Morgunblaðið - 21.02.2007, Page 45

Morgunblaðið - 21.02.2007, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 45 dægradvöl 1. c4 Rf6 2. Rf3 e6 3. Rc3 d5 4. d4 Bb4 5. Da4+ Rc6 6. Bg5 0-0 7. e3 h6 8. Bxf6 Dxf6 9. Hc1 Dg6 10. h4 Bd7 11. Db3 a5 12. a3 a4 13. Dd1 Ba5 14. Bd3 Df6 15. g4 e5 16. g5 Dd6 17. gxh6 Dxh6 18. cxd5 exd4 19. exd4 Staðan kom upp í C-flokki Corus- skákhátíðarinnar sem lauk fyrir skömmu í Wijk aan Zee í Hollandi. Rússneska skákkonan og alþjóðlegi meistarinn Nadezhda Kosintseva (2.496) hafði svart gegn hollenska al- þjóðlega meistaranum Manuel Bosbo- om (2.375). 19. … Bg4! 20. dxc6 hvítur hefði einnig staðið höllum fæti eftir 20. Be2 Bxf3 21. Bxf3 Rxd4! Í framhaldinu tapar hvítur miklu liði. 20. … Bxf3 21. Dxf3 Dxc1+ 22. Ke2 Dxb2+ 23. Kf1 Dxc3 24. cxb7 Had8 25. Hh3 Dxd4 26. Df5 g6 27. Dxa5 Dg4 28. Hg3 Dd1+ og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. Bjartar vonir vakna. Norður ♠ÁKD109 ♥D2 ♦74 ♣KD92 Vestur Austur ♠742 ♠G853 ♥5 ♥Á973 ♦10862 ♦G53 ♣ÁG1085 ♣73 Suður ♠6 ♥KG10864 ♦ÁKD9 ♣64 Suður spilar 6♥! Með viðkomu í ásaspurningu ætti að vera hægt að stansa undir slemmu, en Svíanum Pet- er Fredin lá mikið á og hann stökk í sex hjörtu í miðjum klíðum. Þetta var í 8. umferð Flugleiðamótsins á sunnudag. Í vörninni voru Guðmundur Her- mannsson og Helgi Jóhannsson. Guð- mundur hefði getað gert langa sögu stutta með því að spila út laufás, en hann valdi smáan tígul. Fredin lyftist í sætinu, drap gosa Helga og henti strax tveimur laufum niður í spaða. Tók svo annan hátígul og trompaði tígulníuna með tvisti í borði. Og spilaði hjarta- drottningu, sem Helgi drap og hlamm- aði niður spaðagosa. Nú var Fredin í vanda og auðvitað stakk hann frá með tíunni, þannig að Helgi fékk annan slag á trompníu. Einn niður, en ekki átaka- laust. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 andstæða, 8 skvampa, 9 fiskar, 10 væg, 11 togvindu, 13 vísa, 15 hestur, 18 litur, 21 glöð, 22 skapa, 23 hryggð, 24 tómatur. Lóðrétt | 2 sparsemi, 3 sjávardýrs, 4 vafans, 5 detta, 6 beitu, 7 ósoðna, 12 tíndi, 14 missir, 15 fíkniefni, 16 klampana, 17 vik, 18 staut, 19 sé til ama, 20 sjá eftir. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 uggir, 4 makki, 7 aflað, 8 kuldi, 9 aka, 11 stal, 13 kaun, 14 álfur, 15 flot, 17 ámur, 20 inn, 22 úlfúð, 23 jarli, 24 niðja, 25 lúann. Lóðrétt: 1 unaðs, 2 gella, 3 ræða, 4 maka, 5 kólga, 6 ið- inn, 10 kofan, 12 lát, 13 krá, 15 frúin, 16 orfið, 18 merla, 19 reisn, 20 iðja, 21 Njál. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 1 Teiknimynd um þrumuguðinn Þórer í framleiðslu og væntanlega frumsýnd árið 2010. Hvað heitir ís- lenska framleiðslufyrirtækið sem gerir myndina? 2 Skipulagsráð borgarinnar hefurheimilað flutning á húsi við Laugaveg. Númer hvað er það? 3 Ásgeir Karlsson fyrrum yfirmaðurfíkniefnadeildar hefur fengið nýtt starf innan lögreglunnar. Hvaða starf er það? 4 Íslenskur leikmaður með norskaliðinu Elverum skoraði 14 mörk í leik um helgina. Hver er hann? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Hvað eru margir dagar í reykingabann á veitingahúsum og skemmtistöðum í Reykjavík? Svar: Um 100 dagar. 2. Ungur piltur nældi sér í Norðulandameistaratit- ilinn í einum af yngri aldursflokkunum í skólaskák. Hver er hann? Svar: Hjörvar Steinn Grétarsson. 3. Komið hefur í ljós blýmengun í vatni einnar rannsóknarstofn- unarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Hvaða stofnun? Svar: Keldur. 4. Páll Valsson hef- ur látið af störfum sem útgáfustjóri einnar af helstu forlögum landsins. Hvaða forlag er það? Svar: Edda. Spurt er… ritstjorn@mbl.is    ORGELTÓNLEIKAR hafa alla jafna ekki verið fjölsóttar sam- komur, a.m.k. ekki á Akureyri. Það var því mjög ánægjulegt hve marg- ir komu og vermdu áheyrendabekk- ina á óskalagatónleikum Eyþórs Inga Jónssonar organista í Ak- ureyrarkirkju á laugardaginn. Til- urð og efnisskrá tónleikanna hefur örugglega haft sitt að segja. Eyþór hafði auglýst eftir óskum um lög á tónleikana nokkrum vikum áður og bárust yfir 40 beiðnir um lög af ýmsum toga. Að bjóða fólki að velja óskalög er algengt í útvarpi en ekki fyrir flutning á tónleikum. Þetta gerir öðruvísi kröfur til orgelleikara, en er þeim kannski ekkert mjög fram- andi þar sem þeir þurfa oft að verða við óskum fólks um alls kyns músík t.d. í brúðkaupum. Þeir þurfa semsagt að geta pikkað upp lög og útsett eða spilað eftir eyranu með skömmum fyrirvara. En að bjóða upp á orgeltónleika með óskalögum er nýtt, ferskt og skemmtilegt. Þetta er líka tilraun til að ná meira til fólksins og tón- listarmenn í klassíska geiranum þurfa á því að halda. Af óskalistanum með á fimmta tug laga valdi Eyþór ellefu til flutn- ings á tónleikunum. Fyrst gat að heyra frægt reffilegt brúðkaupslag: „The prince Denmark’s march“ eft- ir Jeremiah Clarke. Marsinn er saminn fyrir orgel og var fumlaus og kraftmikill í meðförum Eyþórs. Þá kom látlaust lag, „Brekkan“ eft- ir Hörð Torfason, vel leikið en dýpri tónarnir runnu dálítið saman í flutningnum. Djass í 5⁄4, „Take five“ eftir Paul Desmond var næst- ur og hljómaði mjög áheyrilega, ekki síst viðeigandi gæsaleg rödd í orgelinu í lokaerindinu. Að ósekju hefði fyrsta sólómelódía lagsins, sem er eiginlega partur af tónsmíð- inni, mátt hljóma með og end- urteknum erindum fækkað á móti. Á upprunalega óskalistanum voru um 15 nýsamin lög. Tvö þeirra voru orgelstykkin Fantasía fyrir orgel eftir Hauk Ágústsson og Jarðarfararmars eftir Gísla Jóhann Grétarsson. Bæði hlutu náð fyrir eyrum Eyþórs í verkefnavalinu og lék hann þau af næmi og smekkvísi eins og gegnumsneitt alla efnis- skrána. Fantasían er með róm- antískum Mendelssohn-blæ, þokka- leg tónsmíð en virkaði dálítið reikandi og lítt afgerandi. Jarð- arfararmarsinn var uppfullur af al- varleika sorgarinnar, drungalegur í byrjun, síðan svolítið poppaður í rytma og með miklu crescendói í lokin, frambærileg og vel upp byggð tónsmíð. Popparinn Björgvin Halldórsson bað um lagið „Skýið“ eftir hann sjálfan til flutnings á tónleikunum og fékk ósk sína uppfyllta. Þetta er falleg melódía og orgelútsetningin og flutningurinn tókst með af- brigðum vel. Zeppelin-tónsmíðin „Stairway to heaven“ var orgelinu erfiðari og melódían varð ef til vill aðeins of bundin við slagrytmann. Gaman hefði verið ef rafgítarsólóið fræga í lok lagsins hefði fengið inni í útsetningunni. Aðalstefin úr Star Wars og Dallas voru sérlega vel heppnuð sem og syrpa úr íslensk- um þjóðlögum þar sem raddval kom mjög laglega út. Besta verkið á tónleikunum var samt sálmforspil eftir Bach tengt föstudeginum langa, „O Mensch, bewein dein Sünde gross“. Enginn tekur þess- um gamla tónjöfri fram í mús- íkarkítektúr og andríki þótt til séu betri verk eftir hann. Eyþór kynnti verkin á afar geð- þekkan og afslappaðan máta sem og orgelið og bauð fólki að koma og skoða það í návígi í lok tónleikanna. Það er öruggt að hljóðfærið sem oft hefur verið kallað drottning hljóð- færanna og orgelmúsík sem kannski þykir ekki alltaf „hipp og kúl“ stimplaði sig mjög skemmti- lega inn í tónleikaflóruna með þess- um óvenjulega og orgelvæna við- burði. Óskalög fyrir orgel Morgunblaðið/Sverrir Skemmtilegt Gagnrýnandi segir uppátæki Eyþórs Inga ferskt og skemmtilegt. TÓNLIST Akureyrarkirkja Laugardagurinn 17. febrúar klukkan 16. Ýmis óskalög leikin á orgel. Eyþór Ingi Jónsson Ívar Aðalsteinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.