Morgunblaðið - 24.03.2007, Side 4
4 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„ÞVÍ að vera á götunni er hægt að
lýsa með mörgum orðum en í raun-
inni dugir eitt: Hræðilegt. Það er líka
ömurlegt, kalt, einmanalegt og von-
laust. […] Sem virkur alkóhólisti hef
ég þurft að upplifa ýmislegt sem ég
hefði heldur viljað vera án. Til dæmis
að eiga hvergi heima, vita ekki hvað
næsti dagur bæri í skauti sér eða
hvort hann myndi yfirleitt koma.“
Þetta sagði Sveinbjörn Bjarkason,
sem í mörg ár var heimilislaus vímu-
efnanotandi, á málþingi um stöðu
heimilislausra sem fram fór í gær.
Að þinginu stóðu Reykjavíkurborg,
Hjálparstarf kirkjunnar, Samhjálp
og Reykjavíkurdeild Rauða kross Ís-
lands.
Sjötíu einstaklingar óskuðu sjálfir
samtals 166 sinnum eftir því að fá að
gista í fangaklefum lögreglunnar í
Reykjavík á síðasta ári. Mennirnir
sem hér um ræðir hafa margir verið
heimilislausir í langan tíma. Þeir
leita athvarfs í Gistiskýlinu en sé það
yfirfullt, sem oft er raunin, leita þeir
til lögreglunnar sem skýtur þá yfir
þá skjólshúsi í fangaklefum, sé engra
annarra úrræða auðið.
„Það liggur við að við getum sagt
að allir þeir heimilislausu einstak-
lingar sem við höfum afskipti af eigi
það sameiginlegt að vera í neyslu og
flestir eru langt leiddir vímuefna-
neytendur,“ sagði Berglind Eyjólfs-
dóttir rannsóknarlögreglumaður.
„Þeir hafa ekkert fast húsaskjól og
fjölskyldan hefur gefist upp á þeim.
Þeir eiga hvergi heima og eru í orðs-
ins fyllstu merkingu á götunni. […]
Þetta eru ekki menn með langan
brotaferil. Þetta eru einstaklingar
sem hafa það eitt til saka unnið að
vera heimilislausir vímuefnaneyt-
endur.“
Þjónustan einsdæmi
Á málþinginu kom fram að Gisti-
skýlið, sem er næturathvarf fyrir
heimilislausa karlmenn, er yfirleitt
fullt út úr dyrum. Þar „búi“ stór hóp-
ur manna mánuðum saman. Þá eru
fá pláss eftir fyrir þá sem þurfi gist-
ingu í skamman tíma meðan beðið er
annarra úrræða. Til stendur að koma
upp heimili fyrir sex til átta húsnæð-
islausa einstaklinga á vegum borg-
arinnar á þessu ári og öðru svipuðu á
næstu tveimur til þremur árum.
Þótt fangaklefar lögreglu séu allt
annað en hlýlegir eru þeir skömm-
inni skárri en gatan, að mati heim-
ilislausu mannanna sem þar óska
gistingar. Þegar Berglind spurði
einn fastagestinn hvort hann ætlaði
ekki að reyna að finna sér betra hús-
næði, t.d. fá inni í Gistiskýlinu, sagði
hann að sér liði best í fangageymsl-
unum. „Þar fengi hann sérherbergi,
þyrfti ekki að hlusta á hroturnar í
öðrum og að hann væri öruggur hjá
okkur. Þetta er auðvitað sjónarmið
út af fyrir sig.“ Hins vegar telur hún
það einsdæmi að lögregla bjóði upp á
„þjónustu“ sem þessa.
Berglind sagði mjög erfitt að vísa
mönnunum, sem oft séu fárveikir, út
á götu að morgni. „Það hefur komið
fyrir að við leyfum þeim að vera
lengur, því við höfum ekki brjóst í
okkur til að senda þá út á götu í frosti
og fárviðri. Þeir eru bara sjúkir á lík-
ama og sál. Gjörsamlega búnir.
En er það úrræði? Er það úrræði
að þurfa að leita til lögreglunnar í
fangageymslur til að fá húsaskjól?“
Sagði hún lögregluna líta svo á að
fleiri úrræði vantaði sem hægt væri
að beina þessum mönnum til.
Neyð kvenna mikil
„Húsnæðisleysi kvenna er dulið,“
sagði Valgerður Rúnarsdóttir, lækn-
ir á Vogi, en síðan Konukot var opn-
að árið 2004 gerist það varla að heim-
ilislausar konur leiti skjóls í
fangaklefum. Það er þó alls ekki þar
með sagt að þær hafi það betra en
karlar á sama reki, enda er Konukot
næturathvarf, ekki heimili í eigin-
legri merkingu. Konurnar þiggja oft
gistingu hjá körlum úti í bæ, sem
notfæra sér neyð þeirra. Kynlíf er
notað sem gjaldmiðill fyrir vernd og
gistingu. Þessar konur eiga þó ekki,
frekar en karlarnir, fastan samastað
eða raunverulegt heimili.
Ákveðinn hópur húsnæðislausra,
sem kemur til meðferðar hjá SÁÁ,
kemur beint af götunni, sumir úr
fangelsi, aðrir af sjúkrahúsum eða
sambýlum þangað sem þeir eiga ekki
afturkvæmt. Enn aðrir hafa verið
tímabundið hjá vinum og ættingjum
en hafa ekkert húsnæði að hverfa til
að meðferð lokinni.
Heimilislausir glíma í flestum til-
fellum við fíknsjúkdóm. Aðrir glíma
við geðsjúkdóma og sumir hvort
tveggja. Um 300 einstaklingar sem
komu til meðferðar á SÁÁ á síðasta
ári voru heimilislausir. „Fíknsjúk-
dómur er meiriháttar vandamál,“
sagði Valgerður. „Hann er langvinn-
ur og einkennist af föllum. […] Hann
hefur gríðarlega alvarlegar afleið-
ingar og fólk deyr úr honum. Hann
hefur afleiðingar á líkamlega sem
andlega heilsu og einnig á félagslega
stöðu. Þetta hangir allt saman.“
Þarf meiri aðstoð
525 Íslendingar hafa komið tíu
sinnum eða oftar til meðferðar á
Vogi og eru margir í þeim hópi heim-
ilislausir. 25% þessara sjúklinga eru
konur. „Þetta fólk hefur ekki verið
meðhöndlað of oft,“ sagði Valgerður
með áherslu. „Þetta er einfaldlega
veikasta fólkið. Málið er að þessi
hópur þarf meiri stuðning og aðra
þjónustu.“
Nefndi hún í því sambandi hús-
næði og aðra félagslega aðstoð,
starfsþjálfun og endurmenntun.
Sveinbjörn tók undir þetta og
sagði að þegar meðferð sleppti vant-
aði raunveruleg úrræði fyrir heim-
ilislausa. Þak yfir höfuðið væri for-
senda þess að öðlast sjálfsvirðinguna
á ný. „Eftir að meðferð lýkur eru
engin úrræði. Ég var enn á götunni
og hafði ekki að neinu að hverfa öðru
en sömu lifnaðarháttum og áður.“
Þá vantaði margskonar stuðning.
„Eftir að rennur af viðkomandi eru
vandamálin enn til staðar,“ sagði
Sveinbjörn. „Fjárhagurinn er í rúst,
hjónabönd brostin, fjölskyldan og
vinirnir eru farnir og ekki síst virð-
ingin.“
Líf vímuefnaneytandans á götunni
einkennist af biðröðum og biðlistum,
sagði Sveinbjörn. „Heimur alkóhól-
istans er ekkert flókinn, hann snýst
einfaldlega um það að redda sér í
dag. Á morgun er önnur saga, það
reddast. Mér sýnist heimur ís-
lenskra ráðamanna vera ósköp svip-
aður. Málum er varpað á milli nefnda
og stofnana og erfitt að sjá hver á að
sjá um hvað. Það reddast einhvern
veginn.“
sunna@mbl.is
„Einfaldlega veikasta fólkið“
Í HNOTSKURN
»Í Gistiskýlinu eru 18 plássfyrir heimilislausa karl-
menn.
» Í Konukoti eru átta plássfyrir heimilislausar konur.
»Gistiskýlið er iðulega yf-irfullt. Það heyrir til und-
antekninga að heimilislausar
konur vilji gista fanga-
geymslur eftir að Konukot var
opnað árið 2004.
Að mati lögreglunnar vantar fleiri úrræði fyrir heimilislausa Íslendinga. Frá því Konukot var opnað eru heimilislausar konur fáséðar á lög-
reglustöðinni. Það er þó aðeins tímabundin lausn á húsnæðisvanda. Oft er fólk húsnæðislaust að lokinni meðferð og þá liggur leiðin aðeins í
eina átt: Aftur á götuna þar sem gamlir lifnaðarhættir eru teknir upp að nýju. Sunna Ósk Logadóttir sat málþing um stöðu heimilislausra.
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Óvistlegt Heimilislausir leita athvarfs í opnum bílum, stigagöngum eða yf-
irgefnum húsum. Þeir kjósa að gista í fangaklefa frekar en á götunni.
„EINA nóttina þegar við gátum
hvergi sofið, fullt var í Gistiskýlinu,
ákváðum við að ganga niður á BSÍ
og athuga hvort það væri opið þar
en svo var ekki. Þá datt okkur í hug
að fara í glerhúsið [fyrir framan
geðdeild Landspítalans] og það var
svo hált undir snjónum í brekkunni
að ég gat ekki gengið, ég skreið. Þá
hugsaði ég: Ásdís, hvar ætlarðu að
enda, ætlarðu að deyja í þessum
skafli?“
Þannig lýsir Ásdís Sigurðardóttir
því þegar hún ákvað að snúa við
blaðinu og leita sér hjálpar eftir að
hafa verið á götunni í langan tíma.
Hún hafði oft farið í meðferð en
sumar nætur hvergi haft höfði sínu
að að halla. Í kjölfarið hringdi hún á
Hlaðgerðarkot og komst þangað
inn. Segir hún það hafa verið lífs-
björg sína. „Þar fann ég hvernig
hlýjan streymdi á móti mér og ég
náði áttum. Áður fannst mér ég hafa
verið týnd í einhverju leikriti sem ég
vissi ekki einu sinni handritið að.“
Nú segist Ásdís hafa öðlast þá náð
að vera edrú í tæpa 28 mánuði. „En
snjóskaflinn við BSÍ hann hverfur
ekki úr huga mér og hann stækkar
ef eitthvað er. Þannig að ef ég lendi
þar aftur er ekki víst að ég komist í
gegnum hann.“
Ætlarðu að
deyja í þess-
um skafli?
SIV Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, hefur til-
kynnt að fjölgun verði á dagvistar-
og hvíldarrýmum fyrir aldraða á
næstu mánuðum. Alls verður varið
370 milljónum í verkefnið sem miðar
að því að styðja aldraða í að búa sem
lengst heima.
Samkvæmt upplýsingum frá heil-
brigðisráðuneytinu mun dagvist-
arrýmum verða fjölgað um 75, sem
er um 11% fjölgun – en dagvist-
arrými voru um sjö hundruð á land-
inu öllu í lok síðasta árs. Af þeim
dagvistarrýmum sem við bætast
verða 44 sem sérstaklega er ætluð
heilabiluðum, en alls eru 129 dag-
vistarrými nú ætluð þeim. Verða þau
flest staðsett á höfuðborgarsvæðinu
en almennu dagvistarrýmunum
verður komið fyrir víða um land og
t.a.m. bætast við ellefu staðir þar
sem ekki hafa áður verið dagvist-
arrými fyrir aldraða. „Með þessu
móti verður dagvistun fyrir aldraða
að aðgengilegu úrræði um allt land,“
segir m.a. í tilkynningu frá ráðu-
neytinu.
Hvíldarrýmum verður einnig
fjölgað og munu 23 slík bætast við
víða um land. Unnið er að gerð áætl-
unar um staðsetningu þessara rýma
og stefnt að niðurstaða liggi fyrir á
næstu dögum.
Í tilkynningu ráðuneytisins segir
ennfremur að ákvarðanir liggi fyrir
um byggingu nýrra hjúkrunarheim-
ila og með þeim mun rýmum fjölga
um 374 á næstu fjórum árum. Af
þeim eru 314 á höfuðborgarsvæðinu,
tuttugu í Árborg, þrjátíu í Reykja-
nesbæ og tíu á Ísafirði.
Fjölgun á dag-
vistarrýmum
44 rými sérstaklega fyrir heilabilaða
HEIMILISLAUSAR konur verða
fyrir miklum fordómum og fá ekki
þá þjónustu og stuðning sem þær
þarfnast, sagði Eva Lind Björns-
dóttir, sem í mörg ár var heim-
ilislaus. Sérstaklega vanti þær kon-
ur sem hafi verið nauðgað
stuðning. Séu börn tekin af konum
þurfi þær áfallahjálp. „Þetta eru
manneskjur og þær eru með sjúk-
dóm og geta ekkert að því gert,“
sagði Eva Lind
Benti hún á að Konukot væri að-
eins opið frá kl. 19 á kvöldin til 10 á
morgnana. „En konur á götunni
þurfa húsaskjól og aðhlynningu all-
an sólarhringinn,“ sagði Eva Lind.
Þarfnast
áfallahjálpar
Páskasnjórinn
er í boði
Vina Hlíðarfjalls
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
gæsluvarðhald yfir meintum nauðg-
ara sem sætir rannsókn vegna
hrottalegrar kynferðisárásar á konu
á Hótel Sögu hinn 17. mars sl. Mað-
urinn er af erlendu bergi brotinn og
segir í forsendum gæsluvarðhalds-
úrskurðar héraðsdóms að sam-
kvæmt frásögn konunnar hafi mað-
urinn elt hana inn á salerni og beitt
hana grófu kynferðisofbeldi. Maður-
inn var handtekinn daginn eftir og
viðurkenndi að hafa haft samræði við
konuna en sagði það hafa verið með
hennar vilja.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu,
sem krafðist gæsluvarðhalds yfir
manninum, telur hann hins vegar
vera undir sterkum grun um að hafa
framið kynferðisbrot, sem varði allt
að 16 ára fangelsi. Féllust bæði hér-
aðsdómur og hæstiréttur á kröfuna
og er maðurinn í gæsluvarðhaldi til
28. mars.
Fallist á
gæsluvarð-
haldskröfu