Morgunblaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 37 Hafnfirðingar ganga til kosninga um deiliskipulag bæjarins vegna fyr- irhugaðrar stækkunar álversins í Straumsvík hinn 31. mars nk. Morg- unblaðinu hafa borist margar greinar þar að lútandi. Til að gera grein- arnar aðgengilegri fyrir lesendur blaðsins og til að auka möguleika Morgunblaðsins á birtingu fyrir kosningarnar, verður útliti þeirra breytt. Hafnfirðingar kjósa NÚ STENDUR til að leggja fyr- ir Hafnfirðinga að svara spurningu hvort þeir vilja stækka álverið í Straumsvík. Hér er um mikilsverða þróun í átt að auknu íbúalýðræði sem ber að fagna. Meiri- hluti R-listans í Reykjavík hleypti á sínum tíma af stað hliðstæðri viðhorfs- könnun meðal íbúa Reykjavíkur varð- andi flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Raunar standa áleitnar spurn- ingar sem þessar á fleirum en íbú- um einstakra sveitarfélaga. Það er ekki einkamál þeirra þar sem við- fangsefnið varðar fleiri en þá sjálfa. Um álver er það að segja að oft gleymist að huga að ýmsum öðrum mikilsverðum þáttum en þeim beinu efnahagslegu og hagrænu. Skoðum aðeins örfáar upplýsingar sem tengjast mengun: Talið er að árleg mengun frá samgöngum í dag sé hliðstæð mengun við framleiðslu 100.000 tonna af áli. Í þessu sambandi er fyrst og fremst litið á efnafræðilega mengun frá þessum mismunandi mengunarvöldum. Í útblæstri er ekki aðeins CO2 heldur einnig ýmsar aðrar skaðleg- ar og varhugaverðar lofttegundir. Einn alvarlegasti mengunarvald- urinn er brennisteindíoxíð (SO2) sem getur auðveldlega breyst í brennisteinssýru þegar það kemst í samband við rakann í loftinu. Veld- ur það súru regni sem mikið var rætt um fyrir um aldarfjórðungi, einkum í Mið-Evrópu, á Bretlands- eyjum og Norðurlöndunum. Þess má geta að við hvert framleitt tonn af áli verður losun á brennisteini um 15–18 kíló. Styrkur brennisteinssýru í and- rúmsloftinu á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki talist mikill en fer stöð- ugt vaxandi. Allmargir Íslendingar þjást af ýmsum alvarlegum húð- sjúkdómum og ofnæmi sem virðist verða tíðari. Mun m.a. vaxandi styrkur brennisteins í andrúmsloft- inu auk annarra umhverfisþátta vera meginorsök meinsemdarinnar. Það er ekki aðeins húð okkar held- ur eru húsin einnig í mikilli hættu að verða fyrir meira álagi vegna vaxandi mengunar. Hvernig er fylgst með styrk brennisteins í andrúmsloftinu á Ís- landi? Fyrir nokkrum árum kom út fjórblöðungur sem Almenna verk- fræðistofan, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins og Verk- fræðiþjónusta Péturs Sigurðssonar áttu veg og vanda af. Ritlingur þessi nefnist: Tæring málma – tær- ingarvarnir: rannsóknarverkefni um kortlagningu tæringarhraða, staðsetningu og mat á tæring- arvörnum. Verkefnið hófst 1998 og til stóð að halda því til 2005. Byggt var á eldri rannsókn um þetta sama efni sem stóð yfir árin 1984–1988. Vegna yngra verkefnisins var kom- ið fyrir 650 sýnishornum af stáli, sinki og tveim gerðum af áli á 15 mismunandi stöðum á landinu. Við samanburð niðurstaðna má greini- lega sjá aukinn hraða á tæringu málma einkum er sláandi hversu sinkhúðin á bárujárni eyðist hraðar en áður. Tæringarhraði stáls í Reykjavík var talinn 1985 um 21 míkrómetrar (þ.e. milljónasti hluti metra) en sinks 1,2 míkrómetrar. Við rann- sókn árið 2000 var tæringarhraði stáls nánast sá sami en sinks og reyndist 2,3 míkrómetrar eða nær tvöfaldur tæringarhraði ársins 1985! Sinkhúðaðar málmklæðningar eru notaðar á húsbyggingar eink- um þök og jafnvel útveggi margra húsa. Mikilvægt er að þessi vernd- arhúð endist sem lengst. Ef brenni- steinsstyrkur eykst má reikna með að húsin okkar þarfnist meira við- halds samfara mjög auknum kostn- aði. Þetta ber að hafa í huga ásamt vaxandi tíðni húðsjúkdóma. Gefa þarf þessum rannsóknum meiri gaum en verið hefur. Til þess þarf að tryggja meira fjármagn til þeirra. Rannsóknir af þessu tagi þarfnast mikillar nákvæmni og um- fram allt sérfræðikunnáttu. Af þeim ástæðum eru þær nokkuð dýrar. Því miður fer fáum fregnum af þessum rannsóknum núna enda eru væntanlegar niðurstöður ekki til að auka bjartsýni fyrir aukinni álvæð- ingu á Íslandi. Vaxandi brennisteinsmengun Eftir Guðjón Jensson: Höfundur er forstöðumaður bókasafns í Reykjavík. esja@heimsnet.is UM NOKKURT skeið hafa fjöl- margir hópar sprottið upp, stórir sem smáir, til að tjá sig um hugs- anlega stækkun álversins í Straumsvík. Hópar sem hafa orðið til vegna kosninganna. Nú hafa hinsvegar verkalýðsfélögin Hlíf, Félag vél- stjóra og málmiðn- aðarmanna og Raf- iðnaðarsamband Íslands bæst í hópinn sem ályktar og er það vel, enda félög sem eiga sér langa sögu og víðtækan uppruna. Mikilvægt skref í lýðræðismálum Það er vissulega mikilvægt skref sem tekið er í sögu lýðræðismála hér á landi með kosningum um ál- versdeiliskipulagið 31. mars nk. 90% íbúa í Hafnarfirði hafa tekið undir það að stór mál eigi að fara í dóm íbúa á þennan hátt. Íbúar í Hafnarfirði hafa á ótví- ræðan hátt sýnt það að lýðræð- ismálin skipta miklu og fylgt eftir þeirri áherslu sem Samfylkingin í Hafnarfirði lýsti vorið 2002 og inn- leiddi fyrst og eitt sveitarfélaga á landinu með lögfestu í sam- þykktum bæjarins. Verkalýðsfélögin fjalla um málið Það er hinsvegar rétt að vekja athygli á þessum ályktunum verkalýðsfélaganna. Jafnaðar- og félagshyggjufólk á uppruna sinn í verkalýðshreyfingunni og það er vissulega athyglisvert þegar eitt fjölmennasta verkalýðsfélag lands- ins ályktar að mæla með stækkun Álversins í Straumsvík og skorar á Hafnfirðinga að greiða með stækk- un þess og renna með því styrkari stoðum undir atvinnulífið í bænum. Verkalýðsfélagið Hlíf segir það staðreynd að þrátt fyrir að álfram- leiðsla Alcan í Straumsvík meira en tvöfaldist eftir stækkunina verði loftgæði, með tilliti til heilsu fólks og mengun gróðurs og jarð- vegs, undir öllum mörkum sem sett hafa verið innan sem utan lóð- armarka álversins. Hjá Alcan starfi nú rúmlega 460 manns í heilsársstörfum en eftir stækkunina mun þeim fjölga í 850 og árlegar tekjur Hafnarfjarðar aukast úr 490 milljónum króna í rúma 1,4 milljarða. Fundur Hlífar skorar á Hafn- firðinga að greiða stækkuninni at- kvæði sitt í væntanlegri kosningu og renna með því styrkari stoðum undir atvinnulífið í bænum. Félag vélstjóra og málmiðn- aðarmanna leggur einnig áherslu á að álver Alcan í Straumsvík verði stækkað. Þetta kom fram í ályktun fundar félagsins. Í ályktun fund- armanna var bent á að eftirspurn eftir áli væri mikil og að hér á landi sé hægt að framleiða það með umhverfisvænni hætti en ann- ars staðar í heiminum. Í álykt- uninni kemur einnig fram að við stækkun myndu fjölmörg störf skapast og tekjur Hafnarfjarðar myndu aukast verulega. Náum efnahagslegum stöðugleika Minnt var á að mikilvægt sé að ekki verði hafist handa við stækk- un fyrr en efnahagslegar stöð- ugleiki næðist á landinu. Miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands hefur einnig ályktað með stækkun Ál- versins í Straumsvík, með svip- uðum röksemdum sem ofannefnd verkalýðsfélög. Ég vil þakka þess- um verkalýðsfélögum fyrir að taka málið á dagskrá. Það skiptir máli að verkalýðs- félög, líkt og grasrótarhópar, ræði málin og komi niðurstöðum sínum á framfæri og berjast fyrir henni. Í stórum hópum eru ólíkar skoð- anir og nokkur félög hafa t.d. ályktað að það skuli ekki tekin fé- lagsleg ákvörðun. Það ber einnig að virða. Ég hvet Hafnfirðinga til að hugsa alvarlega um hvað verka- lýðshreyfingin segir. Það hefur verið ríkt fylgi við að styðja við verkamenn í baráttu þeirra fyrir betra lífi, betri launum og betra mannlífi. Það mun hafa mikið að segja við val fjölmargra hópa sem þekkja verkalýðsbaráttuna á eigin skinni. Jafnaðar- og félagshyggju- fólk, standið með ykkar fólki. Verkalýðsfélögin álykta um álver Eftir Jón Kr. Óskarsson: Höfundur er varaþingmaður Samfylkingar í suðvesturkjördæmi. Í MÍNUM huga er það ótrúlegt að við Hafnfirðingar skulum vera að þrátta um það á 21. öld hvort stærsta álver Evrópu verði hugsanlega staðsett í miðjum bæ okkar eða ekki. Hvar erum við sem einstaklingar stödd ef slíkur gjörningur er nauðsyn- legur til að tryggja lífsgæði okkar? Hvar erum við sem samfélag stödd ef draumar okkar um gott bæjarfélag er bundið slíkum gjörningi? Eftir hverju erum við eiginlega að sækjast? Hverjir eru hagsmunir okkar? Svari nú hver fyrir sig. Alcan er greinilega tilbúið að kosta öllu til, til að fá þessa stækkun í gegn. Það má sjá af þeim þunga sem þeir hafa sett í kosningabaráttu sína. Að hugsa sér að fyrirtæki sé búið að opna kosningaskrifstofu í miðbæ Hafnarfjarðar til að fá sitt fram. Hvar á byggðu bóli þekkist slíkt? Starfmenn eru á fullu að skrifa um ágæti fyrirtækisins og þeir eru myndaðir til að nota í áróðursskyni. Meira að segja bróðir minn er kominn á veggspjald. Ef menn neita slíku boði er hætta á að þeir falli í ónáð. Hvar í heiminum beitir fyrirtæki slík- um aðferðum til að fá sínu framgengt? Síðan er það innihald málflutningsins. Kosn- ingamaskína Alcan klifar stöðugt á því að tilvera fyr- irtækisins og þar með starfsöryggi starfsmannanna sé undir stækkun komin. Annars sé stutt í endinn. Í grein Sigurðar Egils Þorvaldssonar í Morgunblaðinu 8. mars segir m.a. að það sé verið að kjósa um störf þess fólks sem vinni í Straumsvík. Þvílík rangfærsla og því- líkur hræðsluáróður. Fyrirtæki sem hagnast um 4 milljarða króna á ári og hefur langtímasamninga um hagstæð raforkukaup lætur ekki slíka aðstöðu frá sér fara. Jafnframt er rétt að benda á að Hafnarfjörður er hluti af atvinnusvæði höfuðborgarsvæðisins, en ekki sjálfstæð eining eins og látið er að liggja. Ágætu Hafnfirðingar! Nú ríður á að við metum hvert um sig hvað sé best fyrir okkur sjálf og Hafn- arfjörð sem samfélag. Í mínum huga eigum við sem betur fer fjölmarga aðra möguleika til atvinnuþróun- ar. Í mínum huga er fórnarkostnaðurinn við stækkun Alcan í 460 þús. tonn allt of mikill til að hægt sé að réttlæta það með nokkrum viðbótarkrónum í bæj- arkassann. Nú ríður á að við sýnum ábyrgð, sjálfstæði, styrk og þor. Látum ekki álrisann valta yfir okkur. Látum Alcan ekki valta yfir okkur Eftir Sigurð P. Sigmundsson: Höfundur er félagi í Sól í Straumi. VIÐ Vinstri græn höfum lagt ríka áherslu á að nóg sé komið í virkjunar- og stóriðjumálum. Við eigum að vinna að skipulagsmálum í sátt við umhverfi, íbúa, menningu, sögu og ekki síst með komandi kyn- slóðir í huga. Við getum ekki leyft okkur að láta eins og móðir jörð sé einnota fyrirbæri sem hægt er að skipta út fyrir nýja. Margir eru okkur sammála, sem betur fer, en þó eru enn margir sem fastir eru í því að tala á þann veg að ef ekki verði virkjaðar flestar sprænur landsins og álbræðsla reist á öðr- um hverjum hól þá verði hér allt á vonarvöl næstu áratugi – ef ekki árhundruð. Ætli Ísland leggist ekki bara af? Helstu rök þeirra sem ráða í Hafnarfirði fyrir stækkun ál- bræðslunnar í Straumsvík er allt það fjármagn sem bærinn fær fyr- ir stækkun. Stjórnvöldum finnst það því í lagi að byggja nýjar og stærri álbræðslur og virkja fleiri ár vegna þess að þau halda að það sé hægt að græða svo mikið á þeim. Er hægt að verðleggja óaft- urkræfar afleiðingar af virkjunum og álverksmiðjum? Önnur rök þeirra sem ráða í Hafnarfirði fyrir stækkun ál- bræðslunnar í Straumsvík er að þau uppfylli þau skilyrði sem sett eru fram í umhverfismati. Um- hverfismati sem tekur bara til Hafnarfjarðar. Mengun frá Alcan í Straumsvík er ekki bundin við Hafnarfjörð heldur verða ná- grannar okkar ekki síður fyrir mengun en við sem búum í næsta nágrenni við álbræðsluna. Til að auka framleiðsluna þarf að virkja. Ekki virkjum við í Hafnarfirði. Nei, til að framleiða orkuna þarf að virkja annars stað- ar á landinu. Alcan hefur samið við Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur um þá orku sem á þarf að halda til að halda tæplega þrefalt stærri álbræðslu gangandi. Það landssvæði sem Lands- virkjun ætlar sér að virkja fyrir stækkaða álbræðslu í Straumsvík er í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þar er búið að koma þrem virkj- unum í gegn um umhverfismat. Þetta eru Urriðafossvirkjun með uppistöðulóni sem komið er á skipulag á svæðinu auk þess sem búið er að samþykkja umhverf- ismat á Hvammsvirkjun og Holta- virkjun í Þjórsá við Núp – með Hagalóni. Á þessu svæði eru all- margar virkjanir og framleiða þær allar rafmagn fyrir stóriðju. Síðan þarf að flytja orkuna frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Hellisheiði til Straumsvíkur svo upp rísa heilu frumskógarnir af háspennu- möstrum. Er ekki komið nóg? Bara svo við séum öll með það á hreinu þá er stóriðjustefnu stjórn- valda lokið og upp er komið nýtt tímabil. Tímabil óheftrar sam- keppni sveitarfélaga í landinu og ríkisstjórnin firrir sig allri ábyrgð. Í staðinn fyrir stóriðjustefnu stjórnvalda er komin stór- iðjustefna sveitarfélaga. Þar er Hafnarfjörður því miður í fararbroddi. Hafið er nýtt tíma- bil þar sem sveitarfélög geta hvert og eitt farið af stað og markaðs- sett sig sem stóriðjuparadís og halda að með því geti þau grætt á tá og fingri fyrir sitt sveitarfélag. Málið er bara það að stóriðja gef- ur lítinn innlendan virðisauka og skilur lítið eftir sig í íslensku sam- félagi. Ástæðan er sú að innlendir kostnaðarþættir eru léttvægir í rekstrinum og starfsemin að miklu leyti byggð á erlendum að- föngum sem fara hér í gegn. Það þarf að flytja hráefnið til landsins, sem vinna á úr og afurðin sem bú- in er til er flutt beint úr landi. Sumsé – við framleiðum orkuna fyrir erlend fyrirtæki svo að þau geti stundað mengandi framleiðslu á afurð sem ekki einu sinni er not- uð innanlands. Samkvæmt tölum byggðum á matsskýrslu Alcans kemur í ljós að heimilt verður að auka losun á brennisteinsdíoxíði um rúm 280%. Heimildin í dag er 6,57 tonn á dag en verður 18,9 tonn á dag eftir stækkun. Heimiluð losun á flúor eykst um 244% og aukin losun á gróð- urhúsalofttegundum nemur 240%. Þetta eru allt tölur sem rúmast innan þeirra marka og skilyrða sem umhverfismatið setur. Sætt- um við okkur við þessi mörk? Sú atburðarás sem nú er í gangi í Hafnarfirði, og reyndar víða um land, er til þess fallin að stilla bæjarbúum upp við vegg. Ímyndabaráttan er hafin. Ál- bræðslan kynnir sig sem lít- ilmagna. Það breytir hins vegar ekki því að hagsmunir þeirra sem eiga fyrirtækið eru að græða á framleiðslunni. Ef sá hagnaður brestur þá hugsa eigendurnir fyrst og fremst um sjálfa sig, ekki samfélagið sem þeir starfa í. Á sama hátt ættu bæjarbúar að bera hag bæjarfélagsins, náttúr- unnar og framtíðarinnar fyrir brjósti þegar kemur að því að mynda sér skoðun. Berjumst gegn því að nánast í miðbæ Hafnarfjarðar rísi ein stærsta álbræðsla Evrópu þar sem dagleg losun á brennisteini verður allt að 19 tonn á dag næstu 70 – 80 árin. Verum andvíg stækkun ál- bræðslunnar í Straumsvík. Verum andvíg stækkun Eftir Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur: Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafn- arfirði og gjaldkeri Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.