Morgunblaðið - 20.03.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.03.2007, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Svari› fæst á a›alfundi Samtaka verslunar og fljónustu á Grand Hótel Reykjavík kl.13:00 fimmtudaginn 22. mars. Eru stjórnmálaflokkarnir tilbúnir til a› fella ni›ur innflutningsvernd á landbúna›arafur›um? Steingrímur J. Sigfússon Gu›jón Arnar Kristjánsson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Geir H. Haarde Jón Sigur›sson E in n t v e ir o g þ r ír 36 2. 0 18 Dælurnar eru alveg brjálaðar út í þig fyrir að birta ekki mynd af þessum dómurum á forsíð- una, þær segjast hafa verið misnotaðar á hryllilegan hátt áratugum saman. VEÐUR Það fer ekkert á milli mála aðinnan vébanda Framtíðar- landsins er öflugt fólk með skýra sýn, ferskar hugmyndir og nef fyr- ir markaðsmálum, eins og sáttmáli um framtíð Íslands sýnir.     En líklega varþað skyn- samleg nið- urstaða hjá þess- ari breiðfylkingu umhverfisvernd- arsinna að fara ekki í framboð. Þá hefði hún þurft að skjóta rótum öðrum hvorum megin við miðju og um leið misst þá al- mennu skírskotun sem hún hefur. Hvaða afstöðu hefði hún tekið í skattamálum eða til aðildar að Evr- ópusambandinu?     Það má segja að sú ákvörðun hafiverið sigur fyrir Vinstri græna, enda beittu þeir sér af miklum móði innan hreyfing- arinnar gegn öllum slíkum áform- um. Vitaskuld hefði slíkt framboð dregið af þeim fylgi.     En slíkt framboð hefði líka sóttfylgi á hægri væng stjórnmál- anna; þar gætir víða grænna sjón- armiða. Skemmst er að minnast frelsisverðlauna sem Samband ungra sjálfstæðismanna veitti Andra Snæ Magnasyni rithöfundi. Í hátíðarútgáfu Draumalandsins er vitnað í Þórlind Kjartansson, rit- stjóra Deiglunnar, í viðauka, þar sem segir m.a.: „Í bókinni gerist Andri Snær nefnilega málsvari þeirrar bjartsýnu og mannvænlegu frjálshyggju sem byggist á frelsi fólks til þess að finna orku sinni, sköpunarkrafti og þekkingu farveg í opnu samfélagi. Bókin snýst um þá trú, sem haldið er fram af aust- urríska skólanum í hagfræði, að sjálfsprottið skipulag frjálsra ein- staklinga í samfélagi skapi meiri hamingju og verðmæti heldur en miðstýrður áætlunarbúskapur á vegum ríkisins.“ STAKSTEINAR Andri Snær Magnason Þar sem hægri og vinstri mætast SIGMUND                      !  "#   $ %&  ' (                    )'  *  +, -  % . /    * ,                                01     0  2   3 1, 1  ) ,  4  0  $ 5 '67 8 3 #  '              !      9  )#:;                       !       "           #$  %& ' (  )   )  ## : )   "# $ % # % & !% ' ! <1  <  <1  <  <1  "&%$  ( ) *+, !- ;          <6   "! $ ,     .)) % ' !% /     <  0 1 )  !  2 #  %*   )  3  2 !% ! 4, #  ) ,  ) # !     "! #  %* , 2 $ ,   !  )  /  $  , %   5. !66  !% 0 ! , !( ) 2&34 =3 =)<4>?@ )A-.@<4>?@ +4B/A (-@ 4 2 4 2 4 2               2 2 2 2 4 2 4 2 4 2 2 2 2 2 2 4 2            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Viggó H. Viggósson | 15. mars 2007 Olé! Það er auðvelt að fordæma nautaat, grimmd eða ómann- úðleg villimennska er sennilega það fyrsta sem kemur upp í huga margra þegar þeir hugsa um nautaat. Í mínum huga er nautaat dunandi dans, tilfinn- ingaþrunginn taktur heitra hefða. Ég hugsa um skrautlega búninga, hattinn svarta, sverðið; nautabaninn er klæddur fötum ljóssins tilbúinn til að mæta dauðanum. Meira: viggo.blog.is Páll Vilhjálmsson | 19. mars 2007 Auðmenn og fjölmiðlar Ýfingar milli fjöl- skyldnanna um Krón- ikuna gefa til kynna að einhver samkeppni sé á milli þeirra á fjöl- miðlamarkaðnum. Baugsfjölskyldan vill vikuritið í götublaðaútgáfuna sína, þar sem DV og Fréttablaðið er fyrir, en Björgólfsfeðgar eru ekki á því að sleppa takinu á blaðinu sem prentað er hjá Morgunblaðinu þar sem feðg- arnir eru ráðandi. Meira: pallvil.blog.is Stefán Friðrik Stefánsson | 19. mars Íslandshreyfingin mun það verða Það er nú ljóst að nýtt hægra grænt framboð mun heita Íslands- hreyfingin – lifandi land, en ekki Íslands- flokkurinn eins og margir hafa talað um. Þetta á greinilega að vera umhverf- isflokkur sem leggur áherslu á verndun landsins og náttúruauðlind- anna. Það blasir enda við að það verði lykilbaráttumál auk fleiri ann- arra eflaust. Ekki kemur það mér á óvart að Ómar Ragnarsson sé búinn að festa Í sem listabókstaf en þessi nafngift finnst mér reyndar vera mjög í anda Ómars. Eins og ég skrifaði áðan hef- ur þessi hreyfing ekki enn sýnt á spil sín og gefið sig upp. Það verður fróð- legt að sjá hver tromp þessarar hreyfingar eiga að vera er á hólminn kemur. Það eru rúmir 50 dagar til kosn- inga. Áhrif nýs hægra græns fram- boðs eru óviss á þessari stundu. Það gæti allt eins orðið örlagaríkt afl í kosningabaráttunni, einnig gæti það floppað. Gengi þessa framboðs verð- ur eitt af spurningarmerkjum þess- arar kosningabaráttu. Því er erfitt að spá í stöðuna á þessari stundu. Greinilegt þó að stefnir í spennandi kosningar, spennandi fyrst og fremst fyrir stjórnmálaspekúlantana. Meira: stebbifr.blog.is Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir | 19. mars Nafnleysið á blogginu Moggabloggið heldur áfram að vaxa og um helgina þegar ég var að ráfa um moggablogg heima þá fann ég bara sem dæmi bloggsíðu eðlisfræðikennara míns síðan í 10. bekk, þriggja vin- kvenna minna sem ég vissi ekki að blogguðu og eins gamals bekkjar- félaga. Velti því fyrir mér hvort bloggsíður yrðu bráðum jafn- algengar og eðlilegar og netfang. Eða hvort við sjálflæga fólkið, sem finnst við endilega þurfa að dæla út í bláinn efni um hugmyndir okkar og skoðanir, sitjum ein við bloggið þeg- ar fram líða stundir. Hvernig sem fer þá vona ég að þróunin verði ekki sú að nafnlaus blogg verði samþykkt sem fullgildir aðilar í þessu „samfélagi“. Mér finnst það vera vond þróun enda er það til marks um aumingjaskap að geta ekki staðið og fallið með því sem manni finnst – fyrst fólk er á annað borð að skrifa á opinberan hátt um hlutina. Nafnlaus skrif grafa undir þeirri góðu og skemmtilegu þróun sem fylgir blogginu, að fólk skiptist á skoðunum og enn betri umræða skapast í samfélagi. Fleiri hafa nú tök á að taka þátt á sínum for- sendum sem er frábært fyrir allt og alla enda hefur fullt af áhugaverðum málum ratað til fjölmiðla og í mikla umræðu í gegnum bloggskrif. Ég hvet því þá sem enn þora ekki að standa undir eigin skrifum að leita að hugrekkinu til að koma fram – undir nafni. Meira: bryndisisfold.blog.is Kolbrún Baldursdóttir | 19. mars 2007 Átröskun og ábyrgð Ef foreldrarnir taka eftir því að barnið þeirra er að þyngjast umfram það sem al- mennur þroski þess gerir ráð fyrir er mik- ilvægt að grípa inn í. Saman geta foreldrar og barn leitað orsaka hvort sem þær eru að finna í neyslumynstrinu, fæðutegundum eða skorti á hreyfingu. Meira: kolbrunb.blog.is BLOG.IS Eyþór Arnalds | 18. mars 2007 Æi … á nú að kenna Mogganum um fylgistapið? Guðmundur Stein- grímsson hefur nokk- urt nef fyrir því spaugilega og skemmtilega sem er að ske hverju sinni. Ég les oft bakþanka hans sem eru smellnir. Nýjasta aðhlátursefnið er fréttaskýringar Moggans. Um all- nokkurt skeið hefur fylgi Samfylk- ingarinnar farið minnkandi. Margir hafa leitað skýringa á fylgistapinu og kannað það og greint. Helst eru það konur sem hafa ákveðið að kjósa stóra vinstriflokkinn, frekar en Sam- fylkinguna. Meira: ea.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.