Morgunblaðið - 05.04.2007, Page 15

Morgunblaðið - 05.04.2007, Page 15
Fljótsdalshéra› - Lyngási 12 - 700 Egilsstöðum - sími 4 700 700 - www.fljotsdalsherad.is fl jo ts d a ls h er a d .i s Nýr miðbær á Egilsstöðum Vaxandi sveitarfélag Mikill uppgangur á sér nú stað á Egilsstöðum og nágrenni. Íbúum fjölgar hratt og í dag eru um 200 íbúðir í byggingu og fyrirhugað að byggja aðrar 200 á næstu 2–3 árum. Umsóknir Umsóknir skulu berast til Hugrúnar Hjálmarsdóttur, Verkfræðistofu Austurlands, Kaupvangi 5, 700 Egilsstöðum, eigi síðar en 15. maí 2007. Fyrirspurnum svarar Hugrún Hjálmarsdóttir verkefnisstjóri, hugrun@verkaust.is, sími 471 1551. Deiliskipulag miðbæjarins á Egilsstöðum ásamt greinargerð má finna á www.egilsstadir.is. Einstakt tækifæri til uppbyggingar Deiliskipulag fyrir nýjan miðbæ á Egilsstöðum var samþykkt í febrúar 2006 í kjölfar hugmyndasam- keppni sem Fljótsdalshérað efndi til um skipulag á miðbæjarsvæðinu. Í gegnum hinn nýja miðbæ liggur göngugata, „Strikið“, sem verður aðalslagæð fjölbreyttrar verslunar og þjónustu þar sem mannlíf getur blómstrað á góðvirðisdögum. Markmiðið er að á Egilsstöðum rísi öflugur og samkeppnishæfur miðbær sem þjóni landsfjórðungnum öllum. Byggingaraðilar, fjárfestar og fyrirtæki Fljótsdalshérað auglýsir eftir byggingaraðilum, fjárfestum og fyrirtækjum sem vilja taka þátt í uppbyggingu hins nýja miðbæjar. Skipulögð eru svæði fyrir íbúabyggð, verslun og þjónustu. Óskað er eftir umsóknum um lóðir til uppbyggingar innan ramma skipulagsins. Við mat á umsóknum vegur fjárhagslegur og faglegur styrkur til að ljúka framkvæmdum á skömmum tíma þungt. Einnig verður haft að leiðarljósi hve vel uppbyggingin fellur að skipulaginu og hversu jákvæð áhrif fyrirhuguð starfsemi er líkleg til að hafa á umhverfi og mannlíf í miðbænum. Landshlutamiðstöðin Egilsstaðir Í greinargerð sem Land-ráð sf. hefur unnið fyrir samgönguyfirvöld, „Áhrifasvæði höfuðborgar- svæðisins og helstu þéttbýlisstaða“, kemur í ljós að Egilsstaðir eru sannkallaðar krossgötur verslunar og þjónustu á Austurlandi. Niðurstöðurnar sýna að þjónustusvið Egilsstaða er mjög víðfeðmt og nær allt frá Hornafirði til Öxarfjarðar. Þannig segjast 92% Austfirðinga helst sækja þjónustu til Egilsstaða, 36% íbúa Austur-Skaftafellssýslu og 31% íbúa Norður-Þings. Það er því ljóst að mikil tækifæri liggja í uppbyggingu á fjölbreyttri þjónustu á Egilsstöðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.