Morgunblaðið - 20.03.2007, Blaðsíða 24
menntun
24 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
Iðn- og starfsmenntuðum ein-staklingum með frumgreina-próf vegnar vel í námi í tækni-og verkfræði við Háskólann í
Reykjavík samanborið við aðra nem-
endur. Viðhorf þeirra er auk þess já-
kvæðara en viðhorf nemenda með
stúdentspróf þegar kemur að mati á
nýtingu fyrra náms og gildi iðn-
menntunar fyrir nám í tækni- og
verkfræði. Frumgreinapróf er loka-
próf af frumgreinasviði, en þar er
boðið upp á sértækt undirbúnings-
nám fyrir nám í Tækni- og verk-
fræðideild HR.
Þetta eru megin niðurstöður ný-
legrar könnunar á gengi iðnlærðra
með frumgreinapróf. „Könnunin,
sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði
námsmanna og Iðnskólafélaginu, var
gerð til að beina sjónum að mikilvægi
iðnmenntunar og í stuttu máli má
segja að allar niðurstöður séu mjög
hagstæðar. Það er því ljóst að iðn-
nám er góður grunnur fyrir nám í
tækni- og verkfræði og nemendum
finnst þeir hafa forskot hvað verk-
kunnáttu varðar fram yfir nemendur
með stúdentspróf. Nauðsynlegt er að
leita leiða, sem beina sjónum að mik-
ilvægi iðnmenntunar, sem hefur átt
undir högg að sækja þar sem mikill
meirihluti ungmenna sækir í bók-
námsbrautir framhaldsskólanna,“
segir Málfríður Þórarinsdóttir,
sviðsstjóri frumgreinasviðs Háskól-
ans í Reykjavík.
Athugað var hvernig iðn- og
starfsnámsnemendum með frum-
greinapróf vegnaði í námi við Tækni-
og verkfræðideild HR samanborið
við nemendur með stúdentspróf af
bóknámsbrautum.
Spurningalisti var sendur 146 þátt-
takendum í pósti og var svarhlutfall
70,5%. Þátttakendum var skipt upp í
tvo hópa, annars vegar iðn- og starfs-
menntaða einstaklinga með frum-
greinapróf og hins vegar einstaklinga
með stúdentspróf. Spurt var um gildi
iðn- og starfsnáms og starfsreynslu
fyrir nám í tækni- og verkfræði, en
einnig var athugað hvernig einstakar
greinar úr framhaldsskóla eða á
frumgreinasviði hefðu nýst í námi við
tækni- og verkfræðideild HR. Loks
voru þátttakendur spurðir hvað þeim
hefði þótt auðveldast og erfiðast við
að hefja háskólanám.
Nýttist iðnmenntuðum betur
Niðurstöður sýna að iðnmenntaðir
nemendur með frumgreinapróf í
tækni- og verkfræði telja fyrra nám
sitt hafa nýst betur en nemendur með
stúdentspróf. Þeir fyrrnefndu telja
almennt að starfsreynslan hafi nýst
þeim betur en nemendum með stúd-
entspróf. Marktækur munur kom
fram á viðhorfum nemenda til þess
hvernig starfsreynsla nýtist við bók-
lega námið, t.d. stærðfræði, eðlis-
fræði og við burðarþols- og raf-
magnsfræði.
Niðurstöður sýna enn fremur að
iðnmenntaðir telja að fyrra tungu-
málanám hafi nýst sér betur en stúd-
entar auk þess sem nemendur af
frumgreinasviði voru líklegri en stúd-
entar að svara því játandi að fyrra
raungreinanám hefði nýst vel í tækni-
og verkfræðináminu.
Þegar nemendur í þessum tveimur
hópum voru spurðir að því hvernig
námið í heild hefði nýst þeim í tækni-
og verkfræði kom fram marktækur
munur á svörum hópanna. 98% nem-
enda með frumgreinapróf svöruðu
því til að námið hefði nýst vel eða
mjög vel en 75% nemenda með stúd-
entspróf töldu svo vera.
Iðnmenntaðir jákvæðari en
stúdentar í garð fyrra náms
Iðnmenntaðir Nemendur á frumgreinasviði hafa jákvætt viðhorf til fyrra náms í tækni- og verkfræðigreinum.
Í HNOTSKURN
»Iðnmenntaðir nemendurmeð frumgreinapróf í
tækni- og verkfræði töldu
fyrra nám sitt hafa nýst bet-
ur en nemendur með stúd-
entspróf.
»Frumgreinapróf er loka-próf af frumgreinasviði
þar sem boðið er upp á sér-
tækt undirbúningsnám fyrir
Tækni- og verkfræðideild
HR.
»Marktækur munur komfram á viðhorfum nem-
enda til þess hvernig starfs-
reynsla nýtist við bóklega
námið, t.d. stærðfræði, eðlis-
fræði og við burðarþols- og
rafmagnsfræði.
Það er því ljóst að iðnnám
er góður grunnur fyrir nám
í tækni- og verkfræði og
nemendum finnst þeir
hafa forskot hvað verk-
kunnáttu varðar fram yfir
nemendur með stúdents-
próf.
Börnin erfa jú landið – þaðvitum við – og reyndar alltsem því fylgir hvort semum er að ræða gróður-
húsaáhrif eða grunnvatnsmengun.
Það er því ekki nóg að fullorðna fólkið
flokki sorp, spari akstur og sniðgangi
eiturefni – ekki veitir af því að virkja
krakka landsins í umhverfismálunum
og því fyrr, því betra.
Á heimasíðu Landverndar, undir
verkefninu Vistvernd í verki, er að
finna uppástungur að því hvernig ná
megi til barna og kenna þeim að
ganga vel um framtíðarlandið sitt.
Tiltölulega einfalt er að virkja börnin
til að taka þátt í flokkun sorps á heim-
ilinu. Það liggur beint við að ræða
flokkunina við þau og hvert hver hlut-
ur á að fara sem og að endurskoða
það sem fer í ruslið. Er t.d. hægt að
nýta hlutinn í stað þess að henda hon-
um? Kannski hafa börnin gaman af
því að föndra úr dótinu sem til fellur
og þar með er hugmyndaflug þeirra
örvað um leið.
Börnin geta líka passað upp á ljósin
á heimilinu, að slökkva á eftir sér og
fara vel með vatn. Þegar út í búð er
komið geta þau tekið að sér að hafa
uppi á umhverfismerktum vörum.
Spennandi tölvuleikir
Þá hefur Umhverfisstofnun Evr-
ópu látið búa til tölvuleik fyrir börn
átta ára og eldri. Leikurinn er m.a. á
íslensku og er að finna á Netinu. Í
honum hafa ákvarðanir barnanna
áhrif á daglegt líf á eyjunni Honoloko,
sem leikurinn er nefndur eftir. Í lokin
fá börnin svo stig eftir því hversu um-
hverfisvænar og heilsusamlegar
ákvarðanir þeirra eru.
Námsgagnastofnun og Umhverf-
isstofnun hafa líka sett upp vef sem
nefnist Heimurinn minn þar sem er
að finna sögur, leiki, verkefni og fróð-
leik um umhverfismál fyrir börn. Þar
er hægt að kynnast því hvernig
vatnsrof verður, sjá eldgos, sjá hve
langan tíma það tekur fyrir hjólför í
móum að gróa og spreyta sig á sorp-
flokkun svo eitthvað sé nefnt. Sorpa
hefur líka sett upp umhverfistengdan
leikjavef fyrir börn á vefsetri sínu auk
þess sem fyrirtækið hefur gefið út
fræðslu-, lita- og þrautabók þar sem
þemað er úrgangur, flokkun og end-
urvinnsla.
Þó að krakkar maldi stundum í mó-
inn er til stendur að fara í göngutúra
eða ferðalög út á land er fátt meira
virði í umhverfisuppeldi en að drífa
börnin út í náttúruna. Reynslan sýnir
að smám saman fara þau að njóta
hennar og kunna að meta hana sem
er dýrmætt veganesti út í lífið.
Að kenna krökkum um umhverfið
Morgunblaðið/Golli
Endurvinnsla Börnin hafa sjálf heilmiklar hugmyndir um umhverfismál
eins og þetta listaverk eftir Aðalbjörgu Halldórsdóttur ber með sér.
Morgunblaðið/Sverrir
Tölvur Hægt er að nálgast nokkra tölvuleiki
ókeypis á netinu þar sem börnin læra um um-
hverfismál um leið og þau leika sér.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Flokkun Upplagt er að virkja börnin með í sorpflokkun á heim-
ilinu enda sýnir reynslan að þau eru góðir eftirlitsmenn þegar
kemur að því að setja ruslið í viðeigandi koppa og kirnur.
www.honoloko.com
www.heimurinnminn.is
www.sorpa.is/leikir
www.landvernd.is/vistvernd
vistvænt
Hvers kyns meðhöndlun vill sjúk-
lingur fá sem getur ekki lengur
gert sig skiljanlegan? Ný rannsókn
bendir til þess að tölvuforrit geti
komist nær óskum sjúklingsins en
nánustu aðstandendur hans að því
er forskning.no greinir frá.
Forritið er matað á upplýsingum
um heilsufar sjúklingsins sem og
persónuupplýsingum, s.s. aldri,
kyni og félagslegri stöðu. Á grund-
velli þessara upplýsinga getur for-
ritið veitt svar um hvers kyns með-
höndlun sjúklingurinn myndi óska
sér. Það var David Wendler og koll-
egar hans við US National In-
stitutes of Health sem þróuðu for-
ritið en jafnvel einföld frumgerð
þess komst jafnnálægt óskum sjúk-
lingsins og nánustu aðstandendur
hans. Vísindamennirnir eru ekki í
vafa um að forritið muni verða
betra en aðstandendur til að finna
út óskir sjúklingsins eftir frekari
þróun. Þar sem tilraunin var háð
því að komast að því hverjar óskir
sjúklinganna voru í raun voru frísk-
ir þátttakendur notaðir í tilrauninni
og þeir spurðir fræðilegra spurn-
ing, s.s.: „þú hefur fengið slag og
lendir í dásvefni sem ólíklegt er að
þú vaknir upp af. Viltu að gerðar
verði lífgunartilraunir ef hjarta þitt
stoppar?“
Vísindamennirnir greindu svör 16
einstaklinga og komust að því að
nánustu aðstandendur þeirra höfðu
rétt fyrir sér í 68% tilfella. Frum-
gerð tölvuforritsins náði sömu pró-
sentutölu. Engu að síður benda
vísindamennirnir á að prósentutal-
an sé ekki það eina sem ætti að
stýra ákvörðun lækna. Þannig geti
skipt meira máli hver taki ákvörð-
unina en hvaða ákvörðun sé tekin.
Aðstoð við
erfiðar
ákvarðanir
heilsa