Morgunblaðið - 17.05.2007, Síða 19

Morgunblaðið - 17.05.2007, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2007 19 MENNING Eftir Helgu Kristínu Einarsdóttur helgakristin@gmail.com ÓPERAN Viröld fláa eftir Hafliða Hallgrímsson tónskáld verður sett á svið í tónleikaflutningi Sinfón- íuhljómsveitar Íslands í Há- skólabíói á morgun klukkan 19.30. Hljómsveitarstjóri er Andre de Ridder, en hann hefur getið sér gott orð á undanförnum árum meðal unnenda nýrra strauma á tónlistarsviðinu. Átta einsöngvarar taka þátt í flutningnum, þar af tveir íslenskir, og hafa sex þeirra ekki sungið hlutverk í óperunni áður. Einsöngvararnir eru Hanna Dóra Sturludóttir, Merryn Gamba, Clemens Löschman, Tom Raskin, Sebastian Noack, Jeremy Carpen- ter, Christian Tschelebiew og Davíð Ólafsson. Viröld fláa (Die Wält der Zwisc- henfälle) var frumflutt í borg- arleikhúsinu í Lübeck í febrúar 2004 og var þá fagnað af gagnrýn- endum sem sígildu absúrdverki, eins konar Beðið eftir Godot óp- erusviðsins. Tónlist Hafliða þótti passa vel við sótsvarta kímni óp- erutextans, en hann er sóttur í ör- sögur rússneska absúrdmeistarans Daniil Kharms (1905-1942). Viröld fláa var flutt sjö sinnum í Lübeck og árið 2005 á fjórum sýn- ingum í Vínarborg með sömu söngvurum. Flutningurinn á Listahátíð verður hins vegar nokkuð frábrugðinn þar sem um tónleika er að ræða, segir Hafliði Hallgrímsson tónskáld í samtali, og hefur Andri Hafliðason arki- tekt tekið þátt í því að útfæra sjónefni sýningarinnar með föður sínum. Tjaldið í Háskólabíói verð- ur lækkað og haft fyrir ofan hljómsveitina og segir Hafliði að hún muni þar af leiðandi leika að mestu í myrkri. Óperan er sett saman úr 15 sögum Daniils Kharms, sem munu birtast á tjald- inu á milli tónlistarflutnings, og verður ljósmyndum af flutningi óperunnar í Lübeck og Vínarborg og myndum eftir Marc Chagall varpað á tjaldið, þar sem þær passa að mörgu leyti mjög vel við þennan sagnaheim. „Fólk hefur því nóg að gera við að hlusta og lesa og horfa, segir Hafliði, en þýðingar eru eftir Árna Bergmann og hann sjálfan. Rauður þráður sögumanns „Clemens Löschman er í aðal- hlutverki sem sögumaður, líkt og í óperunni á sínum tíma, þar sem hann kemur mjög skýrt fram enda eina persónan sem aldrei skiptir um búning. Hann er í frakka, með trefil og tösku og er rauði þráð- urinn sem heldur öllu saman,“ segir hann ennfremur, en sami einsöngvari verður sögumaður á tónleikunum. Óperur eru jafnan æfðar í eina tvo mánuði og segir Hafliði tón- listina vissulega áskorun fyrir söngvara sem ekki hafi sungið hana áður, þar sem þeir þurfi að tileinka sér hana með hraði og nálgast líkt og þeir séu að fara að flytja óratoríu eða stórt tónverk. „Ég er búinn að hugsa þessa tónlist mikið, vinna í henni og skerpa og pólera. Sögurnar eru það beinskeyttar að ég reyni að hafa tónmálið í svipuðum stíl, án þess að það sé of einfalt, því þær miðla líka flókinni og erfiðri lífs- reynslu höfundarins. Hann var tekinn fastur tvisvar og hundeltur af njósnurum Stalíns, svo dæmi séu nefnd. Hann vann fyrir sér með því að skrifa ævintýri fyrir börn, en kynntist líka ofsóknum og fátækt, sulti og seyru. Hann var eiginlega svangur alla ævi og dó svo úr hungri á spítala árið 1942 þegar umsátrið mikla var um Leningrad. Það er því mikil alvara í þessum sögum á bak við algeran fíflaskap og fáránleika,“ segir hann. Glamur nútímans Hafliði kveðst bæði vilja miðla gamni og alvöru með þessu verki. „Í fyrsta lagi skrifar maður til þess að reyna að fullnægja ein- hverri innri þörf og mér finnst sjálfsagt að nálgast óperu í nútím- anum á annan hátt en gert hefur verið. Segja má að þessi framsetn- ing endurspegli nútímann eins og hann er orðinn, fólk hefur ekki tíma og kafar ekki djúpt ofan í neitt og þarna er farið úr einu í annað og víða komið við. Þræð- irnir eru þó kunnuglegir, erótík, ofbeldi, einmanaleiki, hræsni, dauði og ofsjónir en líka ævintýri eins og við þekkjum úr bernsku. Viröld fláa er nú flutt í fyrsta sinn á Íslandi og segist Hafliði vissulega finna fyrir örlitlum kvíða. „Hann fylgir í hvert einasta skipti sem verk er flutt. Tón- skáldið er í raun og veru að af- hjúpa sinn innri mann að vissu leyti og nú til dags er mjög erfitt að fá fólk til þess að staldra við og hlusta af athygli og af áhuga. Við búum við sífellt glamur sem veld- ur því að fólk hættir að beita sér og skerpa skilningarvitin. Það er búið að ofbjóða athygli okkar. Ég tel ekki að verkið sé fráhrindandi og erfitt, heldur þvert á móti fremur létt í hlustun, en ég til- heyri auðvitað þessum tónheimi, skil það og kann frá upphafi til enda. Samt held ég að þegar allt er lagt saman, sögurnar, tónlistin og hið sjónræna ætti fólk að geta átt ánægjulegt kvöld,“ segir hann að endingu. Þess má geta að síðastliðið þriðjudagskvöld var frumflutt í Noregi nýtt verk sem Hafliði skrifaði fyrir Norsku kamm- ersveitina og Einar Jóhannesson, en það er samið fyrir einleiks- klarínett, strengjasveit og áslátt- arhljóðfæri. Verkið nefnist La Se- renissima og varð til í framhaldi af heimsókn Hafliða og konu hans til Feneyja síðastliðið haust. Fíflaskapur í gamni og alvöru Fáránleiki Clemens Löschman er í aðalhlutverki sem sögumaður, líkt og í óperunni á sínum tíma. Absúrdóperan „Viröld fláa“ eftir Hafliða Hallgrímsson í tónleikaflutningi með Sinfóníunni LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík bauð á sunnudag upp á flautuverk eftir Atla Heimi Sveinsson. Verkin spönnuðu þrjátíu ára tímabil og hófust með Xanties (Næturfiðr- ildi), einni þeirra mörgu flautu- tónsmíða er íslenzk tónskáld sömdu fyrir Manuelu heitina Wies- ler sem með dvöl sinni hér má segja að hafa komið af stað heilli bylgju nýrra flaututónverka á 8. áratug. Ekki aðeins fyrir heillandi túlkun heldur einnig, að manni skilst, óvenjumikla hæfileika í frjálsum spuna, eins og frjálslegur stíll Xanties ber raunar með sér. Atli Heimir sat hér við flygilinn í stað Snorra Sigfúsar Birgissonar forðum, og tendraði samstillt túlk- un þeirra Áshildar á köflum nærri erótíska spennu. Lethe, uppspretta gleymskunnar í undirheimum Forngrikkja, var samið fyrir dúnmjúka altflautu í G án undirleiks og kom hljómbært séð verst út úr þurri ómvist Þjóð- leikhússins, auk þess sem pirrandi lágtíðnisuð, líkast til úr loftræst- ingu, dró úr melankólskum galdri verksins. Tónamínúturnar í 21 ör- þætti, líklega meðal útbreiddustu íslenzkra flautueinleiksverka nú- orðið, vantaði að vanda ekki fjöl- breytni, og mismunandi ljóskast- aralitir á bakvegg undirstrikuðu enn margleitari meðferð Áshildar Haraldsdóttur. E.t.v. mætti þar taka skrefið til fulls og fá lista- mann til að gera allegóríska mynd- skyggnu fyrir hvert atriði. Hina áttþættu Sónötu Atla fyrir flautu og píanó frumfluttu þær Ás- hildur og Anna Guðný í Salnum fyrir rúmlega tveim árum að und- irr. viðstöddum. Það ku vera með lengstu verkum tónbókmennta af þessum meiði, en þó að heildartími þess hefði stytzt um tæpar 2 mín. úr upphaflegum 38, batnaði það í mínum eyrum varla svo við end- urheyrn að gæðin réttlættu ávallt magnið. Samt sem áður átti són- atan sér nokkur upplyftandi augnablik, einna hressast í VII. þætti, og a.m.k. var ekki við ein- beitta spilamennsku að sakast þótt örfáir hlustendur sæjust dotta í sætum þegar á leið og lófatakið virtist frekar dauft í lokin. Alltjent miðað við öllu hlýrri undirtektir aukalagsins, Intermezzo úr Dim- malimm, í unaðsbljúgum með- förum Áshildar og höfundar. Af magni og gæðum TÓNLIST Þjóðleikhúsið Atli Heimir Sveinsson: Xanties* (1975), Lethe (1987), 21 tónamínúta (1981) og Flautusónata (2005). Áshildur Haralds- dóttir flauta; Anna Guðný Guðmunds- dóttir og Atli Heimir Sveinsson* píanó. Sunnudaginn 13. maí kl. 15. ¤¤¤ Einleikstónleikar Ríkarður Ö. Pálsson LIÐIN eru 40 ár síðan organistinn Michael Radulescu hætti að drekka kaffi. „Fráhvarfseinkennin voru slík að ég skalf allan þann dag,“ segir hann brosandi. Nú orðið skelfur hann bara úr kulda þegar hann kemur til Íslands í sumarveðri í maí. Enda breiðir hann peysu yfir axlirnar þegar hann stendur upp frá æfingu í Langholtskirkju þar sem hann spilar á tónleikum í dag. „Orgelið er margbrotið og fágað – og svo er það fallegt líka,“ segir Radulescu, sem vígði það á opn- unartónleikum árið 1999. Í þetta skipti verður áhersla á tónlist Diet- rich Buxtehude, en þrjár aldir eru frá dánardægri hans. Í smiðju meistaranna „Ég byrja á einum af litríkustu nemendum hans, Nicolaus Bruhns, voguðu og hrífandi verki. Síðan spila ég þrjú verk eftir hann sjálfan og sæki svo mótvægi í tvo samtíð- armenn hans frá Suður-Þýskalandi, Kerll og Froberger. Ég held mig í suðrinu og leita í smiðju Vivaldis, en Bach útsetti af mikilli snilld fiðlukonsert hans fyrir orgel.“ Ferðalaginu lýkur hjá Bach sjálf- um, sem nam einnig hjá Buxte- hude. „Kunn er sagan af Bach und- ir tvítugu þegar hann gekk frá Arnstadt til Lübeck til að upplifa orgellist Buxtehude, þessa mikla meistara. Ég spila því að lokum verk eftir Bach sem er undir undir sterkum áhrifum frá Buxtehude. Bach lagði mikið á sig til að kynn- ast tónlistarhefðinni á þessum norðlægu slóðum, ílengdist þar í nokkra mánuði og lenti fyrir vikið í vandræðum þegar hann sneri til baka. Ég er sannfærður um að við það tækifæri hafi hann heillast af tveggja kóra verkum, sem varð til þess að hann samdi Matteus- arpassíuna.“ – Hvað heillar þig við Buxte- hude? „Dýptin í fantasíunni hjá honum, stundum yndislegt skopskyn og sú mikla tækni sem hann beitti í tón- smíðum sínum. Tónverkin voru til- komumikil í aðra röndina, mjúk og léttleikandi í hina; þau spanna því allt sviðið.“ Radulescu heldur tónleika í Hall- grímskirkju á sunnudag og í Lang- holtskirkju á fimmtudag í næstu viku með Kór Langholtskirkju. Michael Radulescu með orgeltónleika í Langholtskirkju Þegar Bach fór í gönguferð Morgunblaðið/Ásdís ORGANISTINN Michael Radulescu á æfingu í Langholtskirkju í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.