Morgunblaðið - 20.03.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.03.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 15 Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is KLERKASTJÓRNIN í Íran hefur lengi haft illan bifur á öllum tilraun- um kvenna til að tryggja jafnrétti en þær hafa áratugum saman reynt að vekja athygli á kröfum sínum á al- þjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars. Svo fór einnig á þessu ári. Sunnudaginn fyrir kvennadaginn voru 33 konur fangelsaðar fyrir að efna til fundar við þinghúsið í Teher- an en öryggislögregla braut mót- mælin á bak aftur af mikilli hörku. Þær voru þó flestar látnar lausar daginn fyrir kvennadaginn gegn lof- orði um að þær myndu ekki taka þátt í mótmælum daginn eftir. Mikill viðbúnaður var af hálfu lög- reglu á kvennadeginum og götum að Byltingartorginu lokað. Þrátt fyrir það tókst um 300 konum og kenn- urum, sem oft hafa líka notað daginn til að mótmæla mannréttindabrot- um, að safnast saman á Baharestan- torgi í Teheran og lesa upphátt mót- mælayfirlýsingu. Lögreglan réðst á hópinn og barði suma, þ.á m. Maraz- ieh Mortazi og Fatemeh Govarai sem báðar eru virkar í femínistabar- áttu stúdenta. Friðarverðlaunahafinn Shirin Ebadi var verjandi kvenna sem tóku þátt í mótmælum 2006 gegn lögum er skerða réttindi kvenna. Hún sagði mannréttindasamtökunum Human Rights Watch að konurnar hefðu í engu brotið stjórnarskrárákvæði um fundahöld en hópnum hefði verið sundrað með kylfuhöggum og úðað yfir þær pipargasi og málningu. Það er því á brattann að sækja hjá írönskum konum enda þótt þær taki á margan hátt meiri þátt í stjórn- málum en reyndin er í mörgum öðr- um grannríkjum þar sem íslam er ráðandi. Þær eru öflugar í háskólum, hafa atkvæðisrétt eins og aðrir borg- arar og nýta hann, nokkrar konur sitja á þingi. En þingið hefur ekki síðasta orðið heldur sérstakt 12 manna ráð klerka og lögfræðinga úr röðum harðlínumanna. Ráðið hefur neitunarvald gagnvart allri löggjöf og árið 2003 hafnaði það alþjóðlegum sáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem þingið hafði samþykkt, um að berj- ast skuli gegn misrétti kynjanna. Umbótasinnar andæfa þó stund- um. Nýlega viðraði ríkisstjórnin hugmyndir um að setja takmörk við fjölda kvenna í háskólanámi. Helsta umbótahreyfingin, Íslamski þátt- tökuflokkurinn, gagnrýndi af því til- efni stjórnvöld fyrir að hafa ekki gert neitt til að bæta stöðu kvenna. „Öðru nær, hún hefur gert nýjar áætlanir um að minnka þátt kvenna í samfélaginu,“ sagði hreyfingin. Konur í Íran byggja baráttu sína á gömlum grunni. Fatemeh Baraghani varð fyrir rúmlega 150 árum fyrst kvenna í múslímalandi til að ögra hefðum og taka af sér slæðuna á op- inberum vettvangi. Hún var síðar tekin af lífi og núverandi stjórnvöld gæta þess vel að hampa ekki þessari formóður kvennabaráttunnar í Íran. Íranskar konur enn í miklum baráttuhug Klerkastjórnin ber harkalega niður öll mótmæli gegn misrétti og vill nú takmarka fjölda kvenna í háskólanámi Reuters Gegn kynjamisrétti Lögreglumenn beittu hörku 8. mars til að stöðva mót- mæli kvenna úr röðum kennara við þinghúsið í Teheran. Í HNOTSKURN »Íranskir embættismennsegja gjarnan að bar- áttukonurnar séu leiguþý vestrænna ríkisstjórna. »Við skilnað fær íranskurfaðir forræði drengja yfir tveggja ára aldri og stúlkna yfir sjö ára aldri. Bangkok. AP. | Það er líklega ástæða fyrir fjársterka sælkera til að merkja dagsetninguna 12. desember 2008 strax í dagatalið sitt. Þá verður efnt til sannkallaðrar veislu með allra færustu kokkum veraldar en menn munu þurfa að punga út allt að tíu þúsund dollurum fyrir máltíðina, eða tæplega 700.000 íslenskum krón- um. Vettvangur kvöldverðarins verður ekki af verra taginu, sjálfir pýramídarnir í Giza í Egyptalandi. Deepak Ohri, framkvæmdastjóri Lebua-hótelsins í Bangkok, skipu- leggur þennan viðburð en í febrúar sl. var Mezzaluna, veitingastaður á Lebua-hótelinu, einmitt vettvangur sambærilegrar sælkeraveislu; nema hvað málsverðurinn þá kostaði enn meira, eða 25.000 dollara. Sex kokk- ar, sem allir hafa hlotið þrjár stjörn- ur í Michelin-veitingastaðabókunum frægu, elduðu þá matinn. Alls kom- ust fjörutíu í málsverðinn. Ekki hef- ur fengist upp gefið hverjir mættu en vitað er að sterkefnaðir sælkerar komu úr flestum heimsálfum til að gæða sér á kræsingunum. Deepak Ohri segir að þó að mat- urinn muni kosta umtalsvert minna í Egyptalandi þá verði um enn glæsi- legri veislu að ræða. „Sem fyrr er þetta fyrir milljónamæringa en að þessu sinni munu margir milljóna- mæringar geta tekið þátt,“ segir hann en gert er ráð fyrir að fimm hundruð aðgöngumiðar verði seldir á viðburðinn. Áætlanir gera ráð fyrir að þrjátíu þriggja stjörnu Michelin- kokkar muni nú koma að matseld- inni en hver og einn fær það verkefni að elda ofan í sautján manns eða svo. Eins kílómetra löngu eldhúsi verður komið fyrir í Giza, með pýra- mídana sögufrægu í baksýn, að sögn Ohri. Maturinn verður ekki bundinn einum skóla matseldarinnar, ólíkt veislunni í Bangkok í febrúar en hún var tileinkuð franskri matargerðar- list, auk þess sem fágæt frönsk vín voru á boðstólum. Eftir er að semja um hversu nálægt pýramídunum gestirnir fá að sitja, en Ohri segir koma til greina að heita því að láta gróða af ævintýrinu renna til varð- veislu pýramídanna, sem taldir eru meðal sjö undra veraldar. Ágóði af málsverðinum í Bangkok mun renna til tvennra góðgerðar- samtaka, Lækna án landamæra og Chaipattana-sjóðsins sem settur var á laggirnar til að styðja við íbúa dreifbýlisins í Taílandi. Milljónamæringamáltíð við pýramídana í Giza Reuters Sælkeramáltíð Franski kokkurinn Marc Meneau í eldhúsinu á veitinga- staðnum Mezzaluna á Lebua-hótelinu í Bangkok 9. febrúar sl. Áhugasamir þurfa að greiða 10.000 dollara fyrir málsverðinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.