Morgunblaðið - 24.03.2007, Side 58
58 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
The Hitcher kl. 2, 4, 6, 8 og 10 B.i. 16 ára
The Hitcher LÚXUS kl. 2, 4, 6, 8 og 10
Epic Movie kl. 2, 4, 6, 8 og 10 B.i. 7 ára
The Number 23 kl. 8 og 10.15 B.i. 16 ára
Ghost Rider kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i. 12 ára
Anna og Skapsveiflurnar STUTTMYND kl. 2
Night at the Museum kl. 3:20 og 5.40
The Hitcher kl. 8 og 10 B.i. 16 ára
Epic Movie kl. 4 (450 kr.), 6 og 10 B.i. 7 ára
Norbit kl. 4 (450 kr.), 6 og 8
- Miðasala í Smárabíó og Regnbogann - Engar biðraðir
JIM
CARREY
eeee
K.H.H. - FBL
HÚN ER STÓR... VIÐ MÆLDUM
UPPLIFÐU MYNDINA SEM FÉKK ENGIN ÓSKARSVERÐLAUN!
700 kr fyrir fullorðna
og 500 kr fyrir börn
Frá framleiðendum
Texas Chainsaw Massacre
og The Amityville Horror
Magnaður spennutryllir um
ferðalag tveggja háskólanema
á ónefndum þjóðvegi í USA
og hremmingum þeirra!
Stranglega bönnun
innan 16 ára
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
ÞAÐ var í fyrra sem færeyska tónlistarhá-
tíðin Atlantic Music Event var haldin í fyrsta
skipti hérlendis, en þá léku Högni Lisberg,
Gestir, Deja Vu, Makrel, Marius og Lena.
Framhald verður á tiltækinu eftir tæpar
tvær vikur, en laugardaginn 31. mars munu
Eivör Pálsdóttir, Teitur, Högni Lisberg,
Brandur Enni og Gestir sækja landið heim
og troða upp á NASA.
Atlantic Music Event, eða AME, er tónlist-
arhátíð sem hefur verið haldin í Færeyjum
síðan 2005 og tengdist inn á Prix Föroyar
(hljómsveitakeppni svipuð Músíktilraunum)
en sú keppni hefur nú verið lögð niður. Á
AME er nú lögð áhersla á að styðja við fær-
eyskar sveitir og gera þær sýnilegri, jafnt
innanlands sem utan, og í því skyni hafa tón-
leikarnir verið fluttir út, til Danmerkur og nú
til Íslands. Margt er líkt með samfélags-
háttum Íslendinga og Færeyinga en á heild-
ina litið er tiltölulega lítill samgangur milli
landanna, og á það við um tónlistina sem
annað. Undarlegt ástand í raun en kynning á
færeyskri tónlist hérlendis hefur þó verið að
færast í aukana á undanförnum árum og er
AME einkar mikilvægur þáttur í þeirri starf-
semi.
Brandur ekki barn lengur
Teitur er sá færeyski listamaður sem hef-
ur, þrátt fyrir ungan aldur, náð hvað lengst á
erlendum vettvangi. Hann á nú að baki tvær
sólóplötur og innihalda þær melankólíska
söngvaskáldatónlist, en ljúfsár angist er eitt-
hvað sem liggur afskaplega vel fyrir Fær-
eyingunum, enda er súld og þoka yfir um og
allt í kring þarna úti, svona oftast nær.
Fyrsta plata hans gerði það gott á Amerík-
umarkaði og hann hefur túrað um heiminn
þveran og endilangan.
Eivöru „okkar“ er óþarfi að kynna í löngu
máli. Hún er að ljúka við nýja plötu um þess-
ar mundir, og kemur hún út í maí í tveimur
útgáfum, annars vegar með færeyskum text-
um en hins vegar með enskum.
Brandur Enni er þekktur hérlendis sem
barnastjarna, en það var árið 2002 sem þessi
Suðureyingur sló rækilega í gegn sem slíkur
og einhverjir muna kannski eftir allsvaðalegu
myndbandi þar sem hann var að syngja í
fjörunni með fríðan flokk dansmeyja sér til
halds og trausts. Brandur er hins vegar ekki
barn lengur, og hefur verið að vinna í Sví-
þjóð að undanförnu að sólóplötu en þar
stundar hann nám við tónlistarskóla. Röddin
nú orðin dýpri og sömuleiðis tónlistin
Gestir eru bestir
Högni Lisberg er fjölhæfur tónlistarmaður
og á að baki tvær sólóplötur. Hann hóf fer-
ilinn sem trommari í Clickhaze, einni áhrifa-
ríkustu rokksveit sem Færeyjar hafa alið en
þar söng Eivör Pálsdóttir. Plötur Högna eru
Most Beautiful Things (2003) og Morning
Dew (2005) en lög af síðari plötunni rötuðu í
íslenskt útvarp og var titillag plötunnar spil-
að linnulítið á Rás 2 þá um vorið. Hann hefur
heimsótt Ísland áður, lék á Íslands-AME
eins og getið er en einnig kom hann fram á
síðustu Airwaves-hátíð.
Gestir eru ein allra frambærilegasta rokk-
sveit Færeyja í dag, spilar melódískt en á
stundum torrætt rokk sem er bæði kraftmik-
ið og dramatískt. Gestir syngja á færeysku
og hafa meðlimir verið meðal helstu framá-
manna í sjálfstæðisbaráttu eyjaskeggja.
Fyrsta plata Gesta, Burtur frá Tóftunum,
kom út í fyrra og er mikill kjörgripur þar á
ferð.
Eivör og Högni koma með hljómsveit með
sér en Gestir og Teitur munu njóta stuðnings
frá strengjasveitum. Ekki er loku fyrir það
skotið að einhverjir listamannanna setji upp
aukatónleika á völdum tónleikastöðum í bæn-
um.
Færeysk tónlist á NASA, 31. mars næstkomandi
Atlantic Music
Event 2007
Morgunblaðið/Golli
Vinsæl Eivør Pálsdóttir mun ekki láta sig vanta á hátíðinni enda sá tónlistarmaður þeirra Fær-
eyinga sem hefur náð hvað lengst á tónlistarsviðinu, m.a notið mikilla vinsælda hérlendis.
Ljósmynd/Matthias Ingimarsson
Einyrkinn Teitur er á meðal þeirra sem
kemur fram á tónleikunum eftir viku.
Miðaverð á hátíðina er 2.200 kr. og forsala
aðgöngumiða hefst um helgina í verslunum
Skífunnar og á midi.is
myspace.com/teitur
myspace.com/eivorpalsdottir
myspace.com/brandurenni
myspace.com/hognilisberg
myspace.com/gestir