Morgunblaðið - 20.03.2007, Blaðsíða 23
heilsa
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 23
Þeim einstaklingum, semhaldnir eru fullkomnunar-áráttu, hættir frekar en
öðrum til að þróa með sér maga-
bólgur og heilkenni ristilertingar í
kjölfar sýkinga, að því er segir í
nýlegri frétt á netmiðli BBC. Vís-
indamenn við Southampton-
háskóla spurðu 620 einstaklinga,
sem glímdu við magabólgur og
iðraverki, út í stress- og sjúk-
dómsþætti til að komast að því
hverjir ættu helst á hættu að fá
sjúkdóminn, sem á ensku er
skammstafaður IBS og stendur
fyrir Irritable Bowel Syndrome.
Í ljós kom að þeir, sem keyra
sig áfram í átt að fullkomnun, eru
stressaðir að eðlisfari og hafa sí-
felldar áhyggjur af smáatriðum
eru veikari fyrir en hinir, en um
5% af Bretum hafa þróað með sér
heilkenni ristilertingar og eru
konur líklegri til að fá sjúkdóminn
en karlar. Að sögn dr. Ronu Moss-
Morris, sem leiddi rannsóknina,
hafði fólkið stöðugar áhyggjur af
einkennum sínum og var fjarri því
að vera ímyndunarveikt. „Þetta er
nefnilega fólkið, sem heldur að
það sé alltaf á réttri braut og það
að taka veikindafrí frá vinnu
gengur auðvitað þvert á þá trú.
Þetta fólk heldur sér gangandi
þangað til það hrynur niður þar
sem það hefur háar hugmyndir
um sjálft sig.“
Að mati Roberts Spiller, sér-
fræðings við háskólasjúkrahúsið í
Nottingham, er án efa flókið ferli
hér að verki sem hugsanlega má
rekja til tveggja hugsanlegra
skýringa. Annars vegar að streita
og áhyggjur hafi áhrif á ónæm-
iskerfið og hinsvegar kalli ónóg
hvíld á meiri skaða.
Kviðverkir
og hægðatregða
Ekki er vitað með vissu hvað
orsakar sjúkdóminn eða heil-
kennið, en talið er að orsakavald-
urinn sé óþekktur sýkill.
Sjúklingar fá truflun í ónæmis-
kerfið, en ekki er vitað hvort hún
er orsök eða afleiðing sjúkdóms-
ins. Sjúkdómurinn leggst einkum
á smáþarmana en nær stundum
niður í ristil. Sjúkdómseinkennin
eru aðallega kviðverkir, oft neð-
arlega hægra megin, og nið-
urgangur eða hægðatregða.
Stundum kemur blóð með hægð-
um og einnig geta þyngdartap og
sótthiti fylgt sjúkdómnum. Lang-
varandi blæðing frá þörmum getur
leitt til blóðleysis. Um er að ræða
langvarandi, ólæknandi sjúkdóm,
sem stundum hverfur, en getur
komið aftur hvenær sem er ævinn-
ar.
Þeir, sem hafa greinst með
sjúkdóminn, geta gert ráð fyrir að
þeir þurfi læknismeðferð í langan
tíma. Engin lækning er þekkt en
meðferðin hefur það takmark að
lagfæra skort á næringarefnum,
halda bólgubreytingum í skefjum,
gera sjúklinginn verkjalausan og
stöðva blæðingu. Engar algildar
reglur eru til um mataræði en
sumum versnar af mjólk, áfengi,
kryddi, steiktum mat og trefjum.
Stórir skammtar af vítamínum
eru gagnslausir og geta jafnvel
verið skaðlegir.
Flestum sjúklingum batnar af
bólgueyðandi lyfjum, sýklalyfjum
eða sterum, en algengasti fylgi-
kvilli sjúkdómsins er garnastífla,
sem verður vegna þess hve
þarmaveggirnir þykkna mikið.
Iðraverkirnir
fylgifiskur full-
komnunaráráttu
Reuters
Streita Þeir sem keyra sig áfram í átt að fullkomnun, eru stressaðir að eðl-
isfari og hafa sífelldar áhyggjur eru veikari fyrir en hinir
VÍÐSJÁ kl. 17.03 virka daga
www.ruv.is
Útvarpið -
eini munaður
íslenskrar
alþýðu
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200
www.iav.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
SÓLTÚN – REYKJAVÍK
Kynning á húsi í byggingu
Sóltún 8–12
Nú er hafin sala á íbúðum í húsum númer 8–12
í Sóltúni en afhending þeirra er í nóvember 2007.
Að því tilefni verðum við með til sýnis sambærilega,
fullkláraða íbúð 106 í Sóltúni 18, í dag og á morgun
milli 16 og 18.
Verið velkomin – sjón er sögu ríkari
Nr. 8
Nr. 10
Nr. 12
Nr. 14
Nr. 16
Nr. 18