Morgunblaðið - 17.05.2007, Page 6

Morgunblaðið - 17.05.2007, Page 6
TÆPLEGA tuttugu punda urriði veiddist í Þingvallavatni í fyrrakvöld. Fullorðinn veiðimað- ur fangaði fiskinn við Arnarfell. Blaðamaður sem var við veiðar um kvöldið fyrir landi þjóðgarðs- ins hitti tvo veiðimenn, sem höfðu fyrr um kvöld- ið aðstoðað þann sem veiddi stórurriðann við að vega hann og mæla. Reyndist fiskurinn 87 cm langur og 19 og hálft pund. Áttu sjónarvottarnir varla orð til að lýsa mikilfengleik fisksins. „Þetta er tvímælalaust einn af þeim stærstu,“ segir Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur sem hefur á liðnum árum rannsakað lífshætti Þing- vallaurriðans. „Árið 2005 veiddist einn 92 cm á stöng í Vatnsvikinu, en það var hængur, álíka þungur.“ Jóhannes segir alltaf veiðast eitthvað af urriðum á bilinu 10 til 15 pund en fiskar stærri en það eru sjaldgæfir. „Jafnstærstu fiskarnir eru upp undir 90 cm. Sá stærsti sem ég hef náð við rannsóknirnar var 96 cm. Það hægir á vext- inum undir lokin, þetta eru þá orðin gam- almenni.“ Fyrr í vikunni náði veiðimaður tveimur urr- iðum á flugu fyrir landi þjóðgarðsins, tólf og tveggja punda. Veiddust þeir nærri miðnætti. Má líklegt telja að fleiri urriðar hafi fallið fyrir agni veiðimanna í vatninu á síðustu vikum. Eins og margir vita er þetta tíminn þegar Þingvalla- urriðinn er mest í yfirborðinu og næst landi. Freistar hann eðlilega margra veiðimanna, en menn eru hvattir til að umgangast þennan merka urriðastofn með nærgætni, og sleppa stórum fiskum ef unnt er. „Þessir fiskar geta hrygnt allt að sex sinnum þannig að þeir geta styrkt stofninn betur ef þeim er sleppt aftur,“ segir Jóhannes. Bleikjan farin að gefa sig Reyndir Þingvallaveiðimenn hafa sagt að þeg- ar kjarrið í þjóðgarðinum tekur að bruma megi eiga von á að bleikjan fari að taka. Það hefur ver- ið raunin síðustu daga. Menn hafa verið að kroppa upp fiska kvölds og morgna, til að mynda á Lambhaga og á Öfugsnáða. Reyndur veiðimað- ur, sem blaðamaður hitti á Snáðanum í fyrra- kvöld, var kominn með fjórar bleikjur í pokann, þar af eina langa og mikla, sem vó sjálfsagt ein fjögur pund. 6 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 8 1 3 1 SVONA NOTAR ÞÚ GLITNISPUNKTANA • Útborgun í peningum • Ferðalög • Innborgun á sparnað • Góðgerðamál og margt fleira VILDAR KLÚBBUR GLITNIS FYRSTU leikskólaliðarnir út- skrifuðust í gær frá svokall- aðri Leikskólabrú sem kennd hefur verið á vegum Mímis- símenntunar. Er starfið í sam- starfi við Eflingu stéttarfélag og Reykjavíkurborg en mark- miðið er að stuðla að fjöl- þættri fagþekkingu á sviði uppeldis og kennslu. Þrjátíu konur, allar 45 ára og eldri, útskrifuðust í gær og hafa þær áralanga reynslu af störfum í leikskólum. Stund- uðu þær námið samhliða starfi en lögð var áhersla á uppeld- isfræði, félagsfræði og sál- fræði en kennslan nær einnig til listsköpunar, leikja og sam- skipta. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson borgarstjóri var viðstaddur útskriftina sem fram fór í Höfða. Á annað hundrað starfsmanna leik- skólanna í Reykjavík stundar nú námið. Leikskólaliðar útskrifaðir í fyrsta sinn Morgunblaðið/Ómar STANGVEIÐI Um 20 punda urriði úr Þingvallavatni efi@mbl.is Morgunblaðið/Einar Falur Farin að taka Sigurður Steindórsson með fjórar vænar bleikjur við Öfugsnáða á Þingvöllum í fyrrakvöld. Nokkurt kropp hefur verið kvölds og morgna. gögnum málsins megi ráða að líf hans hafi á tíðum einkennst af mik- illi óreglu. Skaðabótakröfum tveggja fyrir- tækja og tveggja einstaklinga var vísað frá dómi. Símon Sigvaldason héraðsdómari kvað upp dóminn. Af hálfu ákæru- valdsins flutti málið Einar Laxness, fulltrúi lögreglustjórans á höfuð- borgarsvæðinu. Verjandi var Bjarni Hauksson héraðsdómslög- maður. en hann var fyrst dæmdur á árinu 1996. Skaðabótakröfum vísað frá Segir í niðurstöðu dómsins að brot mannsins nú séu umtalsverð, en hann hafi lagt í vana sinn að brjótast inn í bifreiðar og stela það- an ýmsu. Hafi hann með slíku hátt- erni valdið fjölda manns tilfinnan- legu tjóni. Sé ljóst að hann hafi með slíku framferði fjármagnað fíkni- efnaneyslu sína, en af rannsóknar- HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 29 ára gamlan karl- mann, Björn Bender, í tveggja ára fangelsi fyrir fjölda innbrota í bif- reiðar á höfuðborgarsvæðinu og hylmingu. Maðurinn var með tals- vert magn af þýfi í bíl sínum þegar lögregla stöðvaði hann. Einnig voru gerð upptæk um 7 grömm af amfetamíni sem maður- inn var með í fórum sínum. Fram kemur í dómnum að mað- urinn eigi að baki nokkurn sakaferil Í tveggja ára fangelsi fyrir mörg innbrot í bílaHÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær karlmann sem ákærður hafði verið fyrir að ýta lögreglumanni við skyldu- störf og þröngvað honum upp að dráttarvél. Lögreglumenn höfðu haft afskipti af syni mannsins fyrir um- ferðarlagabrot og hafði maðurinn reynt að koma í veg fyrir að lögreglu- menn keyrðu inn á akur þar sem son- urinn var á dráttarvél. Var maðurinn sakfelldur fyrir þessa háttsemi af hér- aðsdómi. Aftur á móti sýknaði héraðs- dómur manninn af því að hafa ýtt lög- reglumanni þar sem framburður lögreglumanna var misvísandi. Stað- festi Hæstiréttur þessa niðurstöðu. Hindraði lögreglu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.