Morgunblaðið - 20.03.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 31
MINNINGAR
✝ RagnheiðurHulda Þórð-
ardóttir fæddist í
Reykjavík 30. mars
1910.
Hún andaðist
sunnudaginn 11.
mars síðastliðinn.
Foreldrar Ragn-
heiðar Huldu voru
Þórður Sigurðsson,
stýrimaður í
Reykjavík, fæddur
á Minna-Mosfelli í
Kjós 19. maí 1863,
dáinn 8. febrúar
1950, og kona hans, Guðrún
Ágústa Ólafsdóttir, húsfreyja í
Reykjavík, fædd á Eyri í Kjós 1.
ágúst 1877, dáin 12. ágúst 1970.
Ragnheiður Hulda átti tvö
systkin, þau Sigríði Berthu Þórð-
ardóttur, f. 6. maí 1906, d. 20.
mars 1998, og Helga Ólaf Þórð-
arson, f. 7. september 1916, d.
29. júní 2000.
Ragnheiður Hulda giftist 29.
mars 1931 Stefáni Jónssyni for-
stjóra, f. í Kalastaðakoti á Hval-
fjarðarströnd 15.mars 1909, d.
23. september 2001. Foreldrar
hans voru Jón Sigurðsson, bóndi
og hreppstjóri, f. 15. ágúst 1852,
d. 18. júlí 1936, og Soffía Péturs-
dóttir húsmóðir, f. 9. apríl 1870,
d. 16. ágúst 1936.
f. 5. mars 1968. 5) Helga Ragn-
heiður, f. 28. nóvember 1947, gift
Gunnari Hjaltalín, f. 8. júní 1946.
Börn þeirra eru: a)Ragnheiður
Hulda, f. 23. maí 1970, b) Jón Há-
kon, f. 8. febrúar 1976, c) Stefán,
f. 2. ágúst 1977, d) Haukur Ingi,
f. 30. maí 1983, og e) Davíð
Heimir, f. 15. desember 1987. 6)
Halldór Ingimar, f. 29. janúar
1949. Var kvæntur Sigrúnu
Benediktsdóttur, þau skildu.
Þeirra börn eru: a) Ragnar Stef-
án, f . 21. nóvember 1978, b)
Halla Rún, f. 7.2. 1983, og c) Sól-
rún Inga, f. 13. júlí 1989.
Ragnheiður Hulda bjó í
Reykjavík þar til hún fluttist til
Hafnarfjarðar ásamt eiginmanni
sínum, Stefáni Jónssyni, 1931
vegna starfa hans þar sem for-
stjóri Vélsmiðju Hafnarfjarðar.
Ragnheiður Hulda var húsmóðir
á stóru og barnmörgu heimili
sem hún helgaði krafta sína alla
tíð við umönnun barnanna við
hlið eiginmannsins, sem auk
starfsins sinnti margvíslegu fé-
lagsstarfi í Hafnarfirði. Ragn-
heiður Hulda var stofnfélagi í
Vorboða, félagi sjálfstæðiskvenna
í Hafnarfirði.
Útför hennar verður gerð frá
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði
þriðjudaginn 20. mars klukkan
15.
Bjuggu þau öll sín
búskaparár í Hafn-
arfirði. Þau eign-
uðust sex börn:
1) Jón Gunnar, f.
26. júní 1931. Eig-
inkona Gunnhildur
Ósk Guðmunds-
dóttir, f. 3. október
1930, d. 9.7. 2001.
Þeirra börn eru: a)
Ingigerður, f. 13.
janúar 1955, b) Stef-
án, f. 20. júlí 1957, c)
Guðmundur Einar, f.
18. febrúar 1960, og
d) Hulda f. 8. desember 1962.
Sambýliskona Jóns er Ólína Jóna
Bjarnadóttir. 2) Þórður, f. 18.
nóvember 1932, d. 28. desember
2006. Var kvæntur Nínu Mathie-
sen Guðmundsdóttur, þau skildu.
Þeirra barn er Ragnheiður
Hulda, f. 24. apríl 1972. 3) Soffía,
f. 1. desember 1937, gift Sigurði
Bergssyni, f. 9. september 1930.
Börn þeirra eru: a) Stefán Þór, f.
16. júlí 1960, b) Bergur Már, f. 3.
október 1961, c) Anna Soffía, f.
28. maí 1970, og d) Gunnar Thor-
berg, f. 21. febrúar 1973. 4) Sig-
urður Hallur, f. 29. apríl 1940,
kvæntur Ingu Maríu Eyjólfs-
dóttur, f. 31. janúar 1941. Börn
þeirra eru: a) Eyjólfur Rúnar, f.
14. maí 1961, og b) Huldar Örn,
Lokið er langri og farsælli lífs-
göngu Huldu ömmu okkar. Hún var
okkur kær og við minnumst hennar
með hlýhug. Áhugasöm fylgdist hún
vel með lífi okkar allra. Sár er sökn-
uður Helgu móður okkar sem nú
sér á eftir góðri vinkonu og elsku-
legri móður. Hún lét sér annt um
velferð allra í stórfjölskyldu sinni en
þar var hún umvafin umhyggju
barnahópsins og afkomenda. Hvort
heldur var í heimsóknum eða sím-
leiðis var alltaf ánægjulegt að eiga
spjall við hana. Hún fylgdist mjög
vel með og var áhugasöm um fólk
og málefni líðandi stundar. Síðustu
mánuðina dvaldi hún á Hrafnistu í
Hafnarfirði.
Heimsóknirnar á Hamarsbraut-
ina til ömmu, Stefáns afa og Þórðar
frænda munu ávallt lifa í minning-
unni. Nú er hún komin yfir til þeirra
sem hún átti svo góða samleið með.
Hún var lánsöm að eiga farsæla
ævi og gott heilsufar allt þar til yfir
lauk
Um ömmu okkar eigum við marg-
ar góðar minningar og erum þakk-
lát fyrir það og kveðjum hana með
söknuði og virðingu.
Nú legg ég augun aftur,
Ó,Guð þinn náðarkraftur
Mín veri vörn í nótt.
Æ,virst mig að þér taka,
Mér yfir láttu vaka
Þinn engill,svo ég sofi rótt.
Ragnheiður Hulda, Jón
Hákon, Stefán, Haukur
Ingi og Davíð Heimir
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson)
Takk fyrir allt amma mín.
Þinn,
Viktor Ingi.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson)
Takk fyrir allt amma mín.
Þinn,
Stefán Máni.
Það er ljúft að láta minningarnar
streyma fram í hugann þegar ég lít
yfir farinn veg með Huldu ömmu
minni. Ungur var ég sumrungur hjá
henni á Hamarsbrautinni og síðar í
námsvist um tíma þegar kom að
framhaldsskólagöngu og það fór
ávallt vel á með okkur. Á þessum
tíma var heilmikið að baki og hún
búin að ala upp sín sex börn, fara í
gegnum margbreytilega tíma
tveggja heimsstyrjalda, kreppu og
hafta og standa við hlið afa Stefáns í
afar hörðu og óvægnu pólitísku um-
hverfi sem einkenndi Hafnarfjörð
um alllangt skeið. Þrátt fyrir allt
hæglát og allt að því hlédræg, en þó
afar næm fyrir umhverfi og fólki
þar sem hún læddi inn í hástemmd-
ar umræður afar fínlegum og
kannski örlítið meinhæðnum setn-
ingum sem margur áttaði sig ekki á
fyrr en seinna að þá hafði hann ver-
ið mátaður. Þá birtist þetta skæra
blik í litlu augunum, örlítið bros, en
ekki fleira sagt í bili. Langri og
góðri vegferð er lokið og mér efst í
huga þakklæti.
Stefán Jónsson.
Mig langar til að minnast hennar
Huldu í nokkrum orðum. Kynni
okkar voru í styttri kantinum, en
hún var amma unnustu minnar og
alnöfnu sinnar, Ragnheiðar Huldu
Þórðardóttur.
Eftir okkar fyrstu kynni tókust
einhver bönd með okkur sem ég
kann ekki að skýra, en við náðum
vel saman. Brosin hennar og
ánægjusvipurinn verða mér alltaf
minnisstæð, nóg var að bjóða henni
góðan daginn, og ekki var nú verra
ef ég færði henni vatn í glasi eða
jafnvel kaffi og með því, þá fékk ég
brosið og svipinn. Mér hlotnaðist sá
heiður að fá að elda ofan í hana síð-
ustu jólamáltíðina sem henni fannst
svo góð og hef ég sjaldan séð hana
borða eins vel og þá, en Hulda, eins
og hún var alltaf kölluð, var með
mér, Ragnheiði, Viktori Inga og
Stefáni Mána „heima“ á Hamars-
brautinni á aðfangadag. Hulda
dvaldi á Hrafnistu síðustu mánuði
lífsins.
Eins og fyrr segir voru kynni
okkar stutt en viðburðamikil, áttum
við ásamt mörgum öðrum erfiðar
stundir er sonur hennar og faðir
Ragnheiðar minnar, Þórður, lést 28.
des. sl. Þær erfiðu stundir held ég
að hafi styrkt okkar bönd. Eftir
andlát hans skynjaði ég að ég væri
orðinn eini Þórðurinn, og nú þyrfti
ég að passa upp á hana Huldu henn-
ar, sem hún hafði alið upp frá átta
mánaða aldri ásamt Þórði syni sín-
um, og tekist vel til. Hulda yngri,
eins og þið kallið hana, sagði mér að
þegar hún var að frekjast í ömmu
sinni hefði hún alltaf farið með
ákveðið vers sem er sama vers og
ég fer með þegar ég fer í róður og
afi minn gerði í hvert skipti sem
hann fór í róður, en það er svona:
Þú, Guð sem stýrir stjarna her
og stjórnar veröldinni,
í straumi lífsins stýr þú mér
með sterkri hendi þinni.
(Valdimar Briem)
En nú ertu farin kæra Hulda og
getur hlaupið um, stokkið og jafnvel
flogið, sem ég efast ekki um að þú
hafir gert þegar þú hittir loksins
feðgana þá Stefán og Þórð.
Guð geymi þig.
Stýr mínu fari heilu heim
í höfn í friðarlandi,
þar mig í þinni gæslu geym,
ó, Guð minn allsvaldandi.
(Valdimar Briem)
Kveðja
Þórður.
Ragnheiður Hulda Þórðardóttir
✝ Guðrún Sigríð-ur Balvinsdóttir
fæddist í Bænda-
gerði í Glerárhverfi
þann 21. des 1917.
Hún lést í dval-
arheimilinu Hlíð á
Akureyri aðfar-
aranótt laugardags-
ins 10. mars sl. For-
eldar hennar voru
hjónin Anna Soffía
Jónsdóttir f. 10.10.
1886 að Rang-
árvöllum við Ak-
ureyri og Baldvin
Sigurðsson f. 12.01. 1883 að Stein-
koti í Kræklingahlíð. Guðrún var
önnur í röð þriggja systkina en
hin eru: Sverrir Baldvinsson f.
23.09. 1912, d. 23.12. 2004 og
Helga Sigurlaug Baldvinsdóttir f.
21.04. 1922, uppeldisbróðir Ingvi
Rafn Jóhannsson f. 01.01. 1930.
Guðrún kvæntist Tryggva Ey-
fjörð Jóhannessyni f. 19.05. 1917,
d. 04.03. 1994. Börn þeirra: Birgir
Eyfjörð f. 25.04. 1939, Anna Mar-
grét f. 12.05. 1941,
maki Hörður Guð-
mundsson f. 13.03.
1946, Guðný Jó-
hanna f. 29.11. 1948,
maki Ólafur G.
Viktorsson f. 09.01.
1949 og börn þeirra
Ólöf Guðrún Ólafs-
dóttir 04.12. 1977,
maki Thibaut P.M.
Guilbert 06.03. 1978
og barn þeirra Júl-
íus Aron Thibaut-
son Guilbert f.
30.03. 06, Anna
Margrét Ólafsdóttir 11.06. 1982.
Guðrún og Tryggvi byrjuðu bú-
skap að Krossastöðum í Hörg-
árdal en fluttust til Akureyrar
1947 og bjuggu þar síðan. Guðrún
var heimakær og mikil hann-
yrðakona. Hún starfaði um árabil
í verksmiðjum Gefjunar á Ak-
ureyri.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 13.30
Með þessum orðum viljum við
kveðja okkar kæru mágkonu og
frænku og þakka samfylgdina. Guð-
rún Sigríður eða Gunna eins og við í
fjölskyldunni kölluðum hana, var
yndisleg kona, hjálpsöm og
hjartahlý. Alla tíð var mikið og gott
samband á milli okkar og fjölskyldu
Gunnu. Unnið var saman að mörg-
um verkefnum bæði stórum og
smáum og voru ferðirnar margar úr
sveitinni í Hamarstíginn. Gunna tók
svo vel á móti okkur og hvað hún gat
komið með margar fínar sortir á
borðið og alltaf bætt einhverju góðu
við. Eins var þegar við heimsóttum
hana síðustu árin í Hlíð, þá var farið
í skápinn og eitthvað gott drifið út til
að gefa manni, alltaf var verið að
hugsa um aðra.
Gunna tók ávallt vel á móti okkur
og var reiðubúin að greiða götu okk-
ar á alla lund þó hún væri önnum
kafin. Gunna var afar dagfarsprúð
kona og lét ekki margt koma sér úr
jafnvægi þó að verkefni dagsins
væru ekki endilega auðleyst.
Það var aðdáunarvert hve vel hún
tók hlutskipti sínu síðustu árin þeg-
ar heilsan fór að gefa sig enda ekki
henni líkt að valda öðrum áhyggjum.
Alla tíð hafði Gunna gaman af alls
konar hannyrðum og allt fram á síð-
ustu ár var hún að gera fallega hluti
sem hún gaf ættingjum og vinum
sem þeir geta nú yljað sér við til
minningar um hana.
Við kveðjum hana Gunnu og þökk-
um af heilum hug og biðjum fyrir
kveðju til horfinna ástvina.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Álfheiður og systkinin
frá Skógum
Mig langar til þess að minnast
ömmu minnar, Guðrúnar Baldvins-
dóttur, með nokkrum orðum. Amma
í Klettó eins og ég kallaði hana
gjarnan var í mínum huga þessi
dæmigerða amma. Hún tók alltaf á
móti mér með brosi á vör, bakaði og
prjónaði heimsins bestu ullarsokka
sem héldu á mér hita í gegnum alla
mína skólatíð. Margar af mínum
bestu bernskuminningum á ég um
hana, laufabrauðsgerð um jól og
sláturgerð á haustin svo eitthvað sé
nefnt. Þetta eru allt minningar sem
mér þykir mjög vænt um og met
mikils. Þetta eru þó minningar
barns og eftir að ég fór að eldast
gerði ég mér grein fyrir því að hún
amma hafði lifað tímana tvenna.
Hún er fædd árið 1917 við erfiðar
aðstæður, aðstæður sem eru tölu-
vert langt frá því sem við getum
ímyndað okkur í dag. Hún lifði á
miklum umbrota- og breytingartím-
um, og það að geta státað af því að
hafa lifað tvær heimstyrjaldir og
verða vitni að myndum nútíma sam-
félags er í raun stórmerkilegt. Það
var áhugavert og lærdómsríkt að
spjalla við hana um það hve líf henn-
ar hafði breyst mikið í gegnum árin.
Hún tók þó þessum breytingum með
ró en undrun.
Amma fylgdist alltaf vel með því
sem ég tók mér fyrir hendur og
þrátt fyrir að vegalengdin á milli
okkar lengdist héldum við góðu sam-
bandi og það urðu alltaf fagnaðar-
fundir þegar við hittumst aftur á ný.
Hún var sérstaklega ánægð með
fréttirnar um að langömmubarn
væri á leiðinni og eins og ömmu var
lagið fóru prjónarnir á fullt og syni
mínum verður ekki kalt á tánum,
frekar en mér.
Amma lifði lengi og hennar langa
líf var farið að setja sitt mark á hana.
Hún tók þó öllum erfiðleikum með
stöku æðruleysi og sýndi mikinn
styrk. Það háði henni mikið þegar
heyrnin fór að gefa sig og það var
henni mikið áfall þegar hún missti
málið í kjölfar heilablæðingar fyrir
nokkrum árum. Þrátt fyrir alla
þessa erfiðleika var alltaf stutt í
brosið og hún barðist áfram.
Megi gæfan þig geyma,
megi guð þér færa sigurlag
megi sól lýsa þína leið
megi ljós þitt skína sérhvern dag
og bænar bið ég þér ávallt geymi
þig guð í hendi sér.
(Írsk.bæn)
Takk fyrir allt, elsku amma, hvíl í
friði.
Ólöf Guðrún Ólafsdóttir.
Amma Gunna eða amma í Klettó
eins og við systurnar köllum hana
oftast lést aðfaranótt laugardagsins
10. mars síðast liðins.
Margar ljúfar og góðar minningar
um ömmu fljúga í gegnum hugann
þegar ég lít til baka.
Elsku amma, þessi fallegi texti
segir allt sem ég vil segja.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú kominn er lífsins nótt,
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um huga minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
Og lýsir um ókomna tíð.
( Þórunn Sig.)
Hvíl í friði, elsku amma.
Anna Margrét Ólafsdóttir.
Guðrún Sigríður
Baldvinsdóttir
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir,
systir og mágkona,
ÞÓRUNN ENGILBERTSDÓTTIR,
Álftarima 5,
Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands laugardaginn
17. mars.
Útför hennar fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn
24. mars kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið.
Bjarney Ágústsdóttir, Bjarni G. Emilsson,
Helga Bettý Jónsdóttir, Pétur Herbertsson,
Ágúst, Ríkey, Rakel Steinunn,
Daníel Sindri og Benedikta Diljá,
Engilbert Þórarinsson, Helga Frímannsdóttir,
Jóna Kristín Engilbertsdóttir, Guðfinnur Karlsson,
Heiðar S. Engilbertsson, Guðbjörg Nanna Einarsdóttir,
Dagný Engilbertsdóttir, Brynjar Jónsson.