Morgunblaðið - 20.03.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.03.2007, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ AÐALMEÐFERÐ Í BAUGSMÁLINU Eftir Andra Karl andri@mbl.is VITNALEIÐSLUM í Baugsmál- inu svokallaða lauk í gær, á 26. degi málsins. Aðeins fjórir dagar eru eftir þar til málið verður lagt í dóm og verða þeir notaðir í munn- legan málflutning málsaðila – sem hefst næstkomandi mánudag. Þó verður stutt þinghald á föstudag- inn kemur og mun þá settur sak- sóknari m.a. leggja fram rafræn eintök af tölvubréfum. Dómþing var með lengra móti í gær og lauk ekki fyrr en á sjötta tímanum. Mestur tími fór í skýrslutöku yfir löggiltum endur- skoðendum hjá Pricewaterhouse- Coopers, þeim Vigni Rafni Gísla- syni og Ólafi Kristinssyni, en þeir unnu að greinargerðum fyrir verj- endur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar. Ítarlega var farið yfir ákæruliði ákærunnar og niðurstöður í skýrsl- unni. Meðal þess sem spurt var út í var rannsókn PWC á ráðstöfun á mánaðarlegum greiðslum Baugs, frá ársbyrjun 2000 fram á mitt ár 2002, til Nordica eða New Viking. Samkvæmt ákærunni er Jóni Ás- geiri og Tryggva gefinn að sök fjárdráttur með því að hafa fjár- magnað eignarhlutdeild fjárfest- ingarfélagsins Gaums í skemmti- bátnum Thee Viking úr sjóðum Baugs. Snýr ákæruefnið reikning- um vegna afborgana af lánum, rekstrarkostnaðar og tilfallandi kostnaðar vegna bátsins. Heildarniðurstöður skýrsl- unnar breyttust ekki Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, spurði Vigni Rafn hvað flestra spurninga. Í máli hans kom m.a. fram að PWC hefði verið falið að stilla upp innborgunum og út- borgunum af bankareikningum Nordica og New Viking og greina frá hvernig greiðslum frá Baugi var ráðstafað. „Við teljum að það sé ekki augljóst orsakasamhengi milli þeirra innborgana frá Baugi og útborgana vegna skemmtibáts- ins. Það er ekki augljóst að greiðsl- urnar hafi farið í bátinn og alveg jafn oft að þær fara til eiganda fyr- irtækisins,“ sagði Vignir. Á föstudaginn sl. skýrði Aldís Hilmarsdóttir lögreglufulltrúi frá rannsókn ríkislögreglustjóra á kostnaði Jóns Geralds vegna báts- ins. Hún skoðaði m.a. bókhald Jóns Geralds og sagðist hafa tekið týp- ískan bátakostnað, en sleppt vafa- atriðum – sakborningum í hag. Hún sagðist hafa staðreynt að það sem lagt hefði verið út vegna báts- ins hefði í það minnsta numið upp- hæðinni sem barst mánaðarlega frá Baugi. Auk þess kom fram í máli hennar að gerðar voru athuga- semdir við skýrslu PWC, sem hefði verið haldin augljósum annmörk- um, m.a. vegna þess að þá sem hana hefðu unnið hefði vantað gögn, sem hún hefði verið með. Vignir Rafn sagði hins vegar í gær að heildarniðurstöður PWC hefðu ekki breyst við athugasemdir RLS. Settur saksóknari, Sigurður Tómas Magnússon, spurði þá hvort hægt væri að greina hvernig fjár- hæðum væri ráðstafað þegar fjár- munir kæmu inn á bankareikning. Vignir sagði svo ekki vera enda kæmi það fram í skýrslunni að þessum fjármunum hefði verið ráð- stafað almennt í rekstur. Einnig kom fyrir dóm í gær Kristrún Sveinbjörnsdóttir, sem starfaði hjá Nordica frá nóvember 2000 til ágúst 2002. Hún sá m.a. um útgáfu og greiðslu reikninga og bókhaldsstörf. Sigurður Tómas spurði hana m.a. út í reikningana mánaðarlegu, sem hún kannaðist við. Sagði Kristrún að þeir hefðu verið til þess að „dekka“ kostnaðinn við bátinn og það hefði legið ljóst fyrir. Hún var einnig spurð hvort hún vissi hvernig fénu var ráðstafað og hvort það hefði dugað til reksturs bátsins. Kristrún sagði greiðslurn- ar ekki hafa dugað fyrir rekstr- inum og það sem vantaði upp á hefði verið greitt af Nordica – sem lán. Hún sagði jafnframt að greiðslurnar hefðu verið sveiflu- kenndar milli mánaða en aðallega hefðu þær verið lánið af bátnum, um fimm þúsund dollarar, auk hafnargjalda og tilfallandi kostn- aðar. Einnig hefði verið greitt af eldra láni, fyrir fyrri skemmtibát, upp á rúma tvö þúsund dollara. Ósátt við Jón Steinar Sambýliskona Jóns Ásgeirs, Ingibjörg Pálmadóttir, var m.a. spurð út í samskipti þeirra Jóns Steinars Gunnlaugssonar, núver- andi hæstaréttardómara. Ingibjörg sagði Jón Steinar hafa verið lög- mann sinn á árinu 2002 og hún hefði orðið ósátt þegar hún komst að því að hann hefði verið Jóni Geraldi innan handar á fyrstu stig- um Baugsmálsins. „Ég spurði hann hvers vegna hann hefði ekki vísað honum á annan lögmann, hann sagði að það hefði verið vegna þrýstings frá svo mörgum mönn- um,“ sagði Ingibjörg. Hún var einnig spurð út í tengsl sín við Fjárfar, sagðist hún hafa keypt hlutabréf af Fjárfari en hefði annars ekkert haft með það að gera. Þá var borinn undir hana kaupsamningur um hlutabréf í Fjárfari sem hún og Jón Ásgeir skrifuðu undir. Samkvæmt honum keypti Jón Ásgeir öll hlutabréf eignarhaldsfélagsins ISP í Fjár- fari. Ingibjörg kannaðist við undir- skrift sína og að ISP væri félag hennar. Hún gat hins vegar ekki skýrt samninginn. Síðar skýrði Jón Ásgeir samn- inginn þannig að hann hefði enga þýðingu, og hann hefði ekki gengið eftir. Hann neitaði því að samning- urinn væri kaupsamningur með hlutabréf í Fjárfari, og engin skjöl væru til um slíkt. Jakob R. Möller, verjandi Tryggva, fékk einnig tækifæri til að spyrja Jón Ásgeir út í 19. ákærulið en hann snýr að meintum fjárdrætti Tryggva vegna notkunar á American Express-greiðslukorti. Jón Ásgeir sagðist hafa gefið leyfi fyrir útgáfu kortsins, sem var stíl- að á Nordica, og sagði fyrirmæli Jóns Geralds hafa verið skýr varð- andi útgáfu reikninga vegna þess, þ.e. að Tryggvi ætti að fá reikning vegna einkaneyslu sinnar. Einnig kom fram í máli Jóns Ás- geirs að Tryggvi hefði séð um tón- listarsmekk Baugs og gert það vel. Tryggvi hafði heimild til að kaupa þá geisladiska sem m.a. er ákært fyrir í málinu, og taldir til einka- nota Tryggva, og þeir hefðu verið notaðir á bátnum Thee Viking, í starfsaðstöðu Baugs í Lundúnum og við skemmtanahald í New York, þar sem nokkrir starfsmenn Kaup- þings voru einnig viðstaddir. Ekki augljóst að greiðslurnar frá Baugi hafi farið í skemmtibátinn Skiptar skoðanir á ráðstöfun fjármuna sem Baugur greiddi Nordica mánaðarlega í tvö og hálft ár Morgunblaðið/G. Rúnar Vitnaleiðslum lokið Hrafnhildur Gunnarsdóttir aðstoðarmaður og Sigurður T. Magnússon, settur saksóknari. Í HNOTSKURN Dagur 26 »Um níutíu vitni og þrír sak-borningar hafa gefið skýrslu í Baugsmálinu síðan 12. febr- úar. »Kjartan Gunnarsson varfyrsta vitni gærdagsins og þurfti aðeins að stoppa stutt við. Hann var spurður hvers vegna hann mætti ekki á föstudag og sagðist ekki hafa verið boðaður. »Gestur Jónsson spurði hvortStyrmir Gunnarsson hefði leitað álits hans á Jóni Steinari Gunnlaugssyni og vísaði Kjart- an til yfirlýsingar sem hann sendi fjölmiðlum um málið. »Jón Ásgeir Jóhannessonmætti einnig til skýrslutöku, öðru sinni, og segja má að hans eina játning hafi komið fram við þinghaldið. »GSM-sími truflaði þá upp-töku skýrslutökunnar og ját- aði Jón Ásgeir brot sitt ský- laust, að hafa gleymt að slökkva á símanum. Vitnaleiðslum lokið í Baugsmálinu VEFVARP mbl.is MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttardómara: „Í fréttum af yfirheyrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur yfir Ingibjörgu Pálmadóttur í dag, mánudag, er haft eftir henni að ég hafi sagt henni að ég hefði orðið fyrir þrýstingi frá svo mörgum mönnum að ég hefði ekki getað vísað Jóni Gerald Sullenberger að leita annars lögmanns, þegar hann leitaði til mín á árinu 2002. Af þessu til- efni er óhjákvæmilegt að ég taki fram, að Ingibjörg fer ekki með rétt mál, þegar hún segir þetta. Ég varð ekki fyrir nokkrum þrýstingi hvað þetta snertir og hafði ekki orð á neinu slíku við hana. Ástæðan fyrir því að ég tók mál Jóns að mér var einkum sú að hann var einstaklingur, bú- settur erlend- is, sem þurfti að fá lögmann til að fara með bótamál gegn mesta við- skiptaveldi á Íslandi, lík- lega frá upp- hafi vega. Hann þekkti ekki mikið til hérlendis og mér var sagt að hann ætti í erfiðleikum með að finna lögmann sem ekki væri tengdur þeim efnuðu mönnum sem hann átti sökótt við eða ótt- aðist þá. Það höfðaði til mín við þessar aðstæður að hjálpa hon- um við að ná fram rétti sínum væri sá réttur til staðar. Reykjavík, 19. mars 2007, Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttarlögmað- ur.“ „Varð ekki fyrir nokkrum þrýstingi“ Jón Steinar Gunnlaugsson FRÉTTIR ÁTJÁN ára karlmaður sem grun- aður er um að hafa nauðgað sér litlu eldri konu á salerni Hótel Sögu um helgina var í gær úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 28. mars næstkomandi. Hann neitar sök. Að sögn Björgvins Björgvins- sonar, yfirlögregluþjóns lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu, var maðurinn handtekinn seint á sunnudagskvöld. Vísbendingar sem bárust lögreglu efir að aug- lýst var eftir vitnum leiddu til handtöku mannsins. Maðurinn var yfirheyrður í gær með aðstoð túlks en hann er erlendur ríkisborgari. Fleiri voru yfirheyrðir vegna málsins. Að sögn Björgvins hafa níu nauðganir verið kærðar til lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu það sem af er þessu ári. Ef frá er talin nauðgunin á Hótel Sögu er ein nauðgun og ein nauðgunar- tilraun óupplýst. Í fyrra voru 40 nauðganir kærðar til lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu, árið 2005 voru þær einnig 40 en voru 32 árið 2004. Í þessu samhengi er vert að hafa í huga að samkvæmt nýlegri rann- sókn á reynslu Íslendinga af af- brotum sögðust aðeins 19% þeirra sem urðu fyrir nauðgun eða tilraun til nauðgunar á árunum 2000–2004 hafa kært málið til lögreglu. Í gæsluvarð- hald vegna nauðgunar ENN er viðbúnaður á norðan- verðum Vestfjörðum vegna hættu á snjóflóðum en í gær var þó ekki talin þörf á að rýma byggð eða loka vegum, samkvæmt upplýs- ingum frá Veðurstofu Íslands og Vegagerðinni. Í dag er spáð rigningu og hláku sem getur aukið hættu á flóðum og verður því vandlega fylgst með aðstæðum. Alls féllu tíu snjóflóð á vegi á norðan- verðum Vestfjörðum um helgina; fimm á Kirkjubólshlíð í Skut- ulsfirði, tvö á Súðavíkurveg og á Hnífsdalsveg féllu tvö flóð. Á veginn um Óshlíð féll eitt snjóflóð en sex önnur flóð sem féllu úr hlíðinni lentu á stálþiljum og netakössum sem komið hefur ver- ið upp til að verja veginn. Enn viðbún- aður vegna snjóflóðahættu LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu hefur tekið skýrslu af íslensk- um karlmanni sem grunur leikur á um að hafi haft milligöngu um störf tveggja erlendra vændiskvenna í Reykjavík. Konurnar eru af brasilískum uppruna en talið er að þær hafi m.a. stundað iðju sína á hótelum. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu hefur maðurinn áður komið við sögu vegna sambærilegra mála. Grunaður um milligöngu um vændi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.