Morgunblaðið - 24.03.2007, Side 45

Morgunblaðið - 24.03.2007, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 45 fólkinu og okkur nokkrum aðkomu- gestum, en öllum var boðið að borða eins og þeir gátu af indælis lamb- asteik og held ég að ég muni ekki eft- ir að hafa verið við glæsilegri land- kynningu en þarna fór fram í Bræðratungu, en þetta mun hafa verið laust eftir árið 1990. Við brottför Sveins Skúlasonar nú á annað tilverustig, óskum við þess að heill og hamingja fylgi konu hans og börnum, sem leggja krafta sína í að auka vegsemd höfuðbólsins sögu- fræga, Bræðratungu í Biskupstung- um, og með því heiðra minningu fyrri kynslóða, sem hafa með slíku átaki heiðrað minningu horfinna kynslóða og haldið við og aukið á feg- urð þessa dásamlega staðar, þar sem hraustir og öflugir menn og hæfi- leikaríkar konur hafa gert garðinn frægan um margar aldir. Hjalti Gestsson. Góður vinur, sveitungi og sam- ferðamaður, Sveinn í Bræðratungu, er fallinn frá á snöggu augnabliki. Við vorum sem oft áður búnir að mæla okkur mót í messuferð að Mos- felli til öldunganna, séra Arngríms og Guðmundar Óla, þennan dag, en Sveinn fór á undan mér í ferðina ei- lífu. Við sem höfum starfað með Sveini frá unga aldri að ýmsum félagsmál- um söknum hans á þessari stundu vegna langrar og góðrar samfylgdar, sem aldrei bar skugga á. Milli Bræðratunguheimilisins og æskuheimilis míns og allra annarra heimila á Vatnsleysu var mikil vin- átta. Enn, kynslóð eftir kynslóð, helst þessi ómetanlega og einstaka vinátta. Við öll sem búum á Vatns- leysutorfunni þökkum þessa góðu tryggð í gegnum kynslóðirnar. Við þökkum Sveini og Bræðratungufjöl- skyldunni fyrir margar góðar sam- verustundir. Sigríði og börnunum votta ég inni- lega samúð. Far þú í friði, ágæti sveitungi. Sigurður Þorsteinsson. Þegar vermisteinninn er kominn í jörðina styttist í vorið, sem er mesta tilhlökkun bóndans. Þá vakir hann nótt og dag og tekur þátt í því mikla sigurverki, þegar allt líf vaknar á ný. Á slíkum degi berast mér þær fréttir að vinur minn Sveinn bóndi í Bræðratungu hafi lokið sinni lífs- göngu og vor eilífðarinnar væri runnið upp hjá honum. Sveinn var bóndi af lífi og sál og rak stórbú alla sína ævi. Hann var frumburður foreldra sinna sem einn- ig bjuggu í Bræðratungu allan sinn búskap við mikla rausn og vinsældir. Stórbúskapur þeirra tíma útheimti mannahald og fyrirhyggju og ekki síst í Bræðratungu, sem um aldir hefur verið talin ein af bestu bújörð- um á þessu landi. Bræðratungu fylgdu slægjulönd með Hvítá og Pollengi, en öruggur heyskapur var mesta trygging bænda á öldum áður, enda þraut aldrei hey í Bræðratungu. Sveinn ræktaði jörð sína vel og var allur heyskapur tekinn af ræktuðu landi í hans búskapartíð en engjasláttur heyrði sögunni til. Jörðin, sem liggur þar sem Hvítá og Tungufljót mæt- ast, var samt illa sett með sam- göngur. Þar þurfti að ferja allar nauðsynjar yfir Tungufljót á ferju- staðinn að Króki á fyrstu búskapar- árum Sveins. Kannski var það þar sem ég sá Svein fyrst, er ég var á ferð í Reyk- holtsskóla með mjólkurbílnum. Hóp- ur af ungum mönnum úr Tungu- hverfinu ferjaði mjólk yfir Fljótið og allar aðrar vörur til baka sem búið þurfti með. Meðal annars áburð og fóðurbæti. Mín kynni af Sveini hófust síðan í fjallferðum og við margvísleg félags- málastörf. Í öllu sem hann tók sér fyrir hendur var Sveinn fullhugi enda oftast í forystuhlutverkinu. Fjallkóngur og formaður, bæði í ungmennafélagi sveitarinnar og síð- ar í búnaðarsamtökum bænda á Suð- urlandi. Þá var Sveinn lengi í sveit- arstjórn Biskupstungna svo eitthvað sé talið. Sveinn var formaður Bisk- upstungnadeildar Sláturfélags Suð- urlands og tók við því af föður sínum og skilaði því síðar til Kjartans sonar síns þegar hann tók við búskap í Bræðratungu. Í öllum þessum mál- um var Sveinn ávallt þar sem harð- astur var bardaginn. Hann kunni ekki að hlífa sér og lá ekki á skoð- unum sínum. Sveinn var alla tíð í framvarðarsveit sjálfstæðismanna á Suðurlandi og var hann meðal ann- ars á framboðslista flokksins í Ár- nessýslu á árum áður. Tók hann þátt í þessum félags- og stjórnmálum til að hafa áhrif og stuðla að framförum í héraðinu. Eitt af mörgum baráttu- málum hans var brú yfir Hvítá hjá Bræðratungu. Þótt hann lifði ekki að þessu máli lyki var hann sáttur við að allur undirbúningur var á loka- stigi. Sveinn var hamingjumaður í einkalífinu. Hann fór ekki langt að sækja sér eiginkonu, Sigríði Stefáns- dóttur frá Skipholti. Börnin fjögur sem upp komust eru öll mannkosta- fólk sem bera foreldrum sínum gott vitni um það menningarheimili sem stóð alla þeirra búskapartíð í Bræðratungu. Það var Sveini mikil ánægja þegar Kjartan sonur hans, ásamt sinni rösku konu tók við stórbúskapnum í Bræðratungu. Þá var gleði hans ekki minni þegar Kjartan reisti stórfjós undir kúabú- ið. Sveinn var kirkjuhaldari í Bræðratungu allan sinn búskap. Hann unni kirkju sinni og sá um að öllu væri vel við haldið. Tók hann á móti kirkjugestum með viðhöfn og reisn. Sá er þetta ritar sótti þar jóla- messu á annan dag jóla á síðastliðnu ári. Kirkjugestir voru leiddir til stofu eftir messu og húsfreyjan ásamt dóttur og vinkonum stóðu fyrir veislukaffi. Á slíkri stund naut Sveinn sín vel og hvatti gesti til að njóta veitinganna. En þetta var ekk- ert nýtt, svo hafði það verið allan þeirra búskap, Sveins og Sigríðar hans góðu konu og einnig hans góðu foreldra Skúla og Valgerðar. Við fráfall Sveins er stórt skarð höggvið í stétt eldri bænda í Bisk- upstungum. Hann var virkur félagi í félagi eldriborgara í Biskupstungum og er þar sárt saknað. Sveinn var sérstaklega vinatryggur og lá ekki á hjálp sinni þegar honum fannst þurfa þykja. Ég fór ekki varhluta af því, en fáir studdu við mig eins og Sveinn er ég byggði kirkju í Úthlíð á síðasta ári. Ég hafði vonast til að eiga fleiri ár með honum, fara með honum á fleiri fundi og njóta góðra stunda, hvort sem var hér í Úthlíð eða í Bræðratungu. Ég sendi Sigríði konu hans og fjölskyldunni allri sam- úðarkveðjur við fráfall hans. Þá dett- ur mér Sveinn í Tungu í hug þegar ég heyri góðs manns getið. Björn Sigurðsson, Úthlíð. Á köldum vetrardegi í mars bár- ust mér þær fréttir að látinn væri Sveinn stórbóndi í Bræðratungu. Ég minnist góðs vinar og samferða- manns í um 40 ár, en ég man fyrst eftir Sveini 5. maí 1970 við upphaf Heklugossins, en hann var þá stadd- ur á tröppunum í Úthlíð. Menn höfðu áhyggjur af gosinu, en Sveinn sagði: „þetta verður ekkert“. Þetta lýsir Sveini, endalaus bjartsýni og kjark- ur. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fara 9 haust til fjalls með Sveini á árunum 1976–1983, en Sveinn var þá fjallkóngur Tungnamanna. Þetta voru afar lærdómsríkar ferðir og skemmtilegar, 7 daga ferð allt norð- ur á Hveravelli, manndómsvígsla ungra manna. Sveinn var afar traustur og ákveðinn foringi, en einnig léttur á góðum stundum, og var þá jafnan mikið sungið á laug- ardagskvöldinu á „barnum“ í gamla Hvítárneshúsinu, og Sveinn gaf ekk- ert eftir. Mikil samskipti voru jafnan á milli Úthlíðar og Bræðratungu, en pabbi og Sveinn voru miklir félagar, raunar fæddir sama dag, 6. júlí, en við Kjartan sonur Sveins jafnaldrar, skólabræður og herbergisfélagar á Laugarvatni. Einu sinni í byrjun júlí, þegar pabbi fór að Bræðratungu að keyra féð inn úr, sá ég hvar bíllinn kemur til baka, og Sveinn á eftir á Land-Rovernum fullum af strákum. Það var búið að slá brekkurnar heima og þegar Sveinn frétti að pabbi hefði farið frá lausu heyi til að keyra fé í afrétt sagði hann: „Það er að koma skúr við Hlíðarnar, förum og björgum þessu, féð getur beðið.“ Svo voru allir komnir í heyskap, bindivélin ræst og Sveinn gekk sjálf- ur á eftir vélinni og kallaði þó að komin væri hellidemba: „Áfram, áfram, það móar af.“ Svona var Sveinn, aldrei gefist upp. Eftir að ég hóf störf sem lögmaður á Selfossi hafði ég mikil samskipti við Svein, m.a. vegna starfa hans sem formað- ur jarðanefndar Árnessýslu, en þar stýrði Sveinn merku starfi um árabil og leysti úr hvers manns vanda. Einnig áttum við gott samstarf inn- an Sjálfstæðisflokksins. Ég þakka Sveini uppeldi, stuðning og vináttu um árabil og kveð með þakklæti höfðingjann Svein í Tungu. Aðstand- endum sendum við Inga okkar dýpstu samúðarkveðjur. Ólafur Björnsson, Úthlíð. Fallinn er frá góður vinur, Sveinn Skúlason í Bræðratungu. Við kynntumst Sveini í Tungu og fjölskyldu hans þegar við fluttum í Biskupstungurnar fyrir þrettán ár- um. Þetta var í fyrsta sinn sem við kynntumst sveitarhöfðingja, þannig litum við á Svein, sem tók okkur strax vel og varð traustur vinur. Að koma í heimsókn í Bræðra- tungu var einstök upplifun, hvort heldur var þegar Sveinn bauð í betri stofuna á réttadaginn, eða þegar far- ið var í messu í Bræðratungukirkju og messukaffi á eftir hjá þeim Sveini og Sigríði, þá skildi maður betur hvað átt er við með orðunum höfð- inglegar móttökur. Þegar kom að réttunum var gaman að draga í dilka fyrir Bræðratungu, því þaðan komu flestar kindurnar og Sveinn lánaði gjarnan hest svo hægt væri að slást í för og hjálpa til við að reka féð heim á bæ. Sveinn átti það til að líta við hjá okkur í vinnunni og spjalla um ætt- fræði, pólitík og sitt hvað fleira. Hann fylgdist vel með því sem við í fjölskyldunni vorum að fást við á hverjum tíma og við áttum jafnan skemmtilegar samræður með glettn- um innskotum um menn og málefni. Á sorgarstundu er okkur efst í huga þakklæti til þeirra hjóna í Bræðratungu fyrir vináttu og vel- vild. Við vottum Sigríði og fjölskyld- unni allri innilega samúð okkar og þökkum Sveini samfylgdina, minn- ing hans mun lifa með okkur. Jón, Ásborg, Daníel Máni og Guðrún Gígja. Mér brá illa þegar ég frétti að Sveinn vinur minn í Bræðratungu væri allur. Örfáum dögum áður hafði hann komið hress og kátur til mín í hesthúsið, færandi hendi og það ekki í fyrsta sinn. Kom með fallegt blesótt merfolald lipurlega gengt sem ég nefndi strax Tungu-Blesu. Hann kom með mér á vetrarmót Sleipnis þar sem það gladdi hann að sjá hest úr sinni ræktun standa sig vel í barnaflokki. Hef verið hugsi yfir sumu sem hann sagði þennan dag. Fann hann á sér að senn gæti dregið að leikslokum? Sveinn var í stjórn Búnaðarsam- bands Suðurlands frá 1981 til 1996 og varaformaður seinni árin. Kynni mín af honum hófust þegar ég kom til starfa fyrir Búnaðarsambandið. Hann hafði þá látið til sín taka sem formaður Stóra-Ármótsnefndar og ekki dregið af sér og m.a. lagt til vél- ar úr eigin búi til heyskapar. Með okkur Sveini tókst góður vinskapur sem náði út fyrir störf fyrir Búnað- arsambandið. Það var gaman að vinna með Sveini, maðurinn fjölfróð- ur og skemmtilegur, með mikinn áhuga á framfaramálum, framsýnn og stórhuga með skoðanir á öllum málum en um leið þægilega nær- veru. Hann var engin taglhnýtingur og því þurfti oft að ræða málin gaum- gæfilega sem er hverri stjórn hollt. Þegar kom að framkvæmdarmálum þótti honum stjórnin stundum smá í hugsun. Seinna kom í ljós að oft hafði hann rétt fyrir sér. Þegar Búnaðar- sambandið var að huga að húsnæðis- málum og var að semja við K.Á., vildi hann kaupa stærra húsnæði en þá var gert. Seinna keyptum við við- bótina. Hann hafði mikinn ama af því að geldneytaaðstöðu vantaði á Stóra- Ármóti og þrýsti á að úr yrði bætt. Loksins þegar geldneytafjósið var byggt og hann kom að skoða það, leit hann hneykslaður í kringum sig og sagði. „Nú það varð kryppa.“ Fljótt kom í ljós að húsið hefði að ósekju mátt vera stærra. Að koma sem gestur að Bræðra- tungu var ákveðin og einstök upp- lifun. Gestrisni og hlýja húsráðenda með eindæmum. Gestunum var boð- ið til stofu og höfðu algeran forgang fram yfir dagleg störf og jafnvel þó brýn væru. Húsfreyjan og Sveins stóra gæfa í lífinu Sigríður Stefáns- dóttir tók á móti gestum með manni sínum og kom að skemmtilegum samræðum. Umræðuefnið gat verið vítt, byrjaði gjarnan á ættfræði og hélt svo um víðan völl, ekkert var Sveini óviðkomandi, hann kunni deili á flestu. Ef vel viðraði að sumarlagi var gestum, ef hestfærir voru, gjarn- an boðið í reiðtúr út í Bræðratungu- eyju. Sveinn bjó stóru og afurðamiklu búi og var búfjárrækt hugleikin. Frá honum kom afburðanaut. Einn af eftirtektarverðari stóðhestum seinni tíma er undan hryssu frá Bræðra- tungu. Ef hann var spurður um fjár- fjöldann kímdi hann, svörin voru margbreytileg ef þau á annað borð komu. Sveinn í Bræðratungu lifir í minn- ingunni. Í mínum huga er hún skýr. Hann stendur á hlaðinu í Bræðra- tungu. Þar er víðsýnt, í góðu skyggni sér um nágrannasveitir og bláan fjallahringinn í norðri. Útsýnið gefur ákveðna dýpt og erfitt er að hugsa smátt. Ég votta eiginkonu hans, börnum og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Sveinn Sigurmundsson. Þegar maður minnist Sveins leitar hugurinn alltaf á sama stað. Á hlaðið í Bræðratungu, þar sem allt gat ver- ið á iði, hvort sem verið var að járna hesta, hirða af túnum, setja inn kýr eða setja þær út, hvort sem fólk var að koma eða fara. Á hlaðinu stendur Sveinn peysu- klæddur og með sixpensarann. Gerir grín að vinnumönnum sínum, skipar þeim fyrir, skammar þá fyrir að vera með hendur í vösum eða spjallar um daginn og veginn, spyr menn út úr og rökræðir svo við þá. Ætli megi ekki orða það svo að það hafi verið áskorun að vera í sveit hjá Sveini. Hann hélt sumarmönnunum sannarlega við efnið, enda lítið tóm til að slaka á þegar halda þurfti stóru búi gangandi – og búi sem alltaf virt- ist halda áfram að stækka. Ég býst við að þeir séu margir sem lærðu að vinna hjá Sveini eða fannst að minnsta kosti eftir reynsluna hjá honum að allt annað en að halda sig stíft að verki væri ófyrirgefanlegur slóðaskapur. Fáir staðir jafnast á við Bræðra- tungu. Bærinn stendur á ás og þaðan er útsýni í allar áttir – yfir árnar, Tungufljót og Hvítá sem ramma jörðina inn í austri og vestri, og að fjallahringnum sem virðist í órafjar- lægð báðum megin. Það var eins og allt væri örlítið stærra þar en annars staðar, rúmbetri hús, meiri búpen- ingur, rýmri tún, öflugri traktorar, víðari hagar og stærri bóndi, því ein- hvern veginn hafði Sveinn lag á því að virðast stærri en þeir sem í kring- um hann voru. Það var skemmtilegt og eftir- minnilegt að eyða sumrum í Bræðra- tungu hjá þeim hjónum Sveini og Sigríði og alltaf fannst mér synirnir, Skúli, Kjartan og Stefán merkilega þolinmóðir við okkur aðkomudreng- ina sem töldum okkur eiga heima hjá þeim yfir sumarmánuðina. Fráfall Sveins ber brátt að. Manni fannst að hann hlyti að komast á ní- ræðisaldurinn. Ég votta fjölskyld- unni innilegustu samúð mína. En það er huggun harmi gegn að ekkert lát er á búskap í Bræðratungu. Og búið vafalaust enn að stækka. Jón Ólafsson. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELSU DÓRÓTHEU PÁLSDÓTTUR, Hjallanesi, Landsveit. Guð blessi ykkur öll. Magnús Kjartansson og fjölskylda. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR ÞORKELSSONAR, Kjarrhólma 22, Kópavogi. Kristrún Jóhanna Ásgeirsdóttir, Guðný Ásgerður Sigurðardóttir, Þorkell J. Sigurðsson, Gróa Halldórsdóttir, Hrönn Sigurðardóttir, Ægir Björgvinsson, Brynja Sigurðardóttir, Gunnar Sigurðsson, Guðrún Margrét Einarsdóttir, Hörður Sigurðsson, Ingibjörg Jóhannesdóttir, Sigurður Þór Sigurðsson, Sigrún Magnúsdóttir, Hallfríður S. Sigurðardóttir, Ómar Elíasson, Elías Sigurðsson, Emilía Bergljót Ólafsdóttir, Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir, Finnur Einarsson, Ásgeir Sigurðsson, Svala Steina Ásbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar föður míns, tengdaföður og afa, JÓNS ÞORBERGS GUÐMUNDSSONAR, elliheimilinu Grund. Guðrún Jónsdóttir, Aron Árnason og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.