ÓVINUR? ÞETTA HLÝTUR AÐ VERA EDDI... HANN SVARAR ALDREI ÞEGAR HANN ER SPURÐUR KENNARINN ÞINN SEGIR AÐ ÞÚ SOFIR ALLTAF Í KENNSLUSTUNDUM ÉG ER ALLTAF SVO ÞREYTTUR ÞEGAR ÉG KEM Í SKÓLANN SAGÐIR ÞÚ EKKI AÐ ÞÚ TÆKIR ALLTAF STRÆTÓ Í SKÓLANN? NEI, ÉG SAGÐIST ALLTAF ELTA STRÆTÓ Í SKÓLANN ER FYRIRTÆKIÐ Í HÆTTU FYRST ÞIÐ MISSTUÐ SAMNINGINN? ÞETTA ÆTTI AÐ VERA Í LAGI. ÞESS VEGNA VAR ÞAÐ EKKI NÓGU MIKILVÆGT TIL ÞESS AÐ SEGJA ÞÉR VAR ÞETTA EKKI NÓGU MIKILVÆGT TIL ÞESS AÐ SEGJA MÉR EN SAMT NÓGU MIKILVÆGT TIL ÞESS AÐ HUGSA UM ALLA VIKUNA? ÉG BARA ÁKVAÐ AÐ GERA ÞETTA SVONA NÆST SKALT ÞÚ TALA VIÐ MIG FYRST FANNST ÞÚ EITTHVAÐ SKRÍTIÐ Í BLÓÐINU MÍNU? VIÐ SKULUM SEGJA AÐ ÉG HAFI FUNDIÐ SVOLÍTIÐ ÓTRÚLEGT Í BLÓÐINU ÞÍNU ÉG SKIL ÞETTA EKKI EN... PARKER... ÞÚ ERT LÆKNISFRÆÐILEGT UNDUR Mikið verður um að vera íBreiðholti dagana 21.til 25. febrúar en þá erhaldin Breiðholtshátíð – menningarhátíð eldri borgara í Breiðholti. Þráinn Hafsteinsson er frí- stundaráðgjafi í Þjónustumiðstöð Breiðholts: „Við höldum nú í annað sinn menningarhátíð eldri borgara í Breiðholti en hátíðinni er ætlað að varpa ljósi á hve mikið er að gerast í félags- og menningarstarfi í hverf- inu,“ segir Þráinn og bætir við að há- tíðin hafi heppnast mjög vel í fyrra. Dagskrá hátíðarinnar hefst kl. 7 að morgni miðvikudags í Breiðholts- lauginni: „Við byrjum með Potta- pólitík og morgunsundi þar sem stjórnmálamenn koma og ræða mál- in við eldri borgara og fastagesti laugarinnar. Um kl. 9.20 verður vatnsleikfimi undir leiðsögn Brynj- ólfs Brynjólfssonar og kl. 10.30 verð- ur lagt af stað gönguferð undir yf- irskriftinni Rjúfum einangrun eldri borgara, en með göngunni viljum við vekja athygli á nauðsyn þess að yngri sem eldri láti sig varða náung- ann, og koma í veg fyrir einangrun eldri borgara í samfélaginu,“ segir Þráinn. „Íþróttahátíð eldri borgara hefst í Austurbergi kl. 14 og stendur til 16. Íþróttahátíðin er haldin í 16. skipti og þar koma fram 15 hópar eldri borgara sem sýna ýmsar íþróttir og dans. Þar verður Breið- holtshátíð formlega sett og Siv Frið- leifsdóttir heilbrigðisráðherra ávarpar gesti.“ Dagskrá fimmtudagsins er haldin undir einkennisorðunum Kynslóð- irnar saman í Breiðholti: „Við efnum til alls kyns viðburða sem færa kyn- slóðirnar saman. Meðal annars etja nemendur Ölduselsskóla kappi við eldri borgara í bocciakeppni í Ár- skógum, og haldin verður dans- og söngvastund í Hólabrekkuskóla með þátttöku nemenda, eldri borgara úr Breiðholti, Gerðubergskórsins, Dómkirkjuvina og dansara ÍR,“ seg- ir Þráinn. Á föstudag tengist dagskrá Breið- holtshátíðar upphafi Franskra menningardaga í Reykjavík: „Við efnum til stórhátíðar í íþrótta- miðstöðinni Austurbergi. Þangað koma hátt í 500 leikskólabörn alls staðar að úr borginni og syngja og dansa með eldri borgurum, og syngja m.a. Meistara Jakob á frönsku,“ segir Þráinn en Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri, Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti og Nicole Michelangeli, sendiherra Frakklands á Íslandi, flytja ávörp. Haldin verður hátíðardagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur á laugardag, frá kl. 15 til 18: „Við færum miðbæj- arbúum það besta úr Breiðholtinu og bjóðum til viðbótar hópum utan af landi til fagnaðarins,“ segir Þrá- inn. „Kynnir er Breiðhyltingurinn Raggi Bjarna og heiðursgestur sjálf- ur Gunnar Eyjólfsson, frumbyggi úr Breiðholtinu, en hann mun afhenda viðurkenningu fyrir framúrskarandi framlag til Félags eldri borgara í Breiðholti.“ Dagskrá Breiðholtshátíðar má finna á slóðinni www.breidholt.is. Þá hefur dagskrárriti einnig verið dreift á öll heimili í Breiðholti. Loks verður á sunnudag dagskrá við messur í Breiðholtskirkju, Fella- og Hólakirkju og Seljakirkju. Mannlíf | Fjölbreytt dagskrá á Breiðholtshá- tíð eldri borgara dagana 21. til 25. febrúar Menningarhátíð í Breiðholti  Þráinn Haf- steinsson fæddist á Selfossi 1957. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1978 og BS- gráðu í íþrótta- fræði frá Alaba- maháskóla 1985. Þráinn stundaði afreksíþróttir og hefur fengist við ýmis stjórnunar- og þjálfunarstörf innan íþróttahreyfingarinnar sam- hliða kennslustörfum. Þráinn hefur verið frístundaráðgjafi í Þjónustu- miðstöð Breiðholts frá árinu 2005. Eiginkona Þráins er Þórdís Lilja Gísladóttir íþróttafræðingur og eiga þau tvær dætur. ÞAÐ eru væntanlega ekki margir listunnendur sem kysu að skreyta gól sitt með viðlíka feldi en þessi „hamfletting“ er eitt þeirra listaverka sem til sýnis eru á listasýningunni VoozVooz sem ísraelski listamaðurinn Boaz Arad heldur þessa dagana í nútímalistasafninu í Tel Aviv í Ísrael. Reuters Hitler í ham

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.