Morgunblaðið - 17.05.2007, Page 4

Morgunblaðið - 17.05.2007, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is BRAGI Guðbrandsson, forstjóri Barnahúss, segir kynferðisbrotamál það sem dæmt var í héraðsdómi á þriðjudag, þar sem þrír piltar voru sýknaðir af brotum gegn 16 ára stúlku, vera allt hið óvenjulegasta. Þar vísar hann aðallega til þess að svonefnt könnunarviðtal við stúlk- una hjá Barnahúsi hafi verið lagt til grundvallar í málinu. Slíkt könn- unarviðtal sé ekki skýrslutaka fyrir réttarvörslukerfið, heldur gegni það því hlutverki að vera gagn fyrir barnaverndaryfirvöld til að geta sinnt sínu hlutverki og veitt barninu meðferð. „Þessari skýrslutöku var því aldrei ætlað að vera gagn í dóms- máli,“ segir Bragi. Aðspurður hví skýrslan hafi orðið gagn í málinu, segist Bragi telja að lögreglan hafi óskað eftir því að leggja skýrsluna fram sem málsgagn. „En dómstóllinn á við sitt mat að leggja til grund- vallar framburð- arskýrslu barnsins fyr- ir dómi. Ég hefði talið eðlilegt að dómstóllinn byggði sína álitsgerð á því sem stúlkan segir fyrir dómi en ekki ein- hverju sem kann að koma fram í öðru við- tali sem þjónar öðrum tilgangi.“ Þegar Bragi er spurður hvort það hafi verið með vitund og samþykki Barnahúss að umrædd skýrsla hafi orðið að gagni í dómsmáli, segist Bragi ekki kannast við að það hafi verið borið undir Barnahús. „Þetta er skýrsla sem Barnahús lætur barnaverndarnefnd í té vegna þess hlutverks sem nefndin hefur samkvæmt barna- verndarlögum,“ segir hann. Útilokar ekki mistök Bragi segir á hinn bóginn að í könn- unarviðtölum hjá Barnahúsi sé leitast við að nota sömu að- ferð og við venjulegar skýrslutökur. Því segir hann að Barnahús þurfi að fara yfir málið til þess að kanna hvort mistök hafi átt sér stað eins og héraðsdómur hefur gefið til kynna. „Það er ekki hægt að útiloka að mistök hafi átt sér stað og þá verðum við að læra af því. En það er ástæða til að nefna að í Barnahúsi eru tekin um 200 viðtöl árlega, þar af 50 könnunarviðtöl og eru þau ekki notuð við málsmeðferð fyrir dóm- stólum.“ Segir Bragi að í ljósi þessa fjölda viðtala geti átt sér stað mis- tök. „Mistök eiga ekki að koma svo mikið að sök í þessum könn- unarviðtölum því tilgangurinn með þeim er ekki sá að leiða í ljós sekt eða sýknu manna, heldur að meta ástand barnsins og líðan þess.“ Aðspurður hvort lögregla eða ákæruvald hafi heimild til að seilast í könnunarviðtöl Barnahúss og nota þau eins og þeim þóknast segist Bragi „í rauninni ekki“ telja að svo sé. „En það hefur verið regla hjá okkur að kappkosta að eiga gott samstarf við lögregluna við rann- sókn mála þannig að það hefur aldr- ei verið fyrirstaða af okkar hálfu að veita þeim aðgang að þessum könn- unarviðtölum ef þurfa þykir.“ Segir könnunarviðtöl vegna kynferðisbrota ætluð barnaverndaryfirvöldum Skýrslan ekki ætluð dómi Bragi Guðbrandsson SKEMMDARVARGAR unnu millj- ónatjón á vinnuvélum verktakans Magna í Helgafellshverfi í fyrrinótt og hefur verktakafyrirtækið kært spjöllin til lögreglunnar. Að sögn Harðar Gauta Gunnars- sonar framkvæmdastjóra liggur ekki fyrir hverjir voru þarna að verki en rannsókn er hafin á málinu. Átt var við sjö vinnuvélar, þar af fjórar skemmdar verulega. Á hinar vélarnar var málað. „Rúður voru brotnar og stjórnbúnaður skemmd- ur í einni vélanna,“ segir Hörður. „Vélarnar verða fluttar á verkstæði. Þó svo að við séum tryggðir fyrir skemmdunum erum við ekki tryggð- ir fyrir því versta sem er vinnutafir. Okkar stærsta tjón felst í að geta ekki látið vélarnar vinna áfram. Þetta felur í sér nokkurra daga töf við að fá vélarnar aftur.“ Hörður segir að tjónið verði end- anlega metið þegar viðgerðarkostn- aður liggur fyrir. Giskað er á að gler- ið sem var brotið ásamt stjórnbúnaði sem var skemmdur megi meta á margar milljónir króna. Fordæma skemmdarverkin Varmársamtökin sem mótmælt hafa framkvæmdum við tengibraut sem fyrirhuguð er milli Helgafells- hverfisins og Vesturlandsvegar, for- dæma skemmdarverkin. Sömuleiðis fordæma Helgafellsbyggingar skemmdarverkin og ítreka þann ásetning sinn að vinna áfram að upp- byggingu Helgafellshverfis í sam- ræmi við þau leyfi sem fyrirtækið hefur til framkvæmda á svæðinu. Til að auka líkur á að sátt náist um málið í heild sinni er skorað á þá sem unnu skemmdirnar í nótt að gefa sig fram og axla ábyrgð gjörða sinna. Vonast fyrirtækið til þess að lög- regla upplýsi málið sem fyrst og að þeir seku verði dregnir til ábyrgðar. Alvar- leg eyði- legging Morgunblaðið/RAX Skemmdir Málað, brotið og bramlað á vettvangi og þarf að setja vinnuvélarnar í viðgerð sem tefur verkið. Millj- ónatjón var unnið en Varmársamtökin fordæma verknaðinn þótt þau séu á hinn bóginn mótfallin framkvæmdum. Skemmdarvargar í Helgafellshverfi GEIR H. Haarde forsætisráðherra mun í dag, 17. maí, á þjóðhátíðardegi Norðmanna, afhenda fyrsta eintakið af nýrri útgáfu Sverris sögu sem er fyrsta bókin af fjórum í þjóðar- gjöf Íslendinga til Norðmanna í til- efni af 100 ára af- mæli endurreists konungsveldis í Noregi árið 2005. Afhendingin á sér stað við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu kl. 18. Fyrir tveimur árum afhenti fyrr- verandi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, gjafabréf frá íslensku þjóðinni þar sem kveðið var á um sérstaka útgáfu fjögurra Noregs- konungasagna í fimm hundruð ein- tökum handa norskum lesendum. Þessar sögur eru Sverris saga, Morkinskinna, Böglunga saga og Hákonar saga Hákonarsonar. Sverris saga er eitt af stórvirkjum fornbókmennta Íslendinga og elsta veraldlega konungasagan sem varð- veist hefur. Sagan er gleggsta heim- ild sem varðveist hefur um valdabar- áttuna í Noregi á síðari hluta 12. aldar. Í formálanum er nefnt nafn höfundar, Karls Jónssonar, ábóta á Þingeyrum, sem ritaði upphaf sög- unnar eftir fyrirsögn Sverris sjálfs. Geir af- hendir Sverris sögu Geir H. Haarde LJÓST er að bæði Árni Johnsen og Björn Bjarnason munu færast nið- ur um eitt sæti á framboðslistum Sjálfstæðisflokks- ins þegar lands- kjörstjórn úthlut- ar þingsætum um helgina. 18,1% kjósenda flokksins í syðra Reykja- víkurkjördæminu strikuðu yfir nafn Björns og 21,4% nafn Árna. Gestur Jónsson, formaður lands- kjörstjórnar, segir að landskjör- stjórn muni koma saman á sunnu- daginn og er gert ráð fyrir að gefin verði út kjörbréf þá. Gestur segir enga þörf vera á því að hann víki sæti vegna starfa sinna í tengslum við svokallað Baugsmál enda séu út- strikanirnar sem slíkar ekki í verka- hring landskjörstjórnar. „Lands- kjörstjórn mun ekki taka neitt sérstaklega á neinum útstrikunum. Við fáum einfaldlega atkvæðatölur frá yfirkjörstjórnum og þá er búið að vinna úr öllum útstrikunum.“ Eitthvað var um útstrikanir á öðr- um frambjóðendum allra flokka í flestum kjördæmum en fátt bendir til að þær hafi verið fleiri en venju- lega. Falla niður um eitt sæti Gestur Jónsson ♦♦♦ ♦♦♦ LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur synjað Aðföngum og Fersk- um kjötvörum um innflutning á fersku lambakjöti frá Nýja-Sjá- landi. Fyrirtækin létu senda sér um 80 kíló af sýnishornum í lok febrúar og í kjölfarið sendu þau inn umsókn um innflutning til ráðu- neytisins. Svar frá ráðuneytinu barst sl. þriðjudag. Í synjun sinni á umsókn fyrirtækjanna vísar ráðu- neytið til þess að samkvæmt lögum og reglugerðum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim þurfi sá sem sækir um innflutning á hrárri kjöt- vöru að láta landbúnaðarráðuneyt- inu í té nauðsynlegar upplýsingar um vöruna til athugunar og sam- þykkis áður en varan er send frá útflutningslandi. Þar sem varan hafi þegar verið send af stað og komin til landsins þegar umsóknin barst, skorti lagaskilyrði til þess að heimila innflutninginn. Synjunin reist á öryggissjónarmiðum Í synjun ráðuneytisins er jafn- framt tekið fram að ákveðið hafi verið að fela Landbúnaðarstofnun að vinna ítarlegt áhættumat vegna hugsanlegs innflutnings á kinda- kjöti og gera úttekt á framleiðslu- aðstöðu og ferlum í Nýja-Sjálandi til að hindra að dýrasjúkdómar berist til landsins og til að tryggja að framleiðslan uppfylli þau skil- yrði sem gerð eru samkvæmt landslögum. „Það kom mér fyrir það fyrsta á óvart að inn í okkar miklu lamba- kjötsauðlind hafi einhver viljað fara að flytja inn nýsjálenskt lambakjöt, sem að vísu hefur farið víða um heiminn,“ segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Að hans sögn er synjunin fyrst og fremst reist á öryggissjónarmið- um; honum beri skylda til þess sem landbúnaðarráðherra að gæta ýtr- ustu varúðar og láta taka það út hvernig framleiðslumálum sé hátt- að í þeim löndum sem landbún- aðarvaran er flutt frá. „Það liggur fyrir að hingað hafa borist sjúk- dómar sem við glímum enn við af- leiðingarnar af, eins og garnaveiki og riðuveiki. Það liggur líka fyrir að í Nýja-Sjálandi eru sjúkdómar sem ekki eru til hér og lömbin þar eru sprautuð allt sitt vaxtarskeið með ormalyfjum,“ segir Guðni.“ Aðföng furða sig á því hversu langan tíma afgreiðsla málsins tók og ætla að leggja inn nýja innflutn- ingsbeiðni í næstu viku áður en ný sýnishorn af lambakjöti verða send frá Nýja-Sjálandi. Ráðuneytið hafnaði innflutningi kindakjöts Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt karl- mann í hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í 15 skipti pantað og neytt veit- inga á veitingastöðum í Reykjavík án þess að geta greitt fyrir þær. Maðurinn hefur sjö sinnum áður verið dæmdur fyrir sama athæfi í samtals 34 skipti. Héraðsdómur dæmdi manninn í 12 mánaða fang- elsi en Hæstiréttur mildaði refs- inguna og tók tillit til þess að upp- hæðin, sem maðurinn sveik út, nam samtals 65 þúsund krónum. Raðafæta dæmd

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.