Morgunblaðið - 17.05.2007, Side 8

Morgunblaðið - 17.05.2007, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÞETTA er búið að eiga sér tals- verðan aðdraganda,“ segir Knútur G. Hauksson, forstjóri Heklu, um þá ákvörðun að kolefnisjafna starfsemi bílaumboðsins og akstur allra nýrra Volkswagen-bifreiða fyrsta árið. „Okkur fannst þetta eðlilegt fram- hald af því sem við höfðum verið að gera, að stíga skrefið til fulls.“ Spurður um aðdraganda verkefn- isins sagði Knútur stjórnendur fyr- irtækisins hafa velt fyrir sér með hvaða hætti mætti draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hugmyndin hefði verið rædd fyrr á árinu í miðri umræðunni um þennan málaflokk og nú orðið að veruleika. Inntur frekar eftir áherslum fyr- irtækisins í umhverfismálum segir Knútur Volkswagen hafa verið í far- arbroddi í þróun neyslugrannra dís- il- og bensínvéla og að brátt verði boðið upp á nýja, sparneytna „BlueMotion“ tækni í slíkum bílum. Svo leggi Hekla áherslu á að bjóða upp á úrval metanbíla. Kolefnisjöfnunin fer þannig fram að stuðlað verður að gróðursetningu plantna sem á 90 árum er áætlað að bindi jafn mikið magn kolefnis úr koldíoxíði, CO2, og leiðir af bruna jarðefnaeldsneytis við akstur nýju Volkswagen-bílanna, starfsmanna umboðsins og flugferðum þeirra. Gróðursett í Hekluskógum Að grunni til er því um sömu hug- myndafræði að ræða og Kolviðar- verkefnið gengur út á, munurinn liggur einkum í því að vefurinn www.kolvidur.is er opinn öllum og að plönturnar verða í þessu tilviki gróðursettar í Hekluskógum, um- fangsmiklu verkefni á sviði skóg- ræktar sem átt hefur langan aðdrag- anda. Hljóðar samningur Heklu við Hekluskóga upp á samtals 30 millj- ónir kr. á þremur árum og er áætlað að með því fé verði hægt að gróð- ursetja 600.000 birkiplöntur á um 800 hekturum lands. Segja talsmenn verkefnisins það ígilda jafn stóru svæði og Hallormsstaðarskógi. Með þessu skrefi bætist Hekla í hóp Kaupþings og ríkisstofnana sem þegar hafa kolefnisjafnað starfsemi sína með framlagi til Kolviðar og gróðursetningar á Geitarsandi. Hekluskógar verða langstærsti birkiskógur landsins og talið að hann muni hjálpa til við verjast af- leiðingum öskugosa, láti Hekla á sér kræla. Landgræðsla ríkisins, Skógrækt ríkisins og fjölmargir aðrir aðilar eiga aðkomu að Hekluskógaverkefn- inu og var samstarfsamningur um fjármögnun þess upp á 500 milljónir króna til tíu ára undritaður af land- búnaðarráðherra og fjármálaráð- herra fyrir hönd ríkisins og land- græðslustjóra og skógræktarstjóra í byrjun maí. Alls er svæðið um 90.000 hektarar, eða á stærð við Langjökul, en beinar framkvæmdir yrðu á um 62.000 hekturum. Talið er að Heklu- skógar muni auka flatarmál ís- lenskra birkiskóga úr 120.000 í 180.000 hektara og vera mesta end- urheimt birkiskóga í allri Evrópu. Nýir Volkswagen-bílar verða kolefnisjafnaðir Í HNOTSKURN »Bílaumboðin keppast núvið að yfirbjóða hvert ann- að í viðleitni til að ljá starf- semi sinni græna ímynd. »Toyota leggur áherslu átvinnbíla, Brimborg á möguleika etanóls og Hekla á metanbíla, svo dæmi sé tekið. Samningur við Hekluskóga er 30 milljónir á þremur árum Áætlað að hægt verði að gróðursetja 600.000 birkiplöntur Tjaldaðu með fjölskyldunni á 27 tjaldsvæðum í allt sumar fyrir aðeins 9.900kr utilegukortid.i s www.camping card.is Með Útilegukortinu gefst eigenda þess og fjölskyldu, möguleiki á að gista á 27 tjald- svæðum og greiða aðeins einu sinni fyrir það. Kortið gildir fyrir húsbíla, hjólhýsi, tjaldvagna, fellihýsi eða tjöld. Engin takmörk eru á því hversu oft má koma á hvert tjald- svæði. Útilegukortið gildir fyrir tvo fullorðna og börn undir 16 ára aldri. Útilegukortið kostar aðeins 9.900. Frekari upplýsingar um Útilegukortið fást á netinu á www.utilegukortid.is. Þú færð Útilegukortið á www.utilegukortid.is, helstu útivistarverslunum og á sölustöðum N1 um allt land. Útilegukortið er komið N NI R AP A KS AF O TS A G N IS Ý L G U A www.utilegukortid.is utilegukortid@utilegukortid.is E kkja skipverja er fórst þegar Dísarfellið sökk fyrir rúmum tíu ár- um, sem dæmdar voru bætur úr hendi Samskipa með héraðsdómi á mánu- daginn, reisti skaðabótakröfu sína meðal annars á því að höfuðorsök slyssins hefði verið bilun eða van- búnaður sem Samskip bæru ábyrgð á. Bæði sjóbúnaður skipsins og björgunarbúnaður hefðu verið í ólagi. Dómurinn taldi að það að sigla skipinu með bilaða dælu hefði ekki haft úrslitaáhrif og valdið því að skipið sökk. Voru bæturnar reistar á grundvelli saknæms gá- leysis skipstjórnanda sem ekki var talinn hafa brugðist rétt við þeim aðstæðum sem voru uppi voru er Dísarfellið var við það að sökkva, líkt og kom fram í Morgunblaðinu í gær. Kveið fyrir ferðinni sem varð hans síðasta Samskip byggði sýknukröfu á því að ósannað væri að orsök slyssins mætti rekja til bilunar í austurkerfi skipsins sem orsakað hefði inn- streymi sjávar í lestar í stað útdæl- ingar; ekkert lægi fyrir um að þetta hefði verið orsök slyssins og því að- eins um getgátur að ræða. Ekkja mannsins hélt því jafn- framt fram að maður hennar hefði haft mikla vantrú á skipinu, hann hefði rætt um það við sig og kviðið fyrir að fara í þá sjóferð sem hann fór og varð hans síðasta. Taldi hann til dæmis að það vatn sem hann hafði til afnota fyrir matargerð væri bæði blandað olíu og sjó. Hinn látni hefði kvartað yfir þessu við yf- irmenn sína og útgerðina, en þeir aðilar þagað þunnu hljóði. Þá hefðu aðrir skipverjar haft vantrú á skip- inu og grunað útgerðina um græsku og hefðu umræður um þetta farið fram meðal skipverja. Í rökstuðningi stefnanda fyrir miska- bótakröfu sinni segir að hinn látni hafi „verið munstraður á mann- drápsfleytu, sem eigendum útgerð- arinnar hafi verið ljóst að gæti sokkið hvenær sem var eða hafi mátt vera það ljóst“. Samskip höfn- uðu þessum fullyrðingum undir rekstri málsins og mótmæltu þeim alfarið sem röngum, ósönnuðum og óstaðfestum. Töldu Samskip lög- mann stefnanda hafa farið offari með yfirlýsingum sínum, sem væru meiðandi og gæfu ranga mynd af fyrirtækinu, sem ætíð hefði leitast við að gæta ýtrustu varúðar við rekstur fyrirtækisins og haft öryggi starfsmanna í fyrirrúmi. Töldu Samskip ummælin þess eðlis að ekki yrði hjá því komist að óska eft- ir því að dómari ákvarðaði lög- manninum sektir vegna framgöngu hans. Dómurinn féllst á það með fyrirtækinu að sterkt væri að orði kveðið með ummælunum og þau ekki að öllu leyti viðeigandi, en hins vegar væri ekki ástæða til að beita lögmanninn sektum Bilun í dælukerfum líklegasta skýringin Matsmenn voru dómkvaddir við rekstur málsins og töldu þeir að óeðlilegt hefði verið að sigla með bilaða austurdælu mánuðum saman og að óvönduð vinnubrögð hefðu verið viðhöfð þegar sogrör stimpil- austurdælu voru soðin við sogrör annarra austurdælna skipsins. Ekki yrði þó séð með óyggjandi hætti hverjar orsakir slyssins hefðu ver- ið, líklega væri um margar sam- verkandi ástæður að ræða, en ekk- ert yrði fullyrt um hverjar þær hefðu verið nema skipsflakið væri til staðar til nákvæmrar skoðunar. Nefndarmenn Rannsóknarnefnd- ar sjóslysa skiluðu samgönguráð- herra skýrslu um slysið þremur ár- um eftir að það átti sér stað. Í áliti sínu voru þeir hins vegar ekki sam- mála um hver orsök slyssins hefði verið og skiluðu tveir nefndarmenn af fimm séráliti. Annar þeirra taldi að vegna bilunar í dælukerfum og, eða, fyrir mistök, hefði sjó verið dælt eða hann runnið inn í lestar um samtengt kjölfestukerfið. Hitt álitið var á þá leið að loftrásir lesta eða lokunarbúnaðar þeirra hefði gefið sig og sjór streymt inn. Meiri- hluti nefndarinnar, þrír menn, taldi að báðar skýringar gætu staðist en hallaðist frekar að fyrri skýring- unni. Í skýrslunni eru atvik málsins rakin með ítarlegum hætti og segir þar m.a. að stýrimaður á vakt hafi ræst skipstjórann um kl. tvö að nóttu til og gert honum grein fyrir að umtalsverð bakborðsslagsíða væri komin á skipið. Boðum hafi verið komið í vélarrúmið um að dæla frá lestum skipsins og hófst yfirvélstjóri handa við dælingu. Fljótlega eftir að dæling hófst úr lestum skipsins kom í ljós að dælan dældi ekki; mælar sýndu að dælan tók ekki og hóf yfirvélstjóri að leita að orsökum þess. Fann hann gat á soglögn að dælunni sem olli því að dælan dró aðeins loft en ekki vökva frá lestum. Var tekið til við að reyna að gera við gatið sem var á samskeytum rörs sem tengdi aðra dælu við soglögnina. Erfitt var að komast til viðgerðanna og jókst hallinn jafnt og þétt. Þegar klukkan var orðin fjögur tóku hjálparvélar að stöðvast hver af annarri og neyddust vélstjórar til að yfirgefa vélarrúmið, enda ljóst að ekki var hægt að gera neitt frekar þar niðri. Í skýrslu rannsóknarnefndar- innar er jafnframt greint frá því að í sjóprófi hafi verið lagðar fram teikningar af austurbúnaði skipsins, en þegar skipverjar voru yfirheyrð- ir hafi komið upp úr kafinu að þær voru ekki réttar; meðal annars hafi stimpildælu verið bætt við austur- dælubúnaðinn í skipinu og soggrein þeirrar dælu var soðin við soggrein að aðalausturdælum skipsins, en ekki tengd með fullnægjandi hætti. Þessi samskeyti hafi bilað og óvíst væri hvort tekist hefði að dæla frá lestum skipsins nóttina afdrifaríku. Kveið fyrir síðustu sjóferðinni Í HNOTSKURN »M/s Dísarfell sökk aðfara-nótt 9. mars 1997 er það var á siglingu frá Vest- mannaeyjum í átt til megin- lands Evrópu. »Tólf manna áhöfn var áskipinu en tveir skipverja létust í slysinu auk þess sem 4.100 tonn af sjávarafurðum hurfu í hafið. »Þegar slysið átti sér staðvar mjög þungur sjór, mikil ölduhæð og slæmt veður. Lögmaður ekkju ann- ars skipverjans sem lést þegar Dísarfell sökk segir manninn hafa haft mikla vantrú á skipinu sem hann fórst með. Skipið sem fórst Rétt rúmum áratug eftir að m/s Dísarfell sökk deila ekkja annars skipverjans sem lést og Sam- skip fyrir dómstólum um það hvort ástæðu slyssins sé að finna í bilun eða vanbúnaði sem fyrirtækið beri ábyrgð á. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á að sannað hefði verið að vanbúnaður hefði valdið slysinu. Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.