Morgunblaðið - 24.03.2007, Page 34
HINN 22. febrúar sl. birtist í
Morgunblaðinu grein eftir heil-
brigðisráðherra, Siv Friðleifs-
dóttur, undir yfirskriftinni „Þjón-
usta við aldraða stórbætt“. Þar
bendir ráðherrann á
nauðsyn þess að allir
geri sér grein fyrir
hinu mikla Grettistaki
í málefnum aldraðra
sem ráðherrann telur
sig hafa lyft. Eitt
þeirra sem tíundað er
í greininni er að fleiri
aldraðir vistast á
stofnunum hér á landi
en í nágrannaríkj-
unum og búið sé að
stórefla heima-
hjúkrun, hækka lífeyr-
isgreiðslur og í grein-
inni kemur einnig fram að
ellilífeyrisgreiðslur séu hæstar á
Íslandi af Norðurlöndunum.
Ráðherrann vitnar einnig í
áherslur sínar í málefnum aldraðra
sem birtust í bæklingi sem hún lét
Framkvæmdasjóð aldraðra fjár-
magna á sl. ári og frægt er orðið.
Sérstaklega er tekið fram að þessu
hafi verið vel tekið af Lands-
sambandi eldri borgara. Í tilefni
þessarar greinar ráðherrans telur
Landssamband eldri borgara
(LEB) rétt að leiðrétta þær fullyrð-
ingar sem þar koma fram. Lands-
sambandið hefur ekki vitneskju um
þann fögnuð sem eldri borgarar
eiga að hafa sýnt.
Hinsvegar mótmælti
LEB með ályktun 5.
febrúar að heilbrigð-
isráðherra skuli nota
1.334 458 kr. úr Fram-
kvæmdasjóði aldraðra
vegna útgáfu og dreif-
ingu fyrrnefnds bækl-
ings. En vinnubrögðin
vöktu einnig furðu því
að á sama tíma og ráð-
herrann lét semja fyr-
ir sig bæklinginn var
Ásmundarnefndin svo-
kallaða að störfum þar
sem fulltrúar LEB ströggluðu
mánuðum saman um stefnu í mála-
flokki aldraðra við fulltrúa rík-
isvaldsins þar á meðal fulltrúa heil-
brigðisráðherra án þess að hafa
hugmynd um að ráðherrann væri
að láta vinna „sérstefnu“ fyrir sig.
Varðandi Grettistakið sem tíund-
uð er í grein Sivjar heilbrigð-
isráðherra þá hafa eldri borgarar
ekki orðið varir við þau ennþá. Eitt
af því sem LEB hafa lagt mikla
áherslu á mörg undanfarin ár, er
samþætting á heimaþjónustu og
heimahjúkrun sem ætti að vera
undir stjórn sveitarfélaga, eins og
reyndar allur málaflokkur aldraðra.
Ekki hefur enn tekist að ná árangri
hvað það varðar. Eitt af því sem
Siv virðast flokka undir Grettistak
er að hlutfallslega fleiri aldraðir
eru á stofnunum/elliheimilum hér
landi en í nokkru öðru nágranna-
ríki. Flestar þjóðir hafa fyrir mörg-
um áratugum lagt niður slíkar
stofnanir og byggt upp nútímalegri
búsetuúrræði þar sem mannrétt-
indi og fjárforræði íbúa eru virt.
Hér á landi eru aldraðir ennþá
vistaðir á yfirfull gamaldags elli-
heimili þar sem þeir verða oft og
tíðum að deila herbergi með
ókunnugum árum saman. Við vist-
un á stofnun missa þeir bæði fjár-
forræði sitt og sjálfstæði. Nokkuð
sem þekkist ekki í öðrum löndum.
Félög eldri borgara hafa árum
saman barist fyrir breytingum á
þessu greiðslufyrirkomulagi við
heilbrigðisráðuneytið sem og breyt-
ingum á stofnunum þannig að hver
íbúi hafi sitt einkarými. En þar á
bæ eru menn greinilega lítið fyrir
breytingar.
Varðandi hjúkrunarrými er stað-
an þannig að um 400 manns munu
vera á biðlista, enda hafa engin ný
hjúkrunarheimili verið byggð á
stór-Reykjavíkursvæðinu síðan
2002 þegar Sóltún tók til starfa.
Loforð um byggingu hjúkr-
unarheimilis sem átti að vera tilbú-
ið 2005 var svikið. Yfirlýsingar
Sivjar um 374 ný hjúkrunarrými á
næstu 4 árum eru haldlausar, því
að fráfarandi ráðherra getur ekki
bundið Alþingi með slíkum yfirlýs-
ingum mörg ár fram í tímann.
Þjónustu við Alzheimersjúklinga er
gríðarlega ábótavant eins og komið
hefur fram í fjölmiðlum að und-
anförnu. Þar skortir ráðgjöf við að-
standendur, hjúkrunarheimili, dag-
vistarheimili og hvíldarheimili fyrir
aldraða með heilabilun.
Þá eru kjaramál aldraðra tíund-
uð í grein Sivjar og ekki gert lítið
úr því Grettistaki sem þar hefur
verið lyft og sennilega trúir hún því
sjálf að svo sé. En LEB er hins-
vegar á annarri skoðun og hefur
ekki sýnt neinn fögnuð yfir því
hænufeti sem náðist um sl. áramót
hvað það varðar. Þvert á móti er
mikil óánægja meðal eldri borgara
um land allt vegna ákvæða um
skerðingar og lág skattleysismörk.
Eftir sem áður býr stór hópur aldr-
aðra við fátæktarmörk þrátt fyrir
margra ára þrotlausa baráttu
Landssambands eldri borgara fyrir
mannsæmandi lífeyri.
Landssamband eldri borgara
hefur í nokkur ár samþykkt áskor-
anir til stjórnvalda að endurskoða
frá grunni lög um aldraða en án ár-
angurs. Ennfremur hefur LEB
samþykkt áskorun til stjórnvalda
um að endurskoða lög um almanna-
tryggingar með sérstakri áherslu á
kaflann um lífeyrismál, en án ár-
angurs.
Að lokum: Það sæmir ekki heil-
brigðisráðherra að áfellast sveit-
arfélögin fyrir takmarkaða þjón-
ustu við aldraða, það er eins og að
kasta steinum úr glerhúsi, einkum
þegar heilbrigðisráðuneytið hefur
yfir að ráða fjármagninu í þennan
málaflokk. Ráðuneytið ætti að losa
um kverkatak á málaflokki aldr-
aðra og vinna að flutningi hans til
sveitarfélaga ásamt þeim fjár-
munum sem honum er ætlað, þar á
meðal Framkvæmdasjóði aldraðra.
Grettistak Sivjar
Helgi K. Hjálmsson skrifar um
kjör eldri borgara og öryrkja » Landsamband eldriborgara hefur í
nokkur ár samþykkt
áskoranir til stjórnvalda
að endurskoða frá
grunni lög um aldraða
en án árangurs.
Helgi K. Hjálmarsson
Höfundur er varaformaður LEB.
UMRÆÐAN um nýjar virkj-
anir í Þjórsá fer ekki framhjá
neinum. Hún hefur sem betur fer
aukist mikið eftir svokallaðan Ár-
nesfund en þar kom fjöldi fólks
saman til að mótmæla virkj-
ununum. Menn eru að vakna og
gera sér æ betur grein fyrir hve
mikil náttúruspjöll yrðu unnin ef
af verður. Heldur seint er fólk að
gera sér grein fyrir eyðilegging-
unni sem virkjanirnar valda. Lítill
tími er til stefnu. Al-
menningur getur haft
áhrif á það að koma í
veg fyrir þessi áform.
Fyrstu útfærslu
virkjananna lagði
Landsvirkjun fram
2001. Síðan þá hefur
markvisst verið unnið
að undirbúningi
þeirra. Oft hefur ver-
ið bent á að þetta hafi
allt farið fram hljóð-
lega, íbúar á svæðinu
hafi ekki risið upp og
mótmælt. Það virðist
þó vera að gerast nú.
Við eigum Ísland öll
Klifað er á að semja verði við
landeigendur og að Landsvirkjun
og landeigendur verði að komast
að samkomulagi um það í hvaða
formi eigi að bæta land sem fer
undir vatn og annað rask. Auðvit-
að þarf að semja við landeigendur
en málið er stærra en svo. Það er
að sjálfsögðu ekki bara einkamál
Landsvirkjunar og landeigenda.
Þegar breyta á ásýnd landsins
kemur það hverjum Íslendingi
við. Við eigum Ísland saman og
eigum að láta það okkur varða ef
það kemur til álita að hrófla stór-
lega við náttúrunni og umhverfinu
sem okkur var falið að varðveita
fyrir komandi kynslóðir. Hvernig
geta einhverjir fáir tekið sér það
vald að ákveða hvernig Ísland á
að líta út? Ég segi nei. Það er
ekki sanngjarnt og ég vona að
ykkur hinum þyki það líka.
Ekki er mörgum ljóst að ásýnd
sveitanna gjörbreytist við komu
þessara þriggja virkjana í Þjórsá.
Eins og kom fram í Sunnlenska
22.2.07 verður landslagi í og við
Þjórsá umturnað frá Þjórsárdal
til sjávar. Anddyri Þjórsárdals
verður sökkt. Náttúruperlur ár-
innar, Hagaey, Minna-Núps-
hólmur, Ölmóðsey, Árnes og foss-
arnir Búði, Hestafoss og
Urriðafoss, verða eyðilagðar. Slíkt
er óafturkallanlegt.
Fegurð á við
Þingvelli og Mývatn
Þeir sem þekkja til við Þjórsá
vita hver fegurðin er þar. Þar eru
fjöll, eldfjall, fossar og flúðir, á
sem liðast um umhverfið, sýn
jökla, eyjar, skógur, gróður og ein-
stakar göngu- og reið-
leiðir og einstæðar
hamramyndanir. Birt-
an og ljósaspilið þar
er oft engu líkt. Blám-
inn og litbrigðin í
kringum Heklu og
skýjafarið er aldrei
eins. Þeir sem þekkja
þetta umhverfi ekki
vel ættu að leggja
þangað leið sína. Oft
kemur upp í hugann
að Guð sé í Þjórsárdal
eins og hann er á ótal-
mörgum öðrum stöð-
um á Íslandi, eins og t.d. á Þing-
völlum og við Mývatn.
Ekki kemur til greina að eyði-
leggja þessa náttúru, ekki aðeins
sjálfra okkar vegna, ekki bara
vegna komandi kynslóða, en ekki
síst vegna þess atvinnuvegar sem
er verið að byggja upp í landinu,
ferðamennskunnar. Eins og kemur
líka fram í blaðinu Sunnlenska er
náttúran takmörkuð auðlind sem
okkur ber að virða, varðveita á
sjálfbæran hátt, þannig að ekki sé
gengið á höfuðstól náttúrunnar.
Þegar er búið að eyðileggja mikið í
okkar fagra landi. Nú þarf að
stoppa. Við þurfum ekki þessa
stóriðjustefnu. Við þurfum að
vernda náttúruna og friðlýsa fleiri
svæði eins og Þjórsársvæði sem
einstaka náttúruperlu, sem þjóð-
garð.
Innganga á hálendi Íslands
Umhverfi sem á að spilla er að-
alinnkeyrslan á hálendi Íslands.
Þegar fara á Sprengisand er ekin
leiðin upp Gnúpverjahrepp og að
Hrauneyjarfossvirkjun. Þarna eru
bæir og bæjarstæði sem gjör-
breytast. Einn af þessum bæjum
er Hagi sem er fremsti bær í
Þjórsárdal. Þar býr enn fyrrum
bóndi í Haga, merkiskonan Jó-
hanna Jóhannsdóttir, á tíræð-
isaldri. Árið 2001 ritaði hún grein
í Morgunblaðið sem tekið var eft-
ir. Þar sagði hún: „Í Haga er sér-
staklega fallegt bæjarstæði og út-
sýnið þaðan stórfenglegt. Hekla,
Tindafjallajökull og Eyjafjallajök-
ull blasa við í austri og Þjórsá
rennur fyrir neðan túnið. Í Þjórsá
eru ótal sker, stakur klettur
skógivaxinn og tveir ílangir klett-
ar nærri landi og rennur áin á
milli þeirra. Ekki er þeirra saga
þekkt en Gálgaklettar eru þeir
kallaðir og flest hafa þessi sker
nöfn. Fyrir landi Haga er stór
eyja, Hagaey, er hún um 24 hekt-
arar að stærð, grasi gróin og mjög
fjölbreytilegur gróður í henni.
Fuglalíf er mikið og verpir gæsin
þar mikið ásamt fleiri fuglum.
Fyrir rúmri hálfri öld var heyjað í
eyjunni og 50-60 lömb höfð þar yf-
ir veturinn. Nú er búið að planta
þar þúsundum plantna af ýmsum
skógartegundum. Þessi eyja væri
eflaust talin náttúruperla ef hún
væri undir Arnarfelli. En nátt-
úruperla er hún í okkar augum
sem hér búum en þessari eyju
ætlar Landsvirkjun nánast að
sökkva“.
Ásýnd Heklu breytist
Hekla er einstök og kynngi-
mögnuð. Það vita þeir sem hafa
séð. Einhver dulúð, óbeislaður
kraftur og andleg uppspretta ein-
kennir hana. Horfa má á hana
endalaust og velta fyrir sér hvað
hún ætlist fyrir. Þjórsárdalur, efri
hluti Gnúpverjahrepps, Hekla og
Þjórsá mynda heild sem má ekki
raska. Leiðin frá Minna-Núpi upp
í Þjórsárdal er einstök, og til van-
sæmdar að raska henni. Þetta
breytist mikið við tilkomu
Hvammsvirkjunar. Það væri
skömm, einnig á alþjóðavettvangi.
Verndum náttúruperluna Þjórsá.
Verndum Þjórsá
– hlífum náttúruperlu
Guðfinna Eydal skrifar um
umhverfisvernd » Þegar breyta áásýnd landsins
kemur það hverjum
Íslendingi við. Við
eigum Ísland saman
Guðfinna Eydal
Höfundur er sálfræðingur.
34 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
AÐHALD í fjármálum ríkissjóðs
og staðfest stjórn efnahagsmála á
þessu kjörtímabili hefur leitt til
þess að ríkissjóður hefur verið rek-
inn með afgangi á hverju ári síðan
2004. Um leið og afgangur er á rík-
issjóði er unnt að greiða niður
skuldir ríkisins og nota fjármuni,
sem áður fóru í greiðslu vaxta af
skuldum, í mikilsverð verkefni á
borð við heilbrigðisþjónustu eða
menntun. „Hrein staða“ ríkissjóðs
er mælieining þar sem fjárkröfur
og handbært fé ríkissjóðs er dregið
frá skuldum. Í upphafi þessa kjör-
tímabils voru skuldir ríflega 142
milljörðum hærri en áðurnefndar
eignir. Á þremur árum hefur þessi
tala fengið annað formerki og nú
eru þessar eignir ríkissjóðs um 13
milljörðum hærri en skuldir. Um
leið hefur vaxtakostnaður ríkisins
lækkað og á árinu 2007 er áætlað
að vaxtatekjur ríkisins verði
tveimur milljörðum hærri en
vaxtagjöldin. Þetta er ánægjuleg
þróun og mikilsverð og gefur okk-
ur um leið tækifæri til þess að
bæta og efla þjónustu ríkisins á
ýmsum sviðum.
Árni M. Mathiesen
Afgangur af ríkissjóði
– uppgreiðsla skulda
Höfundur er fjármálaráðherra.
ÁFORM um lagningu nýs einka-
vegar um Kjöl eru mikið áhyggju-
efni. Þeir sem hæst láta um gildi
stóriðju og nýtingu
fallvatna og annarra
auðlinda Íslands virð-
ast ekki skilja nauðsyn
þess að varðveita há-
lendi landsins. Ósnort-
in náttúra, tært loft og
hreint vatn eru verð-
mæti sem fáar þjóðir
geta státað af. Það
virðist einnig gleymast
í öllu æðinu sem tröllr-
íður íslensku efna-
hagslífi um þessar
mundir að ferðaiðn-
aðurinn er sennilega
verðmætasta útflutn-
ingsgrein okkar. Það
er ólíðandi að horfa
upp á það að sú efna-
hagslega firra sem
hvalveiðum og lagn-
ingu hraðbrauta um
hálendið fylgir eyði-
leggi þau verðmæti
sem komandi kyn-
slóðir munu erfa.
Hálendið er ómetanlegur fjár-
sjóður. Honum þarf ekki að breyta í
hlutabréf eða skuldabréf til þess að
fá „ásættanlega“ ávöxtun. Þessi fjár-
sjóður er einstæður og hann ávaxtar
sig sjálfur ef hann bara fær að vera í
friði. Réttast væri að gera allt há-
lendið að friðuðum þjóðgarði og
gera heildarskipulag um nýtingu
þess til langs tíma.
Rökin fyrir nauðsyn þess að
leggja nýjan veg um Kjöl eru létt-
væg. Bent hefur verið á það að stytt-
ing leiðarinnar á milli
Reykjavíkur og Ak-
ureyrar er möguleg
með tilfærslum á nú-
verandi vegi. Það eru
engin efnahagsleg rök
fyrir því að tengja Suð-
urland og Norðurland
með hálendisvegi.
Það er áskorun til
allra þeirra sem vilja
varðveita náttúru Ís-
lands að skerast í leik-
inn nú þegar. Lög um
mat á umhverfisáhrif-
um og aðrar lagasetn-
ingar eins og t.d. nýju
stjórnsýslulögin sem
sett voru vegna samn-
inga um Evrópska
efnahagssvæðið eru
ekki tæki stjórnvalda
til þess að knýja fram
vilja sinn. Þvert á móti
gefa þau öllum Íslend-
ingum möguleika á því
að koma skoðunum sín-
um og mótmælum á framfæri um
framkvæmdir sem fela í sér óaft-
urkallanleg umhverfisáhrif. Mál er
að linni.
Einkavegur yfir Kjöl?
Jón Kjartansson skrifar um
hugmyndir um hálendisveg
Jón Kjartansson
» Það eru eng-in efnahags-
leg rök fyrir því
að tengja Suð-
urland og Norð-
urland með há-
lendisvegi.
Höfundur er bóndi og áhugamaður
um ferðaiðnað.