Morgunblaðið - 20.03.2007, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur og
Helga Snæ Sigurðsson
ÞÆR eru fátækar af fötum, stúlk-
urnar í auglýsingum sem birst hafa
við hlið hins vinsæla barnatölvuleiks
Wicky woo, sem finna má á vefnum
Leikjaneti.is. Á sama stað birtast
ítrekað auglýsingar um póker á
Netinu. Markhópurinn: Börn á
aldrinum 6–10 ára, ef marka má
innihald leiksins. Forráðamenn átta
ára stúlku, sem var að spila leikinn
um helgina, áttu ekki orð er þeir litu
á skjáinn og sáu „fjórar myndir af
konum berum að neðan að dilla
sér“, líkt og móðir stúlkunnar orðar
það. Þó eru forráðamennirnir til
fyrirmyndar að því leyti að þeir
leyfa stúlkunni ekki að fara á Netið
nema með umsjón.
Aðstandendur Leikjanets.is
segja erfitt að fylgjast með auglýs-
ingum á þeim leikjasíðum sem þeir
vísa á og telja ábyrgðina á auglýs-
ingum á slíkum tilvísunum óljósa.
Hins vegar bregðast þeir ætíð við
ábendingum varðandi ósiðlegar
auglýsingar og taka leikina hið
snarasta út. Það gerðu þeir sam-
stundis með umræddan leik. Á með-
an blaðamaður ræddi við Arthúr
Ólafsson, starfsmann Vefmiðlunar
sem á og rekur Leikjanet.is, brást
hann við ábendingunni og fjarlægði
leikinn.
Á Leikjaneti.is má finna um þús-
und leiki og þegar nýjum leikjum er
bætt þar inn er þess gætt að auglýs-
ingastefna síðnanna þar sem þá er
að finna ofbjóði engum, hvorki
börnum né fullorðnum. Hins vegar
segja þeir hjá Leikjaneti erfitt að
fylgja því eftir að aðstandendur
leikjanna „skipti ekki um skoðun“
og hefji að auglýsa stefnumótaþjón-
ustur með myndum af allt að því
berum konum.
Það hefur einmitt gerst með leik-
inn Wicky woo. Einhverra hluta
vegna telja aðstandendur síðunnar,
þar sem leikinn er að finna, að börn-
in sem hann leiki séu rétti markhóp-
urinn fyrir „hottest site for college
girls“ þar sem „1000’s of sexy new
profiles“ birtast daglega. „Við
treystum því að fólk hafi samband
þegar þetta gerist,“ segir Arthúr um
auglýsingarnar á þeim síðum sem
Leikjanet vísar á. „Við könnum þá
hvort við séum að vísa á fleiri leiki á
sömu síðu og reynum að finna aðrar
síður, með sömu leikjum, í staðinn.“
Langflestar leikjasíðurnar hafa
að sögn Arthúrs engar auglýsingar í
þá veru sem hér um ræðir.
Arthúr segir það ekki hafa verið
kannað til hlítar hvort fyrirtæki
hans beri ábyrgð á auglýsingum á
þeim síðum sem Leikjanet vísar á.
„Mig grunar að það hafi aldrei reynt
á það […] ég veit ekki til þess að það
hafi nokkru sinni reynt á þetta fyrir
rétti hjá neinum. Þannig að það er
eiginlega ekki hægt að svara
þessu.“
Hann segir að reynt sé að hlífa
börnum við auglýsingum á borð við
þessar „alveg eins og hægt er“.
Siðferðileg og lagaleg ábyrgð
Í 8. gr. laga um eftirlit með órétt-
mætum viðskiptaháttum og
gagnsæi markaðarins nr. 57/2005 er
að finna ákvæði um börn og auglýs-
ingar. Þar kemur fram að auglýs-
ingar megi ekki misbjóða börnum.
„Þessi lög taka til allra miðla,
ekki aðeins til ljósvakamiðla og
prentmiðla, heldur allra, þar með
talinna nýju miðlanna,“ segir Ingi-
björg Rafnar, umboðsmaður barna.
Spurð hvort sá sem heldur úti ís-
lenskri síðu, sem vísar á erlendar
síður, beri ábyrgð á auglýsingum og
efni sem þar birtist segir Ingibjörg:
„Þeir setja tengilinn inn á síðuna
sína og í því felst bæði siðferðileg og
hugsanlega lagaleg ábyrgð.“
Hún segir ýmis vandkvæði tengj-
ast ábyrgð og eftirliti á Netinu.
„Það sem foreldrar þurfa að átta sig
á er að ábyrgðin og eftirlitið færist
frá opinberum aðilum yfir á þá
sjálfa. Það getur enginn haldið uppi
þessu eftirliti aðrir en foreldrarnir.“
„Kynþokkafullar háskóla-
stelpur“ óboðnar í heimsókn
Morgunblaðið/Samsett mynd
Klám Forráðamenn átta ára stúlku urðu þess varir að auglýsingar um
fáklæddar stúlkur birtust við hlið vinsæls barnatölvuleiks, Wicky woo.
SAMÞYKKT var á fundi menntaráðs
Reykjavíkurborgar í gær að mælast til
þess við borgarráð að hefja viðræður við
menntamálaráðuneytið um að borgin
tæki við rekstri eins framhaldsskóla.
„Það er eðlilegt framhald á þeirri þró-
un sem verið hefur á starfi grunnskól-
anna á undanförnum árum að við spreyt-
um okkur á rekstri framhaldsskóla,“
sagði Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður
ráðsins.
Hann sagði ávinninginn margvíslegan,
t.a.m. væri það kostur að hafa rekstur
grunnskóla og framhaldsskóla á sömu
hendi til að tryggja sveigjanleg skil á
milli skólastiganna. Eitt af markmiðum
menntaráðs væri einnig að stemma stigu
við brottfalli nemenda, sérstaklega af er-
lendum uppruna, í framhaldsskólunum.
Júlíus Vífill segir ráðið ekki benda á
neinn sérstakan skóla í þessu sambandi
en telji að t.a.m. komi Fjölbrautaskólinn í
Breiðholti sterklega til greina, m.a.
vegna samsetningar hverfisins.
Borgin reki einn
framhaldsskóla
PETRÍNA Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir fjölda
ábendinga berast frá almenningi vegna klámauglýsinga á tölvu-
leikjasíðum, sem tengdar eru íslenskum leikjasíðum. Ekki sé hægt að
sakast við þá sem reka íslensku leikjasíðurnar þar sem þeir tengist við
þær erlendu í góðri trú um að þar sé aðeins leiki að finna og eigendur
þeirra gæti siðgæðis í vali á auglýsendum. Ábendingarnar berast í
gegnum Ábendingalínuna, sem er hluti af verkefni Barnaheilla, Stöðv-
um barnaklám á Netinu. Um 50 ábendingar berist Barnaheillum að
meðaltali á mánuði vegna ólöglegs efnis á Netinu og í 30-40% tilvika er
um barnaklám að ræða, þ.e. efni sem sýnir kynferðislegt ofbeldi í garð
barna.
Klámefni í 30–40% tilvika
ÍSLENDINGI, sem ísraelskir lög-
reglumenn höfðu afskipti af í borginni
Hebron í fyrradag, hefur verið sleppt.
Á vefnum palsolidarity.org er atvikum
lýst þannig, að í fyrradag hafi tveir pal-
estínskir unglingar verið á gangi eftir
götu í nágrenni gyðingabyggðar í Hebr-
on og þar hafi átta ísraelsk börn gert að-
súg að þeim með grjótkasti.
Tveir starfsmenn mannréttinda-
samtaka, dönsk kona og Íslendingur, hafi
gengið á milli og kallað á nálæga ísr-
aelska hermenn til aðstoðar. Hermenn-
irnir ræddu við unglingana og lægðu öld-
urnar.
Í kjölfarið hafi kona, búsett í gyð-
ingabyggðinni, hrópað svívirðingar að
dönsku konunni og önnur kona kvaddi
landamæralögreglu til. Lögreglan færði
dönsku konuna og Íslendinginn á lög-
reglustöð til yfirheyrslu en ekki var búist
við að þau yrðu ákærð.
Íslendingi sleppt
TVEIR hnýðingar, kýr með kálfi, fundust dauðir í
Ólafsfjarðarvatni í gærmorgun. Ekki er vitað hvort
þeir hafi synt inn í vatnið og ekki fundið leiðina út eða
hvort þá hafi rekið dauða um ósinn.
Hnýðingarnir fundust á sandrifi rétt innan við brúna
á ósnum. Raunar hafi sést eitthvað þar daginn áður en
ekki hægt að kanna málið fyrr en í gærmorgun. Hnýð-
ingarnir voru hífðir upp á land. Dýrin voru mæld fyrir
Hafrannsóknastofnun og sýni tekin. Fullorðna dýrið
reyndist rúmur tveir og hálfur metri að lengd.
Ólafsfjarðarvatn tengist sjónum með stuttum ósi og
gætir sjávarfalla í vatninu. Gísli Víkingsson, hvala-
sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, telur líklegast
að hnýðingarnir hafi villst inn í vatnið undan brimi og
ekki fundið leiðina út aftur. Segir hann að vatnið sé
grunnt en höfrungar þurfi nokkurt dýpi til að rata.
Ekki hafi fundist nein ummerki um að höfrungarnir
hafi drepist í netum eða af mannavöldum.
Hnýðingar eru algengasta tegund höfrunga hér við
land. Ekki hefur verið mikið vitað um dreifingu þeirra.
Gísli Víkingsson segir það þó staðfest með sendi sem
festur var við höfrung á síðasta ári að þeir haldi sig hér
við land allt árið. Senditækið var virkt frá ágúst og
fram í febrúar og allan tímann var dýrið hér við land,
mest við Reykjanes en einnig fór það norður fyrir Vest-
firði og var við Strandir.
Ekki kannast Ólafsfirðingar við að höfrungar hafi
áður sést í vatninu. Gísli Kristinsson, sem vann við að
ná dýrunum á land, segir að menn hafi haft fregnir af
höfrungatorfu inni á Eyjafirði í síðustu viku og ekki sé
ólíklegt að þessi dýr séu úr henni. Hann telur ekki að
kjötið nýtist, nema þá helst í hákarlabeitu.
Ljósmynd/Gísli Kristinsson
Líklega villst inn í Ólafsfjarðarvatn
Í NÝJASTA hefti Þjóðmála skrifar
Björn Bjarnason greinina „Kosn-
ingaskjálfti“ og ræðir hann þar m.a.
ástæður þess að slitnaði upp úr
stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks
og Alþýðuflokks, auk aðdraganda
samstarfs núverandi stjórnarflokka.
„… Eftir að
sjálfstæðismenn
og alþýðuflokks-
menn höfðu starf-
að saman í fjögur
ár frá 1991 til
1995 undir for-
sæti Davíðs
Oddssonar með
Jón Baldvin
Hannibalsson,
formann Alþýðuflokksins, sem utan-
ríkisráðherra voru stjórnarliðar og
stjórnarandstæðingar sannfærðir
um, þegar dró að kosningum, að
flokkarnir mundu vinna áfram sam-
an að þeim loknum, fengju þeir til
þess fylgi.
Í kosningabaráttunni héldu al-
þýðuflokksmenn hins vegar þannig á
sínum spilum, að efi sótti að okkur
sjálfstæðismönnum, þegar við velt-
um fyrir okkur samstarfi við þá, að
kosningunum loknum. Hvers vegna?
Höfuðástæðan var sú, að undir
forystu Jóns Baldvins Hannibalsson-
ar gekk Alþýðuflokkurinn á þann
veg fram í Evrópumálum, að hann
gróf undan trausti milli flokkanna.
Sjálfstæðisflokkurinn hafði með
þingstyrk sínum, forystu í ríkis-
stjórn og utanríkismálanefnd alþing-
is leitt EES-samninginn í gegnum
þingið. Ég sagði þá og segi enn, að
þetta hafi tekist, þrátt fyrir upp-
hlaup og útúrdúra Jóns Baldvins
Hannibalssonar utanríkisráðherra.
Í orrahríðinni vegna EES hafði
Jón Baldvin hvað eftir annað sagt, að
með aðildinni að EES væru Íslend-
ingar að treysta framtíðarsamstarf
sitt við Evrópusambandið, aðild að
því kæmi ekki til álita. Að lokinni
hríðinni lét hann eins og alltaf hefði
verið markmiðið að Ísland gengi í
Evrópusambandið og stundum mátti
helst skilja hann á þann veg, að Sjálf-
stæðisflokkurinn hefði staðið í vegi
fyrir því.
Jón Baldvin skemmt fyrir
Þegar úrslit kosninga lágu fyrir í
apríl 1995 gátu sjálfstæðismenn og
alþýðuflokksmenn myndað ríkis-
stjórn með mjög naumum meirihluta
á þingi. Vegna þess hvernig Jón
Baldvin hafði talað í kosningabarátt-
unni í garð okkar sjálfstæðismanna
taldi ég einsýnt, að frekara samstarf
við Alþýðuflokkinn væri ekki væn-
legt til árangurs.
Með samþykki Davíðs Oddssonar
ræddi ég þá um páskana við Guð-
mund Bjarnason, þáverandi varafor-
mann Framsóknarflokksins, til að
kanna hug þess flokks til samstarfs
við okkur. Við Guðmundur höfðum
kynnst vel á kjörtímabilinu, þegar
við sóttum saman þing Evrópuráðs-
ins í Strassborg, og gátum því auð-
veldlega rætt saman í trúnaði. Ég er
þeirrar skoðunar, að samtöl okkar
Guðmundar hafi stuðlað að því, að
samstarf tókst milli flokka okkar,
sem nú hefur staðið í tæp 12 ár og
reynst ákaflega farsælt fyrir þjóð-
ina.“
Ræddi í trúnaði
við Guðmund
Björn Bjarnason rekur aðdraganda
samstarfs stjórnarflokkanna 1995
Björn Bjarnason