Morgunblaðið - 17.05.2007, Side 15

Morgunblaðið - 17.05.2007, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2007 15 ÚR VERINU NÝTT! DUX 1001 105x200cm með Xtandard yfirdýnu (Verð áður kr 186.000) 123.000Kr. 112.000Kr.DUX 1001 Original 90x200cm með Xtandard yfirdýnuán fóta, (Verð áður kr 158.000) 224.000Kr.2 stk DUX 1001 90x200cm og heil Xtandard yfirdýna 180x200cm(Verð áður kr 316.000) DUX Original SUMARTILBOÐ Ármúla 10 • Sími: 5689950 „AUÐVITAÐ er það mikið áhyggju- efni að sjá fréttir af því að sóknin í lúðustofninn sé að aukast vegna þess að við vitum að staða hans er mjög veik. Við skoðuðum það við síðustu kvótaákvörðun hvort fara ætti að þeim tilmælum að banna beinar veið- ar á lúðu eins og Hafrannsókna- stofnunin lagði til,“ segir Einar K. Guðfinnsson, sjáv- arútvegsráðherra. Þetta segir hann í kjölfar fréttar Morgunblaðsins um að nú séu um 20 bátar að byrja eða byrjaðir línuveiðar á lúðu. Bát- arnir sækja í auknum mæli í lúðuna vegna kvótaleysis í öðrum tegundum, en lúðan er utan kvóta. Þá vilja menn tryggja sér veiðireynslu komi til þess að lúðan verði færð inn í kvóta. „Við yfirferð okkar í ráðuneytinu sáum við að þessar veiðar skiptu nán- ast engu máli fyrir heildarveiðina á lúðunni. Lúðan kemur fyrst og fremst inn sem meðafli, ekki í beinum veið- um. Þess vegna hefði bann við beinum veiðum haft tiltölulega lítil áhrif á heildarafla. Þarf að stuðla að minni sókn Ég held hins vegar að við þurfum að skoða það núna á næstunni, hvort við getum með einhverjum hætti stuðlað að minni sókn í lúðuna. Til dæmis með því að beita einhverjum veiðistjórnunaraðferðum öðrum, svæðalokunum eða einhverju slíku, sem gæti þá leitt til minnkandi sókn- ar. Ég sé til dæmis ekki að kvótasetn- ing á þessum veiðum gengi upp við þessar aðstæður, þegar liggur til grundvallar ráðgjöf um engar veiðar frá Hafrannsóknastofnuninni. Mér fyndist sú leið einfaldlega ekki rök- rétt eins og sakir standa,“ segir Einar K. Guðfinnsson. Aukin sókn í lúðu er áhyggjuefni Kvótasetning ekki rökrétt eins og sakir standa Einar K. Guðfinnsson EIGENDUR smábáta á Norðaust- urlandi í félaginu Kletti skora á sjáv- arútvegsráðherra að auka þorsk- kvóta yfirstandandi fiskveiðiárs um 25.000 til 30.000 tonn. Áskorunin er byggð á góðum afla- brögðum að undanförnu. „Veiði und- anfarinna missera gefur það til kynna að mun meira magn sé af þorski í sjónum en fram hefur komið við mælingar fiskifræðinga, í ljósi þess er kvótaaukning bæði fram- kvæmanleg og skynsamleg,“ segir meðal annars í áskorun félagsins. Félagið skorar einnig á sjávarút- vegsráðherra að taka nú af skarið og beita sér fyrir friðun innfjarða og grunnmiða fyrir dragnótaveiðum. Ásókn dragnótabáta, bæði stórra og smárra, hefur aukist jafnt og þétt á félagssvæði Kletts á undanförnum árum og er nú svo komið að í óefni stefnir. Loks fagnar félagið stefnu stjórn- valda varðandi loðnuveiðar. „Það að takmarka mjög flottrollsveiðar með svæðastýringu, svo og láta loðnu- stofninn njóta vafans við mælingar, tryggir næga loðnu til hrygningar og skapar aukið fæðuframboð fyrir okkar helstu nytjastofna, t.d. þorsk og ýsu. Þessi stefna hefur gefið þeim aðilum sem vilja byggja upp þorsk- stofninn og nýta hann á sama tíma án þess að skerða veiðiheimildir nýja von um að uppbyggingin gangi hrað- ar fyrir sig en annars væri,“ segir í ályktun stjórnarfundar félagsins. Vilja aukinn þorskkvóta FYRSTU sýnum ársins fyrir vöktun eiturþörunga sem geta valdið skelfiskeitrun var safnað í Hval- firði og Breiðafirði í síðustu viku. Sýnataka í Eyja- firði hefst í þessari viku. Tilgangurinn með vöktun eiturþörunga er að vara við nýtingu skelfisks ef þéttleiki eiturþörunga fer yfir þau mörk að hætta geti verið á eitrun ef menn neyta skelfisks af við- komandi svæðum. Af þeim u.þ.b. 320 tegundum svifþörunga sem fundist hafa hér við land eru 10 tegundir sem geta myndað þörungaeitur. Svifþörungar eru helsta fæða skelfisks sem safnar í sig eitri ef hann neytir eitraðra svifþörunga. Eitrið hefur ekki áhrif á skel- fiskinn sjálfan en kemur fram þegar hans er neytt. Vaxtartími eiturþörunga er frá því snemma sumars fram á haust. Um er að ræða þrenns konar eitrun: PSP (par- alitic shellfish poisoning) er eitrun sem veldur doða og lömun, DSP (diarrhetic shellfish poisoning) er eitrun sem veldur magaverkjum, uppköstum og niðurgangi og að lokum ASP (amnesic shellfish poi- soning), eitrun sem veldur m.a. minnisleysi. Skel- fiskeitranir af völdum PSP og DSP hafa greinst yfir hættumörkum hér við land nokkrum sinnum. „Oft er talað um að varast beri að neyta skelfisks í þeim mánuðum sem ekki hafa r í nafninu þ.e. maí, júní, júlí og ágúst. Það er rétt að hætta getur verið á eitrun ef skelfisks er neytt í þeim mánuðum, en einnig fram eftir hausti. Niðurstöður vöktunar- innar undanfarin ár sýna að skelfiskur getur verið varasamur vegna þörungaeiturs frá maí fram í nóv- ember. Það er háð skilyrðum hverju sinni hvort eit- urþörungar eru til staðar í svifinu og því eru þeir sem hyggjast tína eða veiða skelfisk til matar hvattir til að fylgjast vel með vöktuninni á slóðinni hafro.is/voktun,“ segir á heimasíðu Hafrannsókna- stofnunarinnar. Vöktun eiturþörunga hafin Skelfiskur Kræklingur getur tekið í sig eitrun yfir sumarmánuðina. Í kræklingaræktun er hægt að láta skelina hreinsa sig í tönkum. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.