Morgunblaðið - 21.02.2007, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 49
/ ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI
HANNIBAL RISING kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i.16 .ára.
HANNIBAL RISING VIP kl. 5:40 - 8 - 10:30
ALPHA DOG kl. 8 - 10:30 B.i.16 .ára.
PERFUME kl. 5 - 8 - 10:40 B.i.12 .ára.
MAN OF THE YEAR kl. 10:30 B.i. 7 .ára.
BLOOD DIAMOND kl. 5 - 8 - 10:40 B.i.16 .ára.
BABEL kl. 8 B.i.16 .ára.
FORELDRAR kl. 6
VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ
FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ
GHOST RIDER kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára
HANNIBAL RISING kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára
ALPHA DOG kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára
CHARLOTTE´S WEB m/ensku tali kl. 5:50 LEYFÐ DIGITAL
VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 2:30 LEYFÐ DIGITAL
FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 2:30 LEYFÐ DIGITAL
SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 2:30 LEYFÐ DIGITAL
ÓSKARSTILNEFNINGAR
m.a. fyrir aðalhlutverk karla/ Leonardo dicaprio5
FRÁ LEIKSTJÓRA “THE LAST SAMURAI”
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
ÓSKARS-
TILNEFNINGAR
8
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
HLAUT GAGNRÝNENDA
VERÐLAUNIN SEM
BESTA MYNDIN
ÓSKARSTILNEFNING
m.a. besta myndin4
GOLDEN GLOBE VERÐLAUN
BESTA ERLENDA MYNDIN
ATH! BÓKIN HEFUR VERIÐ ENDURÚTGEFIN Í
TENGSLUM VIÐ FRUMSÝNINGU MYNDARINNAR
BYGGÐ Á
METSÖLU
SKÁLDSÖGU
PATRICK
SÜSKIND
eee
VJV, TOPP5.IS
eeeee
S.V. - MBL
MYNDIN BRÉF FRÁ IWO
JIMA ER STÓRVIRKI
CLINT EASTWOOD LEIKSTÝRIR MEISTARAVERKINU
LETTERS FROM IWO JIMA SEM VAR M.A. TEKINN UPP Á ÍSLANDI.
HVERSU LANGT ERTU TILBÚINN AÐ GANGA
TIL AÐ HYLJA GLÆP
eee
L.I.B. - TOPP5.IS eeee
L.I.B. - TOPP5.IS
eeee
S.V. MBL.
SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is
ÓSKARS-
TILNEFNING1 ÓSKARS-
TILNEFNINGAR7 eeeee- B.S. FRÉTTABLAÐIÐGOLDEN GLOBE
BESTA MYND ÁRSINS
ÖSKUDAGSBÍÓ
ÖSKUDAGSBÍÓ
ÖSKUDAGSBÍÓ
Leit var gerð í gær á hótelher-bergi sem leikarinn Sylvester
Stallone dvaldi í, í Sydney í Ástralíu,
einkaþotu hans og í glæsivagni.
Ástæðan fyrir leitinni er sú að ólög-
legir hlutir fundust í farangri hans
síðastliðinn föstudag. Ástralskir fjöl-
miðlar greindu frá þessu en ekki er
vitað hvaða hlutir þetta eru.
Dagblaðið Daily Telegraph hefur
það eftir Stallone að þetta sé ekki al-
varlegt, þó svo tollverðir líti svo á.
Stallone fór til Ástralíu til að kynna
nýjustu myndina um hnefaleika-
kappann Rocky Balboa, sem heitir
einmitt Rocky Balboa.
Stallone hélt aftur heim í gær-
kvöld og hefjast nú brátt tökur á
kvikmynd um annan kappa sem
harður er í horn að taka, Rambo.
Rambo-myndin heitir Pearl of the
Cobra, eða Perla kóbraslöngunnar.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Samband líður fyrir það að endalausar
skyldur einkenna það. Leystu ein-
hvern undan áþjáninni, og sá hinn
sami mun gera það sama fyrir þig.
Saman munið þið létta á stemning-
unni.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það er engin tilviljun að þú hittir gaml-
an vin úti í búð eða að manneskjan sem
þú hefur verið að hugsa um hringir í
þig. Svona atburðir eru gjöf og merki
um að þú sért á réttri leið.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Ef einhver spyr þig hvað þig dreymdi,
taktu hann þá alvarlega. Fólk sem hef-
ur áhuga á þér getur líka hjálpað þér. Í
kvöld sigrast þú á óreiðunni, eina
skúffu í einu.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú ert alltaf að tala um að þú hafir
engan tíma til gera neitt skemmtlegt,
en það er ekki satt. Hafðu í huga að
þetta gæti verið gömul sannfæring
sem stjórnar sannleikanum. Í kvöld
fær krakki þig til að leika þér smá.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það eru litlu hlutirnar sem fá þig til að
brosa - fyndin orðaruna af munni lítils
barns eða nýtt tæki sem sparar þér
tíma í eldhúsinu. Húrra fyrir litlum
hlutum!
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Skiptimyntin sem þú hendir ofan á
kommóðuna, er lýsandi fyrir það
hvernig þú nálgast fjármál. Taktu þér
tak í peningamálunum. Og hvaða að-
ferð sem þú velur, byrjaðu a því að
borga sjálfum þér - ekki spurning.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Bjartsýni er smitandi, svo þú verður
ekki að predika yfir neinum að lýta á
björtu hliðarnar. Fyrir liðsheildina
væri ekkert betra en að þú létir flakka
nokkra góða brandara.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Enginn er þú. Þú gætir óskað þess að
það væri ekki svo. Af því að ef það
væru fleiri „þú“, gæturðu framkvæmt
öll atriðin á listanum þínum sem aðeins
"þú" getur gert. En þar sem enginn er
þú, neyðist þú til að leika af fingrum
fram með „þeim“.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
You’re open-minded and threatened by
no one. Listen to the oddball. You
won’t be sorry. Tonight, you draw
people in like a magnet, but paradox-
ically, alone time is what you need
most.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
You make it better. Not because it’s
your job, but because it’s your nature.
Tonight, a Virgo person you trust can
help you minimize stress and maximize
your earnings.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
You’re given a second chance. Take
advantage because you won’t get anot-
her as easy as this one. Tonight, a
slight adjustment could make a huge
difference in your finances.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
What’s interesting to you is perhaps
not so interesting to those around you.
So don’t be surprised if you’re the only
one wide awake in a room full of people
who are nodding off.
stjörnuspá
Holiday Mathis
Hin yndislega Venus kveik-
ir eld í hjörtum okkur þeg-
ar hún færir sig inn á
svæði hrútsins. Við föllum
fyrir yfirgengilega aðlað-
andi fólki, verkefnum og
aðstæðum. Er sú ást viðeigandi? Er
hún djúp, viðkvæm og sönn? Er hún
holl? Vera má að svarið sé "nei" í öll-
um tilfellum, en það aftrar okkur ekki í
að dempa okkur beint út í.
KIRIKOU litli og þorpið hans, ein-
hvers staðar lengst inni í svörtustu
Afríku, einhvers staðar hafði ég séð
það áður, það kom líka á daginn að
Kirikou og villidýrin er framhalds-
mynd, sú fyrri, Kirikou og galdra-
kerlingin, var jólamynd í Sambíó-
unum fyrir fáeinum árum.
Framhaldinu er að vísu ekki sami
sómi sýndur, en það er engu að síð-
ur lítill sem enginn eftirbátur for-
verans.
Titilpersónan er nánast brjóst-
mylkingur en hefur vit og framtaks-
semi á við afganginn af þorpsbúun-
um. Hann hefur fæðst með þessum
ósköpum og Kirikou er sannarlega
þörf því líkt og í fyrri myndinni á
ættbálkurinn hans í stríði við norn-
ina Karaba, sem vill sölsa héraðið
undir ríki sitt.
Það skiptir engu hvað kerlu kem-
ur í hug til að ná sér niðri á Ki-
rikou, hann finnur jafnan krók á
móti bragði. Karaba eyðileggur
uppskeruna og hungursneyð blasir
við, Kirikou gerist leirkerasmiður
og kennir sínu fólki listina, heldur
til stóra þorpsins með smíðagripina
og kemur til baka klyfjaður af mat.
Karaba sendir á hann illvígan tin-
dátaher en brókarlallinn bregður
sér á bak gíraffa og fer með sigur
af hólmi. Þorpskonurnar hyggjast
gera sér glaðan dag og leggja í gör-
óttan drykk, en mjöðinn eitrar sú
hin svarta Karaba og kvenfólkið
liggur fyrir dauðanum. Allt kemur
fyrir ekki, brókarlallinn Kirikou á
ekki í vandræðum með að finna mó-
teitrið.
Kirikou-myndirnar fylla aðeins
upp í stórt gat, sem er til komið
vegna skorts á bíómyndum fyrir
yngstu áhorfendurna. Sjálfsagt er
markhópur þeirra í kringum fimm
ára aldurinn. Teikningarnar eru því
einfaldar og sagan útúrdúralaus en
þess gætt að hafa hana spennandi
fyrir smáfólkið.
Myndirnar læða í leiðinni hollum
og góðum boðskap að áhorfand-
anum og umhverfið er óvenjulegt
og framandi fyrir lítil augu. Vél-
menni, villidýr, skrýtinn gróður,
klæðnaður og vopn, barátta góðs og
ills í algleymingi og auðvelt fyrir
börnin að samsamast hetjunni og
bleyjubossanum Kirikou.
Kirikou í nýjum ævintýrum
Hollt Hollan og góðan boðskap er
að finna í myndinni, að mati gagn-
rýnanda.
KVIKMYNDIR
Laugarásbíó
Teiknimynd með íslenskri talsetningu.
Leikstjóri: Michel Ocelot, Benedicte Ga-
lup. 74 mín. Frakkland 2005.
Kirikou og villidýrin/Kirikou et les bêtes
sauvages
Sæbjörn Valdimarsson
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
HALLA Vilhjálmsdóttir, leikkona
og kynnir X-Factor-þáttanna, hefur
vakið töluverða athygli erlendra
fjölmiðla í kjölfar þess að til hennar
sást með breska leikaranum Jude
Law í miðbæ Reykjavíkur um síð-
ustu helgi.
Í frétt á heimasíðu breska dag-
blaðsins The Sun segir að Halla hafi
boðið leikaranum út að borða á
veitingastaðinn Domo og þau hafi
síðan farið út á lífið, en eins og
fram kom í Morgunblaðinu í gær
sást til þeirra á skemmtistaðnum
Sirkus. Í greininni er vitnað í mann
sem staddur var á staðnum: „Jude
varð fljótt umkringdur stúlkum á
dansgólfinu. Hann hafði hins vegar
eingöngu áhuga á Höllu, sem fékk
þó heilmikla athygli sjálf enda stórt
nafn á Íslandi.“
Stöðugt símasamband
Þá segir á fréttavef Daily India
að þau hafi látið mjög vel hvort að
öðru á Sirkus. „Þau létu sig svo
hverfa stuttu síðar, og það gerðu
þau ekki til þess að fá sér frískt
loft,“ er haft eftir heimildarmanni
vefjarins.
Á fréttavef The Sun segir að
Halla og Law hafi verið í stöðugu
símasambandi síðan hann fór af
landi brott á laugardaginn.
Þegar haft var samband við
Höllu í gær sagðist hún ekki ræða
einkalíf sitt opinberlega.
Jude Law hætti með bresku leik-
konunni Siennu Miller í fyrra, en
þau höfðu átt í stormasömu sam-
bandi í þrjú ár. Hann hefur að und-
anförnu verið orðaður við breska
stúlku að nafni Kate Hopewell.
Law kom hingað til lands ásamt
þremur börnum sínum og fór meðal
annars með þeim á skauta, á hest-
bak og í sund.
Töluvert var um það í gær að er-
lendir fjölmiðlar hefðu samband við
Morgunblaðið og óskuðu eftir ljós-
myndum af Höllu.
Athygli Fjallað var um samband Höllu Vilhjálmsdóttur og Jude Law á heimasíðu dagblaðsins The Sun í gær.
Halla í heimspressunni