Morgunblaðið - 20.03.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.03.2007, Blaðsíða 47
FREGNIR herma að ungstirnið Ryan Phillippe hafi átt ástarnótt með Ashlee Simpson. Ryan, sem skildi nýlega við eiginkonu sína til sjö ára, Reese Witherspoon, hitti hina 22 ára gömlu söngkonu á næturklúbbi í Los Angel- es. „Þegar Ryan og vinir hans mættu á staðinn var þeim vísað á eina borðið þar sem var eitthvert pláss – þar sem Ashlee og vinir hennar sátu. Þau virtust hafa mik- inn áhuga hvort á öðru. Hann gat ekki tekið augun af henni og Ashlee var mjög spennt. Það leyndi sér ekki að henni leist þrusuvel á hann,“ er haft eftir heimilda- manni ástralsks tímarits. Eftir að hafa daðrað í nokkra klukkutíma dró parið sig í hlé á efri hæð staðarins. Ungstirni Ryan Phillippe þykir mjög myndarlegur. Ryan Phillippe og Ashlee Simpson í eina sæng „Þau voru þarna uppi í rúman klukkutíma og komu nokkuð reitt til baka. Það var ljóst að eitthvað hafði gengið á. Þau keyrðu svo hvort í sínum bílnum heim til hennar,“ sagði heimildamaðurinn. Talsmaður Ryans hefur neitað orðrómnum. Nýstirni Vegur Ashlee Simpson fer vaxandi. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 47 Sími - 551 9000 Epic Movie kl. 6, 8 og 10 B.i. 7 ára Venus kl. 6, 8 og 10 B.i. 12 ára Last King of Scotland kl. 5.30, 8 og 10.35 B.i. 16 ára Notes on a Scandal SÍÐUSTU SÝN. kl. 8 B.i. 14 ára Pan´s Labyrinth SÍÐUSTU SÝN. kl. 10 B.i. 16 ára Litle Miss Sunshine SÍÐUSTU SÝN. kl. 5.50 B.i. 7 ára * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu 450 KR. Í BÍÓ * - Verslaðu miða á netinu Sýnd kl. 6, 8 og 10Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 7 ára -bara lúxus Sími 553 2075 HÚN ER STÓR....VIÐ MÆLDUM UPPLIFÐU MYNDINA SEM FÉKK ENGIN ÓSKARSVERÐLAUN! Milljón dollarar. Sjö leigumorðingjar. Eitt skotmark. Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:15 B.i. 16 árawww.laugarasbio.is eee SV, MBL eee VJV, TOPP5.IS Hefur þú einhvern tímann gert mjög stór mistök? eeee H.J. - MBL eeee LIB - TOPP5.IS eeee O.R. - EMPIRE eee H.J. - MBL eee Ó.H.T. - RÁS 2 SÍÐUSTU SÝNINGAR eeeee LIB, TOPP5.IS eeeee HGG, RÁS 2 eeeee HK, HEIMUR.IS SÍÐUSTU SÝNINGAR SÍÐUSTU SÝNINGAR eeee „Frábær skemmtun!“ - S.V., Mbl „Óvænt kvikmyndaperla sem enginn má láta fram hjá sér fara.“ - Sigríður Pétursdóttir, Rás 1 eeee „Frábær leikur og eftirminnileg mynd!“ - B.S., Fréttablaðið Ég fór að velta fyrir mérþessari spurningu þegar égsá frétt á mbl.is á dögunum með fyrirsögninni: Hinrik vill verða kóngur. Téður Hinrik er eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottn- ingar en hann er franskur, fæddur Henri Marie Jean André greifi af Laborde og Monpezat. En í kjölfarið fór ég að velta fyr- ir mér fleiri spurningum...    Til hvers var hann að giftastMargréti? Til þess að öðlast einhverja sérstaka tign? Af hverju er manninum ekki sama að vera í þriðja sæti í virðingarstiganum innan konungsfjölskuldunnar á eft- ir eiginkonu sinni og elsta syni? Langar hann svona mikið að verða konungur yfir Danmörku eða ætli þau Margrét og Friðrik, sonurinn og erfðaprinsinn, hreyti ónotum í Hinrik vegna þriðja sæt- isins þegar enginn sér til?    Jú jú, ég viðurkenni það að út frájafnréttissjónarmiðum ætti eig- inmaður drottningar að verða kóngur vegna þess að eiginkona kóngs verður drottning. En hverj- um er ekki sama um titla að þessu tagi þegar maður býr í höll og lifir augljóslega konunglegu líferni líkt og makinn? Svar: Hinrik prinsi. Þegar málið er kannað kemur líka í ljós að staða hans er ekkert bágbornari en kollega hans í Evr- ópu. Danskir fjölmiðlar fóru á stúf- ana árið 2002, í kjölfar þess að Hin- rik varð oftar en ekki fúll yfir stöðuleysi sínu, og kynntu sér virð- ingarstigann í öðrum konungs- fjölskyldum í Evrópu. Þá kom í ljós að maki drottningar eða konungs er í besta falli númer þrjú og oft miklu neðar í stiganum. Í Bretlandi leysir Karl prins Elísabetu, móður sína, af hólmi þegar svo ber undir og síðan Andrés og Játvarður. Þá fyrst er komið Filippusi drottning- armanni og hertoga af Edinborg. Það eru sem sagt erfðirnar sem ráða. Í Hollandi kemur Willem- Alexander fram fyrir hönd móður sinnar, Beatrix drottningar, en ekki eiginmaður hennar, Claus prins.    Í viðtali við franska vikublaðiðPoint de Vue nýlega segir Hin- rik frá raunum sínum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem prinsinn, sem er franskur, vekur máls á bágri stöðu sinni. Síðustu ár hefur það gerst reglulega að Hinrik rýkur til Frakklands á búgarð þeirra hjóna og hugsar stöðu sína innan kon- ungsfjölskyldunnar.    Danskir fjölmiðlar gera gjarnanhálfgert gys að þessu reglu- lega upphlaupi Hinriks og hafa litla samúð með honum. Þá hefur blaðamaður EkstraBladet umfjöll- un sína um umrætt viðtal á því að segja tilgang Hinriks með at- hugasemdunum þann að gera lífið auðveldara fyrir unga lesendur æv- intýrabóka. „Í ævintýrunum ná kóngurinn og drottningin saman og prinsinn og prinsessan. Í raunveruleikanum er þetta öðruvísi þar sem drottningin giftist prinsunum.“    Aumingjans Hinrik! Ég vona aðhann fari að sættast við hlut- verk sitt innan dönsku hirðarinnar. Mín ráðlegging til hans er að njóta þess sem hirðlífið hefur uppá að bjóða, drekka gott rauðvín, ferðast og láta allar áhyggjur um titla inn- an báknsins lönd og leið. Hvað er Hinrik prins að væla? Reuters Aumingjans Hinrik! Margrét Danadrottning og eiginmaður hennar, prinsinn Hinrik. AF LISTUM Birta Björnsdóttir »Danskir fjölmiðlargera gjarnan hálf- gert gys að þessu reglu- lega upphlaupi Hinriks og hafa litla samúð með honum. birta@mbl.is MUGISON sagðist vera flökkutík í viðtali við Lesbók á dögunum. Hann flytur þannig búferlum ótt og títt en þetta einkenni hans spillist og yfir í tónlistina eins og hér má heyra, á þriðju kvikmyndatónlistarplötu hans, en viðfangið er Mýrin eftir Baltasar Kormák. Flakkað er með tilþrifum á milli dægurlaga, þjóðlaga og nútímatónlistar; og myrk og þungbúin stemning er dýrkuð upp með tilstilli fjölmargra kóra. Fegurð og ljótleiki togast á, angurværum vögguvísum er teflt gegn frum- sömdum, dökkleitum stefjum og gömul, sígild íslensk lög fá á sig furðublæ, þar sem „leikið“ er á kórana á allfrum- legan hátt. Tónlist Mug- ison við Mýrina er metnaðarfull en það sem meira er um vert, hún er og vel heppnuð og fangar drunga- lega stemningu kvikmyndarinnar geysivel. Það verður því spennandi að heyra hvernig Muggi ætlar að „tækla“ næsta verkefni sitt af þess- um toga, sem er tónlist við myndina On the Road, gerð við samnefnt tímamótaverk Jacks Kerouac. Rót- leysi Mugison hlýtur að smellpassa inn í það samhengi. Mýrarbúggí Arnar Eggert Thoroddsen TÓNLIST Mugison - Mýrin 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.