Morgunblaðið - 20.03.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.03.2007, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þ egar franski heimspek- ingurinn René Desc- artes taldi sig hafa lok- ið við að skrifa bókina Orðræða um aðferð (sem inniheldur meðal annars eina frægustu setningu heims- bókmenntanna, „ég hugsa, þess vegna er ég til“) fékk hann bak- þanka og ákvað að bæta einum kafla við. Orðræða um aðferð markar þáttaskil í hugmyndasögunni, og með henni hefst svokölluð nýöld. Stefnubreytingin sem hún markaði fólst í því, að með því að beita fyr- irfram mótaðri aðferð mætti nálg- ast sannleikann, í stað þess að hann væri opinberaður eða ákvarð- aður af yfirvaldi. Aðferðin sem Descartes kynnti fyrir lesendum sínum fólst í sem stystu máli í því að hafa ekkert fyr- ir satt að óyfirveguðu máli, og yf- irvegunin fólst nánar tiltekið í því að fylgja fjórum einföldum reglum sem gerð var grein fyrir í bókinni. En í kaflanum sem Descartes bætti í bókina eftir að hann hafði lokið fyrstu gerð hennar segist hann hafa ákveðið að á meðan hann væri að taka hugmyndir sínar til rækilegrar endurskoðunar myndi hann setja sér „siðareglur til bráðabirgða“, og þær voru með- al annars fólgnar í að fara að landslögum og viðteknum venjum, og fylgja boðorðum þeirrar trúar sem honum hafi verið innrætt frá blautu barnsbeini. Hann setti nán- ar tiltekið hinni vísindalegu aðferð sinni ákveðin takmörk. Hann ákvað, að hún myndi ekki ná til vissra sviða tilverunnar. Því er gjarnan haldið fram að Descartes hafi bætt þessu í bókina til að komast hjá því að veraldleg og trúarleg yfirvöld bönnuðu hana – enda segir hann að þessar siða- reglur séu aðeins til bráðabirgða. Ekki veit ég hvað nákvæmlega er satt í þessu, en hugmyndasagan hefur leitt í ljós að Descartes hitti naglann á höfuðið, vísindalegri að- ferð eru takmörk sett. Þeir eru ófáir heimspekingarnir sem hafa gert uppreisn gegn al- ræði svonefndrar „Cartes- arhyggju“, það er, að aðferð tryggi að sannleikurinn verði leiddur í ljós. Slík uppreisn þarf ekki að fela í sér algera höfnun á vísindalegri hugsun, heldur einungis höfnun á alræði vísindalegrar hugsunar, það er að segja, að horft sé á öll svið mannlegrar tilveru með vísinda- legum gleraugum, ef svo má að orði komast. Svona vísindaleg alræðishyggja – sem líka mætti nefna fordóma vísindanna gagnvart hugsun sem ekki er vísindaleg – er merkilegt nokk ennþá talsvert útbreidd og á sér fræga málsvara (eins og til dæmis bandaríska heimspekinginn Daniel Dennett), en líklega er hún þó algengust meðal ungs fólks sem er að taka sín fyrstu skref á vís- indabrautinni. Það er kannski ekki skrítið. Ekki er að ófyrirsynju útbreidd sú skoð- un að vísindin séu krýningardjásn mannlegrar skynsemi, og hvergi virðast framfarir jafn greinilegar og í vísindum. Þau virðast því vera það skynsamlegasta af öllu skyn- samlegu, og blasir við að draga þá ályktun að tryggasta leiðin til að vera skynsamur sé að hugsa vís- indalega. Og hver vill ekki vera skynsamur? En vísindaleg aðferð hefur þann megingalla að það er ekki hægt að beita henni sjálfri til að finna svar við því hvenær hún eigi við og hve- nær ekki. Að þessu leyti eru vís- indin undir sömu sök seld og flest önnur hugmyndakerfi (þótt reynd- ar hafi verið færð gild rök að því að vísindin séu líklega með betri „öryggisventla“ hvað þetta varðar en flest önnur kerfi). Þetta leiðir til þess að það getur verið erfitt að forðast vísindalega alræðishyggju, eða vísindalega fordóma. En í hverju eru fordómar vís- indanna fólgnir? Hvernig taka þeir á sig áþreifanlega mynd? Ein mik- ilvægasta reglan í vísindum (að vísu óskrifuð) kveður á um að í vís- indalegum efnum megi aldrei skjóta málum til veraldlegra yf- irvalda eða almenningsálitsins. Eina úrskurðarvaldið í vísinda- legum efnum er vísindasamfélagið sjálft. Valdboð er bannað, og meiri- hlutaræði ríkir þar ekki. (Ekki er þó langt síðan það var „lýðræð- islega samþykkt“ á vísindaráð- stefnu í París að svipta Plútó reiki- stjörnutitlinum, og gott ef vísindin biðu ekki nokkurn álitshnekki fyrir vikið). Svona er málum ekki farið á ótalmörgum öðrum sviðum mann- lífsins, og er þá kannski skýrast að benda á lýðræðið. Sovétríkin sál- ugu voru tilraun til að búa til þjóð- félag á vísindalegum forsendum, og þar var því ekkert pláss fyrir lýðræði. Trúin á það sameiginlegt með vísindunum að í henni er ekki lýðræði, en ólíkt vísindunum bygg- ir trú á opinberun sannleikans, og hafnar því að hans sé leitað með fyrirfram gefinni aðferð. Þar sem „markhópur“ vísinda- manna er þeirra eigið samfélag – það er að segja vísindasamfélagið – þarf framsetningarmáti þeirra að miðast við kröfur þessa afmarkaða markhóps, og engin þörf er á að fara út fyrir þær. Þvert á móti er það óbeint bannað – vísindaritgerð sem skrifuð væri á „alþýðlegu máli“ fengist aldrei birt í við- urkenndum og jafningjadæmdum vísindatímaritum. Þessu er beinlínis þveröfugt far- ið í fjölmiðlun, svo dæmi sé tekið. Þar er markhópurinn fjölbreyttur, og framsetningarmátinn þarf því að miðast við það. Þar er jafnframt óbeint bannað að nota sérfræðimál – lesendur myndu fljótlega hætta að nota fjölmiðil sem þeir gætu ekki skilið, og fjölmiðillinn færi á hausinn. (Og þarna kom svo í ljós enn frekari munur: Í vísindum hafa markaðslögmálin engin áhrif, en þau hafa veruleg áhrif í fjöl- miðlun). Það er líklega rétt að taka það fram svona í lokin að þótt alræði vísindalegrar aðferðar sé hafnað felur það alls ekki í sér að hinni vísindalegu aðferð sé hafnað. En því er hafnað að skynsemin sé ein- faldlega lögð að jöfnu við vís- indalega afstöðu. Það þarf skyn- semi til að finna út hvenær vísindaleg aðferð á við, og hvenær ekki. En þetta er ekki hægt að finna út með vísindalegum hætti. Fordómar vísindanna »Ekki er að ófyrirsynju útbreidd sú skoðun að vísindin séu krýningardjásn mannlegrar skynsemi, og hvergi virðast framfarir jafn greinilegar og í vísindum. BLOGG: kga.blog.is VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ birti nýlega á heimasíðu sinni „frétt“ um að kaupmáttur ellilífeyr- isgreiðslna væri hæstur á Íslandi af Norðurlöndunum. Einstaka ráð- herrar og Fréttabréf Sjálfstæð- isflokksins hafa síðan endurflutt þetta (sjá mynd 1). Þessi boðskapur er hins vegar rangur, eins og hér verður sýnt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðuneytið fer ranglega með staðreyndir til að fegra kjör líf- eyrisþega. Þessi ,,frétt“ virðist byggð á töflu 7.8 í svokallaðri NOSOSCO-skýrslu (2006), en tölurnar fyrir Ísland eru unnar í íslenskum ráðuneytum. Ís- lensku tölurnar eru hins vegar allt annars eðlis en tölurnar fyrir hin Norðurlöndin og því er þarna um algerlega rangan samanburð að ræða í þessari töflu. Íslensku töl- urnar eru fengnar með samlagn- ingu heildarútgjalda almannatrygg- inga og lífeyrissjóða fyrir ellilífeyrisþega og deilt í með fjölda þeirra sem fá grunnlífeyri, en það eru rúmlega 26.000 manns. Eldri borgarar voru hins vegar tæp 31.000 manns árið 2004. Fyrir hin Norðurlöndin eru hins vegar sýndar lögbundnar upphæðir tiltekinna líf- eyrisgreiðslna. Þetta eru með öllu ósambærilegir hlutir. Það er því rangt að kaupmáttur ellilífeyr- isgreiðslna sé hæstur á Íslandi af Norðurlöndunum. Það má sannreyna í annarri töflu (töflu 7.25) í sömu NOSOSKO- skýrslunni og einnig í nýrri skýrslu Hagstofu Íslands um útgjöld til fé- lagsmála. Þar eru upplýsingar sem eru mun sambærilegri, þ.e. tölur um ellilífeyrisgreiðslur á hvern elli- lífeyrisþega, bæði frá hinu opinbera og lífeyrissjóðum, sem eru eins reiknaðar í öllum löndunum. Nið- urstöður þess samanburðar má sjá á mynd 2. Þar kemur í ljós að út- gjöld vegna ellilífeyris á hvern elli- lífeyrisþega eru næstlægst á Íslandi árið 2004 (gráu súlurnar). Þetta er þrátt fyrir að óvenju hátt gengi ís- lensku krónunnar fegri útkomuna fyrir Ísland þetta árið. Þarna rekast því tvær „niðurstöður“ úr sömu skýrslu á. Augljóst er við lestur skýrslunnar sjálfrar að þær tölur sem ráðuneytið setur fram eru rangar. Á mynd 2 má einnig sjá nið- urstöðu skýrslu Hagstofu Íslands (Útgjöld til félagsverndar 2001– 2004) um sama efnið (svörtu súl- urnar á myndinni). Samkvæmt mælingum Hagstofunnar eru ellilíf- eyrisgreiðslur á hvern ellilífeyr- isþega lægstar hér á landi þetta ár- ið. Í skýrslu Hagstofunnar er byggt á samræmdu flokkunarkerfi Evr- ópusambandsins (ESSPROS) og má því ætla að þar sé um vandaðasta samanburðinn að ræða. Nið- urstöður Hagstofunnar eru því verulega fjarri þeim augljóslega röngu „niðurstöðum“ sem fjár- málaráðuneytið stillir upp á heima- síðu sinni. Í NOSOSKO skýrslunni er að finna fleiri rangar upplýsingar fyrir Ísland, t.d. í mynd 7.4 (sjá á www.nom-nos.dk/nososco.htm), þar sem eru sýndar tölur um hlutfall ráðstöfunartekna eldri borgara af tekjum þeirra sem eru undir ellilíf- eyrisaldri. Þar virðast einhleypir eldri borgarar á Íslandi t.d. hafa hærri tekjur en einhleypir á vinnu- aldri. Sú niðurstaða væri án efa ein- stæð í heiminum ef hún reyndist rétt, því ellilífeyrir er alla jafna lægri en tekjur á vinnualdri. Þessar tölur eru hins vegar al- rangar sem skýrist af því, að í ís- lensku tölunum eru reiknaðir inn unglingar frá 16 ára aldri sem eru í skóla og búa margir á heimilum for- eldra. Slíkir einstaklingar hafa mjög lágar tekjur og lækka meðaltalið sem notað er til viðmiðunar á Ís- landi. Í texta er þess réttilega getið að íslensku tölurnar eru ekki sam- bærilegar. Rangt var að birta þær. Fjármálaráðuneytið hefur áður gengið langt fram í birtingu aug- ljóslega rangra upplýsinga. Þar er skemmst að minnast fréttatilkynn- inga á heimasíðu ráðuneytisins 27/1 2006 og 6/2 2006 um lækkun skatt- byrði á Íslandi sem síðan voru not- aðar sem fóður fyrir greinar og áróður í flokkspólitískum tilgangi. Þá var tölunum hagrætt þannig að borin var saman skattbyrði af tekjum árið 1994 og skattbyrði af sömu krónutölutekjum árið 2006 og 2007. Þannig var ekki tekið tillit til 12 til 13 ára hækkana á tekjum og látið eins og um skattbyrði af sömu rauntekjum hefði verið að ræða. Þegar ósannindin voru sönnuð á ráðuneytið fór það undan í flæm- ingi, en síðan var fréttunum á heimasíðunni eytt eins og þær hefðu aldrei verið þar. Fjármálaráðuneytið sendir árlega skýrslur til OECD um skattbyrði mismunandi fjölskyldugerða (sem birtar eru í skýrslu OECD, Taxing Wages). Þær tölur eru um sama viðfangsefni og var í ofangreindum fréttatilkynningum ráðuneytisins. Tölurnar sem fóru til OECD sýna hins vegar mikla aukningu á skatt- byrði hjá íslenskum fjölskyldum frá 1995 til 2005, andstætt því sem ráðuneytið hélt fram í skálduðum reikningsdæmum sínum sem lögð voru fyrir Alþingi og íslenska fjöl- miðla. Þannig fóru réttar nið- urstöður til alþjóðlegra hagskýrslu- stofnana en fyrir almenning á Íslandi voru vísvitandi lagðar fram rangar tölur. Ráðuneytið bjó til tölur um skattalækkun sem ekki átti sér stað í raun. Hér bætir ráðuneytið við og flaggar augljóslega röngum tölum um lífeyrisgreiðslur til ellilífeyr- isþega. Það virðist gert til að slá ryki í augu almennings og gefa til kynna að kjör eldri borgara séu betri hér á landi en í reynd er. Rangfærslur ráðuneyta um hag aldraðra Einar Árnason, Ólafur Ólafsson og Stefán Ólafsson skrifa um kaupmátt eldri borgara. » Samkvæmt mæl-ingum Hagstof- unnar eru ellilífeyris- greiðslur á hvern ellilífeyrisþega lægstar hér á landi. Einar Árnason Einar er hagfræðingur Landssambands eldri borgara, Ólafur er fyrrverandi landlæknir og formaður Landssambands eldri borgara og Stefán er prófessor. Stefán Ólafsson Ólafur Ólafsson Mynd 1: Villandi framsetning fjármálaráðuneytis: Ellilífeyrisgreiðslur á mann 2004 798 900 1172 1006 939 0 200 400 600 800 1000 1200 1400 Danmörk Finnland Ísland Noregur Svíþjóð K a u p m á tt a rl e ið ré tt a r E vr ur Mynd 2: Ellilífeyrisgreiðslur á hvern ellilífeyrisþega á Norðurlöndum Niðurstöður Hagstofu Íslands og NOSOSKO. Evrur (PPP), 2004. 1 0 9 1 7 1 2 6 3 3 1 2 6 6 2 1 4 9 2 3 1 7 2 1 1 1 2 .1 1 7 1 0 .5 0 9 1 3 .2 6 2 1 3 .8 4 0 1 4 .0 4 1 0 2000 4000 6000 8000 10000 12000 14000 16000 18000 20000 Ísland Finnland Noregur Svíþjóð Danmörk K a u p m á tt a rl e ið ré tt a r E vr u r á lí fe yr is þ e g a Niðurstaða Hagstofu Íslands Niðurstaða NOSOSKO MORGUNBLAÐIÐ hefur tekið í notkun nýtt móttöku- kerfi fyrir aðsendar greinar. Formið er að finna ofarlega á forsíðu fréttavefjarins www.mbl.is undir liðnum „Senda inn efni“. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að skrá sig inn í kerfið með kennitölu, nafni og netfangi, sem fyllt er út í þar til gerðan reit. Næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt. Þeir, sem hafa hug á að senda blaðinu greinar í um- ræðuna eða minningargreinar, eru vinsamlegast beðnir að nota þetta kerfi. Nánari upplýs- ingar eru gefnar í síma 569 1210. Nýtt mót- tökukerfi að- sendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.