Morgunblaðið - 17.05.2007, Síða 24
neytendur
24 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Krónan
Gildir 18. maí - 21. maí verð nú verð áður mælie. verð
Krónu kryddaðar grísakótilettur ............. 1299 1698 1299 kr. kg
Krónu lambagrillsneiðar læri ................. 1499 1898 1499 kr. kg
Krónu lambaframpartssneiðar krydd. ..... 1278 1598 1278 kr. kg
Krónu grísahnakkasneiðar kryddaðar ..... 1358 1698 1358 kr. kg
Fjörfiskur ýsukubbar forsteiktir .............. 599 899 599 kr. kg
Fjörfiskur reykt ýsuflök m/roði ............... 599 999 599 kr. kg
Grillborgarar m/brauði 4 stk ................. 398 467 398 kr. pk.
Krónubrauð stórt og gróft 770 gr ........... 99 121 128 kr. kg
Roka núðlur 4 tegundir......................... 19 29 19 kr. stk.
Super súkkulaðikex 2 pk 360 gr ............ 99 0 99 kr. pk.
Fjarðarkaup
Gildir 17. maí - 19. maí verð nú verð áður mælie. verð
Ali spareribs soðin ............................... 885 1180 885 kr. kg
Ali léttreyktar svínakótilettur.................. 1255 1673 1255 kr. kg
Ali jurtakryddaðar svínakótilettur ........... 1255 1673 1255 kr. kg
Fk jurtakryddað lambalæri .................... 1198 1744 1198 kr. kg
2x hamb. m/brauð 115g...................... 298 350 298 kr. pk.
Matfugl kjúklingur læri/leggur ............... 426 609 426 kr. kg
Goða vínarpylsur 10 í pk....................... 336 448 336 kr. pk.
Hagkaup
Gildir 17. maí - 20. maí verð nú verð áður mælie. verð
Fyllt svínafiðrildi/kúrb/bas/tó kjöt......... 2498 0 2498 kr. kg
Lambasirlon m/mintu/hvítl/sítr kjötb. ... 1998 0 1998 kr. kg
Myllu Tómatbrauð ................................ 277 346 277 kr. stk.
Myllu Veronabrauð ............................... 254 318 254 kr. stk.
Myllu Ciabatta ..................................... 86 108 86 kr. stk.
Myllu hvítlauksbrauð ............................ 270 337 270 kr. stk.
Ítalía ravioli m/sveppum fersk............... 249 356 249 kr. pk.
Ítalía ferskt heilhv. tagliatelle................. 150 214 150 kr. pk.
Ítalía ólífuolía 500 ml. 2 fyrir 1.............. 559 1118 559 kr. stk.
Nóatún
Gildir 16. maí - 21. maí verð nú verð áður mælie. verð
Grísagrillsteik miðjarðarhafskrydduð ...... 998 1298 998 kr. kg
Ungnautasirloin ................................... 1798 2719 1798 kr. kg
Lambalæri kryddað .............................. 899 1498 899 kr. kg
Gourmet hunangsgrís léttreyktur............ 1346 1682 1346 kr. kg
Grillspjót lambageiri rósmarín ............... 2698 2998 2698 kr. kg
Nóatúns lambalærisn. Las Vegas........... 1953 2298 1953 kr. kg
Nóatúns grísakótilettur/a.h.Grikkja........ 1443 1698 1443 kr. kg
Maxwell house kaffi 500 gr ................... 399 421 798 kr. kg
N.Y.S. Biscotti súkkul/möndlu 170 gr .... 239 299 239 kr. pk.
Coke Light 2 ltr .................................... 99 184 50 kr. ltr
Samkaup/Úrval
Gildir 17. maí - 20. maí verð nú verð áður mælie. verð
kjötborð lamba innralæri ...................... 2159 3096 2159 kr. kg
Kjötborð lambaframp. hryggjarsneiðar ... 1178 1688 1178 kr. kg
Gourmet lambalæri villikryddað............. 1259 1804 1259 kr. kg
Borgarnes ostapylsur ........................... 740 1063 740 kr. kg
Matfugl 1/1 kjúklingur ferskur............... 419 699 419 kr. kg
Maryland coconut blár 150 gr. .............. 69 94 69 kr. stk.
Trópí 0,33 lítrar plastflaska ................... 69 94 207 kr. ltr
Egils pilsner 500 ml ............................. 79 98 158 kr. ltr
Freyju djúpur 100 gr............................. 99 128 990 kr. kg
kúrbítur............................................... 209 329 209 kr. kg
helgartilboðin
Kjöt á grillið fyrir helgina
Litarefni, sem notuð eru tilað lita klæði og skó, hafafundist í kryddi á und-anförnum árum, aðallega í
chilipipar og karríi. Að sama skapi
er algengt að myglusveppaeitur
greinist í hnetum og fíkjum, efni sem
hafa áhrif á ónæmiskerfið eða ýmis
önnur varanleg skaðleg áhrif, til
dæmis stökkbreytandi og/eða
krabbameinsvaldandi áhrif og er því
strangt eftirlit orðið með þessum
efnum. Í þessu sambandi má einkum
nefna pistasíur frá Íran, heslihnetur
og aðrar hnetutegundir frá Tyrk-
landi og jarðhnetur frá Kína. Með
öllum hnetu- og fíkjusendingum,
sem koma til Íslands, verður að
fylgja rekjanlegt rannsóknarvott-
orð.
Myglusveppaeitur sem nefnist
aflatoxín myndast við ákveðið hita-
og rakastig í matvælum og fóðri. Al-
gengustu matvæli eru kornvörur,
hnetur og fíkjur.
Aflatoxín hefur þó einnig greinst í
mjólk dýra, sem neytt hafa mengaðs
fóðurs, að sögn Herdísar M. Guð-
jónsdóttur, matmælafræðings á
matvælasviði Umhverfisstofnunar.
Vöktun með innflutningi
Frítt flæði er á matvælum til Ís-
lands svo framarlega sem ekki er
getið um annað hjá öðrum eftirlits-
stofnunum, í reglugerðum eða með
tímabundnu banni.
Eftirlit með innflutningi á mat-
vælum til Íslands er á hendi nokk-
urra aðila. Þannig sér Fiskistofa um
fiskafurðir. Landbúnaðarstofnun
hefur eftirlit með innflutningi á kjöt-
vörum, en allur annar innflutningur
er undir eftirliti Umhverfisstofn-
unar.
„Nokkrar undantekningar eru þó
á frjálsu flæði matvæla milli landa
sem takmarka innflutning á ýmsum
hnetum vegna myglueitursins afla-
toxíns. Eins eru takmarkanir á inn-
flutningi á ýmsum kryddtegundum,
til dæmis á karríi og chilipipar þar
sem óleyfileg litarefni hafa fundist í
þessu kryddi. Litarefni þetta kallast
súdanlitur og er einkum notað til að
lita skó og klæði. Það er mikið notað
í Indlandi, en þaðan kom einmitt það
krydd, sem í var þetta ólöglega lit-
arefni. Innflutningur er því aðeins
heimilaður ef innflytjandi framvísar
rannsóknarvottorði, sem staðfestir
að ekkert ólöglegt litarefni hafi verið
sett í vöruna.
Almenn vöktun á innflutningi með
tilliti til hættulegra matvæla og fóð-
urs er með tengingu Íslands við evr-
ópska viðvörunarkerfið RASFF,
sem stendur fyrir Rapid Alert Sys-
tem for Food and Feed, þar sem til-
kynningar eru sendar á milli landa
Evrópubandalagsins og EFTA með
tölvupósti. Tengiliður Íslands er
staðsettur á Umhverfisstofnun. Árið
2006 bárust alls 6.594 tilkynningar í
gegnum þetta kerfi og getur al-
menningur fylgst með þessum til-
kynningum á vef ESB þar sem viku-
lega er birtur listi. Þar geta líka
innflytjendur aflað sér upplýsinga
um hvort verið sé að tilkynna til-
teknar vörur meira en aðrar og
hvort þær komi í ríkari mæli frá til-
teknum löndum umfram önnur.
Langflestar tilkynningar, sem
bárust í gegnum RASFF, vörðuðu
matvæli frá Kína, Tyrklandi, Íran og
Bandaríkjunum, en mikið af banda-
rískum vörum er á markaði í íslensk-
um verslunum.
Varasamt gæludýrafóður
Í Bandaríkjunum hafa margar
tegundir gæludýrafóðurs verið inn-
kallaðar þar sem fundist hefur ólög-
legt efni í gæludýrafóðri sem orsak-
að hefur dauða margra gæludýra.
Ólöglega efnið melamine hefur verið
sett í ýmsar mjölblöndur til blekk-
ingar í próteininnihaldsmælingum.
Hætta er á að efni þetta verði sett í
matvæli í stað próteinsdufts og eru
öll aðildarríkin hvött til að rannsaka
það.
Innflutningur á nokkrum græn-
metistegundum frá Taílandi hefur
verið stöðvaður að undanförnu
vegna salmonellu og E-coli meng-
unar. Að auki bárust margar til-
kynningar í gegnum viðvör-
unarkerfið um flæði blýs og
kadmíum úr leirvörum og flæði
óæskilegra efna úr svörtum plastá-
höldum frá Kína.
Spænskum paprikum fargað
Frá áramótum hafa svo mörg lönd
tilkynnt um ólöglegt varnarefni í
spænskum paprikum. Íslenska heil-
brigðiseftirlitið hefur í ljósi þess tek-
ið fjölmörg sýni til að ganga úr
skugga um hvort skordýraeitrið iso-
fenphos sé að finna í paprikum á ís-
lenskum neytendamarkaði en ekk-
ert hefur fundist ennþá. Í kjölfarið
hafa hinsvegar fundist önnur ólögleg
efni í spænskum paprikum hér á
landi. Miklu magni af paprikum frá
Spáni hefur verið fargað og fjöl-
mörg paprikusýni send í
rannsókn á kostnað inn-
flytjenda. Tvær „hrein-
ar“ sendingar þurfa
að berast til landsins
áður en eftirliti er
hætt,“ segir Herdís.
Auknar kröfur um
rekjanleika
Skyldur innflytjenda
felast í því að sjá til þess að
matvörur standist lög og reglur um
matvæli. Rekjanleiki matvæla er
mikilvægur við allt innflutningseft-
irlit því neytendur eru í vaxandi
mæli farnir að vilja vita um upp-
runaland og meðhöndlun þeirra
vara, sem lenda í innkaupakörfunni.
Gera má ráð fyrir því að innflutn-
ingseftirlitið eflist til muna eftir að
nýjar reglur um hollustuhætti og
eftirlit munu taka gildi innan tíðar.
Þá getur innflutningseftirlitið far-
ið fram á öllum stöðum, ekki aðeins
við landamærin heldur líka þegar
vörur eru komnar í verslanir og hjá
birgjum.
Myglueitur og skósverta leynast í mat
Morgunblaðið/Jim Smart
Ólögleg litarefni hafa
fundist í austurlenskum
kryddtegundum og inn-
flutningur hefur verið
takmarkaður á hnetum
og fíkjum vegna myglu-
eiturs. Matvælafræðing-
urinn Herdís M. Guð-
jónsdóttir sagði Jóhönnu
Ingvarsdóttur að neyt-
endur gerðu orðið vax-
andi kröfur til rekj-
anleika matvara.
Sérfræðingurinn
Herdís M. Guðjónsdóttir.
Í HNOTSKURN
» Umhverfisstofnun fer meðeftirlit með innflutningi mat-
væla og er framkvæmdin í nánu
samstarfi við heilbrigðiseftirlit
sveitarfélaga.
» Stofnunin hefur heimild tilað stöðva innflutning tiltek-
inna matvæla í samráði við toll-
stjóra, sé veruleg hætta talin á
ferðum fyrir neytendur.
» Stofnunin er tengiliður Ís-lands við RASFF, viðvör-
unarkerfi ESB. Tilkynningarnar
eru flokkaðar og ýmist af-
greiddar af Umhverfisstofnun
eða áframsendar til Fiskistofu
eða Landbúnaðarstofnunar.
» Sýni til varnarefnamælingaeru tekin af innlendri og er-
lendri framleiðslu. Fari mæl-
ingar yfir leyfileg mörk er heil-
brigðiseftirliti gert viðvart og
það grípur til aðgerða, sem þýtt
geta innköllun eða förgun við-
komandi vöru.
Þetta er fimmta greinin af nokkr-
um í greinaflokki, sem er sam-
starfsverkefni matvælasviðs Um-
hverfisstofnunar og
Morgunblaðsins
TENGLAR
.....................................................
www.ust.is www.ec.europa.eu/
food/rapidalert
Paprikur Fundist hafa ólögleg efni í spænskum paprikum hér á landi. Miklu magni af paprikum frá Spáni hefur
því verið fargað og fjölmörg paprikusýni send í rannsókn