Morgunblaðið - 24.03.2007, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 39
✝ SigurfinnurÓlafsson fædd-
ist að Hreppsendaá
í Ólafsfirði 23. des-
ember 1922 en ólst
upp í Árgerði á
Kleifum við Ólafs-
fjörð. Hann lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
13. mars síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Baldvin Ólafur
Baldvinsson útvegs-
bóndi, f. 10. júlí
1899 í Árgerði, d.
29. mars 1983, og Snjólaug Ásta
Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 30.
september 1899 á Hamri í Stíflu,
Fljótum í Skagafirði, d. 16. janúar
1971. Systur Sigurfinns voru Rósa,
f. 19. ágúst 1925, d. 19. mars 2006,
maki Sigurður Ingimundarson;
Sigríður Regína, f. 23. apríl 1929,
maki Eggert Gíslason; og Sig-
urbjörg Ólína, f. 29. október 1938,
d. 6. febrúar 1979, maki Krist-
mann Hjálmarsson.
Sigurfinnur kvæntist 16. mars
1963
Svönu Sigríði Jónsdóttur, f. á
Kvíabekk í Ólafsfirði 1. september
1921. Foreldrar hennar voru Jón
Sæmundsson frá Hringverskoti og
Anna Rögnvaldsdóttir frá Skálda-
læk í Svarfaðardal.
þeirra eru: a) Sigurfinnur Einar,
látinn, b) Laufey Haflína, maki
Þór Magnússon, börn þeirra eru
Alexander Leó, Ellen María, Sara
Dís og Emma Sóley, c) Sigurður
Gunnar, og d) Sigurfinnur, unn-
usta hans er Ingunn Þorvarð-
ardóttir.
Sigurfinnur var sjómaður og at-
vinna hans var ávallt tengd þeim
atvinnuvegi. Hann byrjaði 13 ára á
sjó á Regin, opnum báti sem faðir
hans og föðurbróðir höfðu smíðað,
og var sjómaður alla ævi. Hann
var á síld og vertíðum á hinum
ýmsu bátum, þar á meðal Njáli og
Stíganda frá Ólafsfirði. Hann varð
síðar skipstjóri á Stíganda þar til
hann ásamt félögum sínum keypti
bátinn Ármann ÓF 38 árið 1960.
Sigurfinnur lauk fiskimannsprófi
frá Stýrimannaskólanum 1950 og
starfaði sem skipstjóri og útgerð-
armaður þar til Ármanni var lagt
árið 1986.
Sigurfinnur og Svana bjuggu
alla sína ævi á Kleifum við Ólafs-
fjörð fyrir utan fyrstu búskapar-
árin en þá bjuggju þau á Strand-
götu 12 í Ólafsfirði. Þau byggðu
húsið Sólheima á Kleifum og fluttu
þangað rétt fyrir jól árið 1966.
Sigurfinnur bjó þar fram undir
sinn síðasta dag en Svana flutti á
dvalarheimilið Hornbrekku fyrr í
vetur. Þau hjón voru síðustu föstu
ábúendurnir á Kleifum.
Útför Sigurfinns verður gerð
frá Ólafsfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Börn Sigurfinns og
Svönu eru:
1) Snjólaug Ásta, f.
27. ágúst 1963, maki
Vilhjálmur Hróars-
son, f. 30. ágúst 1961.
Dætur þeirra eru
Hulda og Erla.
2) Drengur Sig-
urfinnsson f. 15. sept-
ember 1964, d. 15.
september 1964.
Börn Svönu af
fyrra hjónabandi
með Einari Þorvalds-
syni frá Vatnsenda í
Héðinsfirði eru:
1) Þorvaldur Héðinn, f. 10. maí
1947, maki Matthildur Jónsdóttir,
f. 31. ágúst 1950. Dætur þeirra
eru: a) Ólína Rakel, sambýlis-
maður Stefán Ákason. Dætur
þeirra eru Sigurlaug Rán og Matt-
hildur Brá. b) Svana Sigríður,
unnusti Svönu er Marinó Að-
alsteinsson. c) Steinunn Dröfn.
Fyrir átti Þorvaldur Héðinn með
Kristínu Gunnarsdóttur Skjóldal
dótturina Heiðbjörtu Svönu, gift
Ola Jacobsen. Börn þeirra eru Ca-
milla og Nikulaj.
2) Sigurður Gunnar, f. 18. sept-
ember 1948, d. 16. desember 1957.
3) Ásgerður, f. 21. febrúar 1950,
maki Finnur Freymundur Ósk-
arsson, f. 12. júní 1947. Börn
Í dag er til moldar borinn móður-
bróðir minn, sá góði maður Sigurfinn-
ur Ólafsson skipstjóri. Sigurfinnur
bjó alla sína ævi á Kleifum, í litlum
byggðarkjarna í dalverpi út með firð-
inum vestanverðum. Þar syngur
Gunnólfsáin, þar er gluggi fortíðar og
framtíðar og fyrir mörgum, barn-
dóms og efri ára. Sá sem býr á slíkum
stað hugsar kannski síður um þá
staðreynd en sá sem kemur og fer, að
við hvert fótmál, hvert sem auga þitt
hvarflar býr saga kynslóðanna sem
byggði þetta land. Sú ramma taug
verður hvergi sýnilegri okkur sum-
argestunum en í ævikvöldi síðustu
ábúendanna á Kleifunum. Þar standa
þeirra bláu og hvítu fjöll.
Maðurinn í landinu
landið í manninum
– það er friður guðs
(Jóhannes úr Kötlum)
Hvort það eru forréttindi í efnis-
hyggjusamfélagi nútímans að fá að
lifa svona lífi eða endurómur liðins
tíma skiptir ekki máli. Það sem skipt-
ir máli er tækifærið sem okkur eft-
irlifendum hefur gefist til að öðlast
vináttu þessa góða fólks og eignast
með börnum okkar ofurlitla hlutdeild
í tilveru þess, hógværð þess og
nægjusemi. Þau siðferðisgildi eru
góður arfur komandi kynslóðum.
Frændi minn barst ekki á. Gott hús
og góðan bát átti hann, bíl eignaðist
hann ekki fyrr en kominn yfir sex-
tugt. Við samferðamenn sína var
hann heilsteyptur, hjálpsamur og al-
gerlega laus við hverskyns undir-
hyggju. Einlægur og tryggur vinur
sem aldrei lagði illt til nokkurs
manns. Við minnumst hlýjunnar og
mildinnar sem stafaði frá honum,
þessarar dæmalausu róar í hans nær-
veru. Augu hans gátu talað til manns,
hvort heldur var í gleði eða sorg,
þannig að orð voru óþörf. Í daglegum
samskipum var hann jafnan léttur og
gamansamur. Átti til að vera stríðinn,
jafnvel hrekkjóttur en allt innan
marka. Þá sjaldan hann reiddist var
líkt og náttúruöflin leystust úr læð-
ingi. Sem skipstjóri var Sigurfinnur
farsæll og auðnaðist vorið 1963 ásamt
félögum sínum að bjarga fjórum sjó-
mönnum úr sjávarháska.
Sú list „að sitja kyrr í sama stað og
samt að vera að ferðast“ var Sigur-
finni sjálfsögð. Að fylgjast með lands-
högum og fréttum hverskonar var
hluti af daglega lífinu, sömuleiðis
lestri Passíusálmanna á páskaföst-
unni. Pavarotti og fleiri góðir áttu
sinn sess í andlega lífinu. Sigurfinnur
var heilsuhraustur fram yfir sjötugt
og féll aldrei verk úr hendi. Eftir að
hann hætti til sjós hófst tímabil vöru-
skipta, stauragerðar, eigin saltfisk-
vinnslu og kjötreykinga. Ekki var
jöfnuður þeirra vöruskipta alltaf hag-
stæður en það var ekki aðalatriðið.
Hitt var sýnu brýnna að hafa eitt-
hvað skemmtilegt fyrir stafni. Á
heimili Sigurfinns og Svönu var jafn-
an gestkvæmt og þangað gott að
koma. Þar mætti öllum sami höfð-
ingsskapurinn. Síðasta ár var þeim
báðum erfitt. Svana flutti á Horn-
brekku fyrr í vetur en Sigurfinnur
hélt heimili á Kleifunum. Hann vissi
að sólarlagið var skammt undan,
hafði gengið frá sínum málum og
kvaddi með reisn þennan heim. Að
leiðarlokum eru frænda færðar ást-
arþakkir fyrir allt. Svönu, börnum
þeirra og fjölskyldum sendum við
innilegar samúðarkveðjur.
Gísli Árni og María.
Síðasti Kleifamaðurinn með fasta
búsetu á æskuslóðum er nú fallinn
frá. Kleifarnar eru hnípnar og syrgja
soninn sem sýndi heimabyggð sinn
órofa tryggð – til hinstu stundar.
Það var gott að koma á Kleifar
meðan þau Sigurfinnur og Svana
bjuggu enn í Sólheimum, skjótast til
þeirra í kaffi og notalegt spjall. Nú
síðast á liðnu hausti dvöldum við eina
helgi heima á Kleifum. Svana var
flutt á Hornbrekku en Siggi var
heima í Sólheimum, tók gestum með
opnum faðmi, reiddi fram kaffi og
meðlæti og gladdi hug með upprifjun
góðra minninga og elskulegu við-
móti.
Sigurfinnur Ólafsson var fæddur á
Hreppsendaá í Ólafsfirði, 23. desem-
ber árið 1922. Hann ólst upp í Ár-
gerði á Kleifum.
Langur sjómannsferill Sigurfinns
hófst með því að sækja sjó á árabáti.
Á fermingaraldri byrjaði hann að róa
með föður sínum á vélbátnum Regin.
Sigurfinnur byrjaði svo sjó-
mennsku á stærri bátum við síldveið-
ar sumarið 1942, um stuttan tíma, og
á næsta ári var hann á Jóni Guð-
mundssyni, sem var í eigu Árna
Jónssonar á Syðri-Á, Jóns Þorsteins-
sonar og Guðmundar Gíslasonar sem
var skipstjóri.
Árið 1944 réðst Sigurfinnur í
skipsrúm á vélbátnum Njáli, sem var
í eigu Sigurðar Baldvinssonar, föð-
urbróður Sigurfinns. Sjósókn hans á
Njáli hófst með vetrarvertíð í Kefla-
vík og var hann skipverji á Njáli til
ársins 1948.
Á því ári komu Sigurður Baldvins-
son og útgerðarfélagar hans heim frá
Danmörku með nýsmíðað glæsilegt
skip, Stíganda ÓF 25. Sigurfinnur
réð sig á Stíganda, stundaði svo nám í
Stýrimannaskólanum veturna 1949
og 1950, tók við skipstjórn á Stíganda
1956 og gegndi þeirri stöðu til ársins
1960.
Á þessu ári keypti Sigurfinnur í
samvinnu við þrjá félaga sína vélbát-
inn Ármann sem fékk einkennisstaf-
ina ÓF 38.
Þeir stunduðu handfæraveiðar
fyrstu sumrin og síðar snurvoðar-
veiði, en línu- og netaveiðar á vet-
urna. Síðar hófu þeir tilraunir með
ufsaveiði í hringnót sem gekk vonum
framar og mega þeir félagar kallast
frumkvöðlar á þessu sviði norðan-
lands.
Ármann var traustbyggður og
mikið happaskip undir farsælli stjórn
Sigurfinns og góður andi ríkti um
borð. Í apríl árið 1963 unnu skipverj-
ar á Ármanni þrekvirki er þeir báru
gæfu til að bjarga 4 sjómönnum úr
sjávarháska er ofsaveður skall á fyr-
irvaralítið.
Við hátíðahöld á sjómannadaginn í
Ólafsfirði var áhöfnin á Ármanni
heiðruð fyrir vasklegt björgunaraf-
rek.
Ármann var gerður út til ársins
1988 en var þá settur í naust.
Sigurfinnur reri svo nokkurn tíma
á trillubáti við annan mann og sótti
gjarnan sjó á sumrin með mági sín-
um, Eggert Gíslasyni.
Árið 1963 kvæntist Sigurfinnur
Svönu Sigríði Jónsdóttur og eignuð-
ust þau eina dóttur, Ástu. Svana átti
frá fyrra hjónabandi tvö börn, en
hafði misst það þriðja, ungan dreng.
Þau byggðu sér hús á heimaslóð-
um Sigurfinns og nefndu það Sól-
heima. Það var mikill gleðidagur á
Kleifum stuttu fyrir jól 1965, er fjöl-
skyldan flutti í nýja húsið og íbúum á
Kleifum fjölgaði umtalsvert!
Undirritaður var háseti með Sig-
urfinni að sumarlagi, fyrst á síldveið-
um á Stíganda og síðar á handfærum
og ufsaveiðum með nót á Ármanni.
Það var góður skóli að vera í skip-
rúmi hjá öðlingsdrengnum Sigur-
finni Ólafssyni. Aldrei bar skugga á
samskiptin – hann stjórnaði sínum
mönnum með ljúfmennsku og hæfi-
legri festu, í meðlæti og mótlæti.
Ég sendi eftirlifandi eiginkonu,
dóttur, stjúpbörnum og fjölskyldum
þeirra innilegar samúðarkveðjur.
Að leiðarlokum vottast góðum vini
hjartans þakkir fyrir samverustund-
irnar, leiðsögn, ljúfmennsku og vin-
áttu. Gangi hann heill á Guðs vegum.
Ingi Viðar Árnason frá Syðri-Á.
Sigurfinnur Ólafsson var elstur
fjögurra systkina frá Árgerði í Ólafs-
firði. Á undan honum eru farnar syst-
urnar Sigurbjörg og Rósa. Regína
lifir ein eftir og syrgir kæran bróður.
Eggert, maður hennar, kveður mág
og sinn besta vin. Sigurfinnur bjó
nær alla sína ævi á Kleifum í Ólafs-
firði, vann búi foreldra sinna og
stundaði almenna vinnu til sjávar og
sveita. Um árabil var hann farsæll
skipstjóri. Hann var iðjusamur og
handlaginn, féll sjaldan verk úr hendi.
Störf sín vann hann fumlaust, ákveðið
og skipulega. Hann var snyrtimaður,
allt var í röð og reglu, hægt að ganga
hlutum vísum ef til þurfti að taka.
Ósérhlífinn, bóngóður og greiðvikinn.
Sigurfinnur var nærgætinn við menn
og málleysingja, tilfinningaríkur, heit-
ur í lund, vandur að virðingu og hafði
sterka réttlætiskennd. Jafnlyndur,
glaðsinna og kunni vel að stilla skap
sitt. Hann var sjálfum sér nægur en
hafði gaman af góðum félagsskap.
Hann naut þess að hlusta á kveðskap
og sögur, sagði vel frá og átti til að
gera góðlátlegt grín og herma eftir
samferðamönnum sínum. Þá var stutt
í smitandi hláturinn. Sérstakt yndi
hafði hann af söng og óperutónlist.
Smekkur hans var næmur og þeir ein-
ir í uppáhaldi sem sungu frá hjartanu.
Sigurfinnur ferðaðist víða og þekkti
landið sitt vel. Hann hafði gaman af að
koma á nýja staði og sagði vel frá stað-
háttum. Hann unni landi og náttúru
og oft kom fram að honum þótti nóg
um hvað sumir ganga illa um þau nátt-
úrugæði sem þeim er trúað fyrir.
Hann hafði gaman af að hitta fólk,
gerði sér ekki mannamun, talaði eins
við alla hvort heldur voru fullorðnir
eða börn. Hann var ættrækinn og
sýndi skyldmennum sínum áhuga og
hlýju. Í hugum þeirra var hann höfuð
ættarinnar og bar sæmdarheitið
Frændi með stórum staf. Við sem eft-
ir sitjum geymum dýrmætar minn-
ingar um þennan öðling. Við þurfum á
þeim að halda. Það verður tómlegt að
koma á Kleifar og enginn Sigurfinnur
að taka á móti okkur, þó að andi hans
svífi þar yfir um ókomna framtíð. Í
einkalífi var Sigurfinnur gæfumaður.
Hann kvæntist árið 1963 Svönu Jóns-
dóttur, hún var ekkja og átti tvö börn,
Þorvald Héðin og Ásgerði. Saman
eignuðust þau eina dóttur, Snjólaugu
Ástu. Svana og Sigurfinnur reistu sér
hús á Kleifum þar sem vítt sér yfir,
kölluðu Sólheima og þar bjuggu þau í
liðlega fjóra áratugi. Síðustu árin
mátti hann þó fara sér hægar. Sjúk-
dómur hafði fylgt honum í rúman ára-
tug og herti tökin smátt og smátt.
Aldrei kvartaði hann, gerði lítið úr ef
um var spurt. Hann vissi hvert stefndi
og beið endalokanna æðrulaus.
Glettnin var ekki langt undan og í
sumar sagðist hann vera farinn að
hlakka til að sjá hvernig allt liti út hin-
um megin.
Eftir að Svana flutti í haust á Horn-
brekku bjó Sigurfinnur einn í Sól-
heimum. Mánuðirnir urðu ekki marg-
ir. Síðustu dagana dvaldi hann á
sjúkrahúsi á Akureyri. Þar gaf hjart-
að sig og Sigurfinnur sofnaði út af í
hinsta sinn hinn 13. mars sl. saddur
lífdaga. Um leið og við þökkum sam-
fylgdina vottum við Svönu, afkomend-
um öllum og vandamönnum, okkar
dýpstu samúð. Guð blessi minningu
Sigurfinns Ólafssonar.
Hrefna Eggertsdóttir
og fjölskylda.
Sigurfinnur Ólafssonhafi verið hætt að koma á hestbak áþessum árum hafði hún glöggt auga
fyrir gæðingum og þótti afskaplega
vænt um hrossin sín, sem hún hafði
ræktað upp í Landeyjunum. Tveir
efnilegir folar frá henni rötuðu í efri
bæinn, annar þeirra var brúðargjöf
til ungu hjónanna þar. Vel var farið
með þessa vini hennar sem og allan
búpening, enda búnaðist þeim vel í
Hjallanesi, þau lögðu nótt við dag við
að byggja upp, rækta og yrkja jörð-
ina svo sem best varð á kosið. Þessir
nýju nágrannar urðu fljótt vinir okk-
ar og hefur sú vinátta varað æ síðan.
Ef aðstoðar var þörf á öðrum hvorum
bænum stóð ekki á nágrönnunum að
hjálpa til ef nokkur tök voru á, minn-
ingarnar um þessa góðu samvinnu
eru bjartar og dýrmætt er að hafa
fengið að alast upp í þessum anda.
Heiða varð fyrir þeirri sorg að
missa eiginmann sinn frá drengjun-
um ungum en með fádæma dugnaði
tókst henni að halda búskap áfram á
Fagurhól í Landeyjum, og þegar
synirnir uxu úr grasi og þeim fannst
orðið fullþröngt um sig fundu þau sér
rýmra jarðnæði í Landsveitinni og
byggðu þar upp stórbú. Árin liðu,
miðsonurinn Ólafur kvæntist og hóf
búskap í Holtunum, en Heiða bjó
áfram með Halldóri og Jóni. Þar kom
að henni þótti rétt að breyta til og
fluttist hún með Jóni syni sínum á
Eyrarbakka og síðan á Selfoss, þar
átti hún heimili sitt meðan kraftar
entust en síðustu árin dvaldi hún á
Kumbaravogi. Halldór sonur hennar
bjó áfram í Hjallanesi með fjölskyldu
sinni þar til fyrir fáum árum.
Heiða var stórbrotin kona, stolt,
ósérhlífin og það var ávallt reisn yfir
henni, hversu þreytt sem hún var,
glettin var hún og kunni að segja sög-
ur. Hún skilur eftir bjartar minning-
ar og við minnumst hennar með
þakklæti í huga. Sonum hennar og
fjölskyldum þeirra vottum við ein-
læga samúð.
Systkinin í Hjallanesi,
Pálína, Kjartan og Bryndís.
stoltur af ævistarfi sínu. Hann sagði
nákvæmlega frá og hafði mjög gott
minni alveg fram á það síðasta.
Hann gat lýst aðstæðum og veðri við
brúarsmíði við Jökulsá á Fjöllum,
verkefni sem hann vann við fyrir
miðja síðustu öld. Eins lýsti hann í
miklum smáatriðum sinni fyrstu
ferð til Reykjavíkur. Minnið brást
honum ekki og meðal verka hans á
tíræðisaldri voru ritun ráðherratals
og skráning örnefna í Vopnafirði fyr-
ir Örnefnastofnun.
Vopnafjörður var hans heima-
byggð. Þegar rætt var um ferðir og
námsdvöl okkar erlendis sagði hann
gjarnan að Evrópa væri besta
heimsálfan, Ísland besta landið og
Vopnafjörður besti staðurinn. Svo
einfalt var það. Afi vildi ekki láta
hafa mikið fyrir sér. Hann var kom-
inn yfir nírætt þegar hann flutti frá
Jaðri yfir í Sundabúð. Þegar hann
var spurður hvernig honum líkaði
veran í nýjum heimkynnum sagði
hann: „Hér eru svo margir gamlingj-
ar.“ Sjálfur var hann þó með þeim
elstu. Í seinni tíð var afi orðinn
heyrnardaufur og sjóndapur. Hann
notaði þess vegna heyrnartæki og
sterk gleraugu við lestur og einnig
setti hann gleraugun upp þegar
teknar voru af honum myndir svo
hann sæist nú örugglega á þeim. En
afi átti það til að spauga með þetta
eins og margt annað. Við minnumst
þess t.d. að þegar hann hafði hváð
óvenjuoft þannig að mamma spurði
hvernig þetta væri eiginlega, hvort
hann væri ekki með heyrnartækin
þá svaraði hann játandi og klappaði
á annan vasann og þegar hún spurði
eftir gleraugunum þá klappaði hann
á hinn.
Á síðustu árum var gaman að
heimsækja afa í Sundabúð og spjalla
um fortíð og framtíð. Þá bauð hann
gjarnan upp á sérrí þó svo að hann
teldi að allir sínir afkomendur væru
bindindismenn. Hann var mjög
stoltur af þeim og að eigin sögn kom
honum mikið á óvart að svo ljótur
maður gæti átt svona fallega afkom-
endur.
Við þökkum eftirminnilegar sam-
verustundirnar með afa.
Unnur, Kristín og Þor-
steinn Rúnar.