Morgunblaðið - 20.03.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.03.2007, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FRÉTTASKÝRING Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is PÁFAGARÐUR hefur á ný varað við svonefndri frelsunarguðfræði sem löngum hefur notið fylgis í Rómönsku Ameríku. Einn þekktasti talsmaður þessarar túlkunar á hinni helgu bók og lífi Krists, spænski jesúítinn Jon Sobrino, hefur verið gagnrýndur fyrir að víkja frá nokkr- um helstu trúarsetningum móð- urkirkjunnar. Mun þetta vera fyrsta viðvörunin, sem gefin er út í þessu efni, frá því að Þjóðverjinn Joseph Ratzinger, sem þá tók sér nafnið Benedikt XVI, var kjörinn páfi kat- ólsku kirkjunnar árið 2005. „Áríðandi skoðun“ Í tilkynningu sem Páfagarður sendi frá sér í liðinni viku segir að í skrifum Sobrinos um Krist sé að finna „veruleg frávik“ frá þeim kenningum, sem kirkjan boði. Í til- kynningunni, sem Ráð hinnar trúar- legu kenningar sendi frá sér, er ekki að finna beina fordæmingu á skrif- um Jons Sobrinos. Talsmaður Páfa- garðs, jésúítinn Federico Lombardi, sagði að tilkynningunni fylgdi ekki „refsing“ af neinu tagi en hann bætti við að vald til slíkra viðbragða væri í höndum viðkomandi kirkjulegra yf- irvalda. Virtist hann þannig vísa til fulltrúa Páfagarðs í El Salvador þar sem Sobrino hefur lengi starfað. Rannsókn Páfagarðs tók til tveggja bóka eftir Sobrino, „Jesús frelsarinn: Sagnfræðileg og guð- fræðileg rannsókn á lífi Jesú frá Nazaret“ (sp. „Jesucristo liberador: Lectura histórico-teólogica de Jesús de Nazaret“) og „Trúin á Jesú Krist: Ritgerð frá sjónarhóli fórnarlamb- anna“ (sp. „La fe en Jesucristo: Ensayo desde las víctimas“), sem gefnar voru út 1991 og 1999. Í til- kynningu Ráðsins segir að ákveðið hafi verið í októbermánuði árið 2001 að taka bækur þessar til „áríðandi skoðunar“ þar eð verkin hafi víða farið og verið mikið notuð. Árið 2004 hafi lista yfir „rangar eða hættulegar“ fullyrðingar í bók- unum verið komið til höfundar þeirra. Svör Sobrinos hafi borist í marsmánuði árið 2005 og hafi þau ekki reynst fullnægjandi þar eð hin- ar „röngu fullyrðingar“ hafi enn ver- ið að finna í textum hans. Taka beri fram að áhyggjur höfundar af hlut- skipti hinna fátæku séu „lofsverðar“ en Ráði hinnar trúarlegu kenningar beri skylda til að vekja athygli á vissum staðhæfingum sem ekki fari saman við boðskap katólsku kirkj- unnar. Í grófum dráttum er Jon Sobrino sakaður um að leggja óvið- eigandi áherslu á manninn Jesú Krist í stað þess að beina einkum at- hygli að guðlegu eðli hans; með þessu sé grafið undan „einingu“ hins sagnfræðilega Krists og sonar Guðs og dregið úr mikilvægi fórnardauð- ans og friðþægingarinnar. Frelsunarguðfræði skaut rótum í Rómönsku Ameríku á sjöunda og áttunda áratug liðinnar aldar. Sam- kvæmt henni ber einkum að beina sjónum að Jesú Kristi sem frelsara þeirra, sem sæta kúgun. Áhersla er lögð á þá skyldu kristinna manna að tryggja að hinir fátæku og kúguðu fái notið réttlætis og ber einkum að gera það með beinni og gagnrýninni þátttöku í samfélaginu. Innan hreyf- ingar frelsunarguðfræðinga í Róm- önsku Ameríku mátti jafnan greina marxískar hneigðir, einkum í upp- hafi. Ákaft hefur verið deilt um nálg- un frelsunarguðfræðinga innan kat- ólsku kirkjunnar, sem felur í sér að stofnuninni beri að koma fram sem „pólitískt afl“ í nafni félagslegs rétt- lætis og mannréttinda. Áhrif þess- ara deilna mátti og forðum greina innan annarra kirkjudeilda en fyrir þeim sýnist nú fara minna en áður. Íhaldsmaðurinn Joseph Ratzinger var um tveggja áratuga skeið for- maður Ráðs hinnar trúarlegu kenn- ingar áður en hann var kjörinn páfi. Árið 1985 deildi hann hart á Leon- ardo Boff, einn helsta merkisbera frelsunarguðfræðinnar í Brasilíu. Ráðið birti árið 1984 og aftur árið 1986 texta þar sem frelsunarguð- fræði er hafnað. Í þeim fyrri segir að hreyfingin feli í sér „ógnun“ við kenningar katólsku kirkjunnar. „Ófrægingarherferð“ Bandaríska vikuritið National Catholic Reporter hefur komist yfir bréf, sem Jon Sobrino ritaði Peter Hans Kolvenbach, einum helsta leið- toga jesúíta, í desember í fyrra þar sem höfundurinn heldur því fram að Páfagarður hafi rangtúlkað frels- unarguðfræði hans síðustu 30 árin og blásið til ófrægingarherferðar gegn henni. Þetta hafi iðulega verið gert án þess að rit hans væru lesin. Benedikt páfi heldur í opinbera heimsókn til Brasilíu í maímánuði og mun hann m.a. stjórna þar fundi helstu kirkjuleiðtoga í álfunni. Hafa margir sett aðfinnslur við skrif Jons Sobrinos í samhengi við ferðina og þá óvenjulegu samkundu. Þetta er í fyrsta skipti sem „tilkynning“ tengd frelsunarguðfræði er birt frá því að Benedikt XVI varð páfi. Telja marg- ir það tæpast tilviljun að ákveðið sé nú að finna að skrifum eins af síð- ustu „risunum“ á sviði þessarar um- deildu fræðigreinar. Páfagarður varar við frelsunarguðfræði  Staðhæfingar í tveimur ritum spænska jesúítans Jons Sobrinos sagðar „rangar og hættulegar“  Kennivald Páfagarðs ítrekað fyrir fund Benedikts XVI með kirkjuleiðtogum Rómönsku Ameríku Í HNOTSKURN »Jon Sobrino fæddist 27.desember 1938 í Barcelona á Spáni. »Hann hóf störf í El Salva-dor árið 1958 sem ráðgjafi Oscars Arnulfos Romeros erkibiskups, sem var íhalds- maður en snerist til fylgis við frelsunarguðfræði. Dauða- sveitir hægri manna myrtu Romero árið 1980 en þá geis- aði í landinu blóðugt borg- arastríð sem rætur átti að rekja til gífurlegrar misskipt- ingar auðsins. Árið 1989 voru sex jesúítaprestar teknir af lífi og lík þeirra skilin eftir við heimili Sobrinos í höfuðborg- inni. Umdeildur Spænski guðfræðingurinn Jon Sobrino hefur ekki tjáð sig um síðustu aðfinnslur Páfagarðs. Hann mun eiga við veikindi að stríða. Moskva. AFP. | Að minnsta kosti 78 námumenn fórust í gassprengingu í kolanámu í Síberíu í Rússlandi í gær. Embættismenn sögðu að 83 námumönnum hefði verið bjargað. Alls voru um 200 við störf í námunni þegar sprengingin varð og enn var því óljóst um afdrif nær 40 manna. Kolanáman er í Novukuznetsk í Kemerovo-héraði. Leitarsveitir voru enn við störf þegar tók að dimma í gær og Vladímír Pútín Rússlands- forseti hafði sent Sergei Shoigu, ráð- herra almannavarna, á vettvang til að stjórna björgunarstarfinu. Námuslys eru algeng í Rússlandi enda hefur fjárskortur komið í veg fyrir nauðsynlegt viðhald. Embætt- ismenn segja hins vegar að náman í Kemerovo hafi aðeins verið opnuð 2002 og að tækjabúnaður sé nýr. Tugir fórust í kolanámu Námuslys Slasaður námumaður færður á sjúkrahús í Síberíu. BIFREIÐ hlaðinni af sprengjuefni var ekið inn í bílalest frá banda- ríska sendiráðinu í Kabúl í Afgan- istan í gær með þeim afleiðingum að þrír Afganar biðu bana, auk til- ræðismannsins. Talibanar eru tald- ir hafa staðið fyrir tilræðinu, en þeir slepptu í gær ítölskum blaða- manni sem þeir höfðu haldið í 15 daga og hótað að taka af lífi. Tilræði í Kabúl FANGI Bandaríkjahers í Guant- anamo hefur játað aðild að sprengjuárás á bandarískt herskip í hafnarborginni Aden í Jemen árið 2000, að sögn Bandaríkjastjórnar. 17 sjóliðar biðu bana og 37 særðust. Sagður játa STJÓRNMÁLASKÝRENDUR í Finnlandi spáðu því í gær að Matti Vanhanen, forsætisráðherra og leið- togi Miðflokksins, myndaði stjórn með hægriflokknum Þjóðarbanda- laginu sem jók fylgi sitt verulega í þingkosningum á sunnudag. Miðflokkurinn getur haldið áfram stjórnarsamstarfinu við Jafnaðar- mannaflokkinn og Sænska þjóðar- flokkinn þar sem þeir fengu samtals 110 þingsæti af 200. Það er þó talin mjög ólíkleg niðurstaða í ljósi þess að finnskir jafnaðarmenn, sem fengu 50 sæti, hafa ekki staðið jafnilla að vígi í 45 ár. „Áframhaldandi stjórnarsamstarf mið- og vinstriflokkanna myndi ekki endurspegla breytingarnar sem áttu sér stað í kosningunum,“ sagði í for- ystugrein Hufvudstadsbladet. „Úr- slitin eru eðlileg: stærsti stjórnar- andstöðuflokkurinn jók fylgi sitt en stjórnarflokkarnir misstu fylgi. Það er dæmigerð niðurstaða.“ Spá stjórn hægri- og miðflokka London, New York. AFP. | Þess var minnst víða um heim í gær að fjögur ár voru liðin frá því að Bandaríkja- menn gerðu innrás í Írak. Andstæð- ingar stríðsrekstrarins í Bandaríkj- unum hugðust standa fyrir mót- mælaaðgerðum á a.m.k. þúsund stöðum en talið er víst að á bilinu 100.000 til 150.000 Írakar hafi týnt lífi á þessum fjórum árum og 3.400 bandarískir hermenn hafa fallið. Á sunnudag var farin mótmæla- ganga á Manhattan-eyju í New York og tóku á bilinu 25 til 30 þúsund manns þátt í göngunni, að sögn skipuleggjenda. Degi áður voru sam- bærilegar mótmælagöngur í Wash- ington, Los Angeles. Í tilefni þess að fjögur ár voru í gær liðin frá upphafi hernaðarátak- anna létu BBC í Bretlandi, ARD- sjónvarpsstöðin í Þýskalandi og fréttastofa ABC-sjónvarpsstöðvar- innar bandarísku, auk dagblaðsins USA Today, gera könnun meðal íra- skra borgara og voru niðurstöður hennar birtar í gær. Um 2.000 manns tóku þátt í könnuninni en hún leiðir í ljós að trú Íraka á íröskum yf- irvöldum, íraska stjórnarhernum, Bandaríkjaher og öðrum erlendum hersveitum í landinu hefur minnkað mikið frá árinu 2005, en þá var síðast gerð sambærileg könnun. Einungis 18% Íraka segjast nú hafa trú á bandaríska herliðinu og öðrum erlendum hersveitum í land- inu og 86% segjast hafa áhyggjur af því að einhver nákominn þeim verði fórnarlamb ofbeldisins í landinu. Aðeins 26% segjast telja sig örugg um líf sitt í hverfi sínu og 78% sögð- ust mótfallin veru Bandaríkjahers í Írak. 63% sögðu þó að erlendar her- sveitir ættu ekki að yfirgefa Írak fyrr en öryggisaðstæður hefðu batn- að. Það vekur athygli að íraskir sjít- ar eru mun bjartsýnni á framtíðina en súnnítar, en mest er svartsýni fólks í Bagdad og miðhluta Íraks þar sem hlutfall súnníta er hæst. Ramadan tekinn af lífi Skýrt var frá því í gær að írösk yf- irvöld hygðust taka Taha Yassin Ramadan, fyrrverandi varaforseta Íraks, af lífi í dag. Hann er þriðji fyrrverandi aðstoðarmaður Sadd- ams Husseins sem tekinn er af lífi fyrir fjöldamorð á sjítum árið 1982. AP Mótmæli Andstæðingar innrásarinnar í Írak þykjast liggja í valnum í borginni Providence í Rhode Island. Fjögur ár frá innrás í Írak UM 44% íbúa Bretlands, Frakk- lands, Ítalíu, Spánar og Þýskalands telja ástandið hafa versnað í lönd- um þeirra eftir inngöngu í Evrópu- sambandið. Þó vildu aðeins 22% úr- sögn úr ESB, samkv. nýrri könnun. Óánægja í ESB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.