Morgunblaðið - 20.03.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.03.2007, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Salvör Jak-obsdóttir fædd- ist í Vopnafirði 29. ágúst 1920. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 11. mars sl. For- eldrar hennar voru Jakob Benedikts- son, f. 27.6. 1886, d. 19.7. 1971, og Jón- ína Jónsdóttir, f. 6.6. 1887, d. 23.1. 1963. Systkini Salvar- ar: Stefán, f. 27.10 1916, d. 30.7. 1981, Stefanína f. 9.4. 1918, d. 27.4. 1988, Sigrún, f. 17.10. 1922, Ingibjörg, f. 13.8. 1924, d. 6.4. 1997, Geirlaug Val- gerður, f. 15.6. 1928. Eiginmaður Salvarar var Guð- mundur Viðar Guðsteinsson, f. 30.11. 1924, d. 18.5. 1988. Þau giftust 26.10. 1951. Börn þeirra eru 1) Nína, f. 24.12. 1951, maki Grétar Örn Júlíusson, börn þeirra Grétar Viðar, f. 23.3. 1972, dóttir hans Nína Björk. Örn Viðar, f. 9.9. 1976. Jakob Viðar, f. 10.4. 1982, sonur hans Valgeir Viðar. Sallý f. 17.3. 1988. 2) Jakob Viðar, f. 7.1. 1956, maki Kristín Helgadóttir, sonur þeirra Sturla Viðar, f. 22.2. 1986. Sonur Jakobs og Guðrúnar Láru Halldórsdóttur er Halldór Viðar, f. 22.11. 1973, synir hans eru Dagur Sölvi, Viktor Logi og Brynjar Jökull. 3) Kolbrún, f. 21.7. 1960, dætur hennar og Gunnars Steins Almarssonar (þau slitu samvistir) eru Brynja Björk, f. 21.10. 1981, son- ur hennar Andri Steinn. Alma, f. 19.9. 1990. 4) Halla, f. 7.10. 1962, maki Kjartan Kjartansson, dætur þeirra Inga Kristín, f. 14.1. 1984. Sandra Salvör, f. 24.12. 1987. 5) Ingibjörg, f. 6.7. 1964, sambýlis- maður Gunnar Örn Angantýsson, sonur þeirra Steindór Örn. Synir Ingibjargar og Baldurs G. Þórð- arsonar eru Arnór Viðar, f. 16.3. 1986, Kristbjörn Viðar, f. 27.10. 1991. Dætur Gunnars Anita Rut og Agnes Lóa. Útför Salvarar fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 20. mars. Hefst athöfnin kl. 13.00. Elsku mamma mín er látin. Mig langar að minnast hennar með örfáum orðum. Við systkinin vorum svo heppin að mamma vann heima þegar við vorum að alast upp. Það var alltaf gott að geta komið heim og mamma var alltaf til staðar, tilbúin að segja okkur sögur, syngja fyrir okkur og taka okkur í faðminn. Ég minnist allra ferðalagana um land- ið og hversu gaman þú hafðir af því. Þegar við fluttum í Efstasund þá gat mamma stundað sitt aðal- áhugamál, sem var garðrækt. Allt- af í garðinum, moldug upp fyrir haus. Það eru ótal minningar sem ég á um þig, elsku mamma. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú varst mér og minni fjölskyldu. Minn- ingin um þig mun ávallt lifa í hjarta mér. Mamma, elsku mamma, man ég augun þín, í þeim las ég alla elskuna til mín. Mamma, elsku mamma, man ég þína hönd, bar hún mig og benti björt á dýrðarlönd. Mamma, elsku mamma, man ég brosið þitt; gengu hlýir geislar gegnum hjarta mitt. Mamma, elsku mamma, mér í huga skín bjarmi þinna bæna, blessuð versin þín. Mamma, elsku mamma, man ég lengst og best hjartað blíða, heita – hjarta, er sakna’ ég mest. (Sumarliði Halldórsson) Þín dóttir, Ingibjörg. Elsku mamma, takk fyrir allt og allt. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Saknaðarkveðja. Þín dóttir, Kolbrún. Það vantaði góða konu til að sjá um rósirnar í himnaríki. Þess vegna þurfti mín ástkæra tengda- móðir að kveðja okkur og fara og taka það að sér. Enda fáir betur til þess fallnir en Sallý. Garðurinn hennar í Efstasundi ber þess glöggt merki að um hann var hugsað af alúð. Þar gat Sallý dval- ið frá morgni til kvölds og alltaf haft nóg fyrir stafni. Það verður skrýtið að geta ekki lengur sest á pallinn hjá henni til að fá kaffi og spjalla. Sallý var alltaf áhugasöm um fólkið sitt og lagði mikla rækt við það, eins og blómin. Alveg frá upp- hafi fann ég mig velkomna í fjöl- skylduna og það var skemmtilegt hlutverk að vera eina tengdadótt- irin. Og þótt við værum ekki alltaf sammála vorum við alltaf vinir. Fyrir það vil ég þakka. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Kveðja, Kristín Helgadóttir. Elsku amma Sallý. Nú ertu farin til afa, sem hefur tekið vel á móti þér. Ég er svo rík að hafa átt þig sem ömmu. Þær eru svo margar minningarnar sem ég á um þig, alveg óteljandi, og aldrei mun ég gleyma þeim. Alltaf var jafn æðislegt að koma niður í Efstó og á maður svo sannarlega eftir að sakna þeirra stunda. Ég er svo ánægð yfir að þú hafir fengið að kynnast Andra Steini, þú hafðir svo gaman af honum, ég mun kenna honum þessa bæn sem þú kenndir mér þegar ég var lítil: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Það er mjög sárt að kveðja þig, elsku besta amma mín. Ég þakka þér fyrir allt og allt. Hvíl í friði. Þín, Brynja Björk. Hún elsku amma Sallý er dáin. Það er mér einstaklega erfitt á þessari stundu að venja mig við þá tilhugsun að hún amma sé ekki lengur með okkur í lifanda lífi. Minningarnar hrannast upp í huga mínum og langar mig að minnast hennar í nokkrum orðum. Mínar allra fyrstu minningar sem barn eru úr Ljósheimunum þar sem amma Sallý og afi Gummi bjuggu. Þegar ég var um fimm ára fluttu þau svo í Efstasund 67 þar sem ég varði stórum hluta æsku minnar en það var sá staður sem ég vildi helst vera á öllum stund- um, enda kom ég við hvert tæki- færi. Það var sama hvort það var páska-, jóla-, sumar- eða helgarfrí, alltaf var ég hjá ykkur og ég man svo skýrt hvað ég fann fyrir mikilli ástúð og öryggi í hvert skipti sem ég kom og hvað þið voruð alltaf ánægð að sjá mig og ég ykkur. Flesta föstudaga eftir skóla tók ég strætó niður á Suðurlandsbraut og hljóp beina leið yfir Laugardalinn og beint heim í Efstó og man ég að á sunnudagskvöldum þegar þið afi keyrðuð mig heim hugsaði ég að það væru bara fimm dagar þangað til ég kæmi til ykkar næst. A sumrin ferðuðumst ég, amma og afi víða og er mér mjög minn- isstæður minn fyrsti hringur um- hverfis landið eftir að við vorum búin að vera á ættarmóti á Vopna- firði. Ég var að sjálfsögðu ekki eina barnabarnið ykkar sem vildi vera hjá ykkur öllum stundum og það kom ekki sú helgi að eitthvert okkar væri ekki hjá ykkur og oft vorum við fleiri en eitt og krakkar eins og Grétar Viðar og seinna Brynja Björk voru oft líkari systkinum mínum en frændsystk- inum. Amma Sallý vildi alltaf allt fyrir mig gera og ég man hvað mér þótti skemmtilegt þegar hún las fyrir mig og ósjaldan spiluðum við ólsen ólsen og veiðimann tímunum saman. Þetta var yndislegur tími. Þegar ég var átján ára bauð amma mér að búa uppi á lofti í Efstasundinu og bjó ég hjá henni á fimmta ár eða þar til ég gat keypt mér mína fyrstu íbúð. Stuðningur ömmu minnar við mig í gegnum tíðina er mér ómetan- legur. Elsku amma, kveðjustundin er okkur öllum erfið og ég fæ ekki með orðum lýst hvers virði þú ert mér og þú munt alla tíð eiga stór- an hluta úr mínu hjarta. Megirðu hvíla í friði við hlið afa Gumma um ókomna tíð. Halldór Viðar og fjölskylda. Elsku amma Sallý, við munum sakna þín voða mikið og við mun- um sakna þess að koma ekki niður í Efstó með pabba, mömmu eða ömmu Nínu til að hitta þig og spila á spil því alltaf hafðir þú tíma til að spila við okkur. Núna ertu komin til afa Gumma og þar mun þér líða vel. Bless elsku besta langamma okkar og takk fyrir allt og allt. Þín, Nína Björk og Valgeir Viðar. Elsku amma mín, þetta er það erfiðasta sem ég hef gert, að kveðja þig. Elsku amma mín, það er með miklum söknuði og í mik- illi sorg sem ég skrifa þessi orð, orð sem segja svo lítið um hvað mér þótti vænt um þig, hvað ég elskaði þig mikið, þú varst mér alltaf svo góð. Ég vona svo inni- lega að við eigum eftir að hittast aftur. Ég get ekki hugsað til þess að ég muni aldrei heyra rödd þína aftur eða hlátur þinn eða bara njóta samverustunda okkar. Það voru ekki svo fá kvöldin þegar ég bjó hjá þér sem við sátum og horfðum á einhvern þátt eða mynd í sjónvarpinu. Við töluðum alltaf um myndina á meðan henni stóð og þér fannst ég svo glúrinn að giska á hvernig þátturinn eða myndin myndi enda. Ég mun aldr- ei gleyma því hvað þú varst ánægð þegar ég loksins náði þeim áfanga að verða stúdent eða hvað þér fannst fyndið þegar við vorum að ræða um Ísland og fáviska mín um íslenska landafræði kom í ljós, því þar varst þú á heimavelli. Elsku amma Sallý, ég man svo vel þegar ég var hjá ykkur afa Gumma í Efstó. Ég og Halldór að leika saman úti í garði og þú hjá okkur, því það var nú þannig að á hverju vori og langt fram á haust þá varst þú þar að dytta að blóm- unum þínum og trjám eða reyta arfa. Ég man hvað þú varst alltaf stolt af rósunum þínum í gróð- urhúsinu. Ég man þegar ég kom til þín á sólríkum sumardegi og við sátum úti í garði og þú varst að segja mér hvað hin og þessi blóm eða tré heita. Elsku amma mín, ég á eftir að sakna þess svo mikið að koma ekki niður í Efstó og hitta þig. Ég man líka hvað þú varst ánægð þegar elsku stelpan mín hún Nína Björk fæddist. Ég man hvað þér þótti gaman í brúð- kaupi mínu og Þóru. Ég man hvað þér þótti gaman þegar við Þóra komum í heimsókn með hana Nínu Björk okkar. Elsku amma Sallý, takk fyrir allar samverustundirnar okkar, ég sakna þín svo mikið. Nú ertu hjá afa Gumma eins og þú talaðir um, að fylgjast með okkur sem elskuðum þig. Ég gefst upp og segi „Sé þig í næsta lífi“ eða bara eins og afi sagði „Þú vannst, þú hafðir rétt fyrir þér“. Bæ, elsku amma Sallý, bæ í bili, sjáumst seinna. Þinn, Grétar Viðar. Allt er á hverfanda hveli, Hugur, máttur og ást. En ætíð að enduðu éli, aftur þó fagrahvel sást. (Hannes Hafstein, úr „Ljóðmæli“) Elsku amma Sallý er dáin, í huga okkar ríkir sorg. Við getum yljað okkur við allar góðu minningarnar sem við eigum um hana. Það var alltaf gaman að koma í „Efstó“ til þín, það voru ófáar næturnar sem við gistum hjá þér. Þú elskaðir að vera í garðinum þínum og við hjálpuðum þér oft við að slá blettinn og ým- islegt annað sem til féll þar. Við minnumst allra jólanna hjá þér, þar sem öll fjölskyldan kom sam- an. Það voru góðar stundir. Það eru svo margar minningar sem koma upp í hugann á svona stundu. Elsku amma Sallý, nú ert þú komin til afa Gumma og við viljum trúa því að þú sért sátt og að ykkur líði vel saman. Kallið er komið, Komin er nú stundin, Vinaskilnaður viðkvæm stund. Vinirnir kveðja Vininn sinn látna, Er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, Margt er hér að þakka. Guð sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, Margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Elsku amma Sallý, við viljum að lokum þakka þér fyrir alla hlýjuna og ástina. Þínir ömmustrákar. Arnór Viðar, Kristbjörn Viðar og Steindór Örn. Elsku amma mín, verstu fréttir lífs míns bárust mér fyrir skömmu, elskuleg amma mín var mikið veik og stuttu síðar látin. Fyrir stuttu sagðir þú mér að þig langaði að breyta í garðinum næsta sumar og ég sagðist mundu hjálpa þér, ég var farin að hlakka til þess tíma sem við gætum átt saman þar. Við eyddum mörgum stundum í spil í gegnum tíðina og skemmtum okkur konunglega, ég heyri ennþá hláturinn þinn þegar við hlógum að því hvor hefði rétt fyrir sér í stigagjöf í Scrabble, ég eða þú. Ég vona svo innilega að þér líði vel núna, að þú sért búin að hitta afa aftur og að þið séuð að bæta upp fyrir þann tíma sem þið voruð hvort á sínum stað. Þú ert eflaust líka að spila við hann eða leggja kapal því spil voru þitt einkenn- ismerki. Imba, Kiddi, Pollý og Salvör Jakobsdóttir ✝ Eiginmaður minn, INGÓLFUR A.GUÐNASON frá Hvammstanga, síðast til heimilis á Laugateigi 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 14. mars. Útför hans fer fram frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 22. mars kl. 15:00. Anna Guðmundsdóttir og fjölskylda. ✝ ÁRNI BREIÐFJÖRÐ GUÐJÓNSSON frá Hofstöðum, Helgafellssveit, Fannafold 157, Reykjavík, sem andaðist á dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, þriðjudaginn 13. mars, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 23. mars kl. 13.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Gunnar Guðjónsson, Kristrún Guðjónsdóttir og frændsystkini hins látna. ✝ Ástkær sonur okkar og bróðir, SIGURGEIR NÚMI BIRGISSON, Skólavegi 34, Fáskrúðsfirði, lést sunnudaginn 11. mars sl. Jarðarförin fer fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju fimmtu- daginn 22. mars kl. 14.00. Þeir sem vilja minnast hans láti Barnaspítalasjóð Hringsins, sími 543 3724, njóta þess. Birgir Kristmundsson, Áslaug Guðný Jóhannsdóttir, Sigurður Elmar Birgisson, Guðmundur Hrafn Birgisson, Birgir Björn Birgisson. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.