Morgunblaðið - 24.03.2007, Síða 31
úr bæjarlífinu
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 31
Þrátt fyrir að sólin hafi hækkað á lofti hefur
Vetur konungur ekki ennþá sagt sitt síðasta en
töluverðir umhleypingar hafa verið á síðustu
vikum á Djúpavogi. Smærri bátar hafa m.a. átt
erfitt með sjósókn að undanförnu en þó hefur
fiskast með ágætum þegar gefið hefur á sjó-
inn.
Ákveðin óvissa hefur ríkt í kringum Laxeld-
isfyrirtækið Salar Iclandia á Djúpavogi um
töluvert skeið og fyrir skemmstu ákváðu eig-
endur þess Grandi hf. að hætta með öllu frek-
ara tilraunaeldi á laxi í Berufirði og segja upp í
framhaldi af því 6 stöðugildum. Í stað laxeldis
ætlar fyrirtækið hins vegar að einbeita sér að
tilraunaeldi á þorski sem fyrirtækið bindur
vonir við að geti orðið töluvert umfangsmikið
til framtíðar litið. Ljóst er þó að heimamenn
eru ósáttir við ákvörðun þessa þar sem hvert
stöðugildi er dýrmætt í litlu sveitarfélagi. Þá
finnst mörgum skjóta skökku við að fyrirtæki
geti haldið 8 þúsund tonna framleiðsluleyfi
fyrir eldi án þess að nýta þau svo nokkru nemi.
Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að í vik-
unni fannst heitt vatn í næsta nágrenni við
Djúpavog sem gefur góðar vísbendingar um að
hægt verði að virkja fyrir hluta, eða öllu leyti
fyrir bæinn á Djúpavogi.
Nú þegar bendir flest til að það magn sem
fundið er geti m.a. verið nægjanlegt til að
kynda allar stofnanir sveitarfélagsins að sund-
lauginni meðtalinni. Vonast er til að málið
skýrist frekar á næstu vikum og þá geti aðilar
gert sér betur grein fyrir þeim möguleikum
sem uppi eru.
Hinni árlegu spurningakeppni milli fyrirtækja
á Djúpavogi lauk með hörkukeppni síðastliðið
laugardagskvöld.
Það er UMF Neisti sem staðið hefur fyrir
keppni þessari í mörg herrans ár og þau tvö
síðustu hefur sveitarstjórinn Björn Hafþór
Guðmundsson verið spyrill og hefur hann þótt
fara á kostum. Mjög góð þátttaka hefur verið í
þessum keppnum og hafa heimamenn mætt
vel og tekið virkan þátt í að gera þessa keppni
að föstum lið í tilverunni.
Að þessu sinni var það starfsfólk Dvalar-
heimilisins Helgafells sem sigraði starfsmenn
Salar Islandica í úrslitum með minnsta mögu-
lega mun.
Umhleypingatímar Töluverðar umhleyping-
ar hafa verið á Djúpavogi undanfarnar vikur.
DJÚPIVOGUR
Andrés Skúlason fréttaritari
Rúnari Kristjánssyni þykir ofterfitt að henda reiður á því
fyrir hvað menn standa í
stjórnmálum, því virðist talað út og
suður um málefni:
Að tengja sig frjálslyndi í væntingu um
völd
en varast að bera þar markaðan skjöld,
það segir víst margt um þann mislita
flokk
sem minnir á íbúa í reykvískri blokk!
Hagyrðingakvöld verður haldið á
vegum karlakórsins Jökuls í
Mánagarði í kvöld. Stjórnandi
verður Ómar Ragnarsson og
hagyrðingarnir sem mæta til leiks
eru Torfhildur Hólm Torfadóttir
frá Gerði, Hrönn Jónsdóttir frá
Djúpavogi, Guðbjartur Össurarson
frá Höfn og Þorsteinn Bergsson,
Unaósi. Karlakórinn Jökull syngur
fáein lög í upphafi samkomunnar,
sem hefst kl. 20. Og smáforskot er
tekið á kveðskapinn:
Glóir veig í glösum hér,
gamanmálin streyma.
Fullur gleði fagna ber,
fá sér mat og breima.
Á degi sólar í þorra var stofnaður
hópur kvæðamanna innan
ásatrúarfélagsins og er fyrirhugað
að hafa tvær æfingar í hverjum
mánuði í Síðumúla 15, fyrsta og
þriðja mánudag hvers mánaðar.
Æfingarnar eru opnar öllum og
verður sú næsta kl. 20, mánudaginn
3. apríl.
pebl@mbl.is
VÍSNAHORNIÐ
Af völdum og
frjálslyndi
EINMANA fólk er allt að tvisvar
sinnum líklegra til að þróa með sér
Alzheimer-sjúkdóminn en aðrir, að
því er nýleg bandarísk rannsókn
bendir til og frá var greint í netmiðli
BBC fyrir skömmu. Fylgst var með
800 öldruðum sjúklingum yfir fjög-
urra ára tímabil og krufning gerð á
þeim 90 sem létust á tímabilinu.
Frekari rannsókna er þörf til að
skilja til hlítar sambandið milli ein-
semdar og einkenna elliglapa. „Við
þurfum hins vegar að hafa hugfast að
einsemd hefur ekki aðeins tilfinninga-
legar afleiðingar, heldur líka líkamleg
áhrif,“ segir Róbert Wilson, prófess-
or og sálfræðingur við sjúkrastofnun
Rush University.
Langt er síðan farið var að rekja
sk. elliglöp til félagslegrar einangr-
unar, en þetta mun vera í fyrsta sinn
sem sérfræðingar skoða það í alvöru
hvers konar áhrif einsemdin getur
haft á raunverulega líðan fólks. Sér-
fræðingateymið reyndi að meta ein-
semd þátttakenda með því að fá þá til
að svara spurningum um eigin líðan.
Einsemdin
tengd
Alzheimer
heilsa
X
S
T
R
E
A
M
D
E
S
IG
N
IX
0
7
03
0
12
Innréttingar
Faxafen 8 • 108 Reykjavík
Sími 577 1170 • Fax 577 1172 • www.innx.is
Þinn draumur
Opið alla virka daga frá 9 - 18
og á laugardögum frá 11 - 16
Innrétting á mynd er Provenzale
...okkar veruleiki
Okkur hjá Inn X finnst að allir eigi skilið fullkomið eldhús.
Við bjóðum upp á stílhreinar og sérlega notendavænar
ítalskar innréttingar. Þarlendir sérfræðingar, með eldheita ást á
matargerð hafa náð fullkomnun í aðlögun eldhúsumhverfis að
þörfum þeirra sem njóta þess að elda - og borða góðan mat.
Innréttingarnar frá Inn X, sem eru unnar í gæðavottuðum
verksmiðjum, vinna á útliti, gæðum, stíl og nýtingu.
Þó er það verðið sem kemur mest á óvart.
Fjölbreytnin í gerðum, litum og lögun er ótrúleg.
Ekki er ólíklegt að nú þegar sé búið að hugsa
fyrir þínum sérstöku óskum og eldhúsið þitt bíði eftir þér.
Komdu til okkar í Inn X og leyfðu hönnuðum okkar að aðstoða þig
við að setja saman draumaeldhúsið þitt.
Þín veröld - veldu Inn X