Morgunblaðið - 24.03.2007, Síða 43

Morgunblaðið - 24.03.2007, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 43 ✝ Gunnar Bald-vinsson fæddist á Hofsósi 22. júlí 1925. Hann and- aðist á Dvalarheim- ilinu Hjallatúni í Vík í Mýrdal laug- ardaginn 17. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jóna Geirmunds- dóttir og Baldvin Ágústsson. Systkini Gunnars eru Berg- ur, f. 16. nóvember 1920, d. 27. apríl 1982, Trausti, f. 20. nóvember 1920, d. 20. október 1940, og Frið- rikka, f. 25. mars 1931, gift Heimi Br. Jóhannssyni og eiga þau fimm börn. Gunnar ólst upp hjá for- eldrum sínum til 14 ára aldurs en þá fór hann að Ártúni við Hofsós til heiðurshjónanna Halldóru Jó- hannsdóttur og Páls Árnasonar og hjá þeim í sex ár. Gunnar hóf 1948 sambúð með Margréti Ragnheiði Þorgríms- son og dóttir hans er Kristjana Sumarrós. Gunnar Heiðar, f. 14. desember 1965, kvæntur Sól- veigur Ingunni Skúladóttur, börn þeirra eru Grétar Skúli og Lísbet Lena. Gunnar starfaði bæði til sjávar og sveita. Sextán ára eignaðist hann sinn fyrsta bát og var með útgerð í mörg ár, en svo tók ann- að við; hann hafði bæði búfénað, dráttarvélar, vörubíla og fleiri vinnutæki. Hann tók líka virkan þátt í félagsstörfum og hafði mik- ið yndi af söng og dansi. Gunnar og Margrét bjuggu á Hofsósi til ársins 1993, en þá lenti hann í vinnuslysi, sem varð til þess að hann missti vinstri handlegginn og fluttu þau þá til Reykjavíkur. Gunnar lét handleggsmissinn ekki stöðva sig, heldur smíðaði marga hagleiksgripi í bílskúrnum sem var hans annað heimili. Auk þess safnaði hann gömlum landbún- aðartækjum sem prýddu lóðina við húsið, og voru börn úr leik- skólum borgarinnar tíðir gestir í skoðunarferðum. Gunnar verður jarðsunginn frá Hofsóskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. dóttur frá Hjarð- arholti við Hofsós. Gunnar og Margrét giftust 24. apríl 1955. Þau eignuðust þrjú börn, þau eru: Trausti Baldvins, f. 16. júní 1949, kvænt- ur Jóhönnu El- ísabetu Clausen, börn þeirra eru Ró- bert Már, dóttir hans er Alexandra Mel- korka, Eydís Ósk og Margrét Tinna. Fyr- ir á Trausti Önnu Grétu, gift Þórarni Brynjari Ing- ólfssyni, dóttir þeirra er Karitas Líf. Guðrún Jóna, f. 5. mars 1955, gift Steini Guðmundssyni, börn þeirra eru Gunnar Freyr, kvænt- ur Hólmfríði Steinþórsdóttur, sonur þeirra er Márus Björgvin, Guðmundur Vignir, kvæntur Kol- brúnu Ósk Guðjónsdóttur, synir þeirra eru Þröstur Bjarni og Bergur Már, Bergný Heiða, unn- usti hennar er Kristján Sigurðs- Hann pabbi minn er dáinn og ég veit að ég á eftir að sakna hans mik- ið, því ég er og hef alltaf verið mikil pabbastelpa. Það er margs að minnast og það fyrsta sem kemur upp í hugann er þegar ég þvældist með þér í bílnum þegar ég var lítil og þú varst að keyra olíu á sveitabæina á kvöldin. Það var alveg bannað að sofna því þá gætir þú sofnað líka. Og þá var bara eitt að gera og það var að taka lagið og mikið var sungið og mörg lögin lærði ég, því að þið mamma voruð óþrjótandi brunnur af lögum og textum. Elsku pabbi minn, þú kenndir mér líka að vinna, að standa þig í vinnu var eitt af þínum aðalsmerkj- um og það vildir þú að ég gerði líka. Þú kenndir mér líka að keyra og hugsa vel um þau tæki sem var verið að nota í það og það skiptið, og ekki hættirðu fyrr en þú varst búinn að senda mig í meiraprófið, því allir góðir bílstjórar yrðu að hafa meira- próf. Þú hafðir alltaf óskaplega gam- an af að spila, dansa og syngja og ekki var ég há í loftinu þegar ég fór að fara með ykkur mömmu á Hlíð- arhúsið í spilavist og dans. Þá var manni kennt að spila og dansa gömlu dansana, en þið mamma vor- uð alveg frábært danspar og við systkinin skyldum líka verða góðir dansarar. Mörg ferðalögin höfum við farið saman og á mínum yngri árum voru þau yfirleitt tengd vinnu hjá þér en þau áttu líka vera skemmtiferðir; það þurfti að vinna og þá skyldi líka hafa gaman af því. Mikið langaði þig alltaf að fara til Færeyja og þú talaðir oft um það, og draumurinn rættist, til Færeyja fór- um við og héldum upp á áttræðisaf- mælið þitt. Já, við höfum brallað margt sam- an og ekki alltaf verið sammála, það hefur sjálfsagt ekkert verið gaman að hlusta á þegar við vorum ekki sammála, en þeir sem þekktu til vissu að þetta vorum bara við að tjá okkur hvort við annað. Skemmtilegustu stundirnar voru þegar við sátum úti á palli á Austur- götunni og höfðum það gott, og þeg- ar kvöldaði fengum við okkur gott kakó og tókum kannski eitt eða tvö lög. Elsku pabbi minn, það var erfitt að horfa upp á það þegar þú misstir höndina, en það stoppaði þig ekki í því að halda áfram því sem þig lang- aði að gera, ekkert var þér ómögu- legt, meira að segja að keyra hjól- börur einhentur, og leiki það einhver eftir, ekki ég. Elsku pabbi minn, ég mun alltaf minnast þín sem besta pabba í heimi, þú varst hjálpsamur, kátur og hress, duglegur, mikill skapmaður og þegar þú ætlaðir þér eitthvað þá skyldi það ganga. Ég veit að þú ert á góðum stað og finnur þér alveg örugglega eitthvað að gera. Elskulega starfsfólk og heimilis- fólk á Hjallatúni, ykkur færi ég mín- ar bestu kveðjur og þakkir fyrir allt sem þið gerðuð fyrir hann pabba minn, það er ómetanlegt, þið eigið yndislegt heimili. Elsku Vignir og Kolla, ástarþakk- ir fyrir að vera til staðar fyrir hann þegar mest á reyndi. Þröstur minn, takk fyrir að hugsa svona vel um langafa og vera svona duglegur að heimsækja hann og stytta honum stundirnar. Bergur og Márus, ástarþakkir fyrir að elska langafa og segja hon- um sögur og spila við hann. Elsku Beggý, Gunni og Hófi, þakka ykkur líka fyrir allt sem þið gerðuð fyrir hann. Elsku mamma mín, þig elska ég mest af öllum, Guð veri með þér. Far þú í friði elsku pabbi minn. Þín dóttir, Guðrún Jóna. Hann Gunnsi er dáinn og þá reik- ar hugurinn. Já, við brölluðum margt saman og vorum ekki alltaf sammála, Gunnsi minn, eins og þegar við fórum suður að sækja vélarnar í hellusteypuna og þegar átti að fara að lesta þá vorum við ekki sammála um hvernig ætti að binda farminn, ég vildi gera svona en þú hinsegin. Þá sagði maðurinn sem seldi þér dótið: Leyfðu stráknum að ráða, annars skilar hann þér dótturinni aftur. Þá hlóst þú og ég hef aldrei séð þig eins fljótan að láta undan og þá, og ég fékk að ráða. Þú elskaðir sjóinn eins og ég og bátar voru okkar áhugamál, að veiða og ég tala nú ekki um handfæri, það var toppurinn. Þú varst líka sá eini sem ég þekki sem hafði undanþágu frá sjávarútvegsráðuneytinu til að mega nota rafmagnsrúllu án þess að hafa kvóta, en það fékkstu vegna þess að þú varst einhentur. Síðasta skiptið sem við fórum á sjó saman var sl. sumar. Skagafjörðurinn skartaði sínu fegursta, fiskur á hverjum krók og þú lékst á als oddi og erfitt að fá þig til að hætta því hugurinn var mikill en kvótinn eng- inn. Barnabörnum og barnabarna- börnum varstu góður og voru þau alltaf til í að vera hjá afa og langafa með eina hönd eins og litlu pjakk- arnir sögðu. Elsku Vignir, Kolla, Þröstur og Bergur, takk fyrir allt sem þið gerð- uð fyrir hann, það er ómetanlegt. Gunni, Beggý, Hófi og Márus, þakk- ir til ykkar líka. Elsku Magga mín, Guð veri með þér. Gunnsi minn, takk fyrir góða leiðsögn og samleið. Þinn tengda- sonur, Steinn. „Ég er dóttursonur Gunnsa Balda.“ Þannig hef ég alltaf getað kynnt mig ef ég hef hitt mér eldri Skagfirðinga. Og mun geta það áfram. Ég hef alltaf verið stoltur af því að eiga þig fyrir afa. Þú kenndir mér að ekkert er ómögulegt. Ég sé ekki marga fyrir mér missa aðra höndina tæplega sjötugir að aldri, en gefast samt ekki upp. Þú fannst alltaf leið til að sigrast á þeim verkefnum sem voru fyrir hendi. Keyrðir hjólbörur, festir hluti í skrúfstykki, smíðaðir, sveiðst hausa … hugvitið vantaði sko ekki. Nokkrum sinnum keyrði ég fyrir þig á milli Hofsóss og Reykjavíkur, eða Hofsóss og Akureyrar, og þá fannst mér skemmtilegast þegar við vorum tveir einir í bílnum. Þá fékk ég að hafa þig og sögurnar þínar út af fyrir mig. Flestar voru þær frá því þú varst í vegagerðinni og þú sagðir alltaf svo skemmtilega frá. Ég gat hlustað á þig segja sömu sög- urnar ferð eftir ferð og alltaf sá ég einhvern nýjan flöt á þeim. Stundum gastu verið hvass, en miklu oftar brosandi, hlæjandi, já og syngjandi. Og ég held ég hafi aldrei séð þig vera hvassan við litlu langaf- astrákana þína; Márus, Þröst og Berg. Ég naut þess að sjá hvað þú hafðir gaman af að vera með þeim, og þeir með þér. Það lifnaði alltaf yf- ir þér ef þeir voru nálægt. Núna flæða minningarnar í gegn- um huga mér, glefsur héðan og það- an … vindlareykurinn – svo ekki sást í þig (við stóðum fimm saman í skúrnum þínum síðasta mánudag og púuðum vindla en náðum ekki að mynda brot af mekkinum sem þér tókst að mynda), hatturinn – og seinna „Færeyjahúfan“, hellusteyp- an, skeljakalkið, vörubílarnir, hvern- ig þú straukst alltaf vísifingur með þumlinum, skúrinn troðinn af verk- færum – en þó allt á vísum stað, munnharpan, tuggðir vindilstubbar, heimsóknir á spítalann til þín þegar þú varst að jafna þig eftir einhverja aðgerðina, hvernig þú bankaðir í borðið þegar þú settir út spil – það leikur enginn eftir. Þú. Takk, elsku afi, fyrir allt. Gunnar Freyr. Mig langar að minnast þín, afi minn, með nokkrum orðum. Ég gleymi seint þeim stundum sem við áttum úti í skúr hjá þér í Blesugróf- inni þar sem þú sast í þínum stól og ég í „mínum“. Þar gátum við spjallað og reykt, stundum sást nú samt ekki mikið í þig fyrir reyk því svo mikið púaðir þú vindlana. Þú sagðir mér stundum sögur frá því hvernig lífið var þegar þú varst ungur. Sögurnar voru stundum skreyttar en þær voru líka miklu skemmtilegri þannig. Svo varstu nú líka stöðugt að gera eitt- hvað, alltaf að smíða eða eitthvað að dunda við allt þetta dót sem var inni í skúr hjá þér og það með eina hönd en lést það aldrei aftra þér. Ég er þakklát fyrir vinskap okkar síðustu ár og vildi að hann hefði verið lengri. Ég sakna þín elsku afi og mun aldrei gleyma þér. Guð geymi þig. Bergný Heiða. Elsku langafi minn. Manstu eftir því þegar við spil- uðum körfubolta, báðir einhentir, í garðinum í Blesugróf, á körfuna sem þú bjóst til fyrir mig? Ég dró vinstri handlegginn inn fyrir peysuna mína. Þá vorum við jafnir. Takk fyrir langafi. Ég vildi gjarn- an taka í höndina á þér, en ég get það ekki. Ég geri það þegar við hitt- umst á himnum eftir mörg mörg ár. Þá getum við spilað körfubolta, báð- ir með tvær hendur. Þangað til get- ur þú spilað við vini þína á spilin sem við settum í kistuna þína. Þinn Márus Björgvin. Nokkur orð í minningu mágs míns Gunnars Baldvinssonar. Hann var einstakur maður sem skar sig mjög úr hópi samferða- manna sinna. Athafnamaður og dug- legur með afbrigðum, braust áfram hörðum höndum í lífsbaráttunni. Hann sótti sjóinn framan af æv- inni en gerðist síðan atvinnurekandi, stofnaði bíla- og vélaverktakafyrir- tæki og setti jafnframt á stofn verk- smiðju sem vann áburð úr hörpu- skel. Þetta var hans eigið framtak. Samhliða þessum rekstri öllum sá Gunnar um olíudreifingu í A-Skaga- firði, frá innstu bæjum í Fljótum og inn eftir allri Höfðaströnd ásamt Hofsósi. Og ekki má hér gleyma verslunarrekstri þeirra hjóna, bens- ínsölu ásamt ýmsum nauðsynjavör- um. Margrét Þorgrímsdóttir, eigin- kona Gunnars, stóð ætíð sem klettur við hlið hans, var samhent manni sínum og veitti verslunarrekstrinum forstöðu. Hér er ekki allt upptalið, og er öll starfsemi þeirra hjóna mik- ið afrek. Seinni hluta ævinnar fór heilsu Gunnars hrakandi. Þrátt fyrir hjartaáfall, uppskurð og veiklaða líkamsburði hélt hann rekstrinum áfram um sinn. En svo kom áfallið, slysið stóra, þegar pallur stóra flutn- ingabílsins féll á handlegg Gunnars með þeim afleiðingum að hann missti handlegginn ofan við olnboga. Lýsing á geðslagi Gunnars, hörku og ákveðni, er best lýst á þann veg, að fastur með handlegginn mölbrot- inn undir pallinum stjórnaði hann sjálfur mönnunum sem komu að slysinu. Sólin var að ganga til viðar á hans æviferli, þrekið fór dvínandi og endalokin fyrirsjáanleg. Þau hjón seldu fyrirtæki sín og eignir á Hofs- ósi og fluttu til Reykjavíkur, þar sem öll læknisþjónusta er aðgengi- legri. Þetta er í stuttu máli saga Gunn- ars Baldvinssonar. Í gegnum árin var á hverju sumri komið við hjá þeim hjónum, Margréti og Gunnari, og var þá glatt á hjalla. Börn okkar Friðrikku konu minn- ar dvöldu meira og minna hjá þeim á sumrin. Var það þeim góður og holl- ur skóli og minnast þau Gunnars með þökk og í hljóðri bæn. Minning okkar hjóna um Gunnar verður ávallt skýr – minning systur hans, Friðrikku, um sinn stóra bróð- ur, hinn sterka og trausta karlmann sem ætíð var hennar stoð og stytta – minning mín um harðduglegan mann, hjálpsaman og góðan dreng. Við ritun minningargreina er sjálfsagt oft orða vant og er þá vitn- að í það sem skáldin kveða. Ég lýk þessum stuttu minningarorðum um Gunnar Baldvinsson, mág minn og vin til margra ára, með hendingum úr einu ljóða Einars Benediktsson- ar: Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. Innilegar samúðarkveðjur til eig- inkonu, barna og barnabarna. Heimir Brynjúlfur Jóhannsson. Í friði og hvíld sem frelsarinn þér bjó er ferðin hafin burt til ljóssins sala. Þar ríkir kyrrð um roðagullinn sjó en raddir þagna inn til fjalladala. (Ingólfur Þórarinsson) Gunnar frændi minn og vinur hef- ur kvatt þennan heim eftir mikil og erfið veikindi. Hann var svo sann- arlega hetja, engan mann hef ég þekkt mér nákomin sem eins oft þurfti að fara í uppskurði og aðgerð- ir á fótum og svo missti hann annan handlegginn í slysi. En aldrei heyrði ég hann kvarta, það var ekki hans stíll. Gunnar var skapmikill og hafði sínar skoðanir á mönnum og mál- efnum, en alltaf var stutt í brosið. Hann var afar hjálpsamur, og sann- ur vinur vina sinna. Gunnar fæddist á Hofsósi, Skagafjörður var hans heimur, æskuárin, unglingsárin og þar byggði hann sér hús og stofnaði heimili með sinni duglegu og elsku- legu konu Margréti. Þau voru svo sannarlega höfðingjar heim að sækja, framúrskarandi gestrisin. Mér hefur alltaf þótt afar vænt um Gunnar frænda og alla hans fjöl- skyldu sem samanstendur af frá- bæru fólki. Síðastliðið sumar hitti ég Gunnar á Hofsósi í húsinu sem þau höfðu keypt og ætluðu að nota sem sum- arhús, þar var gott að koma en þá sá maður hvað hann var orðin lasinn. Gunnar og Margrét fluttu til Reykjavíkur fyrir rúmum áratug. En hugurinn leitaði alltaf í Skaga- fjörðinn og því voru þau svo ánægð með að eignast þetta indæla hús á Hofsósi. Ég þakka frænda mínum öll góðu, gömlu árin, alla hlýjuna í minn garð og ég veit að hans bíða vinir í varpa. Guð veri með ástvinum hans, Margréti, Trausta, Guðrúnu Jónu og Gunnari Heiðari og fjölskyldum þeirra. Drottinn gef þú dánum ró, en hin- um líkn sem lifa. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðrún Sesselja Guðmunds- dóttir (Rúna frænka). Gunnar Baldvinsson Elsku afi nú þegar þú hefur fallið frá eru margar minningar sem skjóta upp koll- inum hjá mér. Ég man vel þegar fjölskyldan bjó á Álandseyjum og þið amma komuð í heimsókn til að halda uppá 70 ára afmælið þitt. Þú varst ekki lengi að bregða þér í markið fyrir okkur Kormák í fót- bolta. Það er mér líka minnisstætt þegar við vöktum saman til að horfa á Pavarotti og félaga, þrátt fyrir takmarkaðan áhuga minn á Sigurður Guðlaugsson ✝ Sigurður Guð-laugsson fædd- ist á Ísafirði 3. júlí 1920. Hann and- aðaðist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 11. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrarkirkju 23. mars. tenórunum þremur var eitthvað dásam- legt við að vaka um nótt og glápa á sjón- varpið með afa sín- um. Hvernig þú barst þig hafði mikill áhrif á mig. Þú sast alltaf á sama stað við enda borðsins í „grautn- um" og matarboðum og í stóra hæginda- stólnum í Hamars- stígnum umkringdur afkomendum. Þessi mynd fær mig til að hugsa með tilhlökkun til þeirra daga þegar ég verð sjálfur orðinn gamall og sit í stórum hægindastól með barnabörn til beggja handa. En nú hefur þú skilið við þennan heim og færð að hvíla í friði. Eftir sitjum við með söknuð en góðar minningar Þinn, Kolbeinn Gauti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.