Morgunblaðið - 17.05.2007, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 17.05.2007, Qupperneq 27
berlín MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2007 27 Hjálmar Freysteinsson veltir fyrir sér kosningabaráttunni og finnst tryggð kjötkaupmannsins við flokkinn, sem hann þó telur ofsækja sig, merkileg: Jóhannes til kaupa kann kjötið nýta af skrokknum. Lítinn blóraböggul fann en bjargaði sjálfum flokknum. Um eftirmála kosninganna yrkir Hjálmar: Framsóknar er fátt við borðið, finna má til huggunar, nú geta þeir allir orðið einhverskonar ráðherrar. Og loks yrkir hann: Íhaldsfylgi fagna má fyrir því við skálum. Þeir taka sjaldan ábyrgð á óvinsælum málum. Kosningarnar fóru ekki heldur framhjá Rúnari Kristjánssyni: Kosningarnar víst með viti tregu viku mörgu að blindufari kunnu. Yfirboðin yfirgengilegu yfir þjóðarsálargreyið runnu. Og hann bætir við: Vinstri grænir veginn rata, viðra rökin slyng. Þar með fleirum Kolla og Kata kosnar voru á þing. Loks yrkir hann um raunir forsetans: Að menningarumræðan þyki hér þjál er þvaður og lygi og blekking og tál. Því margt getur fjötrað þar fullburða sál og forsetaþreyta er alvarlegt mál. Bloggarinn Jóna Guðmunds- dóttir fylgist með þreifingum stjórnmálamanna þessa dagana og skrifar að Jón Sigurðsson reyni nú allt hvað hann getur að tryggja sér og sínum mönnum sæti við kjötkatlana áfram: Ekkert fær ró hans raskað þó reyndar sé fleyið laskað og komið í strand langt upp á land: Með brotajárn nú skal braskað. VÍSNAHORNIÐ Af braski pebl@mbl.is Eftir Ólaf Guðstein Kristjánsson olafurgudsteinn@googlemail.com Eitt sérstæðasta safn Berlínar er Jüdisches Mu-seum eða Gyðingasafnið. Safnið er hannað afhinum þekkta bandaríska arkitekt DanielLiebskind. Sá hinn sami og mun vinna að end- urreisn þess svæðis þar sem Tvíburaturnarnir stóðu. Sérstaða safnsins er ekki bara sú að þar má kynna sér sögu gyðinga í Þýskalandi frá upphafi vega heldur vegna hinnar einkar sérstæðu byggingar sem hýsir safnið og sker sig mjög frá nærliggjandi byggingum. Raunar varð safnið aðdráttarafl fyrir forvitna nokkru áður en það var tekið í notkun árið 2001. Byggingin er í expressjónískum stíl og táknar sundraða Davíðsstjörnu og er í því sem kalla mætti „zikk-zakk“ formi. Á henni eru skáhallir gluggar sem virðast skera silfurlitaða sink-veggi húss- ins. Þessi lögun hússins er auðvitað táknræn fyrir örlög gyðinga í landinu og í heiminum. Einnig er að finna inn- an safnsins svokallaðar eyður sem standa fyrir það sem eyðilagt hefur verið í landinu (samfélag gyðinga), þótt Liebskind gefi rúm til eigin túlkunar. Stærsta eyðan er svo tuttugu og fjögurra metra turn sem stendur ögn frá safninu og er hugsaður sem helfararminnismerki. Gólfin hallast Innrými safnsins er ekki síður sérstakt. Raunar er inngangurinn ekki á byggingunni sjálfri heldur í húsinu við hliðina á því; gamalli byggingu (frá 1735) sem þjónaði áður hlutverki dómshúss og er í barokkstíl. Farið er svo undir í gegnum eins konar göng til að komast í Liebsk- ind-bygginguna. Sýningarrýmin eru svo með vilja höfð frekar kaótísk, gólfin hallast og strúktúrleysi er nokkuð sem manni dettur fljótlega í hug, þótt vegvísar vísi að vísu veginn gegnum sýninguna. Saga gyðinga Á safninu er eina viðvarandi sýningu að finna sem rek- ur sögu gyðinga í landinu frá fyrstu skrásettu heimild- inni frá árinu 321 til dagsins í dag. Einnig eru settar upp sérstakar sýningar sem standa tímabundið þegar efni standa til. Til dæmis var sýning frá 29. september 2006 til 9. apríl 2007, tileinkuð þeim gyðingum er flúðu land á nasistaárunum, undir nafninu Heimat und Exile. Emigration der deutschen Juden nach 1933. Einnig er svo í byggingunni að finna hluta tileinkaða samtímalist. Raunar er talsvert af söfnum og minnismerkjum tengdum gyðingum í borginni. Skemmst er að minnast hins flennistóra (19.000 m²) Helfararminnismerkis (Holocaust-Mahnmal Denkmal für die ermordeten Ju- den Europas), eftir bandaríska arkitektinn Peter Eisen- man, sem samanstendur af 2711 misstórum steypu- stólpum. Er það í nágrenni Brandenborgarhliðsins og örugglega á dýrasta byggingarlandi borgarinnar. Þar er svo einnig að finna safn tengt helförinni. Svo má minnast á Neue Synagoge við Oranienburger Straße, sem er stærsta gyðinglega bænahús borgarinnar. Svona má raunar áfram telja og líklegt er að haldið verði áfram að sinna sögu gyðinga í landinu, enda Þýska- land þjakað mikilli sektarkennd vegna helfararinnar. En þess utan er þetta auðvitað allt saman einkar áhugavert og gaman að skoða. Sérstaklega þó gyðingasafnið, sem verður að teljast mjög frambærilegt. Sundruð Davíðs- stjarna Sérstakt Inngangurinn er ekki á byggingunni sjálfri heldur í húsi við hliðina á því sem er frá árinu 1735. Byggingin Lögun hússins er auðvitað táknræn fyrir ör- lög gyðinga í landinu og í heiminum. Jüdisches Museum (gyðingasafnið) við Lindenstraße 9- 14 í Kreuzberg. Safnið er opið daglega frá 10-8 og 10-10 á mánudögum. Aðgangseyrir er fimm evrur og til að komast þangað er best að taka neðanjarðarlestirnar U1 eða U6 að Hallesches Tor eða Kochstraße, sem er rétt hjá hinu þekkta múrsafni Chekpoint Charlie. http://www.juedisches-museum-berlin.de Gyðingasafnið í Berlín Í KÓNGSINS Kaupmannahöfn er boðið upp á þann skemmtilega valkost, frá 1. maí til 15. desember, að fá lánað hjól til að skoða borgina á slíkum fararskjótum. Aðeins þarf að finna sér eitt af þeim 125 hjólum sem standa víðs vegar í borginni og eru þau sérstaklega merkt. Borga þarf 20 evrur í rauf, ekki ólíka því sem fólk þekkir með innkaupakörfur, og þá getur viðkomandi hjólað þvers og kruss hvert sem honum eða henni hentar. Þegar hjólinu er skilað aftur á þessa ákveðnu staði fær viðkomandi 20 evrurnar aftur. Þetta er því frítt, umhverfisvænt og skemmtilegt og fólk er jafnvel fljótara á milli staða á hjóli heldur en á bíl eða með strætó. Hjólin eru ekki síður notað af heimafólki en ferða- mönnum en sumir segja að þessi hjól séu eitt aðalaðdrátt- arafl borgarinnar. Þegar Bill Clinton þáverandi forseti Bandaríkjanna kom til Kaupmannahafnar árið 1997, þá fékk hann eitt svona sérhannað bæjarhjól sem opinbera gjöf frá borginni. Enda er Kaupmannahöfn þekkt fyrir að vera ein mesta hjólaborg heims. Morgunblaðið/Ómar Hjólað um Köben á lánshjólum www.visitcopenhagen.dk www.bycyklen.dk Fréttir í tölvupósti 22. daga ævintýraferð á ári Gríssins, 2007 til Kína og Tíbet með KÍNAKLÚBBI UNNAR 26. ágúst - 16. september Farið verður til BEIJING, XIAN, GUILIN, YANGSHUO, SHANGHAI og SUZHOU. Siglt verður á LÍ FLJÓTINU og farið á KÍNAMÚRINN. Í TÍBET verður dvalið í höfuðborginni LHASA, en þar verður m.a. POTALA HÖLLIN skoðuð, ein frægasta bygging veraldar. 5 sinnum verður flogið innanlands í Kína. Ekki verður gist í Evrópu, hvorki á útleið, né heimleið. Eina lestarferðin sem farin er, er 35 mín. hraðlestarferð á milli Shanghai og Suzhou. Heildarverð á mann: kr. 370 þús. Allt innifalið: þ.e. allar skoðunarferðir, gisting í tvíbýli á lúxushótelum (einb. + 70 þ.), fullt fæði, skattar og gjöld, staðarleiðsögumenn og fararstjórn Unnar Guðjónsdóttur. Kínaklúbbur Unnar, Njálsgötu 33, 101 R sími/símbréf: 551 2596, farsími: 868 2726 Vefsíða: www.simnet.is/kinaklubbur Netfang: kinaklubbur@simnet.is Geymið auglýsinguna Árið 1983 fór ég í fyrsta sinn til Kína. Ég ferðaðist eins míns liðs um landið. Næst fór ég til Kína 1991, fór víða og dvaldi þar að auki í Beijing í nokkrar vikur, þar sem ég fylgdist með kennslu í Listdansskóla ríkisins - ég er fyrrv. atvinnudansari í Svíþjóð og fyrrv. ballett- meistari Þjóðleikhússins. Þessar 2 löngu ferðir kveiktu í mér brennandi áhuga á Kína og langaði mig til þess að miðla áhuga mínum og þekkingu til annarra. Vorið 1992 fór ég með rúmlega 20 manna hóp héðan til Kína, í 2. vikna pakkaferð, sem ég keypti af kínverska ríkinu. Ekki varð ég ánægð með ferðina, fannst hún of stutt og skipulagið „hrátt og óþjált”. Farþegar mínir voru þó ánægðir, þeir vissu ekki betur. Síðan hef ég sjálf skipulagt allar ferðir Kínaklúbbsins til Kína og ætið haft þær 3. vikna, til þess að fólk fái sem mest út úr ferðinni, eins og ég vona að það geri líka núna í haust, þegar ég fer með 25. hópferðina mína þangað. Til Kína með konu sem kann sitt Kína.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.